Dagblaðið - 03.01.1979, Síða 8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1979.
áttáára HEIMS UM BOL —freistarnú söngfrægðar
U % Ul Ul u gamall Á SVÖLUM KEA úti íhinum stóra heimi
Kristján Jóhannsson er þritugur.
gladur og hress, ekkert óánægður nteð
sjálfan sig. enda bæði af skagfirzkum
og þingeyskum ættum. bjartsýnn og
dreymir um að verða óperusöngvari.
En hann er útlærður ketil- og plötu-
srniður „svo ef söngurinn klikkar fer
ég bara aftur í járnsmiðina".
Akureyringar eru mjög stoltir af
honum enda er leitun að góðum
söngvurum hér á landi og mikill
fengur að fá nýjan mann i hópinn.
Ekki sist núna, þegar alþingi hefur
ákveðið að veita nokkurn fjár
stuðning til óperuflutnings.
„Ég bind miklar vonir við þá byrjun
og hef trú á, að í framtiðinni verði
rekin hér ópera árið um kring," segir
Kristján.
Næstu árin vcrður hann þó að
frcista þess að komjtst að við óperur á
Ítaliu. og hefur góðar vonir unt. að
þaðmuni takast.
Hann hefur stundað nánt þar í landi
undanfarið. fyrst i Aosta og siðan hjá
Gianni Poggi, frægum tenór i
Piacenza.
En þessa dagana er hann í jólafrii
heima á Akureyri og ætlar að s\ngja
þar i Borgarbíói á laugardaginn
kentur. Og seinna i vctur gefst öllunt
landslýð kostur á að heyra hann og sjá
i sjónvarpinu.
Mikið söngfólk
í ættinni
Hann byrjaði ungur að syngja og
mætti bæði meðlæti og mótlæti —
átta ára stóð hann á svölunum á KEA
og söng þar með föður sínum — það er
árviss viðburður, að syngjandi jóla
sveinar koma þar fram flóðlýstir — og
þarna voru þeir hylltir feðgarnir.
En i skólanum rak kennslukonan
honum löðrung fyrir að syngja of hátt.
svo það dró niður i honum um skeið.
Tiu ára gamall fór hann þó i kór hjá
Birgi Hclgasyni söngkennara.
„Aðaláhugamálið næstu árin voru
samt skellinöðrurnar." segir Kristján.
„þangað til ég um tvitugt gerði það
fyrir pabba að ganga í Karlakórinn
Geysi."
„Pabbi" er Jóhann Konráðsson
söngvari. sem flestir kannast við. Og
yfirleitt er mikið söngfólk i ætt
Kristjáns. Móðir hans. Fanney Odd
geirsdóttir. hefur til skamms tinia ver
ið formaður i kvennakór bæjarins,
Söngfélaginu Gigjunni. Og bróðir
hennar. Hákon Oddgeirsson, er
kunnur einsöngvari, sem oft hefur
komið fram með Karlakórnum Fóst
bræðrum og viðar. Enn má geta þess.
að þcir Magnús Jónsson tenór og
Kristján Jóhannsson eru systrasynir.
„Við erum sjö systkinin." segir
Kristján. „og fjölskyldan sísyngjandi.
önnur systir min, Anna María, söng
lengi með Ragga Bjama og öðrum
danshljómsveitum í Rcykjavík og hin
spilar mikið á orgql og pianó. Við
bræðurnir fimm áttum helzt allir að
koma i Geysi, en tveir þeirra hafa
verið algjörlega ófáanlegir til þess. þótt
þeir taki gjarna lagið í heimahúsum.”
Hjá Geysi varð Kristján brátt
einsöngvari og raddþjálfun fékk hann
hjá Sigurði Demtz, en lengi vel tók
hann sönginn ekki sérlega alvarlega.
Þó notaði hann tækifærið aðskreppa í
tima hjá Guðmundi Jónssyni. þegar
hann var á dísil-stillingar námskeiði
suður í Reykjavik.
Heldur söngpallinn
en dísilstillingarnar
En nú var farið að kvisast, að i
Kristjáni væri mikið og gott söngvara
efni. Eyfirðingar vildu ekki láta hann
koðna niður I fásinninu og tuttugu og
átta ára gamall hélt hann til Ítalíu nteð
konu og tvö börn og nokkurn farar
r 1
styrk frá Menningarsjóði KEA og
öðrum styrktarmönnum upp á vas-
ann. Síðan eru tvö og hálft ár og
honum hefur gengið svo vel, að fyrir
skömmu seldi hann disilstillinga- og
jámsmiðaverkstæði sitt og veðjar öllu
á sönglistina.
„Auðvitað geri ég mér grein fyrir
því, að söngvarabrautin getur verið
grýtt,” segir hann. „Og þess vegna er
ég lika feginn að hafa ekki farið of
ungur utan. Eg hef með eigin augum
séð margt. sem gerðist í Silfurtunglinu
— þar voru frábærir punktar — og ég
veit, að margir söngvarar eru algjör
lega á valdi umboðsmanna sinna.
En ég læt nú ekkert plata mig og
reyni að láta ekki gera mig vitlausan.
Svo má maður ekki reykja og ekki
drekka, nema i hæsta lagi „un’ biciere
di vino". eitt og eitt glas með
matnum."
Loks segir hann. að söngnámið hafi
talsvert bitnaðá fjölskyldunni. þvi þau
hafi ekki alltaf getað verið með honum
á Ítalíu, og Áslaug, konan hans.
stundum verið ein með þau heima á
Akureyri. „Hún hefur veitt mér
ómetanlegan stuðning,” segir hann.
Og börnin, Ingvar Jóhann, niu ára
og Barbara Kristín. fjögra og
hálfs. eru hress. Barbara syngur fyrir
okkur Uppi á stól stendur mín kanna.
með bylmingsrödd, greinilega ákveðin
i að láta ekki sitt eftir liggja við að
halda sönghefðinni í fjölskyldunni við
lýði.
DB óskar honum norðlenzka
söngvara alls hins bezta i óperuhúsum
Suðurlanda — þó öll vonum við að fá
að heyra rödd hans hljóma hér uppi á
íslandi i framtiðinni.
IHH.
„bað er fyrst og fremst óperan, sem freistar mín,” segir raddmikli tenórinn frá
Akureyri.
DB-mynd: Friðgeir Axfjörð.
„betta er stundum erfitt fyrir fjölskylduna,” segir Kristján Jóhannsson söngvari
og brosir til konu sinnar, Áslaugar Kristjánsdóttur.
DB-mynd: Friðgeir Axfjörð.
Til hjálp-
arí
startinu
Fram eftir degi á gamlársdag voru
jeppar nánast einu ökutækin, sem sáust
á götum Reykjavikurborgar.
Smátt og smátt tindust minni bilarnir
af stað, enda margir búnir að setja undir
keðjur. Jcpparnir voru auðvitað ekki
algildir, eins og sést á þessari mynd. DB-
mynd: Ragnar.
„Þegar Aðalsteinn Jónsson
býður — þá býður hann”
sagði einn Eskfirðingurinn. sem kom
inn í sömu andrá: Þegar Aðalsteinn
Jónsson býður. þá býður hann.
Reykjavikurkonan sagðist þá aldrei
hafa vitað til þess að ekki væri borgað
inn á jólatrésskemmtanir. Það væru
miklir peningar. sem foreldrar í
Reykjavik yrðu að borga fyrir jólatrés-
skemmtanir, og það í manns eigin
félögum. eins og konan orðaði það.
Eskfirðingar eru mjög þakklátir for
stjórum hraðfrystihússins og konum
þeirra fyrir þá velvild, sem þeir hafa
sýnt með þessum rausnarlega jólatrés-
fagnaði.
Regína Tbor, Eskifirði.
Hraðfrystihús Eskifjarðar bauð i
fyrsta skipti öllum bömum staðarins á
jólatrésfagnað á milli jóla og nýárs. Að
sögn Kristjáns Guðmundssonar, sem
undirbjó skemmtunina. ásamt for
stjórafrúm hraðfrystihússins. taldi
hann að um fjögur hundruð manns
hefðu sótt skemmtunina, sem öll fór
vel fram. Forstjórafrúrnar veittu vel
af mikilli rausn og myndarskap.
Jólasveinar komu tveir frá Nes
kaupstað og tveir litlir hér úr bænum.
Léku allir sín hlutvcrk mjög vcl. Jóla
sveinarnir gáfu hvcrju barni í salnurn
stóran sælgætispoka. Vakti það ntikla
ánægju og mörg litlu börnin sögðust
aldrei hafa fengið svona' mikið
sælgæti.
Samkomusalurinn i félagsheimilinu
var mikið skreyttur og einnig kaffi
stofan. Þar stóðu tvö lítil jólatré. sem
juku mjög á gleðskap og hátíðarblæ.
Ánægja var yfir öllum. Varla þarf að
geta þess að i salnum var stórt tré. sem
náðialveguppí loft.
Eg skraþp smástund á jólatrés
skemmtunina. Þar var ung og falleg
stúlka. sem lét alla hafa niiða er inn
fóru. Kona úr Reykjavik, sem kom
hingað unt jólin til að hitta ættingja
sina, fékk miða um leið og ég. Hún
spurði strax hvar ætti að borga. Þá
Alþjéðaár barnsins 1979:
FRAMKVÆMDA-
NEFND SKIPUÐ
— viðamikið starf framundan
Menntamálaráðuneytið hefur skipað
sjö manna framkvæmdanefnd til að
vinna að þvi að sem beztur árangur náist
í starfi á ári barnsins, sem nú er nýhafið.
Alþjóðaár barnsins 1979 var samþykkt á
allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, en
á þessu ári eru tuttugu ár liðin frá sam
þykkt um yfirlýsingu um réttindi
barnsins.
Hlutverk islenzku framkvæntda
nefndarinnar er að örva scm flesta til
starfs í þágu barnaársins og santræma
aðgerðir þeirra. en hið raunverulega
starf hvilir á félagasamtökum. sveitar
félögum, stofnunum og einstaklingunt.
Til þess að ná viðtæku santstarfi
efndu mcnntamálaráðuneytið og frant
kvæmdanefndin til tveggja ráðstefna i
haust til að undirbúa starfið og sóttu unt
100 fulltrúar hvora ráðstefnu.
Á nýbyrjuðu ári verður unnið að
verkefnunt með ýmsu móti. haldnar
verða ráðstefnur. fræðslufundir.
skemnttanir. gefin verða út fræðslurit.
Gerð verður athugun og úttekt á ein
stökunt málum, scm varða börn. tillögur
samdar og þær kynntar viðkomandi
.aðilunt.
Meðál þeirra verkefna scm unnið
verður að eru: endurskoðun laga er
varða réttarstöðu barna og foreldra
ungra barna. barnið. fjölskyldan. og at
vinnulifið og hvernig má samræma
betur þarfir fjölskyldna mcð börn og
1979
International Year
of the Child
yfííceí
kröfur atvirinulifsins. Trúarlegt uppeldi
barna. öryggi barna i umferðinni og á
heimilum. Aðstæður fatlaðra og þroska
heftra bama. Lcikaðstaða barna. Skól
inn og vinnutínti barna og Áhrif
skipulags bæjar á lífshætti og leikmögu-
leika barna. Auk þessa sem hefur verið
nefnt verður fjölmargt tekið til meðferð
ar.
Skipulagsstarf og samræming verður
unnin af sex vinnuhópum. sem hver um
sig sinnir ákveðnum verkcfnum. Fyrir
hvem starfshóp hefur verið skipaður for-
svarsmaður eða tengill. Starfshóparnir
eru eftirfarandi: I. Barnið og
þjóðfélagið. 2. Börn i þróunarlöndum. 3.
Skólar, dagvistarhcimili og æskulýðs
miðstöðvar. 4. Félagslif og börn. 5.
Barnið. fjölmiðlar og listir. 6. Þroskahcft
börn.
.111.