Dagblaðið - 03.01.1979, Side 4

Dagblaðið - 03.01.1979, Side 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1979. DB á ne vtendamarkaði Ung hjón, bæði við nám, hrepptu vinninginn fyrir nóvember GETA UFAÐ í NÆSTUM TVO MÁNUÐIFYRIR MÁNAÐAR- ÚTTEKTINA SEM ÞAU FENGU „Hvað segirðu? Unnum við? Það var svei mér gott,” sagði unga konan sem hreppti vinning DB og Vikunnar, þegar dregið var úr innsendum upplýs- ingaseölum. Hún 'heitir Hafdis Finn- bogadóttir, 22ja ára gömul. Maður hennar er Steinar Sigurðsson, 23 ára gamall. Þau eru bæði við nám, hann I verkfræðideild Háskólans og hún í Kennaraháskólanum. — Þarna hefur vinningurinn okkar, mánaðarúttekt, þvi reglulega komið sér vel! -Vinnings- upphæðin er mánaðarúttekt fyrir tveggja manna fjölskyldu, sem reyndist vera 42.978 kr. Ungu hjónin voru I jólafríi vestur á Patreksfirði, en þaðan er Hafdís ætt- uð. Þau koma ekki til borgarinnar fyrr en 5. janúar, þannig að einhver bið verður á að við förum saman að verzla fyrir upphæðina góðu. Ungu vinningshafarnir okkar voru nokkuð langt fyrir neðan meðaltals- kostnað tveggja manna fjölskyldunn- ar, með 12.415 kr. I meðaltalskostnað eða alls 24.829 kr. Þau geta því næst- um því lifað i tvo mánuði fyrir vinn- ingsupphæðina sína! — Ertu svona sparsöm húsmóðir, að þér nægi svona lítið á mánuði? „Það hlýtur að vera,” svaraði Haf- dís, glöð í bragði. „Annars elda ég alltaf tvær máltíðir handa okkur á dag. Hins vegar er kannske svolítið svindl I þessu, því við fáum allan fisk frian utan af landi og það munar mikiðumslíka búbót.” Við óskum ungu hjónunum til ham- ingju með vinninginn. - A.Bj.' „Alveg óhræddur við Breiðholtið og Mosfellssveitina” — segir Ragnar Ijósmyndari eftir að hann fékk sérskafiajám „Ég keypti mér skaflajárn eins og skrifað var um og mælt með á Neyt- endasíðunni á dögunum og ég sé hreint ekki eftir því,” sagði Ragnar Th. Sigurðsson Ijósmyndari DB. „Þau fengust I Fjöðrinni I Skeifunni og kost uðu 16.200 kr. Ég var fastur á planinu hjá þeim, skellti járnunum á og allt gekk eins og I sögu,” sagði Ragnar. „Ég var alltaf að festa mig, en fékk mér tvo sandpoka í skottið, svona 51 -60 kg þunga samtals. Þá gekk mér beiur t úfærðinni en siðan ég fékk skaflajárnin hef égaldrei fest mig. Það verður aðeins að athuga að herða járn- in vel á dekkin. Ég er alveg óhræddur við að fara I Breiðholtið og Mosfells- sveitina, nú veit ég að ég kemst alltaf þaðan aftur. En að öllu jöfnu munar stnnilega mest um sandinn. Billinn minn er nefnilega mjög létturen ákaf- lega kraftmikill og átti til að spóla illi- lega,” sagði Ragnar, sem ekur á BMW bíl, eins og mörgum mun sennilega kunnugt. En með sandpokana í skott- inu og skaflajárnin í sköflunum kemst hann nú allra sinna ferða. A.Bj. Þetta eru skaflajárnin, sem duga til að ná sér upp úr hvaða skafli sem er. Það verður aðeins að gæta þess að herða þau vel á dekkinu. DB-mynd Ragnar Th. .. Allir bileigendur ættu að eiga keðjur. Þær kosta á bilinu frá 15—20 þúsund hjá Kristni Guðnasyni á Suðurlandsbraut. DB-mynd Bjarnleifur. I ófærðinni: Keðjur nær ófáanlegar í snjóhrotunni sem kom í höfuð- borginni og nágrenni fyrr í vetur seld- ust keðjur grimmt. Þær seldust upp á þeim bensínstöðvum sem vanalega hafa slíka gripi til sölu. Hjá smávöru- deild Shell upplýsti Valdimar Valdi- marsson áð von hefði verið á keðjum frá Bandaríkjunum, en pöntunin hefði hins vegar farið á innanlandsmarkað þar i landi, þegar snjó kyngdi þar niður I desember. Þannig er ekki hægt að fá keðjur á Shellstöðvunum. Þær voru heldur ekki til á þeim Essóstöðv- um sem við hringdum I. Hjá Kristni Guðnasyni, Suður- ■landsbraut, voru til allar stærðir af fólksbílakeðjum I gær og kosta þær á bilinu frá 15—20 þúsund kr. — Við hringdum I fleiri staði, — en i gær var víðast hvar lokað vegna vörutaln- ingar. — Hjá Bilanausti seldust keðju- Uppskrift dagsins Gulrótar- salat með ýsunni Sennilega eru flestir landsmenn orðnir fullsaddir á stórsteikum og fín- erii í bili eftir allan jóla- og nýársmat- inn. Flestir verða því sennilega fegnir að fá ýsuna sína á nýjan leik. Til þess að bregða henni í ofurlítinn hátiða- búning er gott að hafa hrásalat með henni. Hérna er upþskrift úr nýju mat- reiðslubókinni eftir Sigrúnu Daviðs- dóttur, Matreiðslubók handa ungu fólki á öllum aldri, Gulrótarsalat. í bókinni segir: „Þetta salat er mikið uppáhald hjá öllum krökkum, sem ég veit til að hafi komizt i tæri við það. Reyndar er einnig gott að borða það með súr- mjólk, og þá er þetta heil máltíð: 6—8 vænar gulrætur 1 appelsína 1 epli 1—1 1/2 dl rúsínur. Hreinsið gulræturnar og skafið ef nauðsynlegt er. Rífið þær á miðlungs grófu rifjárni. Afhýðið ávextina. skerið þá í bita og setjið saman við gul- ræturnar ásamt rúsínunum. Skerið appelsinurnar, helzt yfir gulrótarskál- inni svo að safinn úr þeim fari ekki til spillis. Blandið öllu vel saman og berið fram.” Verð: Nú eru til fínar, nýuppteknar gulrætur og kostar kg í kringum 400 kr. Það eru einmitt 6—8 vænar gul- rætur i einu kg. Þannig kostar hráefn- ið í salatið i kringum 675 kr. eða rétt innan við 170 kr. á mann, þvi upp- skriftinerætluðfyrirfjóra. A.Bj. Potta- burstinn á gulræt- urnar Það er gott að hreinsa gulrætur með því að bursta þær með stífum plast- bursta, sem annars er aðallega ætlaður til þess að hreinsa pottana. Langbezt er að gera það undir rennandi vatni. Þá þarf alls ekki að skafa gulræturnar, — sérlega ekki þessar sem nú fást, enda eru þær nýuppteknar. A.Bj. — fástþóhjá Kristni Guðnasyni birgðimar upp í gær en þeir eiga von á keðjum I vikulokin. t Fjöðrinni í Skeifunni fékkst upp- lýst að þeir hefðu aldrei verzlað með keðjur. Þar var aðeins til eitt skaflajám, — eða snjógrip, eins og þeir kalla járnið. Það kostar um 17 þúsund.kr. Ekki var von á fleiri skafla- járnum, — en þau seldust mjög vel í fyrri ófærðarkaflanum I vetur. - A.Bj.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.