Dagblaðið - 22.12.1978, Síða 20

Dagblaðið - 22.12.1978, Síða 20
32 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978. Almanak lóhannesar grínara tilbúið KHKHF*>4»<HKHKHKHþ^<HKHKHKHKHK>4=^^ Enginn mó komast af EFTIR EDVIN GRAY Þetta er saga um kafbátahernað Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni og byggð á sannsögulegum atburðum. I henni segir frá undirbúningi heims- styrjaldarinnar og örlagaríkum atburðum kafbátahcrnaðarins. „Enginn má komast af“, er hörku- spennandi bók hvort heldur fyrir sjó- menn eða landkrabba, bók sem cr skemmtilcg aflestrar og enginn leggur frá sér fyrr en hún er fulllesin. EDVIN GRAY ENGINN MA KOMAST AF Jóhannes Guðmundsson grínari hefur lokið við gerð almanaksins 1979 og leit inn á ritstjórnarskrifstofur blaðsinsaf þvi tilefni. Jóhannes er hinn hressasti þessa dagana, nýlega fluttur í prýðilega kjallaraíbúð niður við sjó og segist una sér þar vel með páfagauknum Geira. í fórum sínum um þessar mundir hefur Jóhannes fjórar nýjar snældur. Á einni eru létt íslenzk lög, dægurlög. Á annarri fer Jóhannes með skemmti- og eftirhermuþátt eftir Benedikt heit- inn Viggósson og á öðrum tveim er ýmislegt skemmtiefni sem Jóhanncs hefur safnað og æft á undanförnum árum. Hann færði blaðinu visu sem hann hafði ort í tilefni almanaksútkomunn- ar (upplag: 1 stk.l og fer hún hér á eftir: Útrýminghvala — menn hvattir til að skrifa mótmælabréf til forsætisráðherra hvalveiðiþjóða. — ekki minnzt á ísland í áróðursauglýsingum íbandarískum blöðum Undanfarið hafa birzt auglýsingar í útbreiddum bandariskum blöðum, þar sem fólk er hvatt til þess að reyna að koma i veg fyrir útrýmingu hvala. Þar er fullyrt að hvalveiðimenn frá Japan, Sovétrikjunum, Noregi og nokkrum öðrum löndum séu skipulega að útrýma hvalastofnum. Nokkrar tegundir séu nú nær útdauðar og þær tíu hvalategundir sem eftir eru eigi mjög undir högg að sækja. Einn hvalur er drepinn á 19 mínútna fresti. Hvalir eru drepnir til framleiðslu minkafóðurs, áburðar, smjörlíkis, snyrti- vara og lýsis. Allar hvalaafurðir er auð- velt að framleiða með öðrum, ódýrum hætti. Japanir og Norðmenn eru sagðir van- virða ákvarðanir Alþjóða hvalveiðiráðs- ins með þvi að veiða meira en sem þeirra kvótum nemur. Japanir styðja hvalveiði- þjóðir sem ekki eru i Alþjóða hvalveiði- nefndinni, þ.e. Perú. Chile, Suður- Kóreu, Taiwan og Spán, en Japanir kaupa hvalkjöt frá þeim. Þá selja Norð- menn þúsundir hvala til þessara þjóða. Menn eru hvattir til þess að gera sitt til þess að koma í veg fyrir þetta tilgangs- lausa dráp. Almenningsálitið i heimin- um sé það eina sem geti haft áhrif. Þvi skuli menn skrifa bréf til forsætisráð- herra Japans og Noregs og hvetja þá til að koma í veg fyrir hvalveiðar og hætta stuðningi við ólöglegar hvalveiðar. Hvergi er minnzt á ísland í þessari auglýsingu þrátt fyrir það að Íslendingar hafi stundað hvalveiðar lengi. Er skemmst að minnast aðgerða Green. peace manna hér við land siðastliðið sumar. Ólafur Jóhannesson ætti þvi að sleppa um stund við hvatningarbréf frá æstum stuðningsmönnum hvala viða um veröld. -JH „Dagblaóið cr nú upplags blað, sem vcrður að lesa. Selst það á annan hátt, en má ekki vera opið upp á gátt. Það lifir!” ÓV Jóhanncs Guðmundsson grinari með almanakið fyrir 1979. f þvi liggur um það bil tveggja mánaða vinna, enda allt handskrifaö. DB-mynd Hörður Leyndarmál lœknisins EFTIR KERRY MITCHELL Kerry Mitchell kann þá list að segja spennandi og áhrifamiklar ástarsögur. Flestar konur kannast við fyrri bækur hans „Læknir, líf er í veði“, „Þegar regnið kom“ og „Milli tveggja kvenna“„ sem allar eru uppseldar hjá forlagi. „Leyndarmál læknisins" er spennandi og hrífandi saga um líf og starf lækna, sorgir þeirra og gleði, ástir og afbrýði. Æsispennandi ástarsaga, sem gerist að mestu Ieyti á sjúkrahúsi í Ástralíu. Verð m/sölusk. kr. 4.200. Kerry Mitchell LEYNDARMAL LÆKNISINS Z~5ólzcLttt#á(þcLH J$naz<þ<zlH I Álfaskeiði 58 — Hafnarfirði — Sími 51738 <>-#-<>4*>4HHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKH Skólavörðustíg 41 — Sfmi 20235 Verð m/sölusk. kr. 4.200. Fyrri jólafundur SINE verður haldinn fímmtudaginn 28. des. nk. í Fé- lagsstofnun Stúdenta v/Hringbraut og hefst kl. 20.30. Fundarefni: Endurskoðun úthlutunarreglna Aðgerðir í endurgreiðslumálum önnur hagsmunamál Starfsemi sambandsins Fundargögn munu liggja frammi á skrifstofu SÍNE frá 27. des., þ.á m. nýjustu hugmyndir varðandi úthlutunarreglur. Dagsetning síðari jólafundarins verður ákveðin á hinum fyrri og auglýst síðar. Stjórn SlNE Laus staða Hlutastaða lektors í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp er laus til umsóknar. Umsóknarfresturertil l.febrúar 1979. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og náms- feril ogstörf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, I0I Reykjavik, Menntamálaréðuneytið, 18. desembor 1978. Iðnaðarhúsnæði óskast til leigu Okkur vantar iðnaðarhúsnæði, 200—300 fermetra, til lcigu. Upp- lýsingar í sima 24610 eða á kvöldin I símum 20156 og 28061. MICKEY MÚSTl ?50 ARA besta barnfóstran § 200 FET SVART/hvitt LiT UT/m/TALI 400fet í litmtali 200 FET 200 FET FILMUR OG VÉLAR S.F. sérstök 50ára afmælisfilma ITlTTTlTTTlTlTTTlTHrflTlfllf

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.