Dagblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐID. FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978.
( Sérkenmlegttómstundagaman:
)
Hann á 80
dúfur —
þar af fimm
bréfdúfur
— Rætt við Bjöm Ingvarsson í Kópavogi
um dúfurnarhans
„Hér áður fyrr fór ég nokkrum
sinnum keyrandi með dúfurnar út á
land og sleppti þeim. Síðan ók ég eins
hratt og bíllinn dró aftur í bæinn. Og
það brást ekki, þær sátu á skúrþakinu
þegar ég kom,” segir Björn
Ingvarsson, sem á einar 5 bréfdúfur
núna. Hann á auk þeirra um 11
tegundir aðrar, alls 80 dúfur. Björn
hefur alið upp dúfur I 30 ár, þar af
bréfdúfur í 25 ár. Björn var ekki á því
að dúfa sú sem kom i heimsókn á DB
fyrir nokkru hefði verið bréfdúfa.
„Bréfdúfur eru þyngri en aðrar
dúfur þvi þær eru vöðvameiri.
Ókunnugir þekkja þær helzt á
goggnum sem er stærri en á
venjulegum dúfum. 1 kringum augun
er einnig greinilegur hvítur hringur.
Dúfan sem kom til ykkar var greini-
lega blanda af hojara og venjulegri
dúfu, svokallaður hálfhojari.
Það er ekkert að marka það
þó hún hafi verið spakari en aðrar
dúfur. Bréfdúfur eru það alls ekki. En
hér eru menn úti um allan bæ með
tamdar og ótamdar dúfur og getur
þetta hæglega hafa verið ein af þeim.”
Þær 6 þúsund bréfdúfur sem sluppu
í Skotlandi hafa að öllum likindum
verið í kappflugi. Kappflug dúfna er
jsar sem víðar mikið sport og leggja
menn fé undir líkt og á veðreiðum.
Keppt er í þvi hvaöa dúfa er fljótust að
komast ákveðna vegalengd. Nafnið
bréfdúfa er að þvi leyti rangt að nú á
dögum eru dúfur ekki sendar með
bréf. En hér áður höfðu aðalsmenn
dúfnaturna, þar sem þeir ólu dúfur til
þess að koma skilaboðum á milli.
Hæfileikar bréfdúfna eru að þvi
leyti takmarkaðir að þær rati heim til
sin og ekki annað. Menn geta þvi ekki
sent kunningjunum jólakortin með
bréfdúfum. En þegar menn fara að
heiman og hyggjast senda
Björn er með einar 80 dúfur I bílskúrnum hjá sér. Mikið fjaðrafok og læti urðu þegar
hann kom inn i búrið til þeirra.
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njálsgötu 49 - Sími 15105
Bjöm með bréfdúfukarl i höndunum. Hviti hríngurínn i kríngum augun sést vel, svo og myndarlegur goggurinn.
DB-myndir Hörður.
fjölskyldunni bréf er ekki til fljótlegri
og þægilegri leið en að senda bréfdúfu
með það.
En bréfdúfur geta hæglega þrátt
fyrir alla sína ratvísi villzt af leið. Til
dæmis ef þoka skellur á, líkt og gerðist
i Skotlandi. Eins ef fálkar, smyrlar eða
aðrir ránfuglar elta þær. Ef þær
verða hræddar tapa þær þeim undar-
lega mætti sem gerir þeim fært að rata
heim.
Ekkert er lagt upp úr því að ala
ákveðin litbrigði bréfdúfna og eru þær
flestar mjög líkar villtum dúfum á
litinn. Það eru hæfileikarnir til aö rata
setn öUu máli skipta. Björn fullyrti að
ef bréfdúfa frá Skotlandi hefði borizt
hingað hefði hún örugglega verið með
hring um fótinn til merkingar.
Erlendis merkja menn dúfur með
heimili þeirra, fæðingardegi og ári.
Dúfur hér á landi eru aftur sjaldan
merktar.
-DS.
Haust
f • «ERRA
GAR'QURINN
A-ÐftLSTRÆTI a
REYKdAVÍK-
SÍMI12234
rjfntðmationa£
IDMXW OHANNeSBUKS N6W MIRK
TH£ PLATINLTW 6RAD€ SUIT