Dagblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978. ...... — 11 Vetrarkvíði litla mannsins Nú er verkalýðshreyfingin að búa sig undir verk sem hún telur sig verða að vinna á nokkurra ára fresti. Þetta verkefni á sér alveg sérstakar for- sendur sem eiga rætur að rekja til nokkuð hefðbundinnar stjórnmála- þróunar og ríkjandi efnahagskerfis undanfarinna áratuga. Þetta byrjar þannig að á stjórnar- tima svokallaðra „hægri” stjórna hefst viss þensla i þjóðfélaginu. Þessari þenslu mætti einna helst likja við land- risið á Kröflusvæðinu. Hægri stjórnir eru eðli málsins sam- kvæmt frekar fulltrúar þeirra sem betur mega sín. Þetta orsakar það að á valdatíma þeirra leggst stjórnarand- staða og verkalýðshreyfingin i svokallaða varnarbaráttu. Þessi barátta fer fram í ýmsum myndum en eins og á Kröflusvæðinu endar þetta alltaf eins. Landrisið fer yfir visst hámark eftir mismunandi langan tíma og hvikuhlaupið verður að fá útrás. Það gerist i kosningum. 1 pólitíkinni, eins og á Kröflusvæðinu, eru oftast einhverjar smugur neðanjarðar en útkoman verður þó oftast veruleg tilfærsla atkvæða, án þess þó að eldsumbrotin nái upp á yfirborðið. Út af þessu brá þó i síðustu kosningum og kvikuhlaupið leitaði alla leið upp á yfirborðið og úr varð verulegt pólitískt eldgos. Þó að nú yrðu meiri pólitísk elds- umbrot en áður leiddu þau til sömu niðurstöðu. Vinstri sveiflan orsakaöi það, í þriðja skipti á nokkrum ára- tugum, að svokölluð „vinstri” stjórn tók við stjórnartaumunum. „Hvað á ég nú að gera?" „Hvað á ég nú að gera,” sagði maðurinn. Allt í einu stendur nú verkalýðshreyfmgin uppi með það að vera búin að skapa með baráttunni stjórntæki sem hefur þann yfirlýsta vilja að gripa í árina með verka- lýðnum. \ Þegar verkalýðshreyfingin stendur frammi fyrir þessum ósköpum er eins og hún missi allan vind úr seglunum. Þaö fyrsta sem gera þarf er að koma skjöldum og sverðum i hús. Síöan kemur upp þessi ægilega spurning. Hvernig á nú að haga baráttunni? Verkalýðshreyfingin strýkur nú sveitt höfuð sitt og segir: Þetta var nú meira puðið. 1 fyrra þurftum við að hækka krónutöluna um 70% til þess að ná fram 5% kaupmáttaraukningu. En er það nú alveg vist að jafnvel þetta rosalega dæmi gangi upp. Fengu allir 5% kaupmáttaraukninguna. Og hverjir græddu raunverulega á þessum tölustafabreytingum á launaseðlum landsins? Voru það ekki fyrst og fremst verðbólgubraskarar sem verkalýðs- hreyfingin gaf þama gullið tækifæri. Og er ekki hugsanlegt aö hlutur launþega hafi orðið nokkuð misjafn i þessum látum. Er ekki dálítill hluti af verkalýðshreyfingunni eða meðlimum hennar sem hefur tekist að notfæra sér verðbólguhraðann á sama hátt og bröskurunum, þó að í minna mæli sé. Hafa ekki ýmsir getað notfært sér þetta ástand til að auka verðmæti eigna sinna og náð i svolítið stærri bita á kostnað annarra og þá ekki síst þeirra sem ver eru staddir. Ef tekið er örlítið einfalt dæmi um þetta þá mætti segja söguna af manninum, sem keypti litasjónvarpið. Þannig v'ar að þessi maður hafði vegna mikils dugnaðar og vinnu- þrælkunar komið sér vel fyrir. Hann er meðlimur i verkalýðshreyfmgunni og átti nú hús og bíl ásamt bilskúr og tjaldvagni. Auk þess átti hann svart- hvítt sjónvarpstæki. Einu sinni sem oftar á þessu timabili var byrjað að auglýsa upp gengisfellingu. Það var einróma álit fjölskyldunnar að nota þetta tækifæri og fara yfir í litinn. Þarna voru þó ýmis smáljón á veginum. Á öllum eignum mannsins og innanstokks- munum var slóði af lánum og af- borgunum. Þessi slóði var meiri en svo aö hugsanlegt væri að draga hann á eftir sér með minna en 60—70% krónutölubreytingu á ári og sama vinnuálagi. Þrátt fyrir þetta fékk maðurinn frí úr vinnunni og labbaði milli lána- stofnana og fyrir lokun var hann búinn að skrapa upp í tækið. Um kvöldið horfði svo öll fjölskyldan á Prúðu leikarana í lit. Jón Jónsson í blöðin í mörgum kjöllurum hefur verið drepið á verðbólgubraskara og aðra slika. Núna verður Jóni Jónssyni lofað að koma í blöðin. Sá Jón Jónsson sem keypti litasjónvarpstækið fyrir gengis- fellinguna er raunverulega dálítið stór hluti af því systemi sem ríkir í efna- hagslífi okkar. Hvað gerðist raunverulega þennan gráa, virka dag. Ekkert ólöglegt. Jón Jónsson er ekki braskari. Hann er aðeins duglegur maður og ófeiminn við að ganga inn um opnar dyr. bankanna. Það sem gerðist þennan dag var það að Jón Jónsson notaöi sér dugnað sinn og ófeimni til þess að ná í smábita sinn úr hverri áttinni. Hann sló 3 víxla, tvo þriggja mánaða og einn 6 mánaða af því að hann var kunnugur viðkomandi bankastjóra. Auk þess var það reynsla Kjallarinn Hrafn Sæmundsson Jóns að aka mætti víxlum þó nokkuð lengi á undan sér með smásnúningum. Það fyrsta sem gerðist var að Jón náði 70.000 króna bita með þvi aö sleppa framhjá gengisfellingunni. Peningana sem Jón fékk lánaða áttu sparifjáreigendur, lifeyrissjóðir og aldraðir að stærstum hluta. Vegna negatífra vaxta náði Jón þarna aó krækja sér 1 20 þúsund frá þessum ver stöddu aðilum. Þeir sem áttu peningana í bankanum töpuðu svo 20 þúsundum á gengisfellingunni og það var alveg aukreitis, því gengisfellingin dúndraði á þeim eins og öðrum í hækkuðu vöruverði og raunar meira vegna þess að almennir sparifjáreig- endur eru ekki „töff’ eins og sá Jón sem viðerum aðsegja frá. Krónutölupólitíkin Það er varla til svo illa upplýstur Islendingur að hann viti ekki mæta vel að sagan af Jóni, sem hér hefur verið sögð, er alveg hárrétt þó krónutalan í dæminu sé ágiskun og afrúnnuð. Það er þess vegna ekki skrýtið að stjórn verkalýðshreyfingarinnar sé i nokkrum vanda. Til þess að halda sér ofan jarðar felur hún sig á bak við gamla þjóðsögu. Þjóðsögu um það að verkalýðshreyfingin eigi að standa i faglegu baráttunni. Hinir eigi að sjá um pólitikina. Það er samt dálitið þrengt að verka- lýðshreyfingunni núna. Af einhverjum óútskýrðum orsökum fór hún að blanda sér i stjórnarmyndunar- tilraunirnar þegar allt var að renna út í sandinn. Og vegna ýmiss konar þrýstings hefur verkalýðshreyfingin verið þvinguð inn í jaðar stjórn- málanna. Stundum eru tilburðir hennar svolitiö broslegir. Hún vogar sér að gefa út yfirlýsingar um gámaflutninga sem Eimskip stendur fyrir án teljandi endurgjalds fyrir herinn. Hins vegar hefur ekki heyrst um neinn stuðning við viðskiptaráðherra sem lagt hefur í glimuna við ósvífnasta peningavaldið í landinu og það óarðbærasta. Og nú er smám saman að koma í ljós á hvora sveifina verkalýðs- hreyfingin ætlar sér að snúast. Ein stéttin er tekin að miða sig við aðra. Hvort kaupið er hátt eða lágt skiptir ekki höfuðmáli. Það er viðmiðunin sem gildir. Þannig þýtur krónutalan upp eftir þessum forskrúfaða skrúfugangi. Ef vel verður staðið að þessu verður krónutölupólitik verka- lýðshreyfingarinnar búin að koma þessari rikisstjórn fyrir kattarnef fyrir vorið. Og þá er aftur hægt að leggjast í varnarbaráttu með hefðbundnum hætti svo að braskararnir og duglegu Jónarnir geti haldið áfram að auka verðmæti eigna sinna. Kvíði litia mannsins Það sem verkalýðshreyftngin er að gera eru yfirborðsleg afskipti af stjórn- málum. Með baráttu sinni undanfarin ár hefur hún skapað baráttutæki í mynd núverandi ríkisstjórnar sem hægt væri að nota til þess að gera margt gott. I staö þess hlýðir verkalýðshreyfingin þvi kalli einu að styðja bæði lág- vaxtastefnu og aukningu beinna skatta til að mynda. Bæði þessi mál eru hárrétt, sé miðað við venjulegt þjóðfélag eins og það gerist i Vestur- Evrópu. En í 50—60% verðbólgu- þjóðfélagi, þar sem rikir nánast stjórn- laust og hömlulaust frelsi, er þetta fáránlegt. Það orsakar það að níðst er á sparifjáreigendum fram yfir annað fólk og þeir sem neyddir eru til að telja „heiðarlega” fram eru skattlagðir aukalega, sem væri réttlátt ef það væri ekki einhliða aðgerð. Á meðan valsa peningamennirnir í þjóðfélaginu með fjármunina og sleppa að mestu við þátttöku í samneyslunni. Það mun koma í Ijós á næstu vikum, þegar alþingi fer að ræða um skattamál og hliðstæð efni, að forusta verkalýðshreyfingarinnar verður ekki mætt á þingpöllum til þess að krefjast raunverulegrar tilfærslu fjármuna i þjóðfélaginu. Skattaeftirlitið verður trúlega hert til þess að þjarma enn frekar að þeim „heiðarlegu”. sem gera auðvitað örvæntingarfyllri tilraunir til að sleppa eftir því sem beinu skatt- arnir, sem þeir einir standa undir, verða hækkaðir en þessir aðilar eru geymdir eins og sild í nót og ríkis- stjórnin þarf ekki annað en ómerkilega vasatölvu til að taka af þeim það sem 1 ákveðið verður. 1 augum verkalýðshreyfingarinnar eru lífskjör krónutala á umslagi. Ofurvald tískuverslana og gerviiðnaðar, sem hvilir eins og mara á alþýðuheimilunum, kemur verka- lýðshreyfingunni ekki við. Mögu|eikar á stórlega lækkuðu vöruverði með breyttum verslunarháttum og öðrum neysluvenjum kemur verkalýðs- hreyfingunni ekki við. Afgerandi tilfærsla fjármuna í þjóðfélaginu kemur henni ekki við. Raunveruleg kaupmáttaraukning virðist ekki vera neitt aðalatriði í starfi verkalýðs- hreyfingarinnar. Raunveruleg kaupmáttaraukning verður aldrei varanleg nema gegnum beinar pólitiskar aðgerðir. Meðan verkalýðshreyfingin hefur ekki kjark til að skilja þessa staðreynd gerist ekki neitt nema það að þjóðfélagið heldur áfram að grotna niður þar til það verður eins og hræ af sjálfdauðri pestarrollu. Sú krónutöluskammsýni sem virðist nú vera að ná yfirtökum í verka lýðshreyfingunni gerir það að verkum að vetrarkvíða setur nú enn einu sinni að litla manninum i þjóðfélaginu. Hrafn Sæmundsson prentari. reyndar oft og stóðu þau þannig hreyfingarlaus og störðu hvort á annað. Eftir að hafa horfzt þannig i augu ástriðuþungið drykklanga stund, byrjaði Rómeó að þenja út'rauðan hálspokann og var það fögur sjón, sér- staklega fyrir Júliu, en auðvitað varð ég líka stórhrifinn. I alfræðibókinni hafði verið útskýrt að þetta gerðu karleðlur um fengitímann til að ganga i augun á kveðeðlunum. Þegar hér var komið sögu, klifraði Júlía upp á pott- barminn og byrjaði að spranga einn eða tvo hringi. Þá gat Rómeó ekki lengur setið á sér og snaraði sér niður úr hreiðri sinu og var von bráðar kominn upp á brikina. Byrjaði nú eltingaleikur; fyrst elti hann hana, svo elti hún hann, og allt endaði svo í fögrum eðludansi eða hvaö á að kalla það, en eðlunum virtist þetta allt ósköp eðlilegt. Eftir á klifraði Rómeó upp í sitt hreiður og lagði sig, en Júlia kleif tréð og stóð eða lá þar á grein hreyfingarlaus lengri tíma. En lífið er ekki eintómur leikur og gildir það líka um litil eðluhjón í henni Ameríku. Það þurfti að veiða í matinn og var Rómeó mjög duglegur á því sviði. Svo þurfti að reka aðrar eðlur í burtu, því þau hjúln þolduckki að önnur kameljón kæmu nálægt pottinum eða nágrenni hans. Einu sinni kom önnur karleðla i heimsókn og tók að blása út hálsblöðruna og gera sig til fyrir Júlíu. Rómeó svaf í holu sinni, en vaknaði við og kom ask- vaðandi á vettvang. Sýndi hann mikið hugrekki og tókst að reka meðbiðil sinn á braut. Ýmislegt hefir drifið á daga eðluparsins, sem gert hefur lifið spennandi og stundum hreinlega hættulegt. Þannig var það ekkert spaug, þegar garðyrkjumaðurinn setti áburð i pottinn handa árelíutrénu og vökvaði svo rækilega að Júlía var næstum drukknuð, Og ekki var þaö heldur lítið spennandi þegar Rómeó lagði til atlögu við risastóra marfló, sem var næstum hélmingur af lengd hans. Varð mikill slagur, en hetjan okkar varð að sleppa bráðinni, því hann réði ekki við varginn. Eitt sinn varð Júlía á vegi stærðar landkrabba, sem kom labbandi út á hlið eins og kröbbum er tamt, með augun á löngum stilkum. Þeir eru ósköp ljótir, þessir aumingjar, og er ég ekki hissa að Júlía skyldi verða hrædd. Mest hættan stafaði samt af fuglum, sem oft höfðu sézt hremma eðlur á þessum slóðum. Stundum hvarf Rómeó hálfan eða allan daginn. Mátti þá augum lita Júlíu á pottbrikinni mænandi í allar áttir í þeirri von að sjá sinn heitt- elskaða. En alltaf kom hann aftur og þá voru miklir fagnaðarfundir með augnstöru, hálsblöðrublæstri og eltingaleik á brikinni. Á mánudaginn var, þegar ég kom i vinnuna, var Rómeó ekki á sínum stað. Leið allur dagurinn og aldrei sást hann. Júlía var á bríkinni allaridaginn og skyggndist um áhyggjufull. Ég var að vona að hann myndi sýna sig daginn cftir en svo varð ekki. Nú er kominn fimmtudagur og Rómeó hefir ekki sézt. Auminginn hún Júlía gefst ekki upp á biðinni en stendur timum saman hreyfingarlaus á brikinni. Ef hún gæti talað, myndi hún eflaust hrópa: „Ó Rómeó, Rómeó, hvar ert þú Rómeó?” Þórir S. Gröndal.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.