Dagblaðið - 08.01.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 08.01.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 1979. 13 „frjAslh ygg ja OG ALRÆÐISHYGG JA" EFTIR ÓLAF BJÖRNSSON. Aknanna bókafólagifl, 259 bls. Þótt nokkuð sé um liðið síðan bók Ólafs Björnssonar Frjálshyggja og al- rasðishyggja kom út er engin goðgá að ritdæma hana núna því að höfundur tekur til umfjöllunar vandamál sem vesturlandabúar hafa glimt við um langt skeið. Ólafur leitast við að skilgreina hug- tök á borð við kapítalisma, sósialisma, frelsi og lýðræði, og rekur þar að lút- andi kenningar ýmissa þekktra hag- og heimspekinga frá Plató til vorra daga. Á bókarkápu stendur, að bókin sé „ ... hiutlæg skilgreining á tveim meginstefnum stjórnmálanna fyrr og siðar ...”. Ég efast um, að Ólafi sé nokkur þægð i þessum orðum, því Ijóst er af lestri bókarinnar að hún er boðunarrit, höfundur ver svonefnda frjálshyggju og andæfir alræðis- hyggju. Popper sem véf rétt Alræðishyggju skilgreinir Ólafur þannig: „Orðið alræðishyggja er þýð- ing á enska orðinu totalitarianism. Með því er átt við þjóðskipulag, þar sem öllum meginþáttum þjóðfélagsins er stjómað samkvæmt forskrift vald- hafa hverjir sem þeir eru”. (bls. 20). Frjálshyggja merkir aftur á móti þá stjórnmálastefnu, sem setur frelsi ein- staklingsins ofar öðrum gildum. Ólafur ver drjúgum hluta bókarinnar til að rekja það, sem hann kallar sögu frjáls- og alræðishyggju. Hann notar bók Karls Popper, The open Society and its Enemies sem einhvers konar véfrétt um þau mál, en í þeirri bók eru Plató, Hegel og Marx taldir óvinir hins opna þjóðfélags og þar af leiðandi frjálshyggjunnar. Framsetning Popp- ers á kenningum Hegels hefur verið ákaft gagnrýnd af Hegelsérfræð- ingum. Hefur Popper óbeint játað í nýlegum eftirmála að The open Society .að Hegeltúlkun sín sé ekki upp á marga fiska. Hege! og ofbeldi Popper heldut þvi t.d. ranglega fram, Marx hafi tekið meintar hug- myndir sínar um forsagnagildi félags- vísindalegra kenninga frá Hegel. Hegel taldi menn ekki einu sinni færa um að skilja samtíð sína til fulls, for- ’tíðina eina gætu þeir skilið til nokkurr- ar hlítar: „Viskuuglan flýgur ekki fyrr en rökkva tekur” (úr inngangi að Heimspeki réttarins). Þeir Popper og Ólafur væna Hegel um ofbeldisdýrkun, en hvernig kemur það heim og saman við þá staðreynd, að Hegel snerist gegn frönsku stjórn- byltingunni vegna viðbjóðs á ógnar- stjórn Jakobína (sjá J. Habermas: Theorie und Praxis)? Habermas telur einskæran barnaskap að gera jafn- margþættan hugsuð og Hegel að full- trúa einhverrar ákveðinnar stjómmála- stefnu og bendir á, að menn telji Hegel ýmist ármann ihaldsstefnu, róttækni eða jafnvel frjálslyndisstefnu! Það er athyglisvert, aö einn af upphafsmönn- um breska sósiallíberalismans, T.H. Green, var hegelsinni. Það er nokkuð Ijóst, að Hegel var alla sína tíð fylgjandi stjórnarskrár- bundnu konungsveldi, andstætt geð- þóttaræði Prússakonungs, og telja margir Hegel einn af frumkvöðlum réttarríkisins. Bolsjevík- gyðinglegt Umrætt rit Poppers virðist eina heimild Ólafs um kenningar Hegels og geta það varla talist vísindaleg vinnu- brögð að nota eina bók sem nokkurs konar bibliu og vitna hvergi í frum- heimildir. Þess skal getið að Walter Kaufman telur flestar Hegeltilvitnanir Poppers misþýðingar, teknar út úr samhengi (Sjá W. Kaufman: From Shakespeare to Existentialism). Ólafur telur nasisma, fasisma, og kommúnisma greinar á sama meiði al- ræðishyggjunnar, og er Hegel ræflin- um kennt um allt saman. Ekkert bendir til að Hegel hafi haft Ölafur Björnsson, prófessor. bein áhrif á nasista, og fóru þeir háð- uglegum orðum um kenningar hans. Dialektik töldu þeir bolsévísk-gyöing- lega, en Ólafur kennir nasisma við díalektík. (Ef sú skoðun, að telja stjórnmál einkennast af baráttu kyn- þátta er díalektisk, hvað um þá skoðun, að þau einkennist af baráttu frjáls- og alræðishyggju?) Ólafur telur nasisma eiga sögu- hyggju (historicism) sameiginlega með kommúnistum, en það ber að telja vafasamt þar eð nasistar litu á mann- inn sem náttúrubundna veru, óum- breytanlega í sögunnar rás, og vart hafa þeir gert ráð fyrir sögulegum lög- máium þar eð þeir voru miklir vilja- hyggjumenn (voluntaristar). Nasismi og stalínismi ólíkir Fyrir utan díalektík og söguhyggju telur Ólafur heildarhyggju (holism) sameiginlega öllum alræðissinnum: „Með heildarhyggju ... er átt við það, að samfélagið sé lifræn heild sem lúti svipuðum lögmálum og likami lífveru ...” (bls. 22). Ekki virðist þó sautjándu aldar heimspekingnum Tómasi Hobbes hafa orðið skotaskuld úr þvi að sameina ómengaða alræðisstefnu og einstakl- ingshyggju. Það ætti að vera frjáls- hyggjumönnum alvarlegt umhugsun- arefni að einn af eftirlætishugsuðum Mússólínis var pósitívistinn Pareto, en pósítivismi einkennist m.a. af einstakl- ings- og smættarhyggju. Að mínu viti gerir Ólafur alltof mikið úr því sem líkt er I stjórnarfari nasista og stalinista. Ólafur talar um nasista sem e.k. sósíalista, en stað- reyndir málsins eru þær, að nasistar töldu sig sérstaka verjendur séreigna- skipulagsins og lofsungu jafnvel frjálsa samkeppni! Sósialismi þýddi í þeirra munni ekkert annað en samstarf at- vinnurekenda og verkamanna. í bók sinni Nazismens och Fascismens idéer segir Herbert Tingsten, að rikisíhlutun I þýskt efnahagslíf á dögum nasista hafi verið sist meiri en ríkisihlutun í breskt efnahagslif I fyrri heimsstyrjöld- inni. Ríkisafskipti nasista beindust aðallega að þvi að efla hag nokkurra stórfyrirtækja, auðhringjum á borð við Krupp var boðið ókeypis vinnuafl striðsfanga og úthlutað verksmiðjum i hernumdum löndum. Innihaldslítið frelsisglamur t hugmyundafræðilegum efnum áttu nasistar einna mest sameiginlegt með hefðbundinni ihaldsmennsku, t.d. slagorðið „stétt með stétt”, andúð á opinberri velferð, og andjafnaðar- hyggju. Hægripressa Evrópu, þ.á m. Morgunblaðið, var mjög höll undir Hitler framan af, og fylgi sitt fengu nasistar nær einvörðungi frá íhalds- sömum og frjálslyndum flokkum. Ég fæ þvi ekki séð, að greining stjórnmálahorfa I frjálshyggju og al- ræðishyggju sé frjórri en hefðbundin greining i hægri og vinstri stefnu. Mér virðist frjálshyggja einna helst inni- haldslitið frelsisglamur. Ef sá maður einn getur talist frjálshyggjumaður sem jafnframt er markaðssinni getur Ólafur rétt eins sleppt hugtakinu frjálshyggja, því hann kallar markaðs- hyggju frjálslyndisstefnu (liberalism) I samræmi við forna málhefð. Það er einmitt höfuðkenning Ólafs, að frjálst markaðskerfi sé forsenda frjálsra þjóðfélagshátta og jafnframt hagkvæmasta hagkerfi sem völ er á. Mér finnst Ólafur fara heldur yfir- borðslega I ýmsa þá gagnrýni sem fram hefur komið á markaðskerfið. Hann minnist hvergi á þá skoðun marxista að markaðskerfið sé engan veginn hagkvæmt, það gangi í gegnum efnahagskreppur með vissu millibili, og þá,sé nýting framleiðslutækja og vinnuafls I lágmarki. Einkageiri og hið opinbera Ennfremur telja þeir, að í markaðs- kerfinu myndi atvinnurekendur sam- stæða valdastétt ásamt æðstu embætt- ismönnum rikisins og stjórnmála- mönnum, þannig að út I hött sé að gera skarpan greinarmun á einkageira efnahagslífsins og hinu opinbera. Að mati Ólafs fara frelsi og sósíalismi ekki saman. Sósialismi sé aðeins mögulegur með áætlunarbúskap og áætlunarbú- skapur sé óframkvæmanlegur án al- ræðis. Þessi kenning er frá Friedrich von Hayek komin, og leiðir hann að skoðun sinni athyglisverð rök. Vegna rúmleysis hef ég aðeins drepið á nokkur helstu atriðin I bók Ólafs. Höfundur kemur víða við og er að ýmsu leyti fræðandi, en endurtekur sjálfan sig æði oft og tekur yfirborðs- lega á mörgum málum. En vonandi verður þessi bók til að opna augu manna fyrir þeirri staðreynd, að stjórnmál eru ekki bara Krafla, Vimmi og vísitalan. S.S. GREIÐENDUR vinsamlega veitið ef tirfarandi erindi athygli: stuöliö þér aö hagkvæmni i opin- berum rekstri og firriö yður óþarfa tímaeyóslu. RÍKISSKATTSTJÓRI Frestur til aö skila launamiöum rennur út þann 19. janúar. Þaö eru tilmæli embættisins til yóar, aö þér ritið allar upplýsingar rétt og greinilega á miöana og vandið frágang þeirra. Meö því

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.