Dagblaðið - 03.01.1979, Qupperneq 11
I
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. JANOAR 1979.
ÓLAFUR
GEIRSSON
Eitt sinn þótti sumum Brésnev forseti
Sovétrikjanna leika nýja útgáfu af
laginu When the saints go marching
in, sem þýða mætti Þegar englarnir
koma að bjarga málunum, þegar hann
hafði afskipti af Angóla. Nú virðist
heldur minni vinskapur milli forsct-
anna Neto og Brésnevs.
ekki mjög ánægjuleg. Hingað til hefur
ríkið verið talið einn öruggasti banda-
maður Sovétríkjanna i Afríku. Að
sögn fréttaritara Washington Post þá
virðist vinskapurinn vera að kólna.
Ekki mun hrifning Netos forseta á
Sovetmönnum hafa aukizt við mis-
heppnaða byltingartilraun gegn
honum nýlega. Þeir sem voru þar aðal-
forsprakkar eru sagðir hafa verið
miklir stuðningsmenn sovézkra áhrifa
i landinu.
Vandræðaástand íReykjavíkurhöfn:
Ónýtir
dráttarbátar
Guðbjartur Ólafsson, tengdafaðir
Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra,
var hafnsögumaður og forseti Slysa-
varnafélags íslands og að mig minnir
varamaður í bæjarstjórn Reykjavíkur
og varamaður fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn í hafnarstjórn. Hann þekkti að
sjálfsögðu Reykjavíkurhöfn manna
bezt. Mörg ár eru liðin, síðan hann
flutti eftirfarandi tillögur i hafnar-
stjórn:
1. Að útbúinn yrði öruggur legu-
staður fyrir hafnsögu- og dráttar-
báta Reykjavikurhafnar.
2. Að ekki yrði einn maður bæði með
hafnsögu- og dráttarbátana.
3. Aðallarbryggjurhafnarinnaryrðu
greinilega merktar með sínu heiti.
svo að sjáist jafnt á nóttu sem degi.
Hafnarhúsið og hafnarskrifstofan
yrðu merktar á sama hátt, helzt allt
upplýst.
Guðbjartur heitinn flutti fleiri
merkar tillögur, sem margar hverjar
hafa komizt til framkvæmda. Hann
lagði til, að settar yrðu góðar vélar í
dráttarbáta Reykjavikurhafnar, til
’dæmis Jötun og Haka. Hvað skyldi sú
kempa segja núna, ef hann væri á lifi
og sæi ástandið eins og það er I dag,
tuttugu og fjórum árum seinna?
Jötunn er 30 tonn með handónýta
vél, allur að grotna niður. Menn vilja
ekki sigla honum vegna gaseitrunar.
Stýrishúsið er allt að rigna niður. Ef
slíkt skip yrði byggt í dag, yrði kostn-
aðurinn sennilega ekki undir 300!
milljónum.
Svo er hinn dráttarbáturinn. Haki,
sem er 33ja ára. Hann var endur-
byggður fyrir tveimur árum, en er
ónýtur samt, með sem sagt ónýtan
radar.
Plássið, sem við I skipaleiðsögninni
teljum einna öruggast, fyrir vestan
Grófarbryggju, er enn alveg óklárað.
Kjallarinn
Valtýr Guðmundsson
Nú, þegar við starfsmenn Reykja-
víkurhafnar heyrum, að höfnin sé að
taka milljón dollara lán, vonum við,
að einhverju af þeim aurum verði
varið í aðstöðupláss fyrir skipaleið-
sögnina.
Rétt fyrir siðustu borgarstjórnar
kosningar héldu borgarstjóri og
hafnarstjórn fund með starfsmönnum
hafnarinnar. Þessi málaflokkur var
miðdepill umræðnanna, svoog krafan
um, að settir yrðu radarskermar á inn-
siglingarbaujur að Reykjavikurhöfn
eins og eru i flestum höfnum erlendis
og margir skipstjórnarmenn hafa haft
orð á. Á þessum fundi var lofað að at
huga um þetta, en framkvæmdir hafa
því miður orðið afar litlar.
Nú, þegar hafnarstjórn er skipuðað
meirihluta úrvalsmönnum, fæddum
og uppöldum vesturbæingum með
Björgvin Guðmundsson i fararbroddi.
vona ég, að nefndarmenn labbi ein-
hvern tíma niður á höfn og athugi
þetta mál öðrum fremur.
Björgvin fékk tillögu okkar, fulltrúa
þriðju deildar I Starfsmannafélagi
Reykjavíkur, um atvinnulýðræði sam
þykkta i hafnarstjórn. Í hafnarreglu-
gerð um stjórn hafnarinnar segir. að
auk hinna kjörnu fulltrúa eigi borgar
stjóri, borgarverkfræðingur og hafnar
stjóri sæti i hafnarstjórn með ntálfrelsi
og tillögurétti. Sækja þarl' um breyt-
ingu á hafnarreglugerð til samgöngu-
málaráðherra, svo að starfsmenn
Reykjavíkurhafnar geti fcngið einn
mann i stjórn hafnarinnar rneð ntál
frelsi og tillögurétti. Við væntum þess.
að ekki standi á núverandi samgöngu
ráðherra, Ragnari Amalds, að af
greiða þetta mál fljótt og vel.
Valtýr Guðmundsson
N
Enn vil ég sál mín upp á ný
aldrei fullyrða, að hann hefði endilega
höndlað allan sannlcikann um Natan
Ketilsson, Skáld-Rósu, Blöndal sýslu-
mann og fleiri. Auðvitað skilur hann
persónur og atburði sínum skilningi,
jafnvel þótt heimildirnar séu flestar
ritaðar.
Um flengingar
Næst kemur nokkuð merkilegt at-
riði, þegar þú segir: „Nú á dögum er
hvers kyns vísindalegt yfirskin flestu
öðru vænlegra til áhrifa.” Og siðan:
„Höfundar, sem vefja sig i hjúp
sýndarvísinda í því skyni að fá ófróða
menn til að trúa einhverju, sem ekki
Það er ekki einasta nú á dögum,
sem þvíumlíkt hefur verið ástundað,
minn kæri, heldur á öllum öldum. Og
Kirkjan hefur ekki verið barnanna
best í þeim efnum. Það mætti rita
þykka bók um athæfi hennar í þessa
veru gegnum tíðina. En ég ætla aðeins
að taka eitt dæmi, sem snertir hann
Jesúm okkarekki lítið:
Á 4. og 5. öld var tekið að „sanna”
það á kirkjuþingum í Róm, Jerúsalem
og Alexandríu, að Jesús væri fæddur
25. desember. Við vitum báðir, að
fyrir þessu er ekki stafur í Heilagri
ritningu. Ætti þá að flengja þessa
Kirkjunnar menn opinberlega, ef
næðist til þeirra?
Kvennafar og
vopnaburður
Mér finnst engin ástæða til að lita á
Jesúm sem einhvern voðalegan
Ikvennabósa, þótt sagt sé á einum stað
lí bókinni, að hann og María frá
Magdölum hafi lagst niður og faðm-
ast. Mætti ekki hugsa sér slikt sakir
þeirra innilega sambands, þótt ekki
standi það berum orðum i guðspjöllun-
um?
Ég vil aftur taka dæmi úr íslenskum
nútímabókmenntum. Þegar Snæfríður
og Árni dvelja saman í Skálholti, er
ekki meira sagt frá nánum kynnum
þeirra en að hún grípur eitt sinn utan-
um hann og hann strýkur hendinni
yfir hið mikla Ijósa hár hennar. En
höfundur lætur okkur eftir að geta sér
til, hvort þau áttu „óleyfdeg mök” all-
an þennan vetur eður ei.
Ég hef áður sagt, að ég kann ekki
vel við, að Jesús skuli látinn taka sér
vopn í hönd einu sinni, þótt ekki sé
fráleitt að hugsa sér það, úr því að
lærisveinar hans virðast hafa verið
vopnaðir í grasgarðinum.
Hinsvegar er það alrangt, að bókin
túlki Jesúm sem „ofbeldissegg, vopn-
aðan uppreisnarleiðtoga”. Félagi Jesús
er einmitt frábrugðinn öðrum upp
reisnarmönnum að því leyti, að hann
fer óvopnaður um landið og vekur
lýðinn með orðum. Þegar hann svo
undir lokin ætlar að reyna vopnaða
byltingu, þá er hún kæfð í fæðingu.
Og þess vegna verður ekkert allsherjar
blóðbað. Þvílík örlög hafa sjálfsagt
ekki veriðeinsdæmi.
Guðf sósíalisminn
og Kirkjan
Það er misskilningur, að ég telji þig'
og starfsbræður þina vera að „vinna
fyrir málanum hjá Ragnhildi” með
fordæmingu ykkar á bókinni. Mér
þykir fyrir þvi, ef svo hefur litið út. Ég
vil í þessu sambandi gera þá játningu,
að ég vissi ekki einu sinni af grein
þinni í jólablaði Tímans, þegar ég
hripaði mína.
Ég geri greinarmun á ykkur, sem ég
álít andmæla af særðri trúartilfinn-
ingu, og hinum, sem ég tel finna sitt-
hvað hættulegt í bókinni af pólitískri
þefvísi. Þessi atriði eru hinsvegar ein-
att svo samslungin, að harla langt mál
þyrfti til að rekja þá þræði sundur.
En nú kemur að þeim vandfundnu
vatnaskiluni, þar sem þú segir, að
e.t.v. botni hvorugur í hinum. Þú berð
fram þá leiðsögutilgátu, að Guð skipti
þig mestu, en sósíalisminn mig.
; Ég verð að svara því til, að „Guð”
eins og ég vil skilja hann er engin þver-
stæða við sósíalismann eins og ég vil
skilja hann. Til einföldunar mætti
kannski segja. að . sósíalisminn” væri
fremur þjóðfélagsvísindi. en „Guð"
hugsjón. Af þesst. sést auðvitað. að ég
trúi ekki á Guð. Hinsvegar teldi ég
óvísindalegt og óskynsamlegt að af-
neita með öllu, að eitthvað slikt kynni
að vera til.
Sósíalisminn er mér heldur engin
„heilög sannfæring", heldur einfald
lega sú mannúðlegasta þjóðfélags-
stefna, sem enn hefur verið sett fram,
en hvergi komist á í reynd. „Hann er
hið einfalda, sem erfitt er að fram-
kvæma." (Brecht)
En þetta er ekkert aðalatriði í þvi
sem hér um ræðir og málið snýst um.
Aðalatriðið er, að ég vil ekki láta
Kirkjuna segja mér fyrir um, hvernig
eigi að skilja persónuna Jesúm, þvi að
ég álít talsmenn hennar engu síður
misvitra en sjálfan mig. Ég vil fá að
meðtaka hann eins og barn (Lúk. 18,
16-17).
Að lokum vil ég óska þér farsæls
komandi árs og gleðilegrar hátíðar á
þeim degi, sem fyrr var viðurkenndur
fæðingardagur Jesú en 25. desember,
þ.e. þrettándanum, og enn er haldinn
sem slikur i hinni ginnheilögu arm-
ensku kirkju.
Árni Björnsson
safnvörður