Dagblaðið - 08.01.1979, Side 14

Dagblaðið - 08.01.1979, Side 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. JANUAR 1979. ------------- --------------------------- Kristur krossfestur á ný? Kjallarinn túlkaöur og spurningin er vegna þess aö málgögn þessa flokks hefi ég keypt í 60 ár. Skoðanir borgaraflokkanna með öllum þeirra dyn skipta mig litlu máli, þeim málblendingi er ekki svarandi. Aftur vildi ég enn visa til Þjóðviljans fyrst hann hampar þarna mannrétt- Jndum. Þau mega sizt gleymast en ég spyr samjhvort við eigum ekki annan vettvang seiíl>fcaltar þyrfti styrktar við. Ég lít svo á að allt sem við vitum um Krist og kenningu hans bendi til mannréttinda. Hann umgekkst alla sem bræður án allrar stéttaskiptingar. Þó skorti hann ekki einurð þegar heimskan og ranglætið keyrði úr hófi. Þá mundaði hann sverð andans og reiddi til höggs, ekki þó til að drepa eins og nú tíðkast. Hann líkti andans mönnum gyðinga við kalkaðar grafir sem litu fagurlega út að utan, en innanfullar af dauðra manna beinum. t musterinu steyptlhann peningahrúg- unum af stalli og spurði: Hví gerið þiö heimili föður míns að verzlunarbúð? rak þá síðan út með svipu. Þarna sýndi hann okkur að þrátt fyrir allt frelsis- gum er ekki hægt að liða alla hluti. Þetta munum við finna þegar við förum að gera upp sakir okkar á öðrum hnöttum. Öll kenning Krists, sem við þekkj- hér er ekkert yfirnáttúrulegt, en það finnst okkur alltaf meðan lykilinn vantar. Við skiljum ekki enn hvað manns- hugurinn megnar, nema þá helzt til ills, og mætti nefna mörg dæmi þar um. Að þetta komi heim við kenning- ar dr. Helga Pjeturss kemur skýrt fram. Skrifað stendur að Kristur gat engin kraftaverk gert í sínu uppvaxtar- þorpi vegna þess að þar var engin sam- staða. Fólkið bara hrópaði: „Er þetta ekki sonur hans Jóseps trésmiðs og hennar Mariu?” Það þótti ekki trúlegt að hann gerði nein stórvirki. Þetta er hin sigilda saga allra tima um menn sem eru á undan sinni samtíð. „Hverjum þykir sinn fugl fagur, þótt lúsugur sé og magur.” Dr. Helgi Pjet- urss var líka dæmdur vitskertur. Margur mundi þó nú vilja fá þann stimpil gæti hann skrifað jafndjúpa heimspeki á hans fleyga máli. Mundi nokkur vilja þýða rit hans á erlenda tungu, varla peninga von? Betra að snúa sér að einhverjum Félaga Jesú. Kenningar og trúarsetningar Þegar Jesús sá að hann gat ekki komið sínum málum fram sem skyldi sló hann á það ráð sem margir beztu menn á þessari jörð hafa tekið. Hann innsiglaði kenningar sínar með blóði, ekki annarra heldur síns eigins. Nú verður manni á að spyrja, hver er tilgangur bókarskytju þessarar? Á þessu sviði eru ekki lengur til neinar nýjar/heimildir eða rök. Gætu þeir klesst á Krist eða kenningar einhverju siðspillandi með rökum, væri um aðra hlið að ræða? Nei, hér er aðeins pungavit peningagræðginnar á hrað- ferð, ekkert sem höfðar til okkar tima um meira siðgæði. Hér geta hvorki rit- leikni né róttækni varið klámhöggiö. Hvað mundi verða gert við Krist ef hann birtist nú ljóslifandi á götum Reykjavíkur og færi að rjála við skraut kaupsýslunnar og segja dæmi- sögur? Er það kannski tilgangur bókarinn- ar að krossfesta Krist á ný — kenn- ingu hans? Til þess eru allir hennar hjálparkjaftar of seint á ferð, til að hrópa Barrabas lausan. Ekki þar fyrir að við vitum neitt um sekt hans. Hvort Kristur hafi sofið hjá konum, verið eingetinn ásamt því að vera bylt- ingamaður, geta sviar komið dómum yfir. Mér kemur slikt ekki við eða fæst- um sósíalistum sem ég þekki, þeir eru ekki síður trúaðir en aðrir. Einstaka rísa eins og hanar á haug og þykjast vera trúlausir, en flestir þræltrúaðir, hvar í flokki sem er, enda trúlausir menn ekki til. Það er aðeins kenning Krists sem ég virði og læt aðra um að rífast um trú- arsetningar. Hún mun líka standa af sér öll áhlaup allra peningabesefa. Sumri spá þvi aö þessi heimur riði nú til falls og kann svo að vera. Mér finnst mannkynssagan gefa til kynna að þjóðir og þjóðflokkar, sem virðast hafa týnt allri mennsku, hverfi stundum hljóðlaust af sviðinu. Okkur á að vera gefið frjálsræði, en ekki til alls. Þá sé tekið í tauminn af þeim al- heimskrafti sem ræður tilverunni. Mér skilst að við eigum að vera þátttakend- ur í sköpuninni sem virðist engan endi hafa, en ekki eitursnákar. Við ættum að fara hægt i því að gleyma öllum skyldum við lífið. Öll hverfum við héðan kannski á aðra betri hnetti; en treystum samt ekki því, að þeir taki víxla upp í skuldir okkar. Hitt er trúlegra að þeir heimti fulla greiðslu á einhverju gengi. Halldór Pjetursson, rithöfundur. Eíns árs ábyrgð Pólar h.f. EINHOLTI 6 Mig undrar stórum öll þau skrif um bókina Félagi Jesús. Ekki ætla ég að fara að blanda mér beint í trúardeilur, þar getur hver étið sinn skammt. En þegar heimskan þeysir við einteyming á peningagræðginni detta manni allar lýs úr höfði, ekki sízt á þessum menn- ingartímum þegar hver maður, nauð- ugur viljugur, verður að lesa sig í spreng, hvað sem eftir situr. Þjóðvilj- inn segir meðal annars: „Mörgum finnst þetta Utilsvert”. „Ef þetta hefði skapast af öðru og stærra tilefni.” Hann um það hvað er lítilsvert eður ei. Svo heldur hann áfram: „Foreldrar og forvitnir unglingar eiga rétt á að eiga slíkra bóka kost”. „Þetta eru mann- réttindi.” Aldrei skyldi gengið fram hjá þeim á prenti. Mig svimar nú ekki við svona upphlaup sem hafa fylgt sósíalistum frá þvi aö sú stefna nam hér land, utan þess að gleypa ekki allt sem ég hefi ekki skilið og iðrazt þess litt. Annars skil ég ekki hvaða erindi Þjóðviljinn átti inn í þessa grafarþró og nafnið er sýnilega sett sósíalisma til háðungar. Út af afstöðu Þjóðviljans datt mér í hug: „Heggur sá er hlifa skyldi”. Og nú vildi ég spyrja hann utan allra trúarbragða hvað það sé í kenningu Krists, sem stangast á við sósialisma eins og hann er rétt Halldór Pjetursson um, er sú fegursta og göfugasta sem við eigum völ á. Sjálfsagt höfum við ekki allt þar frá fyrstu hendi, sumt bendir til að sé úr fornum spekiritum fyrir hans daga og einnig eftir dauða hans. Slíkt kemur ekki mál við mig, sé það göfugt og sígilt. öllum vildi hann hjálpa og lækna ef hægt var. Kraftaverk hafa gerzt á öllum timum og gerast enn. Þar mun vera sterkur samhugur fjöldans sem ræður og sá dagur mun koma að Síðan skiptir þú á mörkum þínum og verðlaunagripum úr sýningarskápum í afgreiðslu blaðanna að Þverholti 11. Allar nánari upplýsingar færð þú í afgreiðslunni. MMBUBIB Afgreiðslan Þverholti 11 sími 27022 17K1V Góöur árangur í starfinu viðurkennist þannig að þú „skorar mark" í nýrri dreifingarkeppni. Þú skorar t.d. 1 mark seljir þú 20 blöð á einum degi, en 4 mörk seljir þú 50 blöð. 20 mörk skorar þú berist engin kvörtun úr þínu útburðarhverfi í einn mánuð. f Dreifingarklúbbi Dagblaðsins og Vikunnarskorar þú mörk og vinnur til verðlauna Seljir þú Dagblaðið eða Vikuna á höfuðborgarsvæó- inu, eða berir þú blaðið áskrifendum þar, þá ertu þar með félagi í Dreifingarklúbbi Dagblaðsins og Vikunn- ar Meðal verðlaunagripa má nefna: íþróttaáhöld og búninga, þ.á.m. skíði og skíðabúnað, hljómtæki, seg- ulbandstæki, útvarpstæki og hljómplötur. Að sjálfsögðu færð þú full laun fyrir'vinnu þína eftir sem áður.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.