Dagblaðið - 03.01.1979, Qupperneq 15
íf 1*'-« If
Er ég sá sem kemur
eða hinn sem fer?
Rubcn Jimincz i Dallas situr ufan á
„tveggja-átta” bílnum sínum. Þessi Ford
frá 1949 vekur skelfingu hjá öllum sem
keyra eftir honum, gerir stöðumælaverði
snarruglaða og fær vegfarcndur til að
flýja sem óðast.
Jiminez keypti bílinn með bróður
sinum fyrir tvö þúsund og fimm hundruð
dollara og gaf honum þennan tvíræða
svip.
Einn auðséður kostur: Þeir sem sitja i
aftursætinu geta ekkcrt slett sér fram i
ákvarðanir bílstjórans.
TÓLF ÁRA BJÓÐA BLÍÐU
SÍNA í VERZLANAMIDSTÖD
Tólf til þrettán ára stúlkur hafa valdið
verulegum vanda i Ishöj einni útborg
Kaupmannahöfn. Hefur nokkur hópur
þeirra stundað vændi og haft aðalstöðv-
ar sinar á einni hæð mikillar verzlunar
miðstöðvar einnar. Á hæðinni erusnyrti
herbergi og fleiri þjónustustöðvar en
vegna aðgangs stúlknanna og „við
skiptavina" þeirra er nú í athugun að
loka hæðinni og flytja snyrtiherbergin
upp nær verzlununum og kvikmynda-
húsi sem þar er. Hefur málið bæði
komið til kasta stjórnar fyrirtækisins.
sem rekur verzlunarmiðstöðina og bæj-
arstjórnarinnar.
Hefur bliðusalan valdið svo ntikilli
röskun og erfiðleikum, að í það ntinnsta
ein verzlun hefur sagt upp leigusamn-
ingi sínum, sem átti að gilda tveim árum
lengur. Mun eigandi hennar ætla að
flýja annað. Segist hann ekki skilja hvers
vegna slikt háttalag sem þarna er á ferð-
inni sé liðið til lengdar. Hafi í það
minnsta tveir þriðju hlutar af viðskipta-
vinum hans hrakizt frá vegna þessa.
Sagt er að stúlkubörnin virðist hafa
komið sér upp föstum viðskiptavinum.
Sé þar aðallega um að ræða erlenda far-
andverkamenn. Munu kvennadeildir
snyrtiherbergjanna vera notaðar til upp-
fyllingar viðskiptanna. Að sögn eru við-
skiptin blómleg og jaðrar stundum við
að biðröð sé. Er það meðal annars skýrt
með að þjónustan er ódýr allt niður i tiu
krónur danskar. Þegar siðast til frétlist
hafði engin kæra borizt til lögregluyfir
valda.
Þá er leyndarmálið upplýst. Eins og marga hefur raunar grunað lengi er það tómt
svindl, þegar töframenn saga í sundur aðstoðarstúlkur sinar. Myndin skýrir sig sjálf
en Simon Lovell töframaður segir þó að sögunarkúnstin sé alls ekki hættulaus. Illa
geti farið ef ekki sé farið að með gát.
MNGHÚSTRÖPPUR
SEM SKÍÐABREKKA
Kathy Hallion stanzar á skiðunum eftir að hafa rennt sér niður tröppurnar á þinghús-
inu i Albany, höfuðborg New York fylkis. Hún var látin renna sér niður þessa hvitu
ábreiðu, sem liktist gervisnjó, til að sýna að timi vetrariþróttanna væri að hefjast.