Dagblaðið - 22.12.1978, Qupperneq 2
2,
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978.
Inga Huld
Raddir
lesenda
Óþarf i að selja Albert
PaW0*
dÖtnuskor
Opið tílkí 10.
T raðkað á sjó-
mannastéttinni
— sjómönnum enn ætlað að bera hallann á þjóðarskútunni
Varöskipiö Albert utan á tveimur stóru varðskipunum. Bréfritari telur Albert
hafa veriö seldan fyrir allt of lágt verö, aðeins 22 milljónir kröna.
Magnús Pétursson hringdi:
Varðskipið Albert var nýlega selt á
22 milljónir króna. Ég er alveg hissa á
þessari verðlagningu. Var skipið virki-
lega ónothæft. 22 milljónir eru enginn
peningur í dag.
Vitað er að varðskip þurfa að gæta
lokaðra hólfa inni á flóum og fjörðum.
Það er ýmislegt smálegt sem skipin
þurfa að gera og engin ástæða er til
þess að halda stóru varðskipunum í
þessum verkefnum.
Einar Grétar Björnsson sjómaður
skrifan
Svo lengi má brýna deigt járn að
bíti. Enn einu sinni er traðkað á sjó-
mannastéttinni sem hættir lífi sínu og
limum í misjöfnum veðrum á hafi úti
fjarri fjölskyldu og heimili, fjarri öllu
því menningarlífi hér á landi sem þeir
etga þó stærstan þátt í að skapa með
sinni verðmætasköpun. Nú síðast hjá
núverandi ríkisstjórn. Fiskverðið
ákveðið fimnt prósent — minna gat
það nú ekki verið, sem þýðir 25-30%
hækkun á tekjum sjómanna á þessu
ári sem komið er. Meðan þorri launa-
íölks fær 65-70% hækkun. Enn einu
sinni er sjómönnum ætlað að bera
hallann á þjóðarskútunni áður en hún
sekkur alveg í kaldan mar.
Fyrirlitning á
sjómannastéttinni
Og það virðist vera nákvæmlega
sama hvaða ríkisstjórn situr að völd-
um, hvort hún kennir sig við vinstri
eða hægri, skepnuskapur og fyrirlitn-
ingin á sjómannastéttinni er alltaf söm
við sig. Gerðardómur frá hægri og
falsað fiskverð frá vinstri. Hvenær
verður farið að líta á sjómenn sem
mannlegar verur. Þeir fjögur til fimm
þúsund menn sem stunda ennþá fisk-
veiðar á tslandi ná ekki lægsta Dags-
brúnartaxta, ef miðað er við vinnu-
tíma. Það er aldrei tekið með í reikning- ■
inn þegar fjölmiðlar koma með vissu
millibili með fréttir af rosatekjum ein-
stakra sjómanna og lífsleiðinn og.
fréttaleysið virðist hrjá þá sem mest.
Langflestir sjómenn vinna yfirleitt
8—-9 mánuði á ári þegar þorri launa-
fólks skilar af sér fimm til sex mánuð-
um. Er þá miðað við sumarfrí, páska,
jól og helgar, sem sjómenn þekkja að-
eins úr fjarska eða af afspurn. Og er
því engin furða þótt illa þjálfaður
mannskapur og mannfæð séu á 90%
fiskiskipaflotans. Sjómenn hafa þó viss
skattfríðindi enn, sem eru tekin marg-
falt aftur meö hinu illræmda sjóða-
kerfi, því þegar reiknað er með fimm
þúsund fiskimönnum er lauslega áætl-
að að 1 1/2 milljón fari í stærstu sjóð-
inaámannáári.
Hvað þarf að gera?
Sjómenn eru því eina stéttjn á ls-
landi sem er látin borga með atvinnu-
rekstrinum, er þeir starfa við. Ef tek-
inn er samanburður i nágranna-
löndunt okkar eru sjómenn víðast
hvar skattfríir, eftir vissan hámarks-
tíma á sjó, er miðast við 5—6 mánuði
yfirleitt. Sjómenn eru líka eina launa-
fólkið sem borgar fullt fæði þótt
vinnustaður sé fjarri búsetu. Svo er
borgaður hluti af fæðinu úr einum
sjóðnum, er það um 1309 kr. á dag,
sem er hæsti skali. Erlendis hafa sjó-
menn mörg fríðindi fyrir utan fritt
fæði, t.d. í Noregi. Sjöunda hvern túr
„Þeir fjögur-fimm þúsund menn sem stunda ennþá fiskveiöar á fslandi ná ekki
lægsta Dagsbrúnartaxta.”
á skuttogara er frí á fullum launum,
að auki, ef verið er á sjó yfir vetrar-
mánuðina, fá þeir 15 daga vetrarfrí á
fullum launum.
Eru íslenzkir sjómenn svona miklir
eftirbátar erlendra fiskimanna í afköst-
um að þeir verðskuldi svona miklu
verri kjör? Nei, það er ekki svo, því ís-
lenzkur fiskimaður aflar 7 sinnum
meira en sá næsti í röðinni, ef miðað er
við aflamagn á mann og ætti því að
hafa sjöföld laun á við þá. Væri það
vel þegið þótt öllum fríðindum væri
sleppt. Hvað geta islenzkir sjómenn
gert til að rétta hlut sinn? Sigla flo.tan-
um inn eins og togararnir gerðu haust-
ið 1975? Á að stofna sérstakan sjó-
, mannaflokk, eins og færeyskir fiski-
rnenn neyddust til að gera á síðasta
ári, eða á að bíða fram að áramótum
og vita hvort hin nýja ríkisstjóm muni
gera eitthvað í þágu sjómanna. Hvort
Alþýðubandalagið muni pressa niður
aftur næsta fiskverð.
Þótt Alþýðubandalagið hafi nú
fengið í fyrsta skipti verulegt fylgi frá
sjómönnum í síðustu kosningum, er
reið baggamuninn að Kjartan Ólafs-
son og Ólafur Ragnar Grímsson
skriðu inn á þing, er ekki víst að svo
fari I næstu kosningum, því aðalkosn-
ingasmalinn meðal sjómanna hefur
sagt mér hann verði það aldrei aftur.
Það væri alltaf verið að skjóta á sig á
götum úti og á mannamótum: djöfull
hækkaði fiskverðið þegar Alþýðu-
bandalagið komst til valda, það er
munur að kjósa menn öreiganna!
Hvað gerir sjávarútvegsráðherra
krata, Kjartan Jóhannsson, sem flaug
inn á þing vegna atkvæða Suðurnesja-
manna, sem starfa flestir við sjávarút-
veg enn. Það er eins og máltækið segir
„gleymt þá gleypt er..”
Annars þarf þjóðin öll að fara að
líta á sjómenn sem mannlegar verur
en ekki sem ævintýralegt og róman-
tískt „Klondyke” fyrirbæri, sem
stendur brosandi i stórsjó og byl við
sinn stjómvöl og hugsar til þín.
Hringið ísíma
27022
millikl.
13 og 15