Dagblaðið - 08.01.1979, Side 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 1979.
DB á ne ytendamarkaði
Upplýsingaseðlar f rá tuttugu og sex stöðum:
Dýrast að búa á Selfossi en
ódýrast á Blönduósi og f Hveragerði?
Að þessu sinni bárust okkur upplýs-
ingaseðlar um heimilisbókhald frá
tuttugu og sex stöðum á landinu. Til
gamans höfum við reiknað út meðal-
talskostnað á hinum ýmsu stöðum. Að
visu eru þetta ekki tölur til þess að
byggja mikið á því frá mörgum
stöðum barst ekki nema einn seðill.
Þar er þvi ekki um neinn meðaltalsút-
reikning að ræða,- nema þeirrar fjöl-
skyldu sem sendi inn seðilinn.
Efst á blaði er Selfoss með 28.386
kr. í meðaltal. Næst á eftir er Sand-
gerði með 27.424 kr. og þriðji í röðinni
er Höfn í Hornafirði með 26.277 kr.
Síðan koma eftirtaldir staðir:
Grundarfjörður 23.259.-
Mosfellssveit 23.234.-
Keflavík 23.074,-
Patreksfjörður 22.867,
Reykjavík 22.337,
Vogar 22.032,
Kópavogur 21.062,
Þorlákshöfn 20.728,
Akranes 20.691,
Hafnarfjörður 19.589,
Akureyri 18.198,
Eskifjörður 18.168,
Hvolsvöllur 17.510,
Stykkishólmur 17.497,
Vestmannaeyjar 17.484,
Garðabær 17.027,
Bíldudalur 16.954,
Egilsstaðir 16.863,
Stöðvarfjörður 16.218,
Húsavík 15.689,
Ólafsvík 14.691,
Blönduós 13.118,
Hveragerði 9.237,
Nú geta menn borið sinn eigin bú-
reikning saman við annarra á sömu
stöðum og séð hvort þeir eru nálægt
meðaltalinu á hverjum stað. Þetta
meðaltal er reiknað út án tillits til fjöl-
skyldustærðar. Allir seðlar frá sömu
stöðum lagðir saman og siðan deilt í
með fjölda seðlanna.
Einn af verkstjórum höfuðborgarinnar er þarna að stjórna framkvæmdum.
Eins og glöggt má sjá, er ekki heiglum hent að vera fótgangandi f ófærðinni.
Hins vegar vita kannske færri að húseigendur eru skyldugir að moka snjóinn
af gangstéttunum framan við hús sin. DB-myndir Bjarnleifur.
Ofnbakaðar
kartöflur
Margir þekkja ekki kartöflur mat-
reiddar nema á þrjá vegu. Soðnar,
sykurbrúnaðar og „franskar”. Það er
hins vegar hægt að matreiða kartöflur
á ótal mismunandi vegu. 1 sumum til-
fellum getur kartöfluréttur verið mið-
degisverðurinn. Einnig er hentugt að
nota soðnar og marðar kartöflur í
ýmsa matargerð, eins og t.d. í hakka-
buff, sem verður bæði drýgra og mjög
mjúkt ef mörðum kartöflum er bætt út
í kjötdeigið.
í vetur kom út sérstök matreiðslu
bók um kartöflur í bókaflokknum
Litla matreiðslubókin, (frá Erni og ör-
lygi). Við höfum áður birt uppskriftir
Kartöfluréttir eru hreinastallostcti.en þi verða kar-
töflurnar lika að vera góðar. Undanfarið höfum við
fengi'* óvenjniega góðar kartöflur í verzlunum, enda
var f.í. ár alvtþ, sérlega gott kartöfluir. — TU voru
þ: ir sei'i tóku siðustu kartöflurnar ekki upp fyrr en
icii fyrír jól* m.a. blm. Neytendasiðunnar. Það
reyndust inhverjar beztu kartöflur sem framreidd-
ar; aia .eriö i „tilraunaeldh'si” DB!
úr þessari bók, sem er sérlega
skemmtileg og falleg. Bókin er mjög
fallega myndskreytt þannig að maður
fær vatn í munninn vjð að skoða
myndirnar. Þar er m.a. uppskrift af
ofnbökuðum kartöflum með sýrðum
rjóma.
3/4 kg kartöflur
1 hvítlauksgeiri
2 dl syrður rjomi
1 — 2 dl kjötsoð
salt,
I tsk. paprika
ca 25 g smjör.
Flysjið kartöflurnar og skerið þær í
þunnar sneiðar. Núið ofnfast fat að
innan með hvítlauksgeiranum og
smyrjið það.
Blandið sýrða rjómanum og soðinu
saman. Raðið kartöflusneiðunum í
lögum í fatið og hellið rjómablöndunni
milli laga. Stráið salti og papriku milli
laga. Hellið svo afganginum af sýrða
rjómanum yfir og látið nokkrar litlar
smjörklípur ofan á. Lok er látið yfir
fatið eða því lokað með álþynnu.
Bakað í ofni við 200° hita í 45 min.
Lokið eða álþynnan fjarlægð um 15
mín. áður en kartöflurnar eru full
tciktar
Berið þessar kartöflur fram með
steiktum kjöt- eða fiskréttum. Gott er
að strá söxuðum kryddjurtum yfir kar-
töflurnar, t.d. steinselju, estragon eða
dilli.
Verð:
Margir rækta sjálfir eigin kartöflur
og þvi eru alls kyns kartöfluréttir ekki
dýrir i framleiðslu á slíkum heimilum.
En í verðútreikningi verðum við að
gera ráð fyrir að kaupa þurfi kartöfl-
urnar. Hráefnið í réttinn kostar því
handa fjórum mjög nálægt 350 kr. eða
um 87 kr. á mann.
A.Bj.
Húseigendur eru skyldugir
að moka snjó af gangstéttum
—þeir eru skaðabótaskyldir ef einhver hlýtur mein af
ógreiðf ærri gangstéttinni
Ætli fólki sé almennt kunnugt um
að ef einhver dettur og slasast á
ógreiðfærri gangstétt framan við íbúð-
arhús ber húseigandinn ábyrgð á slys-
inu? —
Þannig eru húseigendur raunveru-
lega skyldugir að sjá um að ryðja snjó
og öðrum farartálmum af gangstéttum
fyrir framan hús sín. Víða er pottur
brotinn í þessum efnum og gangandi
vegfarendur komast varla leiðar
sinnar fyrir snjóruðningum.
Húseigendum er einnig skylt að sjá
til þess að snjóhengjur og grýlukerti
detti ekki ofan á höfuð vegfarenda,
enda getur hlotizt mikill skaði af slíku.
A.Bj.
tíl samanburðar á heimiliskostnaði
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlegast sendið okkur þennan svarseðil. Á þann hátt verðið þér virkur þátttakandi í
upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu
af sömu stærð og yðar.
Kostnaöur í des. mánuöi 1978
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annað kr.
Alls kr.
YIKiX
Fjöldi heimilisfólks
)