Dagblaðið - 03.01.1979, Page 2
Enn umFélagaJesúm:
HERFERÐ BISKUPS
HEFUR EKKI
BORK) ÁRANGUR
— segirbréfritari
Jóhanncs Ágústsson skrifan
Nú í haust var útgefin ein ágæt og
merkileg bók. Bók þessi er hin
umtalaða Félagi Jcsús. Gegn barna-
bók þessari risu allir helztu kristsmenn
og krossmenn meðal íslendinga með
biskup hinnar evangelísku lúthersku
„þjóðkirkju” í broddi fylkingar. Töldu
þeir barnabók þessa einhverja þá’
mestu ógnun er að hefði steðjað
sannkristilegri uppfóstran hérlendis
frá því er menn hættu að tigna hin
fornu goð en hófu þess I stað að blóta
Hvita-Krist. Herferð hófu nú biskup
og aðrir „kóngsins” prelátar gegn bók
þessari, með undirskriftum og jafnvel
hótunum um lögsókn á hendur út-
gefendum og þýðanda. Var hún fram
færð með engu minni sannfæringu en
finna má I skrifum Jóns Magnússonar,
„píslarvotts” fyrrum klerks á Eyri við
Skutulsfjörð. Voru fyrir hans orð
tveir ef ekki fleiri menn færðir á bálið
guði til dýrðar en fjandanum til
skapraunar.
En herferð biskups og félaga hefur
sem betur fer ekki borið þann árangur
sem skrif kollega þeirra i guði, Jóns
Magnússonar. Sem betur fer hafa
ferskir vindar upplýsingar feykt á
braut að mestu þvi miðaldamyrkri er
áður sveipaði land sem lýð.
Varð herferð þeirra biskups og fylgi-
sveina hans í raun auglýsingaherferð
fyrir bók þá er þeir hugðust
forða frá augum ungra islenzkra les-
enda. Bókin seldist upp og fengu færri
en vildu. Aðgerðir biskups hafa því
komið honum og fylgismönnum hans
rækilega í koll og má segja sem svo að
þar hafi skrattinn hitt fyrir ömmu
sína. Forvitni, fróðleiksþorsti, sem og
guðlýsi islenzku þjóðarinnar varð
guðsótta og sannfæringarkrafti
biskupsorða yfirsterkari. Jafnframt því
sem fólk varð fulllt andúðar í garð
sjálfskipaðra sáluhirða er vildu segja
þvi til verka hvað bóklestur varðaði.
Um aldaraðir hefur bókin verið horn-
steinn islenzkrar menningar,
Íslendinga vilja ekki láta rífa hana úr
höndum sér til þess að henni sé síðan
kastaö á bálið.
Nú er biskupi hefur tekizt svo
hrapa'llega til i hlutverki sinu sem yfir-
sálnahirðir hinnar evangelísku
lútersku „þjóðkirkju” með þvi að
auglýsa upp hina „forkastanlegu”
barnabók Félagi Jesús og er það vafa-
laust einhver bezta auglýsing sem
nokkur bók hefur fengið nú fyrir
þessi jól, held ég margir vildu benda
honum á að rétta fram hina kinnina
eftir þann kinnhest er íslenzka þjóðin
hefur nú lostið hann með því að hafa
orð hans aðengu og ganga i berhögg
við vilja hans.
Með þvi að rétta fram vinstri vanga
eftir að hafaverið lostinn af þjóðinni á
þann hægri á ég að sjálfsögðu við að
hann segi af sér embætti og sýni með
þvi iðrun og yfirbót.
íslendingar I landsleik gegn erkióvininum Danskinum. íslendingar máttu nýlcga þola tvö stór töp gegn Dönum og hefur
það orðið tilefni nokkurra blaðaskrifa.
Handboltinn í deiglunni:
Gamall iþróttamaður skrifar:
Sú var tíðin að það þótti heiöur að
vera valinn í islenzka landsliðið í hand-
knattleik. Nú er það hins vegar orðið
þannig a.m.k. í sumum tilfellum að
menn vilja ekki leika með liðinu nema
til komi alls konar fjárhagslegur stuðn-
ingur. Mér dettur þetta I hug nú vegna
lesendabréfs er ég sá i DB nýlega, þar
sem bréfritari gerir það að tillögu sinni
að hér verði tekin upp hálfatvinnu-
mennska í handknattleik svo við
getum haldið í við aðrar þjóðir í hand-
knr .t'ciknum.
paö ei auðvitað rétt að það væri
esK.iegf að slíkt væri hægt. Hins veg-
lar lC I að aíveg Ijóst að til þess höfum
við íslendingar ekki minnstu mögu-
leika sökum fámennis okkar. Það er
því tómt mál að tala um slikt á næstu
árum. Hitt er annað mál að það er
gremjulegt til þess að vita hve tregir
þeir íslendingar sem gerzt hafa at-
vinnumenn erlendis eru til að koma
heim og leika með landsliðinu.
Bréfritari minnist á að það væru
ekki mörg ár síðan við íslendingar
hrepptum sjötta sætið í úrslitum
heimsmeistarakeppninnar. Það er rétt.
Það var árið 1961. í þá daga fengu
handknattleiksmenn okkar engar
greiðslur fyrir þátttöku sina. Þeir
lögðu þvert á móti oft á sig fjárhags-
legar skuldbindingar til að geta verið
með og lögðu fram mikla sjálfboða-
vinnu við fjáröflun. Þessum mönnum
var það heiður að fá að leika með ís-
lenzka landsliðinu og vera fulltrúar
þjóðarinnar á erlendri grundu.
Ég er ekki að mæla gegn því sem
unnizt hefur í þessum fjárhagsmálum
en ég held að þeir handknattleiksmenn
sem nú eru tregir til að leika með
landsliðinu vegna ónógrar fyrir-
greiðslu mættu gjarna minnast
þcss hvernig ástandið var þegar ís-
lenzkir handknattleiksmenn unnu sín
stærstu afrek. Framkoma sumra
þeirra I seinni tið jaðrar við að vera
óþjóðhollusta.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1979.
Mikið er um það að fólk farí i kirkjugarðana um jólin og hugi þar að leiðum
látinna ástvina. Oft kemur fólk Ijósum fyrir við lciðin og treystir þvi að þau fái að
vera i friði.
Þjófar í kirkjugörðunum:
STELA JÓLALUKT-
UM AF LEIÐUNUM
Alfons Guðmtindsson hringdi
og sagðist hafa farið að eins og margir
aðrir og keypt olíuluktir til að setja á
leiði ættingja sinna í Fossvogskirkju-
garðinum. Keypti hann tvær luktir og
setti á tvö leiði. Siðan hafði hann farið
á Þorláksmessu og ætlað að bæta oliu
á luktirnar en þá hafi brugðið svo við
að önnur luktin var horfin. Þar sem
öllum verzlunum hafði verið lokað gat
hann ekkert gert i málinu, en strax og
verzlanir opnuðu eftir jólin fór hann
og keypti nýja lukt. Þegar hann kom
með hana i kirkjugarðinn þá sá hann
sér til mikillar undrunar að hin luktin
var líka horfin. Alfons sagði að hann
hefði heyrt fleiri tala um þetta, þ.e. að
luktum hefði verið stolið af leiðum frá
þeim. Þótti honum þetta hámark lág-
kúrunnar og full ástæða til að vara
fólk við þessu.
Tvöfeldni ríkisvaldsins í
áfengismálinu:
Afengisútsölur opnar
á Þorláksmessu
Sigurður Guðmundsson skrifar:
Tvöfeldni ríkisvaldsins i áfengis
málinu kom vel fram nú fyrir jólin.
Ráðamenn hafa yfirleitt þótzt allir al
vilja gerðir við að sporna gegn áfengis-
bölinu, en ásóknin I fé borgaranna
verður þó alltaf sterkari þessum góða
vilja. Eins og kunnugt er þá eru út-
sölur Áfengisverzlananna lokaðar á
laugardögum. En núna fyrir jólin tók
fjármálaráðherra þá ákvörðun að
brjóta þessa reglu á Þorláksmessu og
hafa opið í þeirri von að salan yrði
meiri fyrir jólin.
„ Flestir eru þeirrar skoðunar að
jólahald og áfengisneyzla eigi ekki
saman. Jólin eru hátíð bamanna og
því er það of langt gengið af ríkis-
valdinu að gera sérstaka undanþágu á
venjulegum opnunartíma áfengis
verzlana til að auka þannig áfengis-
söluna. Þarna gekk peningagræðgi
ríkisvaldsins einum of langt.
Raddir
lesenda
Heimilis
læknir
Ttaddir lesenda taka vio
skilaboðum til umsjónar-
manns þðttarins „Heim-
ilislœknir svarar" f sima
27022, kl. 13-15 alla
virka daga.
Hringið
í síma
27022
milli kl.
13 og 15