Dagblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978. •
Bók
menntir
Dea Trier Mörch viö upphengingu mynda sinna.
David Schorr — Rithöfundur.
DB-mynd-Bjarnleifur.
Einstaklingur-
inn og fjöldinn
Dea Trier Mörch — Grafikmyndir, Norræna
húsiö.
David Schorr — Grafikmyndir, Bókasafn
Menningarstofnunar Bandaríkjanna.
Tvær litlar grafiksýningar ættu að
gleðja augu og huga yfir hátíðarnar, í
Norræna húsinu og Menningarstofn-
un Bandaríkjanna. Sú fyrri hefur
staðið yfir um nokkurt skeið í anddyri
hússins og á ég þar við verk dönsku
listakonunnar Deu Trier Mörch. Ferill
hennar er óvenjulegur á margan hátt
og ekki sist fyrir það að hún vinnur svo
til samtímis texta sína og myndir sem
stuðlar að fullkomnu samræmi milli
þessara tveggja greina. Tilgangur
Trier Mörch er sá að breyta viðhorf-
um manna og aðstæðum með verkum
sínum, og veit ég að margir karlmenn
eru stórum fróðari (og væntanlega
skilningsríkari) eftir lestur og skoðun á
Vetrarbörnum.
Gengið hreint
til verks
Þeir sem haldnir eru pólitískri þrá-
hyggju láta sjálfsagt ekki af skoðunum
sinum eftir að hafa séð pólitisk plaköt
listakonunnar, en hvernig sem menn
eru sinnaðir ættu þeir að geta haft
ánægju af því hvernig hún vinnur i-
dúk sinn. Hún gengur hreint til verks,
skilur aðalatriðin frá aukaatriðum og
kemur þunga málsins fyrir á miðjum
fleti, svo augað ratar beint í mark. Og
þrátt fyrir yfirlýst pólitisk markmið-
höfundar, þá er hún siður en svo
einblínin og einstrengingsleg í vinnu
sinni. Hún fjallar um mannleg
samskipti á breiðum grundvelli, sam-
band móður og barns, barns og eldra
fólks, verkafólks innbyrðis, fólks á
förnum vegi. Það er helst að maður
sakni túlkunar á samskiptum karls og
konu. En henni finnst kannski að
nægir séu um hituna þar.
Andlitsmyndir
rithöfunda
t bókasafni Menningarstofnunar
Bandarikjanna var verið að opna
sýningu á grafikmyndum eftir banda-
rískan listamann, David Schorr, og
eru þær með nokkuð sérstöku sniði.
Schorr sýnir eingöngu litlar andlits-
myndir af þekktum rithöfundum og
eru þær allar jafn stórar og hringlaga.
Ekki er Ijóst á hvaða grundvelli
höfundur velur höfunda til meðferðar
— hvort þeir eru uppáhaldshöfundar
hans eða hafa skemmtilegt andlitsfall.
Vist er að höfundar þessir eru nær allir
af eldri kynslóðinni, helst i Bretlandi
og Bandarikjunum með nokkrum und-
antekningum þó eins og Gabriele
D’Annunzio hinn italski. Þarna eru
sem sagt mörg góðskáld, Joyce, Sand-
burg, Dreiser, Hemingway o. fl. og er
aðferð Schorrs í stuttu máli sú að hann
rissar upp andlitsdrætti með snöggri,
óslitinni línu og fyllir siðan upp í
bakgrunn með þéttri kross-skyggingu
og skuggum. Þetta eru líflegar myndir
margar hverjar, en jaðra við karikatúr
á köfium, t.d. myndin af Arabiu-
Lawrence. En það er vel við hæfi að
hafa þessar myndir hangandi þarna,
innan um bókmenntirnar.
(Jolabónorð Umferðarráðs: ]
Fer fram á
tvöföldun
fjárveitingar
— Aukið fé til fyrirbyggjandi aðgerða minnkar
samfélagskostnað vegna tjóna
Umferðarráð hefur skorað á fjár-
veitinganefnd Alþingis og Alþingi að
hækka til muna fjárhæð þá, sem ráðinu
er ætlað til starfsemi sinnar í fjárlaga-
frumvarpi fyrir næsta ár. Umferðarráð
telur að auk hinnar almennu umferðar-
fræðslu sé brýnt að starfsfé fáist til sér-
verkefnaáárinu 1979.
1 fyrsta lagi til aukinnar umferðar-
fræðslu í skólum og viðar í þágu yngstu
kynslóðarinnar. Verði þær aðgerðir
skoðaðar sem framlag ráðsins til hins
alþjóðlega bamaárs Sameinuðu
þjóðanna.
j öðru lagi verði kannaðar umferðar-
aðstæður barna um land allt, við staði,
sem börn sækja sérstaklega t.d. skóla.
Könnunin verði hliðstæð könnun sem
gerð hefur verið í Reykjavík, sem síðan
leiði af sér úrbætur á skólalóðum og
næsta nágrenni skóla í samstarfi ríkis og
sveitarfélaga.
Þá þarf aukið fé til viðtækrar
kynningar á nýjum umferðarmerkjum,
sem öðlast gildi á næsta ári, og til átaks
til bættrar umferðarmenningar í
tengslum við þá gildistöku, líkt og gert
var er skipt var úr vinstri yfir i hægri
umferðárið 1968.
I viðtali við framkvæmdastjóra
Umferðarráðs, Óla H. Þórðarson, kom
fram að í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið
STOP
20
Eftir er að sjá hvort fjárveitingavaldið
setur „stopp” á frekari fjárveitingu til
Umferðarráðs. Á næsta ári verða tekin
upp ný umferðarmerki og m.a. þetta
„stopp” merki.
1979 er fjárveiting til Umferðarráðs á-
kveðin 44.5 milljónir króna. Beðið var
um 93 milljónir króna, þannig að fjár-
veitingin er 48% af umbeðinni upphæð.
„Ég trúi þvi ekki fyrr en á reynir,”
sagði framkvæmdastjóri Umferðarráðs,
„að fjárveitingavaldið muni horfa fram
hjá þessu verkefni. Fyrirbyggjandi
aðgerðir á sviði umferðaröryggismála
munu þegar til lengdar lætur halda aftur
af útgjaldaaukningu ríkisins til sjúkra-
húsa og endurhæfingarstöðva. Aðgerðir
Umferðarráðs minnka því samfélags-
kostnaðinn, sem er umferðarslysum
samfara svo sem viðgerðarkostnaði
ökutækja.”
-JH.
V
Bókin
sem allir tala um
Á þessum síðustu tímum gerist það hreint ekki daglega að út komi
Reykjavíkursaga sem verulega sé bitastætt á, þ.e. saga sem maður hefur á
tilf inningunni aðgerist í Reykjavík nútímans/ en ekki aðeins í einhverri óskil-
greindri borg þar sem stendur eitt hús. Það gerist ekki heldur daglega að okk-
ur berist í hendur ný skáldsaga sem felur í sér magnaða afhjúpun á því kapi-
taliska ættarsamfélagi sem við byggjum. Ekki er það heldur hversdagsvið-
burður að lesa langa episka skáldsögu sem mann langar strax að lesa aftur."
Vísir, Heimir Pálsson.
„... Aðalsöguhetjan, Gunnar Hansson, er enginn sakleysingi. Hann er búinn
að taka út drjúgan skammt af lífsreynslu. Hann hefur um skeið unnið við
sjónvarp og veit vel að þar er allt í lágkúru, hugleysi, hunsku og klíkuskap.
Hann er fæddur inn í volduga ætt og þekkir sitt heimafólk — hvort sem það
svindlar á saltf iski eins og ættfaðirinn gerði (af i sem skaut sig), í innf lutningi
eða embættisrekstri."
Þjóðviljinn, Árni Bergmann.
„... Vatn á myllu kölska er verk sem er skilgetið afkvæmi þess tíma sem við
lifum. Frá listrænu sjónarmiði er það merkur áfangi fyrir ólaf Hauk
Símonarson og skipar honum í sveit þeirra ungu höfunda sem hvað mestan
metnað hafa.
Morgunblaðið, Jóhann Hjálmarsson.
Lesið vatn á
myllu kölska
eftir Ólaf Hauk
Símonarson
Mál og
menning