Dagblaðið - 28.12.1978, Síða 15

Dagblaðið - 28.12.1978, Síða 15
DAGBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 15 Halldór Laxness: SILFURTÚNGLIÐ. Leikgerð Hrafns Gunnlaugssonar. Frumsýnt f sjónvarpi 26. desember 1978. Hvað kemur til að sjónvarpið tekur Silfurtúnglið nú til sýningar og kostar til nokkrum milljónatugum að sögn? Halldór Laxness hefur áreiðanlega skrifað ýmis leikrit mun betri, — auk þess sem Þjóðleikhúsið hefur nýlega dustað rykið af þessu verki. Fljótt á litið er í því veruleg áhaetta að færa aldarfjórðungsgamalt verk til samtím- ans eins og hér er gert, „úr fjölleika- húsi í sjónvarpsstöð” eins og segir i kynningu sjónvarpsins. En það má segjast þegar í stað að tæknilega tókst þetta bærilega: Silfurtúnglið var ásjá- legt i sjónvarpinu á annan dag jóla. Hitt er annað mál hve margt leikgerð Hrafns Gunnlaugssonar á sameigin- legt með hinu upphaflega verki Hall- dórs Laxness, svo mörgu sem er kippt útog mörgu aukiðí. Pólitískt inntak Silfurtúnglið er samið 1954 og að táknlegri gerð og pólitisku inntaki er það náskylt Atómstöðinni. Aðeins er skáldinu dimmra fyrir sjónum enda skuggi kalda stríðsins einna svartastur á þessum árum. Pólitískan boðskap verksins túlkar Peter Hallberg svo í Húsi skáldsins, — sú túlkun reyndar viðtekin — að Halldór láti þar uppi beiskju sina vegna aðildar íslendinga að NATO: „í samtökum hinna voldugu gæti íslenzk þjóð vænzt sama hlutskiptis og Lóa hjá Universal Concert Incorporated. Smán Lóu er þannig smán landsins. Barn hennar í líkkistunni (sú likkista kom reyndar hvergi við sögu i sjónvarpinu) eru komandi kynslóðir, framtið þjóðar- innar. Kannski hefur Halldór aldrei skrifað eins bölsýnt verk,” segir Hall- berg. Hvað verður eftir? Nú er það alkunna að í seinni tíð hefur skáldið viljað draga sem allra mest úr pólitísku og táknlegu „hlut- verki” skáldrita sinna og sást það hvað gleggst á leikgerð Atómstöðvarinnar um árið. Og auðvitað má lesa sitthvað úr jafn margslungnum skáldskap og flest verk Halldórs eru, þar á meðal Atómstöðin, þótt horft sé fremur á aðra þætti. En sá er galli á Silfurtúngl- ingu frá þessu sjónarmiði, að úr því verður nánast ekki neitt þegar tákn- legu og pólitísku inntaki er kippt burt eins og gert er í sjónvarpinu. Silfur- túnglið er ekkert annað en táknverk, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Persónur verksins eru blóðlausar fígúrur, framhliðin ein, líkastar strengjabrúðum sem einungis eiga að leiða fyrir sjónir hinn einfalda, tilfinn- ingasama boðskap sem höfundur vill koma á framfæri, um vögguvísuna úr „þjóðdjúpinu'.’, sem nú er seld útlendu auðvaldi. Eigi að „realísera” Silfur- túnglið þyrfti að vera í þvi miklu meiri bakfiskur en reynist, — það þyrfti blátt áfram að búa yfir dramatiskum krafti sem það gerir ekki. Og sá skortur varð einkar augljós í sjónvarpsgerðinni. Harmsaga Lóu lét áhorfandann með öllu ósnortinn. Per- sónurnar urðu aldrei ágengar og breytti engu þótt leikgerðarmaður magnaði upp kynvilluhneigðir Feilans sem mest og léti persónur reika góða stund dauðadrukknar og grátandi framan við vélina. Í sem skemmstu máli sagt var hér ekki margt að sjá annað en leik Hrafns Gunnlaugssonar með tæknibrögð sjónvarps. Tveir heimar Sem drama hlýtur Silfurtúngliö að eiga líf sitt undir þvi að neisti á milli þeirra tveggja heima sem hér er brugð- ið upp: Annars vegar er friðsæl einka- veröld Lóu, náttúrleg og kyrrlát, hins vegar gerviheimur Feilans, með glysi sínu, glamri og prangi; sá heimur sem steypir hinum fyrrnefnda í rúst. Tölu- verð rækt var við það lögð að tefla þessum tveim heimum saman i sjón- varpsgerðinni. En tilfærslan i tima spillir fyrir þvi að árangur náist sem skyldi. Hin náttúrlega Lóa getur ekki verið sú sem situr við sjónvarpsþætti Silfurtúnglsins. Hún getur ekki búið yfir þeirri menningu „úr djúpi þjóðlífs- ins” sem Feilan vill selja. Hún er þvi fölsk eins og hún birtist hér. Enda hegðar Lóa sér eins og vön dægurlaga- söngkona þegar hún stendur í fyrsta sinn framan við sjónvarpsvélarnar og syngur vöggulag sitt. Með öðrum orðum: Þetta er bara leikur, allt í þykj- ustunni eins og bömin segja, og eng- inn getur fest trúnaðá það. Lipur sýning Þótt Silfurtúnglið verði svo áhrifa- litið verk ef á að taka það alvarlega sem leikrit, reyndist þaðsem fyrr sagði býsna ásjálegt í sjónvarpinu. Reyndar hefði mátt bera miklu minna í það og dansatriði voru einatt i langdregnara lagi, eins og til að drýgja hinn rýra efnivið. — Annars var ekki minnst gaman að sjá þá tvo leikara sem hér fóru með aðalhlutverk, kannski einkum Egil Ólafsson sem kom vel fyrir i hlutverki Feilans: dró fram jafnt yfirborðsfals persónunnar, lífsþreytu og raunar djúpan tómleika þessa af- kvæmis skemmtiiðnaðarins. — Sigrún Hjálmtýsdóttir sem áhorfendur muna úr Brekkukotsannál um árið var hæfi- lega „náttúrleg” í hlutverki Lóu í upphafi, en hlutverkið gliðnaði sundur er á leið og harmi Lóu gat hún ekkert líf gefið, enda varla von, svo blóðlaus sem persónan er frá hendi höfundar. Um hina vönu leikara er fátt að segja annað en að þeir „léku vel að vanda”. Þórhallur Sigurðsson fór því betur með hlutverk Óla sem meir reyndi á, gagnstætt Sigrúnu. Erlingur Gislason fór á kostum i hlutverki Pea- cock og brá uppsannfærandi ntannlýs- ingu eftir þvi sem hlutverkið framast leyfði. — Steindór Hjörleifsson var nokkuð afkáralegur Laugi. Ekki kunni ég við fígúruna Samson í meðförum Kjartans Ragnarssonar, en það má lik- lega skrifa á reikning leikstjórans, enda vandræðalegt hlutverk hans sem viðhalds Feilans og meira lagi vafa- söm túlkun. Þannig verður sitthvað umdeilan- legt i leikgerð Silfurtúnglsins sem vænta má. Mun fleira er þó vel um sýninguna og i heild kemst sjónvarpið vel frá henni, betur en ýmsum öðrum leikverkefnum á siðustu árum. Eftir stendur þó sú spurning hvort ástæða hafi verið að eyða svo miklu púðri í þetta leikrit. Þvi má hver áhorfandi svara fyrir sig. ÚTILEGUMENN A AKUREYRI Leikfólag Akureyrar SKUGGA-SVEINN > Höfundur Matthías Jochumsson Búningar Freygeröur Magnúsdóttir Leikmynd: Þróinn Karísson og Hallmundur Krístinsson Leikstjórí: Sígrún Bjömsdóttir Þjóðarleikrit Islendinga, Skugga- sveinn, var fyrst sýnt á Akureyri fyrir ÍOI ári síðan. og nú á annan i jólum var það þar enn einu sinni á fjölunum. Það er vist engin furða, að Skuggi nýtur slíkra vinsælda, að fólk flykkist að sjá hann hvenær sem hann kemur ofan af fjöllunum. Er hann ekki dæmi- gerð alþýðuhetja, sem heldur ávallt sinu gagnvart yfirstéttinni. hvernig sem viðrar? í rauninni draumur allra kúgaðra og niðurlægðra í heiminum? Þessi sýning Leikfélags Akureyrar, sem nú er á döfinni, er auðvitað jafn kærkomin og allar aðrar. Hún er þar lika i höndum fólks, sem er fullt af góðum vilja og hæfileikum, og ætti, eftir ástæðum að hafa nokkurn skiln ing á efninu. En þvi miður varð það ekki með öllu Ijóst að þessu sinni, hvað sem síðar má verða. Leikstjórnin var i höndum fag- manneskju úr Reykjavik, Sigrúnar Björnsdóttur. Hún hefur getið sér gott orð á þeim vettvangi við leikhús áhugamanna og skólafólks hér og hvar um landið. Er þar að auki vel þekkt söng- og leikkona, bæði úr sjónvarp- inu og Þjóðleikhúsinu. Því verður hins vegar ekki neitað, að hér virðist hún hafa fengið flóknara og viðkvæmara viðfangsefni en að hún gæti gert því fullnægjandi skil. Ýms atriði voru þó skemmtilega sviðsett, og aðferð Matt- híasar að sýna alþýðuna sem útigangs- menn og fávita, og ráðamenn landsins sem reigingslega ránfugla' (með spör- fuglsivafi) var að sumu leyti sæmilega útfærð. En í sýninguna vantaði tilfinn anlega form og hraðabreytingar, og gerði þetta kvöldið býsna langdregið, þó ég vilji nú alls ekki segja það hafi verið leiðinlegt. Í Vaasa (sem er ein- hvers staðar i Finnlandi) mun Sigrún hafa lært ýmislegt um túlkun á verk- um meistara Brechts, og væri óskandi að hún ætti eftir að koma þeim lær dómi á framfæri ef ekki á Akureyri, Reykjavík eða austur á Laugarvatni, þá kannski vestur á fjörðum. Það væri hræðilega langt mál að ti unda frammistöðu hvers einstaks leik ara i þessari fjölmennu leiksýningu. En það er óhætt að segja að þeir voru allir viðkunnanlegir. Ungmennin Svanhildur Jóhannesdóttir og Evert lngólfsson, sem léku Ástu og Harald, voru ósköp sæt, en mættu vera lagviss- ari. Raunar var tónlistin öll, ekki bara „Ógn sé þér I oddi, I eggjum dauði, hugur I fal, en heift i skafti... rymur Skugga-Sveinn og mundar atgeirinn. söngur, heldur einnig hljóðfæraleikur. í reikulara lagi, svo ekki er við þau ein að sakast. En þeir leikarar sem báru uppi sýn- inguna voru auðvitað: aðalmaðurinn, Gudda (Þráinn Karlsson) rifjar upp gömul ástarkynni og afrek i grasa- tínslu, en barnabarnið hennar, hann Gvendur (Viðar Eggertsson), hlustar með undrun og aðdáun. Theodór Júlíusson, sem fór með hlut- verk sjálfs Skuggasveins af öryggi og festu, og raunar hreinni snilld í inn- brotssenunni frægu, og Þráinn Karls son i Grasaguddu, en hann var nú eiginlega í sérflokki, og best að ræða það ekkert nánar. Það væri einhvern veginn út úr stílnum. Sigurveig Jóns dóttir og Viðar Eggertsson voru líka oft stórsniðug i Katli skræk og Gvendi smala, en ættu kannski að vara sig á aðofreyna sigekki. Mikið var líka gaman að sjá þann landsfræga dugnaðar- og dánumann, Jón Kristinsson, svona höfðinglegan, i hlutverki Sigurðar i Dal. Hann átti þarna 40 ára leikafmæli og var fagnað að verðleikum. Heimir Ingimarsson var myndarlegur sýslumaður, og báðir r--------- Leiklist L_________Á voru þessir náungar ótrúlega vel klæddir og minntu á fátt frekar en stórhöfðingja, gott ef ekki kónga í Grimmsævintýrum. Og þá var ekki slor i Jóhanni Ögmundssyni í útilegu- manninum með hárgreiðslu I8. aldar Feneyinga. Að halda sér.svona til uppi á öræfum i fjórtán ár hlýtur að teljast til meiriháttar afreka. Þetta hefur þó líklega tekist svona vel vegna þess að þeir í leikmyndinni, (Þráinn Karlsson og Hallmundur Kristmundsson) höfðu komið ítölsku Ölpunum svo fallega fyrir þarna i Ódáðahrauninu og þar á skein suðurspænsk (Malaga) sól yfir öllu saman allan tímann. Að lokum skal L.A. óskað alls góðs i baráttu sinni fyrir sér og sínum. Mætti það taka sér margt úr persónunni Skuggasveini til fyrirmyndar. Það er mín einlæg ósk. Þó ekki kollsteyping una i Skuggafoss, þvi þaðan kemur vist enginn uppaftur. L.Þ. Jón Kristins- son, sem lék Sigurð lög- réttumann i Dal, átti fjöru- tíu ára ieikaf- mæli og var hylltur að lok- inni sýningu. ✓ V

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.