Dagblaðið - 08.01.1979, Qupperneq 8
8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 1979.
Höfuðborg Kambódíu
i höndum Vietnama
Kínverjar og Sovétmenn styðja hvor sinn aðilann og deila hart
Svo virðist sem uppreisnarmenn,
studdir ötullega af Vietnam og jafnvel
Sovétmönnum, hafi steypt stjórn Pol
Pot forseta Kambódíu af sióli. I út-
varpsfregnum frá Haroj i Vietnam
sagði i gær að uppreisnarmenn hefðu
lagt undir sig höfuðborg landsins
Phnom Penh og rúmlega helming
Kambódíu. Sagði að stjórn Pol Pot
væri fallin og uppreisnir hefðu brotizt
út viða um landið.
Sihanouk prins fyrrum helzti ráða-
maður í Kambódiu, sem undanfarin ár
hefur dvalið í Peking í Kína sagði I
gær að Kambódíumenn mundu berj-
ast gegn árásarmönnunum. Telur
hann herliðið, sem Vietnam kallar
uppreisnarmenn ekki vera annað en
dulbúna hermenn Vietnamshers.
Prinsinn er á leið til New York þar
sem hann mun biðja Sameinuðu þjóð-
irnar að grípa í taumana.
Pekingstjórnin styður stjórn Pol Pot
en Sovétmenn aftur á móti Vietnam
og hina svokölluðu uppreisnarmenn í
Kambódíu. Fögnuðu hinir síðar-
nefndu mjög falli Phnom Penh og
kölluðu stjórn Pol Pot einræðissinn-
aða endurskoðunarklíku.
Bandarikin hafa lýst áhyggjum
sinum yfir gangi mála í Suðaustur-
Asíu og hafa sakað Vietnama um að
ógna friði í þessum heimshluta með
hegðun sinni.
Erlendar
fréttir
REUTER
Ástralir og Nýsjálendingar urðu óvenjumikið varir við fljúgandi diska nú i upphafi janúarmánaðar. M.a náði nýsjálenzkur
sjónvarpsmaður kvikmynd af fljúgandi diski, sem einnig náðist á radar flugvéla.
Er fregnir bárust af þessum ókennilega hlut var orrustuþota nýsjálenzka hersins sett í viðbragðsstöðu, ef gripa þyrfti tilrót-
tækra ráðstafana. Myndin hér að ofan er af hinum torkennilega hlut, sem sjónvarpsmaðurinn tók mynd af. Ekki hafa fengizt
frekari skýringar á fyrirbærinu.
Nýja-Sjáland:
FUÚGANDIDISKUR
KVIKMYNDAÐUR
það hefur snjóað viðar en á Islandi undanfarið. Veður hefur verið með kaldasta
móti víða í Evrópu og bitnað það á háum sem lágum. Margrét Danadrottning er
heldur kuldaleg þar sem hún stigur út úr hinni konunglegu þyrlu sinni á Kastrup.
En hún var vel búin drottningin nema til höfuðsins og kom sér fljótlega i hús.
Drottn
ingin
kulda-
leg
Newsweek:
SHEVCHENKO
SEMFLÚÐI
GIFTUR Á LAUN
Arkady Shevchenko sovézki sendi-
maðurinn hjá Sameinuðu þjóðunum,
sem hvarf úr starfi sínu á sl. ári og
neitaði að snúa til föðurlands sins
aftur, hefur nú kvongazt bandarískri
konu á laun, að þvi er timaritið News-
week greinir frá i dag.
Newsweek segir að Shevchenko hafi
gengið í það heilaga fyrir hálfum mán-
uði og konuna hafi hann hitt i gegnum
lögfræðing sinn í Washington. Eins og
kom fram í fréttum á síðasta ári var
Shevchenko æðsti sendimaður Sovét-
ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum og
einn af aðstoðarframkvæmdastjórum
samtakanna.
Shevchenko lenti í vandræðamáli
skömmu eftir að hann yfirgaf stöðu
sína. Ung stúlka, Judy Chavez, sagði
að hann hefði greitt sér 40 þúsund
dollara fyrir félagsskáp i hálft ár. Hún
hélt því fram að hann hefði fenglð
peningana hjá bandarísku leyniþjón-
ustunni CIA.
Shevchenko staöfesti síðar að hann
hefði verið í nánum tengslum við
stúlkuna, en sagði sovézka njósnara
og bandaríska fjölmiðla hafa rangtúlk-
að staðreyndir.
Fyrri kona Shevchenkos í Sovétríkj-
unum mun hafa framið sjálfsmorð
skömmu eftir að hún sneri aftur til
Moskvu, eftir að maður hennar hafði
tilkynnt ákvörðun sína.
AFMÆLI
ÖLDUNGSINS
Massa, elzti górilluapi sem vitað er um í dýragörðum, hélt upp á 48 ára afmæli
sitt I Philadelphia dýragarðinum á dögunum. Afmæliskakan sem Massa fékk var
gerð úr grænmeti og kjöti og skreytt bönunum, eplum og gulrótum og þótti
smakkast vel.