Dagblaðið - 22.12.1978, Qupperneq 21

Dagblaðið - 22.12.1978, Qupperneq 21
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978. 33 ( Af leikaraástum ] CHARLES OG JILL ALLTAF JAFN SKOTIN Bronson hjónin og eitt af börnunum sex við kappreiðar. Astaratriði úr myndinni From Noon Till Three þar sem þau hjónin léku saman. Þó að leikarinn Charles Bronson hafi þekkt konu sína Jill Ireland í 14 ár og þar af verið giftur henni i 10 ár segist hann aldrei geta kynnzt henni nóg. Ef hann hitti hana ekki daglangt. sé likt og hann hitti einhvern sem hann hefur aldrei séð fyrr. „Ég sakna hennar ef ég sé hana ekki heilan dag,” segir þetta kyntákn. Um hann segir Jill. „Ég dróst að honum vegna þess að hann er einstakur.” Þau hjónin voru gift sitt i hvoru lagi áður. Charles var þó farinn frá konu sinni er hann kynntist Jill. Hún bjó hins vegar enn með manni sinum þó lítið væri eftir af ástinni að hennar sögn. Þeg- ar hún loksins dreif sig i að skilja lagði hún ekki út í hjónaband strax aftur. Sagðist hafa verið hrædd um að verða aftur fyrir vonbrigðum. Bronson hjónin hafa leikið saman i nokkrum kvikmyndum og núna eru þau einmitt nýbúin að leika í myndinni Ástin og Kúlu-Kalli (Love and Bullet Charlie). Rod Steiger leikur þar foringja glæpahóps og Jill leikur ástmey hans. Bronson leikur lögguna sem hyggst finna bófann og færa fyrir lög og dóm. Bronson hjónin búa i Kaliforniu og í cngu smásloti. 36 herbergjum. i spænskum stíl, sem fullt er af munum frá Austurlöndum og málverkum meist- aranna. Ekki skortir þau hjónin því seðla né heldur ráð til aðeyða þeini. Jill Ireland er fædd í Englandi og lét vel af þvi viö blaðið Sun þar í landi hversu gott væri að vcra r.ú loksins orðin fræg. Henni hefur.eftir myndina sem áður var neliid, \crið boðið að leika i kvikmynd án þess að Bronson kæmi þarnærri. Þau hjónin eiga saman sex börn. Það er að segja Jill á þrjú. Charles tvö og þau eiga eitt saman. Sagt hefur verið að Bronson sé hæst launaði leikari i heimi. En hann þrætir fyrir það. Það sé bara áróðursbragð framlciðenda, sem hann sé enginn þátt- takandi i. Hann sé heldur ekkert kyntákn. slíkt sé líka lygi. Bronson er Bandarikjamaður að þjóðerni og því um margt ólíkur konu sinni, enda segja þau hjónaband sitt vera stanzlausa sátta- fundi. ÚRVRL/ KJÖTVÖRUR OG ÞJÓnU/TR /iVallteitthvaö gott í matinn STIGAHLIÐ 45-47 SÍMI 35645 Okkar skreytingar eru öðruvísi Full búð af nýjum sérkennilegum gjafavörum Amerískv stytturner frá lee Borten nýkomnar BIi)MÍLAVÍXri MAFNARS1« Cri Sttuí 1271 MinAlln BETRA SEINT EN ALDREI... m. Ijósmyndavébr, flöss og linsur. Kærkomnar jólagjafír FILMUR OG VELAR S.F. Skólavttrðustlg 41 — Sfml 20235

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.