Dagblaðið - 28.12.1978, Síða 1

Dagblaðið - 28.12.1978, Síða 1
 4. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 28 DESEMBER 1978 - 290. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI 27022. Enn þverrandi vatnsmagn í hitaveituholum Blönduósinga: HITA VEITAN NOTAR OLÍUKYNDINGU { tilað hita uppvatn semávantar Nú er svo komið að Hitaveita Biönduóss er orðinn olíukaupandi þar sem hún verður að oliukynda nokkur stærstu hús staðarins í kjölfar þverr- andi vatnsmagns í annarri heitavatns- holunni. Hefur það minnkað úr 36 sek/lítrum frá því í september 77 niður i 23 í nóvember sl., og hafði þá minnkað um 4 síðan í ágúst. Hin holan er mjög afkastalitil og skiptir því ekki máli i heildarmyndinni. Að sögn Eyþórs Elíassonar, sveitar- stjóra, í viðtali við DB í gær, hefur tek- izt að útvega bæjarbúum nægilegt heitt vatn með því að tengja aftur olíu- kerfi i nokkrum stærstu húsum bæjar- ins og kynda þau með olíu. Neytendur þar greiða sama verð fyrir hitann og hefðu þeir hitaveitu. Sveitarfélagið hefur nýlega óskað eftir þvi við iðnaðarráðuneytið að það láti rannsaka hvað veldur samdrættin- um, en niðurstöður liggja ekki enn fyrir. Þá er einnig fyrirhugað að bora nýja holu á svipuðum slóðum og hinar, en mun dýpri. En óvíst er hvenær af þvi getur orðið. Binda Blönduósingar vonir við að geta fengið jarðborinn. sem nú er að bora að Laugalandi i Eyjafirði, en með öllu er óljóst hvenær verkefni hans verður lokið þar. - GS „Svefnbæir” Reykjavíkur fá jólagjöfina: TRYGGINGABÓTA- ÚTSVARISLEPPT — af sláttur á f asteignagjöld Mosfellshreppur nýtir aðeins 0,375% af fasteignamati til álagningar fasteigna- skatts af íbúðarhúsnæði þegna sinna. Þetta er 25% afsláttur af hinu leyfða 0,5% marki, sem víðast er nýtt til fulls. Tillögur hreppsnefndarmanna Sjálf- stæðisflokks voru samþykktar einróma i hreppsnefndinni sl. miðvikudag. Þetta þýðir um 20 milljóna króna afslátt frá þvi, sem heimilt var að leggja á. Þá var samþykkt að taka tillit til námsmanna og aldraðra, meðal annars þannig að ekki verður lagt útsvar á bætur almannatrygginga svo sem ellilif- eyri. Samtals þýðir þetta í raun 85—86 milljón króna lægri gjöld en lög heimila, eða um 100 þúsund krónur á hvern gjaldþegn að meðaltali. Eins og DB hefur skýrt frá hefur bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar ákveðið að miða útsvarsálagningu við 10% i stað 11 oge.t.v. 12% heimild i lögum. Þá var einnig ákveðið að veita 19% afslátt af fasteignagjöldum frá þvi sem lög heimila miðað við hið nýja fasteignamat. Stuð- ullinn þarer0,41 istað0,5% heimildar. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur ákveðið að veita 10% afslátt af fast- eignagjöldum íbúðarhúsnæðis frá þvi sem lög heimila mest. Er þannig stuðzt við0,45% stuðul i stað0,5%. Ekki hefur fengizt staðfesting á því, að Garðabær ákveði frávik til lækkunar, eitthvað hliðstætt því sem að ofan er greint. Vist er þó að það er íhugað i fullri alvöru. - BS Eldur í bát við Grandagarð Um kl. 1.55 i nótt kom upp eldur i bátnum Stefáni Kristjánssyni SH við Grandagarð. Þegar slökkviliðið kom á staðinn stóð eldur út um glugga á brúnni. Slökkviliðið réðst þegar gegn eldinum með háþrýstiúða og gekk mjög vel að slökkva en talsverðar skemmdir urðu á brúnni. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða þar sem farið hafði verið í lyfja- kassa um borð í bátnum. Þá var slökkviliðið einnig kallað að Snorrabraut 56 kl. 21.25 i gærkvöldi. Þar hafði verið kveikt i rusli fyrir utan húsið en slökkviliðið fékk slökkt eld- inn áður en hann næði að valda tjóni, og loks var slökkviliðið kallað að kjöt- búðinni Borg að Laugavegi 78 og var þar mikill reykur er reyndist vera frá Reykofni. -GAJ Dregið í Jólagetraun DB 78: 15 ára piltur hlaut tækið — rúmlega 4000 lausnir bárust — þátttakan aldrei meiri Það var æsispennandi þegar dregið var úr meira en fjögur þúsund lausnum í jólagetraun Dagblaðsins 1978. Þátttaka í jólagetraun blaðsins hefur aldrei verið meiri — alls bárust fyrir drátt 4.162 lausnir. Hinn heppni varð 15 ára piltur úr Breiðholti, Kristján Geir Ólafsson, Blöndubakka 20, R. Hann fær i verð- laun glæsilegt Philips N-1700 mynd- segulbandstæki, sem kostar úr búð 804.400 krónur. Þrátt fyrir itrekaðar tilraunir frá því um helgi hefur DB ekki tekizt að ná sam- bandi við Kristján Geir. Okkur þætti vænt um að heyra frá honum — og óskum honum innilega til hamingju.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.