Dagblaðið - 08.01.1979, Síða 12

Dagblaðið - 08.01.1979, Síða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 1979. Verzlunarmenn hafa vísað kjaradeilum til ríkissáttasemjara: „Allt að 50% verr launaðir en opin- berir starfsmenn f sams konar vinnu” —fyrsti samningafundurinn ínæstu viku Verzlunarmenn hafa nú einhliða visað ágreiningsmálum sínum við vinnu- veitendur til sáttasemjara rikisins og hcfur hann boðað til fyrsta samninga- fundar strax um miðja næstu viku. Björn Þórhallsson, formaður Lands- sambands islenzkra verzlunarmanna. sagði i viðtali við DB að kröfur verzl- unarmanna væru að þeim yrðu greidd laun i samræmi við það sem hið opin- bera greiðir fyrir sambærileg eða sömu störf. Sagði hann að skv. athugun sem gerð var eftir samninga við opinbera starfs- menn haustið 1977 hafi komið í ljós að laun verzlunarmanna væru frá 9% og upp i 50% lægri en laun opinberra starfsmanna fyrir sömu störf. Við þetta bættist að vinna við lægst launuðu störfin væri yfirleitt greidd skv. launatöxtum, en fjöldi fyrirtækja hefði lagfært launagreiðslur sínar til starfs- fólks í hærra launuðu störfunum til sam- ræmis við greiðslur hins opinbera fyrir slík störf. Væri hér þvi um mikið hagsmunamál lægst launuðu verzlunarmannanna að ræða. Taldi hann að þótt gengið yrði að þessum kröfum verzlunarmanna mundi það ekki kosta atvinnuveitendur umtals- verðar auknar launagreiðslur vegna þess hve mörg fyrirtæki hafa þegar rétt hlut hinna hærra launuðu, sem fyrr segir. Til að auðvelda framkvæmdina hefur verið unnið að endurskoðun flokkaskiptingar kjarasamnings verzlunarmanna. - GS Smurbrauðstofan BJORNINN Njáisgötu 49 - Sími 15105 Engin ákveðin metsölubók 78 —gott „bókaár”, jöf n og góð sala en ekki áberandi toppar Bóksala virðist hafa verið góð á ný- liðinni jólavertíð og er gott hljóð í út- gefendum og bóksölum. Svo er að sjá sem salan hafi verið jöfn og margar bækur selzt vel, en engin ein hafi haft áberandi yfirburði. Dagblaðið ræddi við nokkur stærri bókaforlaganna og tvær stórar bókaverzlanir. Tölur um sölu einstakra bóka liggja ekki fyrir nema að litlu leyti, en greint var frá þeim bókum sem bezt gengu. Hjá Iðunni seldist Öldin okkar 1961—70 mjög vel og Disneyrímur eftir Þórarin Eldjárn seldust upp, en rímurnar voru gefnar út í þrjú þúsund eintökum. Ég um mig frá mér til mín eftir Pétur Gunnarsson var gefin út í fimm þúsund eintökum og seldist upp. Þá seldust Vetrarbörn upp í tveimur prentunum, alls sex þúsund eintök. Svartagull eftir Alistair McLean, Gull- díki eftir Hammond Innes og Tvífar- inn eftir Mary Stuart seldust og mjög vel. Hjá Almenna bókafélaginu seldist minningabók Rögnvaldar Sigurjóns- sonar píanóleikara, Spilað og spaugað, bezt. Hjá Máli og menningu seldust upp tvö upplög af Eldhúsmellum eftir Guðlaug Arason og langt í þriðja upp- lagið. Þá seldist vel bók Ólafs Hauks Símonarsonar, Vatn á myllu kölska. Emil i Kattholti seldist upp. Hjá Skuggsjá og Oliver Steini fengust þær upplýsingar að Einars saga Guðfinnssonar hefði selzt upp. Sömu sögu væri að segja af Lækninga- máttur þinn, eftir Harold Sherman og Ein á hesti. Þá seldist Móðir mín hús- freyjan vel og einnig Skálatúnsstrákur- inn. Hjá Erni og Örlygi var jöfn sala og seldust vel Ástir i aftursæti eftir Guð- laug Guðmundsson. Þar sem bænd- urnir brugga eftir Guðmund Halldórs- son, 1 veiðihug, æviminningar Tryggva bónda i Miðdal, Guðrún Guðlaugsdóttir skráði og Áfram með smérið piltar, Dagur Þorleifsson skráði eftir Ólafi á Oddhóli. Hjá bókabúð tsafoldar var gott bókaár að sögn Sigríðar Sigurðar- dóttur verzlunarstjóra. Þó sagði hún að meira hefði mátt vera af verulega góðum bókum, „klassik”. Laxness selst alltaf drjúgt og Ég um mig frá mér til min eftir Pétur Gunnarsson seldist upp. Einars saga Guðfinns- sonar rann út og Vetrarbörn seldust upp og Eldhúsmellur seldust vel. Hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar var Laxness sölu- hæstur en ekki uppseldur, enda gefinn út í stóru upplagi. Pétur Gunnarsson seldist vel og einnig Einars saga Guð- finnssonar. öldin okkar seldist nær upp og Vetrarbörn seldist upp. Ein á hesti seldist upp og góð sala var í Spilað og spaugað, Kallað i Kremlar- múr, Hobbit og Alistair McLean. - JH Jóhann varð sjötti á HM sveina — fær annað tækifæri til að ná heimsmeistaratitlinum íhaust Heimsmeistaramóti sveina, hinu öðru i röðinni, lauk i Sas van Gent í Hollandi á laugardag. Heimsmeistari varð Paul Motwani frá Skotlandi. 1 ell- eftu og síðustu umferð gerði Motwani jafntefli við Kaiser frá V-Þýzkalandi og dugði það honum til sigurs í mót- inu. Hlaut hann alls 9 vinninga en næstir komu Englendingurinn Nigel Short, sem lengi hefur verið álitinn undrabarn i skák, og Jose Huergo frá Kúbu með 8 vinninga. Þá komu Korzubov frá Sovétríkjunum og Morovic frá Chile með 7 1/2 vinning. Jóhann Hjartarson, sem hafði það erfiða hlutverk i þessu móti að verja heimsmeistaratitil Jóns L. Árnasonar, tapaði í síðustu umferð fyrir Greenfeld frá Israel. Hann hlaut því alls 7 vinn- inga og hafnaði i 6.—8. sæti ásamt Greenfeld og Kaiser. HM sveina verður aftur haldið í september á þessu ári og verður Jóhann þá aftur gjaldgengur en flestir af keppinautum hans verða þá komnir yfir aldursmörkin. -GAJ JMýbóIa sem leysir gamlan vanda Vandinn er þungt loft -eöalykt. Innilokað loft eða reykmettað. Matarlykt, allskonar lykt sem angrar. Hér er góð lausn. Lítil kúla, kölluð Airbal. Inni í henni er lítil plata.unnin úr ferskum náttúruefnum, sem hreinsa andrúmsloftið. Virkni kúlunnar er hægt að stjórna með þvi að færa til hettu ofan á henni. Þegar lyktarefnin eru þrotin er ný plata sett í kúluna. Einn kostur í viðbót - kúlan er ódýr. Fæst á bensínstöðvum Shell og í fjölda verslana. Olíufélagið Skeljungur hf Heildsölubirgöir: Olíufélagið Skeljungur. Smávörudeild ohell Sími 81722 EM unglinga ískák: Margeir tapaði í síðustu umferð og haf naði í 4.-5. sæti Margeir Pétursson tapaði fyrir Júgóslavanum Nikolic í siðustu um- ferð Evrópumeistarmóts unglinga í Gröningen í Hollandi á föstudags- kvöld. Hafnaði Margeir i 4.-5. sæti ásamt Nikolic með 8 vinninga. Evrópumeistari varð Hollendingurinn Van der Wiel með 11 vinninga. Hlýtur hann um leið alþjóðlegan meistaratitil. I öðru sæti varð Rússinn Dolmatov með 10 1/2 vinning og þriðji varð Englendingurinn Plaskett með 9*vinninga. 1 6.—7. sæti urðu Gazik frá Tékkóslóvakíu og Vaelke- salmi frá Finnlandi með 7 1/2 vinning. - GAJ Vaxtalækkun á afurðalánum Fiskvinnslumenn eru nokkuö efins um kosti þess, að vextir af afurðalánum verða nú mikið lækkaðir en lánin jafn- framt gengistryggð. Þannig getur tals- vert hratt gengissig fljótlega eytt hag- stæðum áhrifum lægri vaxta fyrir fisk- vinnsluna. Þeir gera sér vonir um, að gengissigið yrði þá bætt með breytingum á viðmið- unarverði, svo að fiskvinnslan nyti kosta vaxtalækkunarinnar til fulls. Ef það er gefið, getur vaxtalækkunin á afurðalán- um, sem nú stendur fyrir dyrum, þýtt 2% bata á afkomu fiskvinnslufyrir- tækja, Vextir af afurðalánum eiga að verða 8,5% en hafa verið 18%. -HH

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.