Dagblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 4
Litla stúlkan á myndinni stóð fyrir utan glugga fiskbbðarinnar i Þverbrekku i Köpavogi þegar Ijósmyndarinn smellti mynd af tveimur slðustu sildunum sem þar voru eftir rétt fyrir hádegi á þriðjudaginn. DB-mynd Ragnar Th. „Borðum meiri síld” —segir lesandi og segir frá hvemig á að sjóða síldarrúllur Ásbjörg segir að ekki séu nema 3—4 handtök við að flaka síldina og verður að reyna að ná sem mestu af beinun- um. Síðan rúllar hún sildarflökunum upp og stingur í þau sterkum tann- stöngli, lætur þau varlega ofan í sjóðandi vatn, sem áður hefur verið saltað og 1 —2 msk. af ediki látnar út i. Sildarrúllurnar eru síðan soðnar j tvær mínútur í opnum pottinum, ef flökin eru lítil, en aðeins lengur ef þau eru stór. Dálitið erfitt er að segja nákvæmlega fyrir um suðutímann, því hann fer eftir stærð flakanna. Alls Ásbjörg Helgadóttir hringdi: Sagðist hún vilja hvetja fólk til þess að hafa ferska síld á borðum. Sjálf segir Ásbjörg að hún hafi vanizt þvi að borða sild frá barnsaldri. Telur Ásbjörg mikið vanta á að síld sé eins góð í dag og hún var fyrir nokkrum árum, þegar hægt var að fá demants- síld. Beztu síldina segist Ásbjörg hafa fengið er hún var á Seyðisfirði fyrir nokkrum árum. ekki má ofsjóða sild, frekar en annan fisk. Gætið þess einnig að láta sildina (og reyndar allan fisk) alltaf ofan í sjóðandi vatn. Með síldarrúllunum notar Ásbjörg soðnar kartöflur, sítrónusneiðar og hrásalat. „Það er ekki mikill vandi að búa til gott hrásalat þessa dagana hér, þvi úrvalið af grænmetinu er stórgott,” sagði Ásbjörg. „Nú eru komnar rauðrófur á markaðinn og þær eru alveg prýðilega góðar. Rauðrófur og epli fara sérlega vel með sild, með sýrðum rjóma. Einnig má nota krydd- smjör með síldinni, likt og þið voruð með uppskriftir af um daginn,” sagði Ásbjörg. Við tökum svo sannarlega undir orð hennar og hvetjum landsmenn til þess að notfæra sér sildina á meðan hægt er að fá hana. — Auk þess að sjóða hana í rúllum eins og að framan greinir má einnig stéikja hana heila, — velta henni áður upp úr eggi og raspi. Einnig er tilvalið að láta hana liggja i kryddlegi og grilla líkt og gert er við silung. -A.Bj. Raddir neytenda DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978. SILDIN ERKOMIN Nú er loksins hægt að fá nýja síld i fiskverzlunum höfuðborgarinnar. .Margir hafa hringt til Neytenda- síðunnar og beðið um síldar- uppskriftir. Fólk virðist áhugasamt um að fá nýja sild, en hún hefur ekki verið á boðstólum hér fyrr I veturJ Stærð á þeirri síld sem nú fæst er um 30 cm og kostar kg 350 kr„ en flökuð kostar kg 700 kr. Einar Ásgeirsson fisksali sagði okkur að þetta væri mjög væn og vel valin síld. Síldin er mjög vítamínríkur fiskur og þykir ljúffengur hvort heldur hann er steiktur eða soðinn. Flestir þekkja niðurlögðu síldina, en þannig mat- reidd hlýtur hún að tapa einhverju af bætiefnunum. Neytendasíða DB vill hvetja fólk til þess að hafa síld á boðstólum. Ef þið lumið á góðum uppskriftum tökum við fúslega við þeim til birtingar. -A. Bj. AÐFLAKA SÍLDINA... Það getur verið að síldarflökun vefjist fyrir þeim sem óvanir eru slíkum störfum. Einn af lesendum Neytendasíðunnar fullyrti að þaö væru ekki nema 3-4 handtök að flaka síld. Hins vegar þarf að skafa hreistrið af roðinu áður en flökunin hefst og er hentugast að gera það undir rennandi, köldu vatni og er skafið frá sporðinum (þ.e.a.s. á móti roðinu). A meðfylgjandi myndum (sem eru reyndar úr norskri bók) má sjá hvernig síld er flökuð. Á myndunum er roðið tekið af, en viðmælandi okkar segir að roðið sé einmitt „allra bezt” og því eigi alls ekki að taka það af, áður en síldin er matreidd. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.