Dagblaðið - 22.12.1978, Síða 29

Dagblaðið - 22.12.1978, Síða 29
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978. 41 ÞAÐ ER HÆTTULEGT AÐ REYKJA í RÚMINU: DÁNARORSÖK18 MANNS í KAUP- MANNAHÖFN Á ÞESSU ÁRI Lögreglan 1 Kaupmannahöfn segir að á þessu ári hafi farizt helmingi fleiri af þvi að reykja í rúminu heldur en i fyrra. Átjánda fórnarlamb sígarettunnar var 4.1 árs gömul kona, sem lézt af þessari orsök fyrir nokkrum dögum í íbúð sinni við Eskildsgötu á Vesturbrú. Lögreglan heldur að konan hafi uppgötvað eldinn, en of seint. Hún fannst látin á gólfinu og hefur sennilega rétt komizt fram úr, en siðan misst meðvitundaf reykeitrun. Danmörk: ífangelsi f níunda sinn fyrir hjú- skaparsvik Fjörutíu og eins árs gamall maður var nýlega dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að svíkja fé út úr fjörutiu og níu ára konu, sem hann hitti undir því yfirskini að ætla að kvænast henni. Upphaf málsins var það, að árið 1976 setti konan auglýsingu i blað eitt þar sem hún sagðist vilja kynnast karlmanni með hjónaband i huga. Hann svaraði þessari auglýsingu og ákváðu þau stefnumót á aðaljárnbrautarstöðinni i Kaupmanna- höfn. Siðan fóru þau á hótel eitt en þar varð konan ávallt aðgreiða reikninginn, en karlmaðurinn sagðist mundu greiða henni kostnaðinn til baka þegar hann væri tekinn við stöðu sem aðstoðarfor- stjóri en það átti að verða næstu daga. Gekk svo um hrið. En þar kom að hinn væntanlegi ektamaki hætti að láta sjá sig. Komst þá konan, sem greitt hafði reikninga fyrir um það bil tiu þúsund krónu danskar, sem er jafnvirði rúmlega sex hundruð þúsund islenzkra króna að þvi að hinn heittelskaði var atvinnulaus og átti ekki von á neinu aðstoðarfor- stjórastarfi. Aftur á móti hafði hann lagt sig sérstaklega eftir að sérhæfa sig í að táldraga og blekkja fé út úr konum með þeini árangri að siðasti dómur er sá níundi yfir honurn af sliku tagi. Konan óheppna tók fram við réttar- höldin að maðurinn hefði skrifað mjög trúverðugt svarbréf við auglýsingu hennar og eins hefði hann verið mjög sannfærandi í framkomu þegar þau áttu fundi saman. Vandid valiö. Þessar bækur eru til sýnis í bókabúðum um allt land. Verðið er ótrúlega hagstætt. Listaverkabók frá Fjölva verður varanleg vinargjöf. Uppspretta fróðleiks og ánægju og prýði á hverju heimili. FJÖLVI Skeifan 8, Rvk. Sími 3-52-56. „Okkur finnast þessi slys vera farin að verða ískyggilega tið,” segir danska lögreglan. „og skorum á fólk að gefa hættunni gaum. Dýnur úr gerviefnum eiga hér eflaust nokkra sök, því komizt i þær eldur gýs upp mikill reykur ásamt kolsýringi. Og fólkið missir meðvitund áður en því tekst að komast út. Fjölvi býður fjölbreytt úrvai af listaverkabókum. í fyrsta lagi: Stóra listasaga Fjölva. Sígilt verk í 3 bindum. Allt á einum stað. — Pýramídalist til popplistar. í öðru lagi: Listasafn Fjölva Sjálfstæðar ævisögur fremstu meistara. Allt forkunnarfagrar bækur með ógrynnum listaverka í fullum litum. Út eru komnar 6 bækur um meistarana Leonardó, Rembrandt, Goya, Manet, Matisse og hinn furðulega Duchamp, frumkvöðul nútímalistar. Manet, höfundur Litlaskattsáengi. Byltingarmaður í listum. Matisse, óargamálari, málaði Dansinn og Tónlistina. Lærifaðir Jóns Stefánssonar. Furðufuglinn Duchamp, brautryðjandi popplistar. Einnig fjallað um Dali. Þetta er ófögur sjón. í þessu rúmi lézt sextugur maður af reykingum. Neyzla áfengis eða eiturlyfja er stundum ástæðan fyrir því, að fólk fer ógætilega. En alls ekki alltaf.Og er full ástæða til að brýna fyrir fólki að láta ckki sígarclluna verða siðasta félaga sinn i rúntinu. Leonardó, höfundur Mónu Lísu og síðustu kvöldmáltiðarinnar. Rembrandt, höfundur Næturvarðanna og margra Bibliumynda. Goya, höfundur Nöktu Maju og Svörtu myndanna Heyrnarlausi meistarinn. ENDURSKINS- MERKIERU NAUÐSYNLEG FYRIR ALLA umferðarrAð

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.