Dagblaðið - 22.12.1978, Síða 18

Dagblaðið - 22.12.1978, Síða 18
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUÐAGUR 22. DESEMBER 1978. 18 I Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþrótti Rono beztur hjá sovézkum Stórhlauparinn frá Kenýa, Henry Rono, varð „iþróttamaður ársins” 1 skoðanakönnun, sem sovézka frétta- stofan Tass gekkst fyrir. Úrslit voru tilkynnt 1 gær. t öðru sæti varð sovézki hástökkvarinn Yaschcnko, sem setti hcimsmet i hástökki, og jafnar i þríðja sæti komu Marita Koch, Austur-Þýzkalandi, Tracy Caulkins, Bandaríkjunum og Vilma Bardauskene, Sovétr. Koch náði frábærum árangri I spretthlaupum i ár — Caulkins i sundi og Bardauskene varð fyrst kvenna til að stökkva yfir sjö metra I langstökki. Tass-fréttastofan gengst árlega fyrir slikri Tass-fréttastofan gengst árjega fyrir slikri skoðanakönnun og það eru iþrótta- fréttamenn frá 25 fréttastofum, sem velja íþróttafólkið á lista Tass. Henry Rono varð í efsta sæti hjá þeim flestum enda árangur hans á hlaupa- brautinni stórkostlegur siðastliðið sumar. Hann setti fjögur heimsmet í 3000, 5000, 10000 metrum og 3000 meira hindrunarlilaupi og stórbætti árangurinn á öllum þessum vega- lengdum. LOKÚM 16. AL.DAH .Utst’f. víit*« FRÁ ÓLJÓSUM HUGMYNDUM AÐ RÉTTRIYFIRSÝN UMlSIAND SEINNA BINDI KORIASÖGU ÍSIANDS EFTIR HARALD SIGURÐSSON ER KOMIÐ ÚT Þetta er gullfalleg og vönduð bók, eitt af afrekum íslenskrar prentlistar og stórmerkur þáttur landfræðisögunnar. Seinna bindi hennar, sem nú er komið út, nær frá lokum 16. aldar til 1848, þegar Björn Gunnlaugsson lýkur mælingu íslands og kort hans eru gefin út. Hefur bókin að geyma, auk. textans, 165 myndir af landakortum og kortahlutum, og eru 146 myndanna svart-hvítar en 19 litmyndir. Er í bókinni rakin af mikilli nákvæmni saga íslands á kortum frá dögum Guðbrands biskups Þorlákssonar til miðrar 19. aldar og rækileg grein gerð fyrir þróun kortagerðar af norðvestanverðri kringlu heims á því tímabili. Fyrra bindi Kortasögu íslands kom út 1971 og nær frá öndverðu til loka 16. aldar. Rit þetta er stórviðburður í sögu íslenskrar bókaútgáfu. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Skálholtsstíg 7 Sími 13652 Ingemar Stenmark með rásnúmer eitt I stórsvigskeppninni i Arosa i vetur. Fyrsta keppni heii yfirburðum. 30. sigur Ster heimsbikarkei —og hann íhugar nú að taka einnig þál „Keppnin I dag var mjög erfið. Það var útilokað að skiða fallega, aðeins tíminn skipti máli. Það var ekki þjðingarmikið fyrir mig að sigra, en ég er samt mjög ánægður með sigurinn eftir að hafaorðið aðeins i 14. sæti i fyrstu svigkeppni heimsbikarsins i Madonna di Campiglio I siðustu viku,” sagði sænski heimsmeistarinn í alpagreinum, Ingemar Stenmark, eftir að hann sigraði I svigi I Kranjska Gora i Júgóslavíu I gær. í dag verður keppt þar I stórsvigi. Þetta var 18. sigur Stenmark í svigkcppni i heimsbikarnum — og 30.sigur hans í þessari miklu keppni — 12 sinnum í stórsvigi. — Hann hefur sigrað þar mun oftar en nokkur annar skiðamaður gegnum árin. Ingemar Stenmark hafði örugga forustu eftir fyrri umferðina í gær i Gora og tók litla áhættu í þeirri siðari. Timi hans samanlagt var 1:46.57 mín. Annar varð Paul Frommelt frá Lichtenstein á 1:46.77 mín. Hann var i fimmta sæti eftir fyrri umferðina. en náði beztum tíma i þeirri síðari. Þetta er í þriðja sinn. sem Frommelt verður i öðru sæti á eftir Stenmark í svigkeppni heimsbikarsins. Hann var 43 sekúndubrotum á eftir Stennark eftir fyrri umferðina. „Ég er ánægður með að hafa verið meðal þriggja beztu. Fyrri umfcrðin var ekki nógu góð og ef ég hefði þá gert aðeins betur hefði mér getað auðnast að vinna minn fyrsta sigur í svigi í heimsbikarnum,” sagði Frommclt eftir keppnina. í þriðja sæti var nýja stjarnan frá Ítalíu. Leonardo David. á 1:48.00 mín. og fjórði varð Bojan Krizaj, Júgóslaviu, en mistök í siðari umferðinni kostuðu hann verðlaunasæti. í finmta sæti varð mjög óvænt Philip Hardy, Frakklandi. Martial Donnet, Sviss, sem sigraði i Madonna varð nú aðeins i tíunda sæti og með- al þeirra, sem ekki luku keppni voru Christian Neureuther, V-Þýzkalandi. Peter Lúscher, Sviss, sem er efstur i stigakeppninni mcð 65 stig. Stenmark er i öðru sæti með 50 stig. Þá Gerd Miiller hættir í vor Gerhard Múller, mesti markaskorari Vest- ur-Þjóðverja gegnum árin, tilkynnti i gær aó hann mundi hætta i knattspyrnunni eftir leik- Nýir þjálfarar A-Þjóðverja Austur-Þjóöverjar, sem undanfarin ár hafa verið snjallasta sundþjóð heims ásamt Banda- ríkjamönnum, náði aðeins fimmta sæti á sið- ustu heimsmeistarakeppni i Vcstur-Berlín í sumar. Það hlaut að hafa byltingu I för mcð sér og i gær tilkynnti sundsamband A-Þýzkalands að þjáifarar sundfólksins hefðu látið af störfum og tveir nýir ráðnir. Það eru Dieter Schulze sem yfirþjálfari og Lothar Ölman, sem verður þjálfari karlmannanna. Fyrrum yfirþjálfarinn, Rudolf Schramme, prófessor, hefur gerzt þjálf- ari hjá litlu félagi í Austur-Berlín. Á HM í Berlín hlaut Austur-Þýzkaland aðeins ein gull-. verðlaun. timabilið, sem nú stendur yfir — eða i vor. Miiller „Der Bomber” hefur um langt árabil leikið með Bayern Múnchen og er enn aðal- markaskorari liðsins. Þrívegis í röð sigraði fé- lagið í Evrópubikarnum — keppni meistara- liða — og Múller lagði grunninn að þeim sigr- um með mörkum sinum. Hann varð heimsmeistari 1974, þegar Vest- ur-Þjóðverjar sigruðu Holland 2—1 og skor- aði sigurmark þýzka liðsins í þeim leik. Eftir HM tilkynnti hinn þéttvaxni, litli miðherji að hann myndi ekki oftar leika með vestur-þýzka landsliðinu. Hann lék 62 landsleiki og skoraði i þeim 68 mörk — eða meira en mark í leik að meðaltali. Það þykir frábært. 1 heimsmeistarakeppninni i Mexikó 1970 var Múller markahæstur leik- manna. Hann hóf að leika með Bayern 1964 og komst fljótt í landsliðið ásamt félögum;

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.