Dagblaðið - 28.12.1978, Side 11

Dagblaðið - 28.12.1978, Side 11
DAGBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 ........... 11 Ropað ut af rembihnút Umræður um vandamál landbún- aðarins i sjónvarpsþætti þriðjudaginn 19. desember sl. geta varla talist hafa verið sérlega uppbyggjandi. Á landbúnaðarráðherra var helst að heyra að aðrar þjóðir greiddu svo miklar útflutningsbætur og styrki til landbúnaðarins í viðkomandi löndum að íslendingum væri ekki of gott að greiða eitthvað ámóta sjálfum. Auk þess kom fram hjá landbúnaðarráð- hcrra að neytendum kæmi fjandann ekkert við hvað það væri sem þeir létu ofan I sig. þeirra sjónarmið kæmu nægilega vel fram i starfi sex manna nefndarinnar (sem verðleggur sumar landbúnaðarvörur). Stefnan I landbún aðarmálum væri að öðru leyti hags munamál bænda einna og kænii neyt endum ekki við. Bændurnir tveir. Þórarinn Þor valdsson og Magnús Finnbogason. vildu báðir skattleggja þjóðfélagið með éinu eða öðru móti til þess að bændur geti haldið áfram enn um sinn að framleiða meira en þörf er fyrir og meira en unnt er að selja. Þeir vildu stuðla að óhagkvæmari rekstri land- búnaðarins með þvi að þændur fengju söniu tekjur fyrir að framleiða niinna en þeir gera nú, og þar með yrði ein- ingarverðið hærra. Þeir vildu skatt leggja alifugla- og svinabændur til þess að geta sjálfir framleitt kindakjöt. mjólk og mjólkurafurðir. Jónas Bjarnason gerði litið annað en glotta að viðmælendum sinum og þegar hann var spurður beint að þvi hvort hann áliti frumvarpið vera til bóta og spor I rétta átt voru svör hans vægast sagt ákaflega óljós en fremur mátti þó ráða af svari hans að frum- varpið væri heldur til bóta en hitt. Af ofansögðu má.ljóst vera að það voru ekki réttu mennirnir sem voru valdir i þennan sjónvarpsþátt. Kannski landbúnaðarmálin séu i þvilikum rembihnút að venjulegir menn með heilbrigða skynsemi sjái hvorki haus né sporð á ófreskjunni. Kannski það sé skýringin á þvi að unv ræðurnar voru svona ófrjósamar og leiðinlegar. Fyrir dyrum stendur i landbúnaði og sjávarútvegi hvorki meira né minna en það sem erlendis hcfur verið kallað „struktur rationalísering". Með öðrum orðum atvinnuvegirnir standa framrni fyrir gerbyltingu sem mun kollvarpa öllu því sem áður þótti satt og rétt og sjálfsagt. Menn munu þá komast að raun um að þeir eru mun bundnari lögmálunum unt framboð og eftir- spurn en þeir vilja nú vera láta. Menn skilja mjög auðveldlega að þeir geti ekki sett upp nýtt álver í Keflavik og tengt það við Búrfells- virkjun en þeir skilja ekki að þeir geti ekki keypt í sifellu skuttogara á skul- togara ofan til þess að veiða úr sömu fiskistofnununt sem þegar er sannað að eru fullnýttir. Þeir virðast heldur ekki skilja að ekki þýðir að framleiða og framleiða, bara til þess að bændur geti haft eitthvað að gera, hvort sem einhver markaður er fyrir vöruna sem bændurnir framleiða eða ekki. Þvi lengur sem nienn skella við þessum staðreyndum skollaeyrum þeim mun erfiðara verður vandamálið viðfangs og þeim mun þyngri verour skeliurinn þegar almenningur i land inu hefur loksins fengið nóg og stöðvar vitleysuna. Keyrður niður á lægra plan Það hlýtur að verða að vara bændur og forsvarsmenn þeirra við þvi að seilast of mikið i vasa skattborgarans til þess að borga niður óhagkvæma og óþarfa framleiðslu i landbúnaði. Ef þeir ganga of langt í þessari óréttmætu skattheimtu er ekkert liklegra heldur en að landbúnaðurinn fái á sig óorð meðal almennings sem erfitt verði að ná af honum aftur. Í sjálfu sér hlýtur það aftur að þýða að öll fyrirgreiðsla við landbúnaðinn hlýtur að verða mjög takmörkuð og landbúnaðurinn verður keyrður niður á miklu lægra „plan" en annars myndi verða. Hliðstæðu mætti nefna. en hún er sú. að nú þegar eru til fullskapaðar hugmyndir um byggingu fimmtíu Kjallarinn ReynirHugason megavatta gufuaflstöðvar i Hengli rétt utan við Reykjavík en enginn maður þorir að leggja fram áætlun um slíka gufuaflstöð i alvöru vegna reynslunn ar af Kröflu sem reynst hefur þvilíkt fjárglæfraævintýri að hætt er við að hún komi i veg fyrir allar tilraunir til virkjunar gufuafls i landinu næstu 20 til 30 árin Aðalvankantarn'i á l'rumvarpi land búnaðarsamtakanna um fóðurbætis- skatt og kvótakerfi koniu alls ekki fram i umræðuþættinum á þriðjudags kvöldið. Það kom þar ekki fram að stefnt er að óhagkvæmari framleiðslu með þvi að gera hverja einingu sem framleidd er dýrari. Það kom þar heldur ekki fram að fóðurbætis skatturinn verður notaður til þess að taka skatt af góðum bændurn og duglegum og greiða þeim sem eru óduglegir og/eða hafa lítinn bústofn Það kom heldur ekki frani i umræðunum að vandamál land búnaðarins er, að það eru of margir bændur í landinu sem framleiða of mikið og að lausnin á þeim vanda er einungis cin. nefnilega sú að fækka bændum. Allar aðrar lausnir eru sýnd arlausnir, einungis settar á svið til að blekkjaalmenning. Til upplýsinga fyrir almenning mætti geta þess að árið 1974 var fóðurbætisnotkun vegna sauðfjár- búskapar um 5—8% af tekjum bænda fyrir sauðfé það ár, þegar talað er um að hækka fóðurbæti um 30%, þ.e.a.s. setja 30% tolla á fóðurbæti, þá er augljóst að 30% hækkun á 5—8% kostnaði við sauðfé hefur litil sem engin áhrif. Fóðurbætir I sauðfjár búskap er einkum notaður i tengslum við fengieldi og er ætlað að hafa áhrif á lambaljöldang liætt er við að þessi hækkun hafi engin áhrif á það, hvort bændur gefa fé sínu fóðurbæti eða ekki. Einnig mætti benda á, að það er beinlinis fjárhagslega hagkvænu fyrir bónda að gefa kúm sinum fóðurbæti til þess að auka mjólkurnyt þeirra þrátt fyrir það þó að fóðurbætirinn yrði hækkaður um 100%, af þeirri einföldu ástæðu að fyrir hverg kg fóðurbætis gefur kýrin af sér tvö og hálft til þrjú kg af mjólk en fyrir hvert kg af mjólk fást tvö kg af fóðurbæti. Það þyrfti þvi að minnsta kosti að þre falda verðið á fóðurbæti. ef það ætti að hafa áhrif á mjólkurframleiðsluna. Burt með platráðstafanir! Það ber að reka bændur og forsvars- nienn þcirra til baka með þessa frumvarpsdcllu og heimta að þeir hugsi sig betur um. Hægt er að sýna fram á að frumvarpið muni engin áhrif hafa á framleiðslu landbúnaðar- afurða næstu tvö árin, vegna þess hve langan tima tekur fyrir stjórnunar áhrif þess að koma frani. i stað þcssa frumvarps ætti til dæmis að koma fram mcð frumvarp sem gerir ráð fyrir að þeim 4.419 bændum. sem fyrir eru i landinu á lög- býlum verði greiddar krónur 1,14 milljónir króna hverjum að meðaltali (mismunandi eftirstærð búa) fyrir það að drepa nú þegar 20% af hústofni sinum. Það mun þó ekki nægja til þess að koma framleiðslunni niður i eðlilegt horf. heldur mun þurfa að gripa til frekari niðurskurðar næsta ár. Of- framleiðsluvandamálið mundi þó minnka verulega ef stofninn yrði skorinn niðui um 20% nú þegar. Þcss ar 1.14 m. k;.. erufundnai j.annig að þær nema nákvæmlegu 20 '/n af launa lið verðlagsgrundvallarbúsins. Ef gcrt er ráð fyrir að bein samsvörun sé milli- tekjuliða verðlagsgrundvallarbúsins og bústofnsstærðar meðalbús. scm ekki er óeðlilegt. er þarna um 5.03 milljarða kr. að ræða sem greiða myndi þurfa úr rikissjóði og kæmi þá i stað útflutningsbóta á næsta ári. Útflutningsbætur eru samkvæmt fjár lagafrumvarpi yfir 5 milljarðar svo hér er ekki um eina viðbótargreiðslu úr ríkissjóði að ræða heldur greiðslur sem korna i eitt skipti fyrir öll i staðinn fyrir útflutningsbætur. Auðvitað er þetta það eina rétta að minnka l’ram leiðsluna i landbúnaði. en auk þcss verður að stefna að þvi að fækka bændurn og má byrja á þvi með þvi að kaupa upp smábýli sem óhagkvæmt er að reka. Bændur verða að sjálfsögðu fyrir talsverðum tekjumissi i framtíðinni vegna niðurskurðar bústofnsins og gera verður ráð fyrir að greiða yrði bændum þessar skaðabætur i að minnsta kosti tvö ár í viðbót, það er niinnka þær um 1/3 á árinu 1980 og afturum 1 /3 á árinu 1981. Jafnframt ætti að styðja bændur til þess að taka upp annars konar búskap i sama m;cli eða brevta hrcinleea um atvinnu. bregða bui og fl\ tjast ám ;a eins og það er kallað. í stuttri giem ei ekki hægt að rekja mikið nánar hvernig unnt væri að framkvæma allt það sem hér er lagt til en óhætt er að fullyrða að það er mögulegt. Það þótti skammgóður vermir i minu ungdæmi að pissa í skó sína, en það er einmitt það sem gert er með frumvarpinu cinx og það litur út nú. Reynir Hugason, verkfræðingur. MÁ ENGUM TREYSTA? Sá sem er trúr yfir litlu, væntir þess að verða trúað fyrir meiru. Gangi það eftir. er það honum hvatning til að standa sig enn betur — hann verður ánægður í lifi ogstarfi. En til hvers skyldi það leiða. þegar mönnum er vantreyst — fyrirfram er gert ráð fyrir svikuni og prettum? Ýmsir opinberir aðilar mæta borg urunum mcð vantrausti og jafnvel hroka. Menn verða alltof oft varir við að „manngildi einstaklingsins” er harla léttvægt. Afstaða borgaranna til „kerfisins" er m.a. mótuð af því við móti sent opinberir aðilar sýna, og sú afstaða er að flestra mati fremur nei- kvæð. Þvi verður varla trúað að óreyndu. að opinberum aðilum sé sama um af stöðu almennings, en oft er sinnu leysið hryggilegt þegar um það er að ræða að sýna borgurunum hlýlegt við mót og létta þeim leiðina um fruni- skóga „kerfisins". Ljúga menn um fjölskyldustærð? Þegar sótt er um lán Húsnæðis- málastjórnar eru ótal skjöl og upplýs- ingar, sem þurfa að fylgja umsóknun- um. Það þarf að upplýsa um tekjur umsækjanda — með staðfestingu skattstofu um að rétt sé frá sagt — o.s.frv. En þó tekur fyrst steininn úr, þegar umsækjendur þurfa að koma með vottorð frá manntalsskrifstofu um fjölskyldustærð sina! Menn rekur I rogastans, en þetta er satt. Húsnæðismálastjórn ber ekki meira traust til umsækjenda lána en svo. að hún virðist ætla þá lygara upp til hópa. lygara sem séu svo harðsviraðir. að þeir Ijúgi um eins einfalt atriði og þetta. Eiga þessir herrar kannski von á að menn Ijúgi um fjölda eiginkvenna? Eða að þeir freistist til að bæta við barnahópinn? Auðvitaðer þetta fárán- lcgt. til þess eins fallið að flækja „kerfið" og ergja almenning. Vottorð eins er skilyrði fyrir vottorði annars Ungum launþegum ber skylda til að spara hluta launa sinna — kaupa sparimerki — og er sá sparnaður nefndur skyldusparnaður. Skólafólk og nokkrir aðrir eiga þó rétt á að fá sparimerki sín útborguð. þeir eru undanþegnir sparnaðarskyldunni. Til þess að fá merkin endurgreidd þurfa þeir uppáskrift lögreglustjóra um undanþágu frá sparnaðarskyldu. en siðan greiðir pósthús eða Veðdeild Landsbankans út féð. Á sania hátt fá þeir sem ganga i hjónaband útborguð sparimerki sin. En til þess að sanna skólavistina þarf að framvisa vottorði skólastjóra og hjúskaparstofnun er sönnuð með vottorði prests. Lögreglustjóri byggir sem sagt á . vottorði annarra aðila um rétt manna til sparnaðarundanþágu, enda hefur hann engin önnur gögn til að styðjast við. En hvers vegna I ósköpunum er verið að blanda lögreglustjóra í málið? Hann er alveg óþarfur milliliður. Er Kjallarinn Leó E. Löve ekki einfaldast að skólastjórinn sé tek- inn trúanlegur? Að ekki sé minnst á prestinn! Eða er kannski aðalatriðið að auka snúningana hjá almenningi? Að sækja þúsundkall Margir þurfa að fá lækni á heimili sitt, t.d. að kvöldi eða nóttu, og er sú þjónusta ómetanleg. Almannatrygg ingakerfið greiðir. þegar allt kemur til alls, allan lækniskostnaðinn, nema eitt þúsund krónur, sem sjúklingurinn sjálfur borgar. En greiðslumátinn er ekki einfaldur. Sjúkrasamlagið greiðir fastakaup og bilkostnað beint til læknisins, og við vitjunina borgar sjúklingurinn tvö þúsund krónur. Þar af er helmingurinn, eitt þúsund krónur, hluti sjúklingsins sjálfs, en helminginn leggur sjúklingurinn út fyrirsjúkrasamlagið.,' Siðan þarf sjúklingurinn eða ein hver á hans vegum að fara á skrifstofu sjúkrasamlagsins þar scm hann fær endurgreiddan þúsundkallinn gcgn framvísun reiknings frá lækninum. Eins og sjá má getur verið dýrt að sækja þann þúsundkall! Væri ekki ein- faldara að sjúkrasamlagið borgaði lækninum þúsund krónunt nieira. sparaði sjúklingnum þar með sporin og sjálfu sér nokkra vinnu? Eða treysta yfirvöldin ekki læknunum til að segja rétt frá? Þarf að „kontrólera" læknana? Vantraust eru fyrstu viðbrögðin Það þekkja allir dæmi þess að mönnurn sé snúið um kerfið að nauð synjalausu — þú hefur sjálfsagt orðið fyrir þvi oftar en einu sinni, lesandi góður. En er það ekki undarlegt, hve oft vantraust eru fvrstu viðbrögðin. þvi að allir vita að samskipti aðila eru ævinlega best. þegar milli þeirra rikir trúnaðartraust. Dæmin eru óteljandi, og eiga ekki einungis við um opinbera aðila: Ekki er tekið við tékkum i versl- unum og á fleiri stöðum, m.a. i áfengisverslunum rikisins og frihöfn inni. sem rikið rekur, ferðamönnum er aðeins trúað fyrir lágum fjárhæðum i erlendum gjaldeyri, og þurfi að skipta gölluðum vörum í verslunum er visast að viðskiptavinunum sé fálega tekið, það látið skína i gegn. að þeir hafi jafn vel sjálfir skemmt vörurnar. og afsök unar ekki beiðst. Svona mætti áfram telja. Vissulega eru til aðstæður sem gcra varkárni nauðsynlcga. cn vantraust á ekki að vera hin almcnna rcgla. cins og hér virðist vera landlæg. Hættum að láta almenning gjalda svika fárra manna Að konia auga á vandamálin er citt — að finna lausn þcirra er annað. Ástæðan fyrir þvi að mönnum er vantreyst er oft sú að sumir hafa ekki reynst trausts verðir. En það eru bara sumir. og oft cru |ieir sárafáir. Óheiðarlciki hinna fáu hefur hins vcgar verið talinn réttlæta það. að öll um sé vantreyst. Allir borgarar lands ins eru látnir gjalda misgjörða algjörs minnihluta — meirihlutanum cr refsað fyrir misgjörðir minnihlutans. í lögum eru heimildir til að rclsa fyrir ranga upplýsingagjöf, röng vott- orð. fjársvik o.s.frv. Jafnframt eru réttindasvipting og stöðumissir þekkt réttarúrræði. Þessum heimildum á að beita við þá sem brotlegir eru og þyngja refsingarnar. ef þær eru of vægar. Með þcini hætti yrði refsingin ekki lögð á hina fjölmörgu saklausu eins og nú er svo alltof algengt. Refsingin myndi hitta þann brotlega og varna þvi aðaðrir lékju sama leik. Eigum við ekki að vona. að ára- mótaheit séu ekki aflögð. og vona um leið að almenningur. hinn þögli niciri hluti, eigi rúm í hugum ráðanranna við heitstrenginguna að þessu sinni! Lcó E. Lövc lögfræóingur. „Manngildi einstaklingsins er harla léttvægt.”

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.