Dagblaðið - 22.12.1978, Qupperneq 16

Dagblaðið - 22.12.1978, Qupperneq 16
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978. Verða menn að vera leiðin legir til að fá verðlaun? Matthías Johannessen Kæri AOalsteinn, Þú hefur skrifað mér bréf og að sjálfsögöu svara ég þér, en treysti mér þó ekki til að gera það með þeim hætti, sem þú óskar. Ég veit ekkert um hvaða rithöfundar, lífs eða liðnir, eru „mikil- hæfastir” eða „skipta mestu máli fyrir samtimann”. Og mér finnst engu máli skipta. hvort einhver erlendur höfund ur hefur „hlotið meira lof og athygli” en hann á skilið. Það koma ekki allir dagar í böggli, sagði gamla fólkið. En mig langar að svara þér með öðru bréfi, sem er þá einna helzt i tengslum við upphaf þíns bréfs — og svar mitt er á þessa leið: Of mat og vanmat Það er margt ofmetið í samtiman um, en annað vanmetið. Það er gömul saga og ný. Fjölmiðlarnir eiga því miður mestan þátt i því að brenglað mat og alls kyns dómgreindarleysi veður uppi og færist fremur í vöxt en að úr þvi dragi. Af þessu hlýtur rit- stjóri ábyrgs blaðs að hafa þó nokkrar áhyggjur. Verðlaunaveitingar í listum geta verið viðsjárverðar. Á það hefur verið bent, að á þau sé lítt treystandi. m.a. vegna þess að þeir sem úthluta verð launum geta átt margvíslegra hags muna að gæta. Sjaldan er langt milli hagsmuna og fordóma, eins og þú veizt. Ljóðskáld eru auk þess oftast óþýðanleg og eiga frama sinn erlendis undir misjafnlega fordómafullum þýð endum. Mörg beztu Ijóðskáld smá þjóða eru gjörsamlega óþýðanleg — eða mundi stórskáld á borð við Tómas Guðmundsson ekki hafa komið til álita sem nóbelsskáld, ef hann hefði ort á heimstungu? Mér dettur það svona i hug. Samtími glám- skyggn á verðmæti Fyrir getur þó komið, að með verð- launum sé unnt að beina athygli að góðum listamönnum, sem annars væru I skugganum. Samtiminn er ein- att glámskyggn á verðmæti. Sjón- varpsgoðið og laugardagsfárið móta hann, a.m.k. á yfirborðinu. Og stórar sölufyrirsagnir og hvellfréttir í dag- blöðum. Eitt er að veita tilfinningum útrás, en annað er að brengla þær og dómgreind fólks. Ég sé ekki, að aukin menntun hafi ræktað sterkari og sjálf stæðari einstaklinga en áður. Þegar ég hóf blaðamennsku fyrir aldarfjórð- ungi, kynntist ég fjölda fólks af al- þýðustéttum, sem var óskólagengið. en svo raunmenntað, að það var mér annar háskóli að tala við það. Slíkt fólk verður aðég hygg, æ fágætara. Sumir listamenn virðast fæddir til verðlauna og leggja mikið upp úr þeim. Aðrir rækta garðinn sinn og kæra sig kollótta um vinsældir eða veraldarupphefð. Taka jafnvel ekki við fálkaorðunni, ef þcir komast hjá því (!) Sumir þurfa af einhverjum óskiljanlegum ástæðum á verðlauna- fárinu að halda. Hófsamt aðhald Aftur á móti er hverjum lislamanni nauðsynlegt að hljóta viðurkenningu og uppörvun, þó að hófsamt aðhald sé bezta veganesti ungs skálds út i lifið. Hann verður þá ekki ofantekinn fyrir hverju sem er, þegar frá liður. En aðal atriðið er, að listamenn trúi sjálfir á það, sem þeir eru að gera; fljóti ekki með straumnum. en fari eigin leiðir; rækti jafnvel sinn vonda smekk, ef út i það fer; reyni ekki viðstöðulaust að eltast við skottið á tízkunni, þvi að húnervaltasturvina. 1 bók minni um Gunnlaug Scheving er m.a. minnzt á þennan vonda smekk. Gunnlaugur var um sina daga allra listamanna mest virtur hér á landi, enda fór hann eigin leiðir án þess að sinna um kóng eða prest. Hann segir m.a. í fyrrnefndri bók; „Ég held upp á rómantik. natúralisma. ég vil vcra sentimental. Ég elska stefnu- leysi og lauslæti i listinni. Ég hef ánægju ai symbólisma, draumum og súrrealisma og sveitarómantik. Sem sagt: ef ég ætti að afticita öllu þessu og neiutmér umað mála ský á hunni.fjall eða tungl, þá gæti ég ekki málað. Ég legg ofar öllu öðru áherzlu á vondan smekk. Hægt andlát Án hans væri égekki til. eða réttara sagt: ég mundi fá hægt andlát af tóm- um leiðindum. Ég er ekki að boða neina trú eða kenningu með því að segja þetta við þig. Og ég fer þess ekki á leit við nokkurn mann, að hann sé mér sammála hvað þetta snertir. En það, sem kallað er góður smekkur, hefur smám saman orðið í niíninn augum eins og einhvers konar rolukast þeirra, sem vilja tolla í tízkunni,"()g síðan minnir Gunnlaugur á þá aug ljósu staðreynd, sem alltof fáir hafa gert sér grein fyrir, að „nútiminn framleiðir svo mikið af hversdags- legum verkum, sem eru hvorki góð né vond”. 1 staðinn fyrir „hversdags- legum” hefði ég kannski heldu kosið aðsegja „ópersónulegum” verkum. Þá erum við komnir að upphafi þíns ágæta bréfs og sný ég mér nú að nóbelsverðlaununum. Menn eins og Simenon mega ekki hljóta þessi eftir- sóttu verðlaun, þótt hann uppfylli að minu viti gæðakröfurnar, a.m.k. þegar bezt lætur. En hann er dæmigerður fulltrúi þess „vonda smekks”. Of skemmtilegir? Ég hef stundum spurt sjálfan mig þessarar spurningar: hvers vegna mega ekki höfundar á borð við Simen- on og Graham Greene hljóta nóbels- verðlaun? Eru þeir of skemmtilegir höfundar? Gengur það orðið glæpi næst að vera skemmtilegur í bókum? Verða menn að vera fulltrúar ein- hverrar hundleiðinlegrar lágkúru? Eða er það kannski sáluhjálparatriði að vera fulltrúi alls nema bókmennta til að hljóta bókmenntaverðlaun? Verða menn t.d. að vera óskrifandi sérfræð ingar i þjóðfélagsvísindum? Eða póli tiskir messíasar? Halldór Laxness er ekki aðeins einn mesti skáldsagnahöfundur okkar daga heldur einnig — og ekki síður — einn allra skemmtilegasti höfundur sam- tímans. Hann hefur ekki sett sér það takmark að finna Stórasannleik i bók- um sínum. En af Sjömeistarasögunni má sjá, „að það starf sem ég gæti hugsað mér væri að leita að upptökum Nílar”, eins og hann komst að orði, þegar hann var að lita í kringum sig upprennandi skáldsagnahöfundur i eden æsku sinnar. Upptök Nílar En að upptökum Nílar hefur verið löng leið fyrir strák af Norðurpólnum. Og hvar var þá þessi Níl? 1 hans eigin brjósti. auðvitað. Upptök mikillar list ar eru i hjarta og hugskoti listamanns- ins sjálfs. Og enginn er persónulegri en Laxness. Annars er fátt eins afstætt og mat manna á list og menningu, eins og þú veizt Aðalsteinn. Ég hef heyrt ungl- inga halda því fram fullum fetum, að Jónas Hallgrímsson sé hundleiðin legur, en hann megi svo sem flippa út fyrir þeim. Og fullorðið fólk hef ég heyrt halda þvi fram i fúlustu alvöru. að Þórbergur sé ekki rithöfundur (!) Ungur drengur var ég varaður við Steini Steinar. Skoðanir manna eða fordómar eru með ýmsu móti. Ólafur Daníelsson gullverðlaunahafi í stærð fræði og óbilandi raunvisindamaður. vildi ekki fara með Árna Pálssyni, pró- fessor, austur á Þingvöll vegna þess að það væri sögustaður(!) Þarna geturðu séð, hvort það er auðvelt að svara þeim spurningum. sem þú varpar fram til okkar rithöfunda i bréfi þinu. Einstæður höfundur Argentínska skáldið Jorge Luis Borges er unnandi íslenzkra fornbók- mennta. Hann hefur komið tvisvar sinnum til Íslands að heimsækja land þeirrar mestu ritsnilldar, sem hann segist þekkja. Nafn hans tengist Ís- landi með skemmtilegum hætti fyrir okkur. Það er mál margra, sem til þekkja, að Borges sé einhver mesti höf- undur samtimans á spænska tungu. jafnvígur á ljóð og óbundið mál. Hann er a.m.k. einstæður höfundur. Verk hans hafa verið mér eins og ómetanleg reynsla úr lifinu sjálfu. Lengra komast skáld ekki með verkum sínum. En hvað gerist? Það er alltaf verið að tönnlast á því, að Borges sé verður bókmenntaverðlauna Nóbels, en þó er engu líkara en eitt helzta takmark Sænsku akademíunnar hafi verið að koma í veg fyrir. að þessi sérstæði snillingur hlyti nóbelsverðlaunin. Sjálfur hefur hann sagt við mig. að hann geti ekki fengið þessi verð laun; hann sé ekki fulltrúi Suður Ameríku eins og miðlungshöfundar, sem hafa lent i náðinni. hann sé ekki fulltrúi ncinnar tízku eða stjórnntála stefnti eins og ntarxistinn Ncruda á sínunt tima. hann sé aðeins venjuleg ur borgaralegur höfundur — og sé ekki einu sinni fulltrúi neins ntinni- hlutahóps. Útií kuldanum En hann biður ekki eftir neinum náðarmolum af veizluborði Sænsku akademíunnar. „Ég get aldrei fengið nóbelsverðlaunin,” sagði hann við mig, „þvi að ég er ekki fulltrúi fyrir neitt — nema bókmenntir.” Þetta þóttu mér skrýtin orð, þegar þau voru sögð við mig fyrir nokkrum árunt, en ég sé ekki betur en þessi harði spá- dómur sé að rætast. Einn þeirra ágætu r Kærkomnar fölagjafír Minoltn super8 kvikmyndavébr meó eóa án hljóó- upptöku. rRA SEINT EN ALDREI... Aukin tillitssemi bætir umferðina verour pu ökumaður UMFERÐARRÁÐ Skólavörðuslíg 41 — Síml 20235

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.