Dagblaðið - 27.10.1978, Page 24

Dagblaðið - 27.10.1978, Page 24
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1978. Grænt skal það vera Nýja Spilverksplatan er komin út, græn að lit Nýjasta hljómplata Spilverks þjóð- anna, ísland, er komin í verzlanir, fagurgræn að lit. Hún mun vera fyrsta íslenzka platan, sem gerð er í öðrum lit en svörtum. Erlendis hefur litadýrðin sifellt færzt í aukana upp á síðkastið og eru nú gefnar út plötur í öllum regnbogans litum. Island er fimmta hljómplata Spilverksins. Engin íslenzk hljómsveit Jazzvakning — Dexter Gordon Tapiö 200þúsund „Eftir að allir reikningar höfóu verið upp gerðir — þar á meðal skattarnir — kom i Ijós að við höfum tapað tæpum tvö hundruð þúsund krónum á hljómleikum Dexters Gordon og hans manna. Þá peninga áttum við í sjóði, svo að nú skuldum við engum neitt,” sagði Pétur Grétarsson formaður Jazzvakningar, er hann ræddi við DB á þriðjudag. I Dagblaðinu daginn áður, á mánudag, var haft eftir Jónatan Garðarssyni hjá Jazzvakningu að tapið á hljómlcikunum yrði 3—500 þúsund. Pétur kvað það hafa verið óþarfá svartsýni að áætla tapið svo hátt. „Hins vegar er það rétt hjá Jónatani, að það er með öllu óþolandi að við skulum þurfa að greiða mun meiri skatta en riki og bær af hljómleikum,” sagöi Pétur. Hann sagði að siður en svo væri hætt við að halda hljómleika með tríóí Duke Jordan hér á landi um mánaöamótin nóvember/desember. „Það er ekki búið að ákveöa dagsetninguna ennþá,” sagði Pétur. „Tríóið kemur hér við á leið sinni vestur um haf. Það hefur verið á hljómleikaferð í Evrópu að undanförnu og fellst á að halda hér eina hljómleika í heimferðinni. Við ætlum ekki að taka Háskólabíó á leigu undir þá hljómleika, heldur halda þá á einhverjum minni stað, svo sem Hótel Sögu eða Loft- leiðum.” -ÁT- „Dettið í lukkupottinn" Hversu mikið vitið þið um Bay City Rollers? Á poppsíðunni í gær var tilkynnt að samstarf hefði tekizt með Dagblaðinu og hljómplötudeild Fálkans um að efna til spurningaleiks fyrir lesendur á þriggja vikna fresti. Leikur þessi nefnist „Dettið I lukkupottinn”! í lukkupottinum eru að þessu sinni tíu eintök af nýjustu breiðskífu Bay City Rollers, Strangers in The Wind, og tíu eintök af nýjustu litlu plötunni. Á henni eru lögin All Of The World Is Falling In Love og If You Were My Woman. Bæði eru þau á nýju stóru plötunni og bæði eru þau eftir þá félaga Eric Faulkner og Stuart Wood. Til að hafa möguleika á að eignast eina af þessum plötum verður þú, les- andi góður, að svara spurningunum tíu hér að neðan rétt. Lausnirnar eiga síðan að sendast Dagblaðinu, Síðumúla 12, 105 Reykjavík og merkj- ast sérstaklega „Dettið I lukkupott- inn”. Hér koma spurningarnar tíu: 1. Hvað heitir fyrsta lagið sem varð vinsælt með Bay City Rollers hér á landi? 2. Hvaða lag kom Bay City Rollers i fyrsta skipti i fyrsta sæti banda- riskra vinsældalista? 3. Hvað heitir söngvari Bay City Rollers? 4. Hversu margar breiðskrfur (LP-plötur) hafa Bay City Rollers sent frá sór? 5. Hvað heitir sú nýjasta af þeim? 6. Hverjir em aðal lagasmiðirnir i Bay City Rollers? 7. Hvað heitir sá fyrrverandi liðsmaður hljómsveitarinnar sem varð að hætta fyrir aldurs sakir? 8. Hve gamall var hann þá? 9. Hver tók stöðu hans f hljómsveitinni? 10. Hvað heita núverandi liðsmenn Bay City Rollers? Berist fleiri en tuttugu réttar úr- lausnir verður dregið úr þeim. Nöfn hinna tuttugu heppnu verða birt á fyrstu poppsíðu Dagblaðsins eftir að skilafresti lýkur, en það er á föstudag- inn í næstu viku. SÆTAÁKLÆÐI Efni: flauel, perlon, velúr. pluss, ullog poty-acryl. piUðð. Valshamar, Lækjargötu 20, Hafnarfirði. Simi 51511. Já, NÝJU mjóu hœlarnir eru komnir og fá \ tilbúnir undir skóna yðar. ! / \ Verið viðbúin húlkunni, gúmmígadda- I 1 -j § hœlplöturnar fyrirliggjandi. s V Víkkum kuldaskóna um legginn á mjög skömmum tíma. Fjölg- unar- von hjá Robert Plant Eiginkona Roberts Plant söngvara Led Zeppelin á von á barni í desember. Þau hjónin misstu fimm ára gamlan son, Karac, i fyrra. Led Zeppelin var þá á hljómleikaferð um Bandarikin. Henni var þegar í stað aflýst og síðan hefur hljómsveitin ekki komið saman á sviði. Plant er nú þrítugur að aldri. Hann boðaði til blaðamannafundar í tilefni af fæðingunni tilvonandi og kvaðst fullur tilhlökkunar að geta hampað nýju barni. — Karac sonur hans lézt skyndilega úr virus sem kénnsl hafa ekki verið borin á ennþá. Fjórtán mánuðir eru liðnir síðan sá atburður átti sérstað. „Við óttuðumst að Maureen kona mín gæti ekki eignazt fleiri börn,” sagði Robert Plant á blaðamanna- fundinum. Ástæða þess ótta var sú að hún slasaðist illa í umferðarslysi fyrir þremur árum. Þau hjónin voru þá í sumarleyfi i Grikklandi, er ekið var á þau. Plant sjálfur er hressilega öróttureftir þaðslys. Þessi slysaalda fjölskyldunnar hefur sett mark sitt á Robert Plant siðustu mánuðina. Á blaðamannafundinum þar sem hann tilkynnti um óléttu konu, sinnar var hann hins vegar kátur og hress. „Það er mér mikið gleðiefni,” sagði hann, „að geta nú loksins sagt ykkur góðar fréttir, svona til tilbreyt- ingar. OrDAILY EXPRESS. hefur sent frá sér jafnmargar plötur með frumsömdu efni. Hins vegar hafa örfáar hljómsveitir gert fleiri LP plötur og á Ríó þar væntanlega metið. Á fundi, sem haldinn var í tilefni af útgáfu íslands, tilkynnti Steinar Berg, útgefandi Spilverksins, að ákveðið hefði verið að endurútgefa þrjár af fyrri Spilverksplötunum. Einungis platan CD-nærlífi kemur ekki út aftur. Skýringuna á því kvað Steinar Berg vera þá að hún ætti í framtíðinni að verða nokkurs konar safnaraplata. Hún hafi verið gerð einungis til að varðveita þann anda, sem ríkti á tónleikum Spilverks þjóðanna, nokkurs konar endir á einum kapítulanum í ferli hópsins. — Steinar sagði að er CD-nærllfi var gerð hafi Spilverkið verið farið að velta fyrir sér gjörólíkum hlutum þeim er það sinnti í upphafi og kvað það styrkja enn frekar þá ákvörðun að halda plötunni dáfitið sér í útgáfunni. Á nýju plötunni eru tíu lög. I fljótu bragði má segja að tónlistin sé nú nokkru þyngri en síðast, á plötunni Sturla. Hljóðfæraskipanin er í aðalat- riðum sú sama og fyrr. Auk Spilverksins sjálfs sjá eftirtaldir um hljóðfæraleik á tslandi: Magnús Einarsson fyrrum bassa- leikari Þokkabótar fær titilinn sérlegur aðstoðarmaður. Við Alfreðsson blæs í trompett, f nskt horn og básúnu. Björgvin t -íslason leikur á gítar og sítar, Halldór Pálsson spilar á saxófón og flautu og Magnús Kjartansson á orgel. Þá leikur Lovísa Fjeldsted á celló. -ÁT- ilíi ii| T| 1 SS V t ^* lj8á !ii! 8 IIII atí till §> ! é : § § *§* : *£» »»* Frá þvi er myndirnar á umslag ISLANDS voru teknar á Tjörninni. Gerð þess var I höndum Gylfa Gislasonar myndlistarmanns, en myndirnar tók Leifur Þorsteins- son. DB-myndir ARI. Vinsælustu diskóplöturnar BRIMKLÓ — Lag hljómsveitarinnar Eitt lag enn er annað tveggja islenzkra á vinsældalista Hótel Borgar. DB-mynd Ragnar Th. Sigurðsson. Diskótek á Hótel Borg Jóhannes Páll er vinsælastur í Gyllta salnum Dagblaðið birtir nú i fyrsta skipti Hótels Borgar. Titilllagið af nýjustu vinsældalista frá Hótel Borg. Þar plötu Brimklóar, Eitt lag enn, er i hefur verið starfrækt diskótek um fjórða sæti og lagiö Stjáni saxófónn nokkurra vikna skeið, nánar tiltekið í með Pjetri og úlfunum er númer átta. Gyllta salnum. Það er fyrirtækið Að sögn Óskars Karlssotiu.J sem Dísa sem sér um tónlistina á Borginni. sér um rekstur Dísu, eru plötusnúðar Þaðer nafni páfans, Jóhannes Páll frá fyrirtækinu nú starfandi á þremur ungi, sem skipar efsta sæti Borgarlist- stöðum í Reykjavík. Fyrst skal fræga ans. Það lag hefur notið mikilla telja Borgina við Austurvöll. Þá í vinsælda í sumar hér á landi sem veitingahúsinu i Glæsibæ og loks í annars staðar. Jóhannes Páll, eða John Templarahöllinni. Þá sagði Óskar að Paul Young, eins og hann nefnist á Disa væri með eitt ferðadiskótek um útlenzku, er Ástraliumaður að þessar mundir. Slikt annríki er með ætterni. Lagið Love Is In The Air er það .diskótek, að það annar engan hið fyrsta sem hann gerir vinsælt. veginn eftirspurn. Tvö íslenzk lög eru á vinsældalista -ÁT HÓTEL BORG 1. LOVE ISIN THE AIR............John Paul Young 2. DANCING IN THE CITY............ Marshall, Hain 3. SUMMER NIGHTS. . . . John Travolta og Olivia Newton-John 4. EITT LAG ENN......................Brimkló 5. KISSYOU ALLOVER................... Exile 6. ONEFORYOU, ONEFORME.............La Bionda 7. BOOGIE OOGIE OOGIE...........A Taste Of Honey 8. STJÁNI SAXÓFÓNN..............Pjetur og úlfarnir 9. MISS YOU.......................Rolling Stones 10. STAYIN' ALIVE ....................BeeGees

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.