Dagblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978. Iþróttir Iþróttir Luton sigraði á Villa Park — og Manch. City sigraði í Norwich, 3-1 Luton, frá hattaborginni frægu í Miðlöndunum á Englandi gerði sér lítið fyrír og sigraði I. deildarlið Aston Villa á Villa Park I Birmingham. Og sigur Luton úr 2. deild var engin tilviljun, aðeins stórsnjall Jimmy Rimmer í marki Villa, bjargaði liðinu frá enn stærra tapi. Luton hefur sýnt, að þegar liðinu tekst vel upp þá stendur það liðum úr 1. deild fyllilega á sporði — og svo var í gærkvöld á Villa Park. Bob Hatton skoraði fyrir Luton i fyrri hálfleik, en markið var dæmt af og tvivegis bjargaði Jimmy Rimmer snilldarlega. Villa varð fyrir áfalli þiegar Andy Gray meiddist. Það kom ekki á óvart þegar Luton náði síðan forustu í síðari hálfleik, Bob Hatton skoraði. Og Luton lét ekki staðar numið — Brian Stein, frá Suður-Afriku bætti síðan við öðru marki og gull- tryggði sigur Luton. Úrslit i deildabikarnum á Englandi urðu: Aston Villa — Luton 0-2 Exeter — Watford 0-2 Norwich — Manch. City 1-3 Reading — Southampton 0-0 Mike Channon tryggði City sæti i 8- liða úrslit deildabikarsins með tveimur mörkum á síðustu 10 minútum leiksins á Carrow Road í Norwich. Norwich náði forustu í fyrri hálfleik er Martin Peters skoraði — á 35. ára afmæli sínu. En enski landsliðsmaðuinn hjá City, Peter Barnes jafnaði í síðari hálfleik með George Kirby, þjálfari ÍA síðustu árín hefur nú tekið við 96. liðinu i deildakeppninni á Englandi, Halifax, en það lið er nú neðst í 4. deild. George Kirby var framkvæmdastjóri Halifax áður en hann fór til Watford. Þetta kemur Skagamönnum illa, en þeir höfðu einmitt bundið vonir við að Kirby kæmi til ÍA í sumar og héldi þar áfram uppbyggingu. Vafalítið leita Skagamenn nú annað, eftir hina óvæntu frétt frá Englandi. Kirby stjómaði Halifax á laugardag en þá náði liðið athyglisverðu stigi á útivelli — gegn Hereford. Annar framkvæmdastjóri á Englandi í sviðsljósinu var Sammy Chung. Þó ekki af góðu — hann var rekinn frá Úlfunum, eftir að hafa verið með liðið í George Kirby — til HaUfax. skalla, 1—1. Virtist stefna í jafntefli — þar til Channon skoraði tvívegis. Og bæði mörkin nánast eins — bæði með vinstri en með þeim fæti skorar Channon ekki oft. Lék upp að vítateign- um, og skaut þrumuskotum, án þess að Kevin Keelan, Indverjinn í marki Norwich fengi rönd við reist. í Exeter áttust við tvö lið úr 3. deild, Exeter og Watford. Liðið hans Elton John, Watford sigraði 2—0. Watford náði forustu þegar á 3. mínútu úr víta- spyrnu — Keith Pritchett skoraði sagði Reuter en BBC sagði að Keith Mercer hafi skorað. Allt um það, Ross Jenkins bætti við öðru marki í síðari hálfleik — hans 17. á tímabilinu — og Watford sigraði örugglega. 4. deildarlið Reading fékk Southampton í heimsókn, og Sout- hampton getur þakkað snilldarmark- vörzlu Terence Gennoe fyrir að sleppa með jafnteflið. Tvívegis snilldarlega frá Bowman og Southampton verður því líklega fjórða liðið úr 1. deild til að komast í 8-liða úrslit, hin eru Manch. City, Nottm. Forest og Leeds. Brighton, Stoke og Luton úr 2. deild, Watford úr 3. deild — og Reading á enn möguleika á að komast í 8-liða úrslit. t enzk-skozka bikarnum sigraði Mansfield Burnley 1—0 í Burnley eftir framlengingu. Liðin voru þá jöfn. Burnley sigraði í vitaspyrnukeppni og leikur til úrslita við Oldham í keppninni. þrjú ár. Tók við af Bill McCarry er Úlfarnir féllu í 2. deild — en kom þeim strax upp. Á síðasta keppnistímabili áttu Úlfarnir i vök að verjast og nú vofir fallhætta enn yfir Úlfunum. Keith Weller til Lincoln? Lincoln City er nú aö reyna að lokka Keith Weller, leikmanninn snjalla hjá Leicester, til sín sem leikmann-fram- kvæmdastjóra — og eru miklar likur á, að þessi fyrrum enski landsliðsmaður taki boði Lincoln. Willie Bell var rekinn sem framkvæmdastjórí Lincoln. Willie Bell var rekinn sem framkvæmdastjórí Lincoln i haust eftir mjög slæma byrjun. Liðið hefur aðeins hlotið fimm stig úr fyrstu 12 umferðunum i 3. deild. Bell var áður stjóri hjá Birmingham en missti einnig starf sitt þar. Hann hefur gerzt trúboði i Bandaríkjunum. Eftir að Bell var rekinn frá Lincoln hefur þjálfari Lincolns, Jim McCalliog, fyrrum leikmaður hjá Man. Utd. Wolves, Sheff. Wed. og Southampton, annast stjóm mála hjá Lincoln en hefur fengið sig fullsaddan af þvi. Hefur dregið til baka umsókn sina um stöðu fram- kvæmdastjóra og hyggst einbcita sér að þjálfuninni. Frakkar sigruðu Spánverja 1—0 í París i vináttulandsleik þjóðanna i gær- kvöld. Áhorfendur voru 45 þúsund, og eina mark leiksins skoraði Leonard Specht á 41. mínútu. Úrslit i 8-liða úrslitum skozka deilda- bikarsins, fyrri leikur. Ayr — Aberdeen 3-3 Montrose — Celtic 1-1 Morton — Hibernian 1—0 Rangers — Arbroath 1-0 Það voru átta leikmenn reknir af velli, þegar Fram og FH mættust i Höllinni i gærkvöld. Um 600 áhorfendur sáu Fram vinna óvæntan sigur á FH, 19—18 eftir að FH hafði haft forustu lengst af í leiknum, en góður endasprettur Fram tryggði dýrmæt stig, Fram þokaði sér að hlið FH með fjögur stig i 2.—4. sæti i I. deild. Harður leikur, grófur á köflum og spjöldunum óspart beitt, en aðeins þrjú viti dæmd. Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik, jafnt á öllum tölum upp í 7—7, en góður endasprettur færði FH forustu i leikhléi, 11—8. Og í upphafi síðari hálfleiks jók FH forustu sína i fimm mörk, 14—9 en hinir ungu og baráttuglöðu leikmenn Fram undir stjórn SigurbergsSigsteinssonar lögðu ekki árar í bát — gerðu sér lítiö fyrir og skoruðu fimm mörk I röð, jöfnuðu, 14— 14, og komst síðan yfir, 15—14. Baráttan i algleymingi, eftir að FH virtist stefna í öruggan sigur. Síðan var jafnt upp i 17—17 og fjórum mínútum ■ fyrir leikslok kom Theódór Guðfinnsson Fram yfir, 18—17, og Atli Hilmarsson bætti síðan við öðru marki, 19—17, tvær mínútur eftir. Geir Hallsteinsson minnkaði muninn þegar tæpar tvær mínútur voru eftir en leikmenn Fram sýndu festu i sóknarleiknum siðustu mínútuna, tókst að halda knettinum. ' Þegar fimm sekúndur voru til leiksloka fengu FH-ingar aukakast á eigin víta- teig. Birgir Finnbogason gaf á Gils Sæmundsson, ersíðan gaf á Geir. Ifann brunaði upp, skaut en Guðjón Erlends- son varði, knötturinn barst út i teiginn og þar áttu tveir leikmenn FH og Fram í baráttu um knöttinn þegar flauta tíma- ■ varðar gall — langar 5 sekúndur, fyrir áhangendur Fram. FH hafði tapað íslenzkuró- siguríZwolle Holland tryggdi sér i gærkvöld sæti í úrslitum Evrópukeppni unglingalands- liöa meö því aö sigra Ísland I Zwolle, 1— 0. Holland sigraði 1 Laugardal, 1—0 því samanlagt 2—0. Eina mark leiksins i Zwolle skoraði Cor van de Brink á 20. minútu fyrri hálfleiks. íslenzka liðið náði góðum leik I Zwolle án þess þó að sigri Hollendinga samanlagt væri ógnað. Island er nú úr leik I Evrópukeppninni. sínum fyrsta leik í 1. deild — eftir tvo sigra á ÍR og Fylki i upphafi mótsins. FH og Fram auglýstu fyrir leikinn að þar færu tveir stórrisar. Um áraraðir voru Fram og FH sannkölluð stórveldi í íslenzkum handknattleik. En nú er öldin önnur — FH-liðið hefur ekki náð að endurnýja sig. Leikreyndir leikmenn er hafa leikið sinn bezta handknattleik, en illilega vantar breidd. Viðar Símonarson er nú fjarri góðu gamni — FH þarfnast han nú illa til að auka breiddina i liðinu. Mikið mæðir á Geir Hallsteinssyni. Hann var tekinn úr umferð allan leikinn — en skoraði þrátt fyrir það 5 I mörk, I víti. Janus Guðlaugsson stjórnaði spili liðsins, skoraði 4 mörk — < en hann hefur ekki náð að sýna sömu takta og I fyrra er hann vann sæti í landsliðinu. Þeir Guðmundur Árni og Sæmundur skoruðu 2 mörk, Gils, Valgarður, Guðmundur Magnússon og Hans 1 mark hver. Fram stendur nú á timamótum, rétt íslandsmeistarar kvenna, Fram töpuðu óvænt fyrir FH11. deild kvenna I Laugardalshöll i gærkvöld, 14—11. Fram skoraði fyrsta mark leiksins, og hafði sfðan yfir 2—1, en siðan ekki söguna meir — FH tók leikinn i sfnar hendur og sigraði örugglega, náði mest 5 marka forustu. FH hafði yfir i leikhléi, 6—4, og komst síðan í 11—6, og 13—8. Fram náði að minnka muninn í 2 mörk, 13— 11 þegar 3 minútur voru eftir og tvivegis fékk Fram færi á að minnka muninn í eitt mark — en það tókst ekki og FH átti siðasta orðið. — Elín Erlingsdóttir tryggði öruggan sigur FH með marki úr horninu á siðustu sekúndum leiksins. 1. deild hefur þvi opnast á gátt þó Fram sé vissulega sigurstranglegast i I. deild kvenna. Mörk FH skoruðu, Katrin Danivalsdóttir, Elln Erlingsdóttir, 3 mörk hvor, Kristjana, Björg Gísladóttir, Svanhvít Magnúsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir 2 mörk hver. Hjá Fram skoruðu þær Guöríður Guðjónsdóttir og eins og FH — en allt öðru vísi hagar til hjá Frani. Lið Fram er ungt, og mjög efnilegt. Með reynslu þeirra Sigurbergs, Péturs og Guðjóns Erlendssonar gæti Fram jafnvel náð langt í vetur — því þeir Atli Hilmarsson, Gústaf Bjömsson og Birgir Jóhannsson eru hver öðrurn efnilegri og samvinna þeirra skemmtileg, sérstaklega Birgis og Gústafs. Með meiri reynslu, meiri festu. bertri varnarlcik þá getur Frani vissulega skipað sér aftur á bekk þcirra beztu I islenzkum handknattleik — þar og hvergi annars staðar á Fram hcima. Mörk Fram skoruðu, Atli Hilmarsson 5, I viti. Gústaf Björnsson og Birgir Jóhannsson 4. Theódór Guðfinnsson 2, Pétur, Sigurbergur og Frlendur Daviðs- son 1 mark hver. Þeir Valur Benediktsson og Kristján Örn dæmdu. þrjú víti. 2 á FH, eitt á Frant ogátta leikntenn útaf, 5 FH ingar og 3 Framara. -ll.llalls. Oddný Sigsteinsdóttir 4 mörk hvor, Jóhanna 2ogJenný I ntark. Tékkarunnu ítalistórt Tékkar unnu öruggan sigur á ttölum í Bratislava i gærkvöld. Liólega 50 þús. áhorfcndur i Bratislava fögnuóu sigrinum innilcga, Evrópumeistarar Tékka fengu óskabyrjun þegar Karel Jarusek skoraði á I. minútu cftir að Marian Masny hafói sent laglega til hans. Á 53. minútu bætti Antonin Panenka við öðru marki eftir sendingu Nahoda. Og Masny sjálfur var á fcrð- inni skömmu fyrir leikslok er hann skoraði úr viti, 3—0. Tveir lcikmenn Itala voru bókaðir og Giancarlo Antognini var rekinn af velli en ósigurinn fór mjög f skapið á ttölum. 13 íþróttir Iþróttir Kirby tók við HalifaxTown — Í4. deild á föstudag. Skagamenn leita annað. Úlfarnir ráku Sammy Chung Atli Hilmarsson — einn hinna efnilegu leikmanna Fram skorar 19. mark Fram og tryggði liði sínu sigur gegn FH. " DB-mynd Bjarnleifur. Atta reknir utaf þegar Fram vann FH í Höllinni —19-18 og FH tapaði sínum fyrsta leik í 1. deild í haust Meistarar Fram töp- uðu óvænt fyrir FH — íl.deildkvenna

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.