Dagblaðið - 22.12.1978, Page 32
gamanmyndir, synaarsaman
AXLIÐ BYSSURNAR
■ /
PILAGRÍMURINN ^
BRAUÐ OG ÁLEGGSSNEIÐARI
sneiðír allt án erfiðis, þykkt eða næfurþunnt: brauð, grænmeti, beikon
og hvers konar álegg.
Hann er fyrirferðarlítill og handhægur, hefur hallandi borð, augljósa
þykktarstillingu, útdreginn fráleggsbakka, innbyggða snúrugeymslu
og siðast en ekki sizt barna-öryggislás.
/ranix
SÍMI 24420
HATUNI 6A
Sölufólk
Vanlar sölufólk til að selja happdræuisniiöa. Gc')ð sölulaun. Duglcgi
söhifólk faer góða jólagjöf.
Miðarafhendasi i Sundlaug Veslurbæjar frá kl. 1—7 í dag og næstu
daga eða hringið í síma 44904 og miðarnir vcrða sendir hcim.
Sundsamband ísiands
»u-a.uat--■
•fivutuvnMMiootnni
Laugardal Reykjavik
Jóbmvnd 1978
Chaplin Revuc Ib*
m.
Frábær skemmtun.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978.
"ÍÍSÍWH
kei5i revöHHl
ÞEGAR MAMMA VAR UNG - Egill og Diddú
Útgofandi: Stoinar hf. (Steinar-028)
Upptökustjóm: Valgoir Guðjónsson
Upptökumaður. Sigurður Bjóla
Sérlegir róðgofendur
Pétur Pétursson
Auróra Halldórsdóttir
Hljóðrítun: Hljóðríti
REVÍUVÍSUR
Atf reð Andrésson
Brynjólfur Jóhannesson
Lárus Ingólfsson
Nina S veinsdóttir
Útgefandi: SG-hljómplötur (SG-116)
Hljóðrítun: Útvarpið
Blómaskeið íslenzku reviunnar á
fjórða og fimmta áratugnum hefur að
mörgu leyti verið góður tími. Krepp-
unni illræmdu var óðum að linna. Sú
félagslega eymd sem fátæktinni fylgdi
var í rénun og svo kom blessað stríðið
með aukna atvinnu, fé, sæta soldáta
•og ástandið fræga sem þeim fylgdi.
Síðast en ekki sízt virðist skopskyn
þjóðarinnar hafa verið i bezta lagi.
Alla vega benda reviuplöturnar tvær,
sem nýlega voru gefnar út, til þess.
„Af revíunum i Reykjavík væri
mikil saga ef hún yrði skráð," segir
Brynjólfur heitinn Jóhannesson leikari
í ævisögu sinni Karlar eins og ég.
„Þær komu og fóru eins og vindurinn,
stóðu með blóma eilt árið og lögðust
svo niður það næsta. Þá fengust
margir hnyttnir og hagorðir menn við
revíusmíð, Páll Skúlason, Morten
Ottesen, Tómas Guðmundsson. Emil
Thoroddsen! Haraldur Á. Sigurðsson.
Bjarni Guðmundsson og raunar enn
fleiri.”
Og Brynjólfur heldur áfram:
„Síðasta blómaskeið revíunnar
hófst með Fjalakettinum sem þeir
stofnuðu Emil, Haraldur og Indriði
Waage, en Alfreð Andrésson gekk
siðan í lið með þeim. ... En nú hafa
revíur lengi legið í láginni þó allt ann-
að leikhúslíf taki framförum. það er
eins og skopgáfan hafi brugðizt í allri
velgengninni.”
Plöturnar tvaer, sem hér um ræðir,
Þegar mamma var ung og Reviuvisur,
flytja hlustendum sýnishorn af reviu-
tónlistinni frá árunum 1938—46 eða
þar um bil. Hversu gott þetta sýnis-
horn er get ég ekki tjáð mig um. Til
þess er ég allt of ókunnugur þessu líf-
lega timabili. En hvað sem því liður
eru plöturnar báðar bráðskemmtileg-
ar, hvorá sinn hátt.
Þó að plöturnar flytji báðar revíu-
tónlist eða gamanvísur öðru nafni, eru
þær á margan hátt ósambærilegar. Á
plötunni Þegar mamma var ung eru
nýjar upptökur með ungum söngvur-
um. Rcviuvísur flytja okkur raddir
fjögurra kunnustu gamanvisnasöngv-
ara fyrri ára, þeirra Alfreðs Andrés-
sonar, Brynjólfs Jóhannessonar, Nínu
Sveinsdóttur og Lárusar Ingólfssonar.
Sú plata hefur sem sagt auk skemmt-
unarinnar sem hún flytur mikið söfn-
unargildi. Upptökur plötunnar eru
fengnar úr hljóðritanasafni útvarpsins
og eru þær sumar hverjar orðnar anzi
þreyttar. Það kemur þó tæpast að sök.
Þaðer andinn, sem skiptir máli.
Ekki er mér kunnugt um, hvort út-
gefendurnir Steinar Berg og Svavar
Gests vissu hvor af fyrirætlunum hins
er þeir ákváðu að gefa út plötur með
revíutónlist. En hvað um það, þeir
hafa verið furðanlega heppnir að
sneiða fram hjá því að gefa út plötur
með sömu lögum. Aðeins tvö lög eru á
plötuni beggja. Kerlingavisurnar
margfrægu og lag. sem á plötu SG
nefnist Syrpa Óla í Fitjakoti. en heitir
Syrpuþula á Steinaplötunni. Úrvalið á
plötum beggja sýnir raunar að um
auðugan garð er að gresja í gaman-
visnasafninu.
Það er lán i óláni að tvö lög skyldu
liafa slysazt inn á báðar revíuplöturn-
ar. Þá gefst samanburður. Að mínum
smekk hafa gömlu útsetningamar
vinninginn. Þó að Egill Ólafsson og
Sigrún Hjálmtýsdóttir standi sig prýði-
lega i túlkun sinni, þá eru gömlu útgáf-
urnar líflegri ásamt því að vera meira
gamaldags. Þær hæfa þvi gamaldags
músík betur. En hvað sem samanburð-
inum líður þá eru plöturnar báðar
prýðisupprifjun fyrir fullorðna á þeim
tima þegar reviurnar riðu húsum og
mamma var ung. Fyrir þá yngri eru
plöturnar lykill að liðnum tíma, sem
við eigum sennilega aldrei eftir að upp-
lifa aftur frekar en hernám, ástand og
heimskreppu. -ÁT-
Ævintýri Emils:
Emil #Kattholti er
bráöfyndinn sem
ÆVINTÝRI EMILS
Útgefandi Steinar hf. (SMÁ-202)
Tónlistarstjóm og útsotningar: Sigurður R.
Jónsson
Leikstjóm: Helga E. Jónsdóttir
Upptökumaður Tony Cook
Hljóðrítun: Hljóðríti
Fáir sjónvarpsþættir hafa notið
nteiri hylli barna og unglinga — já, og
fullorðinna en ævintýrin um Emil í
Kattholti. Fyrir nokkrum árum kom
einnig út bók um prakkarann og fyrir
jólin í fyrra plata með nokkrum af
ævintýrum hans og prakkarastrikum.
Önnur plata hefur nú litið dagsins ljós.
Ævintýri Emils heitir hún.
Mér er til efs að ég hafi nokkurn
tima hlegið jafn dátt að nokkurri plötu
og Ævintýrum Emils. Jú, platan
Látum sem ekkert c mcð Halla. Ladda
og Gísla Rúnari var fyndnari, en
Ævintýri Emils skipa áreiðanlega ann-
aö sætið. Þar greinir frá uppboði i
Bakkakoti, þar sem Emil kaupir meðal
annars halta hænu, Höltu-Lottu, og
hefur kú af pabba sínum. Han fer á
markað og eignast þar hest á óvæntan
hátt. Um veturinn bjargar hann lífi
Alfreðs vinnuntanns i Kattholti ogsíð-
ast en ekki sízt lendir hann á dúndr-
andi fyllirii með hananum á bænum
oggrísnum Grislingi.
Fyllsta ástæða cr til að mæla með
Ævintýrum Emils sem bráðsmellinni
plötu fyrir börn. Og mér er ekki grun-
laust urn að einhverjir foreldrar eigi
eftir að laumast til að setja plötuna á
fóninn öðru hvoru, sér til óblandinnar
ánægju. Góða skemmtun.
-ÁT-
BJARTER YFIR BETLEHEM—
SÍDASTA PLATA ÁR8INS
Síðasta hljómplata ársins kom á
markaðinn i gær. Sú nefnist Bjart
er yfir Betlehem. Á henni syngur
Stúlknakór Hliðaskóla fjórtán jóla-
lög og -sálma, flesta vel kunna. Jón
Stcfánsson orgelleikari í Lang-
. holtskirkju annast undirleik.
Það kentur ekki til af góðu að
þessi plata er seint á ferðinni.
Sendingin týndist nefnilega a leið-
inni frá Bandarikjununt. Að sögn
annars útgefanda plötunnar var
ekki um annað að ræða en að
senda plötuna á nrarkað þó að að
eins þrír dagar væru til jóla. Það
kaupir jú enginn jólaplötu ellefu
mánuðum fyrir jól og stórt fjár
hagslegt tap hefði verið á þvi að
láta Bjart er yfir Betlehem liggja til
næstu jóla.
Útgefandi jólaplötu Stúlknakórs
Hlíðaskóla er fyrirtækið isalög.
Dreifingu annast Fálkinn.
-ÁT-