Dagblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 28
Foreldrar Friðriks Ólafssonar:
URSLITIN TILKYNNTI
MIÐJUM POPPÞÆTTI
—og það er nokkuð sem við hlustum ekki á
„Þetta er ánægjulegt fyrir alla,
alveg eins aðra landsmenn og okkur,"
sögðu foreldrar Friðriks Ólafssonar,
Sigriður Símonardóttir og Ólafur
Friðriksson i gær er úrslit voru Ijós í
forsetakjöri FIDE.
„Þetta var tilkynnt í miðjum
poppþætti í útvarpinu,” sagði Ólafur’
„og það er nokkuð sem við hlustum
ekki á. Við vissum því ekkert um
úrslitin fyrr en Hallur Símonarson
fréttamaður Dagblaðsins hringdi í
okkur og sagði okkur tíðindin. Það
kom okkur á óvart að Gligoric skyldi
falla úr í fyrri umferð. Hvað Friðrik
snertir, gerðum við okkur ekki sérstak-
ar vonir. Við vorum viðbúin öllu.”
„Nei — við höfum ekkert talað við
Friðrik. Það er svo alvanalegt að hann
sé ytra. Þetta er eins og með þing-
manninn forðum. Það vissi enginn
hvort hann var að koma eða fara.
Okkur hefur oft fundizt eins og þjóðin
ætti barnið, en ekki við. Það var sér-
staklega áberandi þegar hann keppti
við Larsen hér á árum áður. það var
eins og við ættum ekki strákinn.”
Ég fæ þetta í afmælisgjöf,” sagði
Sigríður, „en ég er sjötug á þessuári
Ég tel að Friðrik sé vel hæfur til
starfans, hann er hærverskur og mikill
diplómat. Það er bara að þeim takist
að semja frið.”
-JH.
Ólafur og Sigríður foreldrar Friðriks hlustuðu ekki á poppþáttinn og misstu af fyrstu frétt um kjör sonar þeirra sem forseta FIDE.
Obemir skattar út úr wsHölunni?
— Verður 12-13% kauphækkun um mánaðamótin skorin niður Í4%?
Stjómarflokkarnir kunna ,að ná
samkomulagi um að taka óbeina
skatta, svo sem söluskatt, út úr
kaupgjaldsvisitölunni og halda
kauphækkun niðri með þvi.
Talið er að óbreyttu, stefna i 12-13
prósent kauphækkun 1. desember.
Alþýðuflokksmenn hafa, eins og fram
hefur komið, krafizt endurskoðunar
vísitölugrundvallarins fyrir 1.
desember. Það hefur verið mikið hita-
mál í stjórnarsamstarfinu.
Stöðugt eru í gangi viðræður við
verkalýðsforystu um, að verkalýðs-
hreyfingin falli frá einhverju af þeim
verðbótum, sem koma ættu til
viðbótar kaupi 1. desember. Einn
stjórnarþingmaðurinn sagði í gær í
viðtali við DB, að vera kynni. að
verkalýðshreyfingin félli frá fjórum
prósentum af kauphækkuninni.
Önnur fjögur prósent kynnu að verða
bætt með öðru en beinni
kauphækkun, svo að eftir stæði um
fjögur prósent kauphækkun.
-HH.
Tryggingaráð-
herra varþver-
móðsku kerf is-
insyfirsterkari:
ATTA HEYRNAR-
TÆKI PðNTUÐ
heyrnardeild Heilsuverndarstöðvarinnar mun ráðstafa þeim
„Nú getur ekki lengur hlaupið
snurða á þráðinn, Tryggingastofnun
ríkisins mun kaupa tækin og hafa þeg-
ar átta tæki verið pöntuð,” sagði
Magnús H. Magnússon trygginga-
ráðherra í viðtali við DB í gær.
„Eins og ég hef áður sagt mun ég
jafnframt vinna að lausn slíkra mála
til frambúðar svo slik staða þurfi ekki
að koma upp aftur,” sagði Magnús
ennfremur.
Umrædd heymartæki eru
nauðsynleg heyrnarskertum börnum,
svo þeim sé unnt að stunda almennt
nám, en eins og DB hefur rakið hafa
hinar ýmsu opinberu stofnanir vikið
sér undan ábyrgð á útvegun þeirra og
þar við bættist að við siðustu tollskrár-
brey'ingar lentú tækin i hátolli.
Blaðið hóf að rekja þetta mál, er
það hafði upp á sex ára dreng,
Gunnari Þór, sem er nýbyrjaður nám í
Árbæjarskóla, en átti strax í erfiðleik-
um með aö fylgjast nægilega vel með
vegna vöntunar á þessum tækjum, að
sögn kennara hans.
Foreldrar Gunnars hafa ekki eins
og á stendur efni á að leggja út á
áttunda hundrað þúsund fyrir
tækjunum og óvíst var að nokkur
stofnun tæki þátt í kostnaöinum.
Leit um tíma út fyrir að Gunnar
Þór neyddist til að fara í Heyrn-
leysingjaskólann. Hann hefur hins
vegar góðan orðaforða og á gott með
að tjá sig, svo þar á hann ekki heima.
Blaðið hefur að undanförnu rakið
hvernig kerfið hefur kastað þessu máli
frá einni stofnun til annarrar í rúmt ár
án árangurs. Einnig að slíkt tæki var
komið til landsins i vor en sent út aftur
þar sem .það hafði ekki verið leyst úr
tolli innan þriggja mánaða.
Það var ekki fyrr en Magnús H.
Magnússon ráðherrá fékk loks málið
til sín, að það tók nýja stefnu. Er hann
hafði kynnt sér það, var það eina sem
hann hafði i stuttu máli að segja um
það: „Þetta er hörmulegt slys”. Ekki
lét hann þar við sitja heldur fól
tryggingaráði þegar í stað að útvega
slík tæki til bráðabirgða, eða á meðan
unnið væri að varanlegri lausn slíkra
mála. Tryggingaráð hafði áður vikið
þessu máli af sér og leit i fyrstu út sem
það hygðist enn reyna það. Hvaða
hugarfarsbreyting sem þar hefur
orðið, þá eru tækin nú pöntuð og þvi
verður ekki breytt.
-G.S.
frjálst, nháð dagblað
FIMMTUDAGUR 9. NÓV. 1978.
Dagblöðin
neyðast til
að hækka
Vegna síaukins kostnaðar við
útgáfuna sjá dagblöðin sér eigi annað
fært en að hækka verðlag sitt frá og
með 1. desember nk.
Verður mánaðaráskriftin þá kr. 2.500,
en lausasöluverðið kr. 125 eintakið.
Alþýðublaðið,
Dagblaðið,
Morgunblaðið,
Timinn,
Vísir,
Þjóðviljinn.
Pennalatir
þingmenn
— Jón G. Sólnes var sá
eini sem svaraði v
fyrirspurnarbréfi
í fyrra sendu stjórnendur íslenzks
fyrirtækis, sem starfrækt er erlendis bréf
til alla þingmanna hins háa Alþingis.
Mun þetta hafa verið einhvers konar
fyrirspurnarbréf en fyrirtækið er einhver
stærsti kaupandi og vinnsluaðili úr
íslenzku hráefni.
Fyrir nokkrum dögum hafði aðeins
borizt eitt svarbréf. Á timabilinu frá því
að fyrirspurnarbréfið var skrifað og þar
til nú hafa að visu fariö fram kosningar
og áttu ekki allir fyrri þingmenn aftur-
kvæmt til sinna fyrri starfa eftir þær.
En hver skyldi nú vera þingmaðurinn,
sem svaraði einn fyrirspurn áðurgreinds
fyrirtækis. Hann heitir Jón G. Sólnes.
-ÓG.
Lögreglumaðurinn:
ígæzlu-
varðhald
— hafði verið leystur
frá störfum
fyrir nokkru
Lögreglumaðurinn, sem DB skýrði frá
að handtekinn hefði verið fyrr í vikunni
grunaður um þjófnað, hefur nú verið
úrskurðaður i allt að viku gæzluvarð-
hald. Hann hefur ekki starfað i lögregl-
unni um hrið, eða síðan honum var
vikið úr starfi þar sem rannsókn stendur
yfir á tveim málum, sem hann er
viðriðinn. Húsrannsókn var gerð á
heimili hans í gær. Ekkert er enn hægt
að greina frá niðurstöðum rannsóknar-
innar. Maðurinn tekur hálf lögreglu-
mannslaun á meðan rannsókn stendur
yfir.
Skv. túlkun starfsmanna dómsmála-
ráðuneytisins er maðurinn opinber
starfsmaður og þá lögreglumaður,
þar til rannsókn er lokið og Ijóst verður
hvort ástæða er til að hann haldi áfram
sem lögreglumaður eða verði endanlega
látinn vikja. -G.S.
y Kaupið^v
|5 TÖLVUR.
I* OG TÚLVUUR ®.I
BANKASTRÆTI8
b£íMl 276^