Dagblaðið - 22.12.1978, Side 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978.
friðinn og koma í veg fyrir óðaverð-
bólgu. Meginhluti verkalýðshreyfing-
arinnar er undir stjórn sósíalista og
kommúnista.
Rikisstjórn landsins hefur hafið við-
ræður um inngöngu landsins í Efna-
hagsbandalag Evrópu og reiknað er
meðaðSpánn verði þar fullgildur aðili
árið 1982. Lokaskrefið var síðan stigið
þegar allir stjórnmálaflokkar, sem full-
trúa eiga á þingi landsins, komust að
samkomulagi um nýja lýðræðisstjórn-
arskrá, sem síðan var samþykkt af
87% kjósenda hinn 6. desember
síðastliðinn.
Hið furðulega er, að tekizt hefur að
koma öllum þessum breytingum á
með friðsamlegum hætti. Er það að
þakka miklum samkomulags- og sam-
starfsvilja nær allra Spánverja. Þykir
sumum furðu gegna hve sá samnings-
vilji hefur náð langt. Skýringin á þessu
mun vera sú að flestir hafa gert sér
grein fyrir að ef ekki væri staðið frið-
samlega að málum og af fullum sam-
starfsvilja þá væru engir aðrir kostir
en öngþveiti, afskipti hers landsins,
uppreisn ýmissa hópa aðskilnaðar-
sinna eða jafnvel borgarastyrjöld.
Ljós merki um vilja til samkomu-
lags og málamiðlunar sjást í stjórnar-
skrá landsins. Þar eru margar grein-
arnar þannig orðaðar að bæði komm-
‘únistar yzt til vinstri og nýfasistar á
hinum kantinum geta báðir fallizt á
þær. Kemur þetta aftur á mótiniðurá
orðalagi og skýrleika þessara sömu
greina.
Þrátt fyrir þennan góða árangur og
árangursríka samstarf allra ráðandi
afla i spænskum stjórnmálum sjást
þess nú viða merki að upp sé að renna
önnur tíð. Enda má segja að samþykkt
stjórnarskrárinnar marki síðasta skref-
ið á leiðinni til lýðræðis> Deiluefnin
eru farin að koma í Ijós og margir ótt-
ast að friðurinn sé brátt úti og lýð-
ræðiskerfinu verði jafnvel hætt.
Alvarlegasta merkið um þessa þró-
un er samsærið innan hersins um að
ræna Adolfo Suarez forsætisráðherra
landsins. Upp um það komst þó í tíma,
eða hinn 17. nóvember og er ekki talið
að margir né áhrifaríkir aðilar innan
hersins hafi staðið að því. Andúð hers-
ins á frjálslyndri stefnu stjórnarinnar
var undirstrikuð fáum dögum síðar,
þegar hershöfðingi einn og yftrmaður i
sjóhernum voru handteknir fyrir að
hallmæla linku hermálaráðherra
Spánar í aðgerðum gagnvart hermdar-
verkamönnum. Á sama tíma gengu
/<PÞ
ttö7
um það bil eitt hundrað og fimmtiu
þúsund manns sorgargöngu um götur
Madrid og minntust þess að þrjú ár
voru liðin frá dauða Francos.
Getuleysi stjórnarinnar til að hafa
hemil á skæruliðum Baska fer mest i
taugarnar á æðstu mönnum hersins og
gömlum stuðningsmönnum Francos.
Þykir þeim það jafnvel sýnu verra en
rit- og fundafrelsi, aukið frjálsræði i
kynferðismálum og lögleiðing komm-
únistaflokksins. Að sjálfsögðu reyna
skæruliðamir allt sem þeir geta til að
þrýsta hernum til að grípa inn í þróun
mála. Þeir einbeita sér að því að drepa
hermenn og lögreglu. Af þeim fjörutiu
sem drepnir hafa verið í Baskahéruð-
unum þetta árið hefur helmingurinn
fallið siðan i október.
Svo virðist sem þessi tilætlun þeirra
muni að hluta til heppnast. Her lands-
ins vildi ekki ganga að öllum kröfum
Baska um sjálfsstjórn með þeim afleið-
ingum, að stjórnmálaflokkar þeirra
ráðlögðu fólki sínu að greiða ekki at-
kvæði um stjórnarskrána. Hlutfall
þeirra sem andvígir voru henni eða
greiddu ekki atkvæði var 76% í héruð-
um Baska.
Næsta skrefið i áætlun skæruliða
Baska er að herinn taki völdin og hefji
aftur þá kúgum er minnihlutar, aðal-
lega Baskar og Katalóniumenn, máttu
búa við á tímum Francos. Þá reikna
skæruliðar með að Baskar rísi upp til
andsvara og úr verði bein uppreisn
þeirra. Þetta hefur ekki orðið ennþá en
gæti óneitanlega gerzt.
Jafnvel í öðrum hlutum Spánar má
merkja vaxandi óánægju. Þó tekizt
hafi að fá sósíalista og kommúnista til
samstarfs um málamiðlanir í stjórn-
málalegum og efnahagslegum þáttum
til að tryggja að lýðræði mætti komast
á í landinu er ekki víst að svo verði
áfram. Báðir þessir flokkar hafa orðið
fyrir miklu fylgistapi á síðustu mánuð-
um. Talið er að þrír fjórðu hlutar
flokksbundinna fylgismanna sósialista
hafi yfirgefið flokkinn í ár og kommún
istar hafa orðið fyrir verulegu fylgis
tapi, sem farið hefur til svokallaðra
leninista, sem eru enn meira til vinstri.
Stjórnmálamenn þessara tveggja
flokka — sósíalista og kommúnista —
eru óðum að missa tökin á verkalýðs-
hreyfingunni til herskárri leiðtoga. Bú-
izt er við auknum óróa á vinnumark-
aðinum á næstu mánuðum. Ekki mun
slík þróun auka ánægjuna hjá öfga-
fullum hægri mönnum í hemum og i
hópum fyrrum stuðningsmanna
; Francos.
Ekki er nokkur vafi á þvi að á Spáni
er mikill fjöldi forustumanna og mcðal
almennings, sem gerir sér grein fyrir
þessari hættu, að lýðræðið standist
ekki. Allar líkur benda þó til þess að
það muni standa þessa storma af sér.
Aftur á móti er Ijóst, að alveg eins og
síðustu þrjú ár hafa einkennzt af sam-
vinnu og vilja til samkomulags, þá
munu næstu ár verða öðruvísi ogsam-
starfserfiðleikamir munu ^hrannast
upp.
Getur ríkisstjóm fjarað út
öðrum sviðum efnahagsmála, þá
springur efnahagskerfið endanlega í
loft upp. En það var stoltsatriði hjá
fjármálaráðherra að afgreiða fjárlögin
fyrir jól, og kommarnir tóku undir
þann söng vegna þess að þeir reyndust
ekki hafa neitt annað til málanna að
leggja.
Af hverju?
Nú er það yfirlýst stefna rikisstjórn-
arinnar að hafa markað stefnu til
tveggja ára fyrir 1. febrúar. Efndirnar
eiga eftir að koma í Ijós. Þetta sýnir
auðvitað það eitt, að fyrri yfirlýsingar
hafa verið almenns eðlis og tiltölulega
marklausar. Efnahagsráðstafanir hafa
verið fullkomnar bráðabirgðaráðstaf-
anir og stórkostlega verðbólguvald-
andi að auki. Ríkisstjórninni hefur
stórkostlega mistekizt til þessa, hvað
sem verður I. febrúar. Það er vondur
og óheill stjórnarsinni, sem veit ekki
þetta og viðurkennir. En þá vaknar
spurningin: Af hverju hefur þetta ekki
verið gert fyrr? Og af hverju voru
Framsóknarflokkur og Alþýðubanda-
lag ekki tilbúnir fyrir áramót? Liklega
ræður pólitísk afbrýðisemi í garð
Alþýðuflokksins allnokkru. Hitt
skiptir meira máli, að ríkisstjórnin
hefur að þessu leyti verið eins og hin
,fyrri rikisstjórn, hún hefur verið ófær
um að móta stefnu til lengri tíma
vegna þess að um slíkt er ekkert sam-
komulag. Dæmi um þetta er afstaðan í
peningamálum. Lánsfjarmagn á
Islandi er afhent til umsækjenda langt
- undir kostnaðarverði. Þetta hefur
stuðlað að vitlausri fjárfestingu og
spillingu. Hvorki Alþýðubandalag eða
Framsóknarflokkur hafa skilning á
þessum einföldu staðreyndum. En
þetta er grundvallaratriði, sem kemur
við alla gerð efnahagslífsins.
Harka
Allri þjóðinni er um það kunnugt
hve alvara það er Alþýðuflokknum að
gera samræmdar ráðstafanir í efna-
hagsmálum, sem taki til tveggja ára,
og þar sem það sé forgangsmarkmið
að skrúfa verðbólguna niður. Við
höfum gert miklar kröfur en jafnframt
höfum við viljað gefa samstarfs-
'flokkum okkar í ríkisstjórn frest.
Auðvitað sýnist mönnum sitt hvað
um það, hversu langt á að teygja sig i
samstarfsátt. Um það hafa verið
skiptar skoðanir á öllum stigum
málsins, bæði meðal þingmanna
Alþýðuflokksins og almennra
stuðningsmanna hans. Reynt hefur
verið að vanda sérhvert skref. En
markmiðið er Ijóst. Nú hefur verið
gefinn frestur til 1. febrúar. Verðbólg-
an hleðst auðvitað upp á meðan; þvi
lengri tími stjórnleysis sem líður, þeim
mun erfiðara verður að takast á við
vandann. Við hefðum viljað hafast að
fyrr. Við höfum enn gefið frest.
Markmiðum okkar verður aldrei
náð, nema sterkt almenningsálit sé
þeirrar skoðunar.að Alþýðuflokkurinn
hafi rétt fyrir sér, og verðbólgu-
flokkarnir þrir hafi rangt fyrir sér.Við
höfum enn gefið frest. Við höfum
framlengt víxilinn í einn mánuð.
Reynsla síðustu mánaða gefur ekki
tilefni til bjartsýni. Alþýðubandalagið
hefur enn ekki sýnt að það hafi áhuga
á þvi að móta stefnu til lengri tíma,
sem það treysti sér til að standa að.
Þessum valkostum verður fólk að
velta fyrir sér i jan. Þá á að
reyna á þetta. Verðbólga er þannig að
Kjallarinn
VilmundurGylfason
hún hlýtur að leiða til snarpra átaka á
stjórnmálasviðinu. Annað vabri bein-
línis óeðlilegt. Valkostirnir eru ákaf-
lega skýrir og Ijósir. Það er enn einn
mánuður til stefnu.
En það er að nálgast ánægjulegri tið
— friður um sinn. Gleðileg jól!
LYÐSKRUMARARIGERVI
STJÓRNMÁLAMANNA
haust hefði verið gerð könnun á stöð-
unni hjá 35 þeirra og sex — aðeins sex
— hefðu sýnt hagnað. Hina 35 hefði
vantað 228 milljónir til þess að endar
næðu saman.
Ef slegið er upp meðaltalsreglunni,
er hér um að ræða milli 7 og 8 milljón-
ir á hvert fyrirtæki. Það voru nú öll
ósköpin! Auðvitað getur verið um mis-
munandi mikið tap að ræða, og sum
fyrir tækin séu með meiri halla. En er
hér um þvílíka erfiðleika að ræða, að
til þurfi að koma enn meiri styrkur og
fyrirgreiðsla frá hinu opinbera? Áreið-
anlega ekki. Hér er um heimatilbúinn
vanda að ræða hjá hverri rekstrarein-
ingu fyrir sig og þessum rekstri vanza-
laust að glima við hann upp á eigin
spýtur eins og aðrir atvinnuvegir þurfa
að gera. Nóg hefur verið að gert.
Mála sannast er, að rikisvaldið
hefur gegnum árin einungis tekið
vettlingatökum á málum útgerðar i
landinu og veigrað sér við að láta gera
upp endanlega þau fyrirtæki, sem ekki
skila hagnaði, en fleyta sér áfram með
aðstoð ríkisins og þar með skattborgar-
anna í landinu. Þegar útvegsmenn í
Vestmannaeyjum auglýsa helming
skipastólsins til sölu mætti einnig
spyrja, hvort það hafi verið gert í sam-
ráði við viðskiptabanka þeirra. Eða
eru þessir bátar skuldlaus eign útvegs-
bænda? Ef svo er þá eru þeir tvímæla-
laust á réttri leið, — ef söluverðið
gengur til afborgana á öðrum skuld-
um. Því auðvitað er það rétta leiðin að
draga saman reksturinn, þegar illa
gengur, fremur en hrópa samstundis á
aðstoð hins opinbera.
Og fleiri mæna til ríkisins en útvegs-
bændur. Félag islenzkra iðnrekenda
hefur einnig bætzt í hópinn. „Mikil vá
er fyrir dyrum fáist ekki svigrúm til að
hrinda í framkvæmd iðnþróunarað-
gerðum,” segir forstjóri Félags isl. iðn-
rekenda. Og hvað er hér á ferðinni
annað en beiðni til hins opinbera um
stuðning?
Staða verzlunar er einnig erfið, og
Kaupmannasamtök íslands hafa
nýlega samþykkt ályktun, þar sem
segir, að þau telji það eindregna
skyldu ríkisstjórnarinnar að stuðla að
lausn á vanda verzlunar og fyrirtækja
í landinu til þess að koma I veg fyrir
stórfellt atvinnuleysi og vöruskort.
Fulltrúi vinnuveitenda I verðlags-
nefnd lýsir því yfir opinberlega, að
ástandið sé orðið svo slæmt hjá
verzluninni, að fái hún ekki lag-
færingu á álagningu, sem um munar,
þá verði hún annaðhvort að bíða
dauða síns eða víkja til hliðar verð-
lagningarákvörðunum, — smá-
hækkun dugi skammt, enda þess að
vxnta, að gengið verði fellt i febrúar
eða marz!
Að lokum má til nefna eina dæmi-
gerða frétt um þann uppreisnarhug,
sem í landinu ríkir. Til tals hafði kom-
ið að Áfengisverzlun ríkisins hefði
opið á Þorláksmessu, sem ekki er
nema sjálfsögð þjónusta við borg-
arana.
En ekki þurfti lengi að biða svara
„þeirra sem ráða”. „Við viljum, að
það komi skýrt fram, að við erum ekki
til umræðu um að hafa opið á Þorláks-
messu. Við vitum, að forstjórinn vill
hafa opið, en þetta er laugardagur, og
það er okkar frídagur — og við látum
hvorki Jón Kjartansson né dómsmála-
ráðuneytið segja okkur fyrir verkum
með það”. Svo mörg voru þau orð. Og
gott er til þess að vita, að sá hópur
opinberra starfsmanna, sem vinnur
við afgreiðslu áfengis, vinnur ekki við
þjónustustörf, sem lúta að öryggis- og
heilsugæzlu.
i
Hverjir eni
vandanum vaxnir?
Þegar svo er komið, að hvað rekur
sig á annars horn í þjóðfélaginu, at-
vinnuvegir leggjast niður, atvinnuleysi
i sjónmáli, verðbólga stefnir i 60—
70% og einstakir forsvarsmenn
þrýstihópa hrifsa stjórnartaumana, án
þess að löglega kosin stjórnvöld hafist
nokkuð að, þá er auðvitað komið að
þeirri spurningu hvort ekki sé kominn
tími til að reyna aðra stjórnarhætti en
hingað til hafa verið reyndir.
Utanþingsstjórn eða embættis-
mannastjórn er ein þeirra leiða, sem
skilyrðislaust ber að reyna. Það má
hverju mannsbarni vera Ijóst, að
stjórnmálamenn þeir, sem nú ráða
ferðinni, hafa ekki þá hæfileika að
geta tekið á málunum af þeirri
hreinskilni og þeirri einurð sem til
þarf.
Geir R. Andersen
Við þær aðstæður, sem nú hafa
skapazt, væri auðvitað skynsamlegast
fyrir þessa stjórnmálamenn sjálfa, að
þeir segðu af sér, og utanþingsstjórn
eða stjórn skipuð helztu sérfræðingum
efnahags- og hagstjórnarmála tæki
við.
Ráðherrar hér á landi hafa sjaldan
verið valdir með tilliti til menntunar,
hvað þá sérmenntunar, og hafa því
orðið að sækja alla vitneskju til sér-
fróðra embættismanna. Slikt þekkist
að vísu annars staðar. Hins vegar
þekkist það ekki í vestrænum ríkjum.
að álit og kannanir, sem gerðar eru af
sérhæfðum mönnum, séu hunzaðir
eins rækilega og hér er raunin.
Þegar það þykir ekki lengur sjálf-
sagt, að ríkisstjórnin taki mark á sér-
fræðingum, sem eru í opinberri
þjónustu, og leysi með þeim hætti
aðkallandi vandamál, er ekki lengur
þörf fyrir neina sérmenntaða menn i
þjónustu hinsopinbera.
! Þau ummæli sérfræðinga, að lífs-
kjör Islendinga muni fara versnandi
hér eftir, ef hvorki tekst að viðhalda
fiskistofnum né byggja upp orkufreka
jstóriðju í landinu, eru verð allrar at-
hygli stjórnmálamanna. Þó er ekki
sýnilegt, né hefur það heyrzt, að
íslenzkir stjórnmálamenn taki slík
ummæli alvarlega, heldur ætli sér að
láta skeika að sköpuðu um það
hvernig fer i það og það skiptið.
Það hefur t.d. litið farið fyrir til-
lögum stjórnmálamanna okkar um að
jhætta ofveiði, undirbúa eigin efnaiðn-
að i samvinnu við erlend stórfyrirtæki
|eða afla tækniþekkingar fyrir
landsmenn, svo að við gætum þá einir
og óstuddir tekizt á við þau verkefni,
sem framkvæma þarf. Meira að segja
tiltölulega einfaldar framkvæmdir, svo
sem bygging á eigin flugstöð fyrir
millilandaflug landsmanna, þar sem
boðin hefur verið sérstök aðstoð, eru
hunzaðar vegna hræðslu einnar.
En á meðan lýðskrumarar ganga
um sali Alþingis í gervi stjórnmála-
manna, er engin von til þess, að óöld
og ringulreið linni í þessu afskekkta
þjóðfélagi. Sérfræðileg þekking er ekki
sterkasta hlið þeirra, sem nú trjóna
hæst í islenzku stjórnmálalífi, en henni
verða þeir að hlýta, þótt það sé þeim
þvert um geð.