Dagblaðið - 08.01.1979, Page 18

Dagblaðið - 08.01.1979, Page 18
1S DAGBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 1979. Ci Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D NÆR OLLU FRESTAÐ Aðeins tókst að Ijúka fimm leikjum — þremur í bikarkeppninni og tveimur I þriðju deild — í ensku knattspyrnunni á laugardag. Nær öllum leikjum var frest- að vegna vonzkuveðurs — frosts og snjóa á völlum — og laugardagurinn er einn hinn versti, sem um getur .i sögu ensku knattspyrnunnar. Englendingar eru nú farnir að ræða um að framlengja keppnistímabilið jafnvel fram I júní. Vetrarrikið nú er eitt hið versta, sem um getur. Urslit i leikjunum á laugardag urðu þessi: Bikarkeppnin Leicester—Norwich 3—0 Sheff. Wed.—Arsenal 1 — 1 Shrewsbury—Cambridge 3—1 3. deild Walsall—HullCity 1—2 Watford—Lincoln 2—0 Leik Stoke og Oldham i bikarkeppn- inni var hætt í hálfleik. Þá var staðan 2—0 fyrir Stoke. 2. deildarlið Leicester átti ekki í erfið- leikum með Norwich úr 1. deild. Völlur- inn var allgóður — hafði veri varinn með plastik-ábreiðum. Indverjinn í marki Norwich, Kevin Keelan, sem varð 38 ára á laugardag, hafði litlu að fagna. Á 15. min. skoraði hinn 19 ára Larry May hjá honum og Keith Weller, sem átti stórleik með Leicester, skoraði ann- að mark Leicester fyrir hlé. í síðari hálf- leik splundraði Weller, þessi fyrrum enski landsliðsmaður, vörn Norwich og hinn 16 ára Martin Henderson skoraði þriðja mark Leicester. Það var á 76. min. Arsenal tókst óvænt ekki að ná nema jafntefli gegn 3. deildarliði Sheffield Wednesday — en Arsenal lék til úrslita i bikarkeppninni í fyrravor. Tapaði þá fyrir Ipswich. Alan Sunderland náði for- ustu fyrir Arsenal á 10. min. og Lund- únaliðið hafði yfirburði i fyrri hálfleikn- um. Turner, markvörður Sheff. Wed. varði þá tvivegis vel frá Frank Staple- ton. En á fyrstu mín. síðari hálfleiks jafnaði Jeff Johnson fyrir Sheffield-liðið og það hélt vel sinum hlut í hálfleiknum. Sem kunnugt er stjórnar Jackie Charl- ton hjá Sheff. Wed. Shrewsbury náði forustu gegn Cambridge eftir aðeins fjörutíu sekúnd- ur — Paul McQuire skoraði — og komst i 3—0 áður en Cambridge skoraði sitt eina mark. í 3. deild vann Watford Lincoln 2—0. Svertinginn Luther Blissett skoraði bæði mörk Watford, og liðið hefur nú fimm stiga forustu á toppi 3. deildar. Heimsmet hjá Johnny Walker — í1500 m hlaupi innanhúss „Ég fór ekki i hlaupið I kvöld með það i huga að setja nýtt heimsmet. Ég ætlaði mér að sigra og ná góðu hlaupi. Heims- metið féll vegna þess hve hraðinn allan timann var góður,” sagði Johnny Walk- er, NVja-Sjálandi, eftir að hann hafði sett nýtt heimsmet innanhúss i 1500 metra hlaupi á Long Beach i Kaliforniu á laug- ardag. Timi hans var frábær 3:37.4 mín. en eldra heimsmetið átti Harald Nor- poth, Vestur-Þýzkalandi, 3:37.8 min. sett 1971. Johnny Walker, ólympiumeistarinn í Það er margt sem þér llkar vel íþeim nýju amerísku Aflmikil 5.7 lítra 8 cyl.vél Sjálfskipting Vokva- og veltistýri Styrkt gormafjöðrun að aftan og framan Sportfelgur Aflhemlctr Urval lita, innanogutan Og fleira og fleira Chevrolet Blazer kr. 7.900.000. Þetta er það sem þeir nýju frá General Motors snúast adlir um Til afgreiðslu strax! by General Motors Véladeild Sambandsins Ármula 3 Reyk/avik Simi 38900 1500 m, keppti i fyrsta sinn í næstum ár. Hefur átt við meiðsli að stríða og var í fyrra tvivegis skorinn vegna meiðsla i legg. Hann hljóp mjög vel á laugardag- inn—hélt sig við þá fremstu þar til 30 metra frá marki að hann geystist framúr. Sigraði .pandaríkjamanninn Paul Cummings, sem einnig náði betri tíma en eldra heimsmetið. Hljóp á 3:37.6 min. Eftir hlaupið sagði Walker frétta- mönnum að hann hefði ekki fundið til í fætinum — en fyrir nokkrum dögum hafði hann sagt að sig langaði til að fara heim með nýtt heimsmet. „Ef ég hef sagt eitthvað síðustu fimm árin þá hef ég venjulega staðið við það,” sagði hlaupar- inn heimsfrægi. Afrek hans skyggði nær alveg á nýtt heimsmet, sem Herman Frazier, Banda- rikjunum, setti í 500 m. hlaupi innan- húss á mótinu. Frazier hljóp á 1:01.2 mín. en eldra metið á vegalengdinni átti hann sjálfur 1:01.3 mín. sett fyrir ári. 1 60 m hlaupi sigraði Harway Glance og vann heimsmethafann Houston McTear auðveldlega. Timi hans var 6.62 sek. og McTear varð aðeins fimmti. Steve Riddick annar og Steve Williams þriðji. Nick Rose, Englandi, sigraði i 3000 m á 7:58.8 mín. og Mark Belgar, USA, sigraði í 800 m á 1:48.1 min. Dave Laut, USA, varpaði kúlu 19,63 m. ísland á Baltic-Cup — mætirþar V-Þjóð- verjum, Dönum og Póiverjum tslenzka landsliðið hélt utan I tnorgun til Danmerkur til þátttöku 1 Baltic-Cup, „litlu heimsmeistarakeppninni” eins og sú keppni hefur oft verið kölluð, vegna þess hve sterkar þjóðir taka þátt i mótinu. ísland mætir Dönum, á þriðjudags- morgun, en þeir hrepptu fjórða sætið á HM i vor. Síðan mæta íslendingar sjálfum heimsmeisturum V-Þjóðverja og i siðasta ieik tslands i riðlakeppninni Pólverjum. Erfitt prógramm framund- an — þrjár af sterkustu þjóðum heims og nánast ómanneskjulegt að fara fram á stig til Íslands, hvað þá sigur. Ísland leikur i A-riðli en i B-riðli leika B-iið Dana, Sovétmenn, silfurliðið frá HM, A-Þjóðverjar — bronsliðið frá HM og Svíar. Tólf leikmenn héldu utan til iands- leiksins i morgun. Þeir eru: Markverðir: Ólafur Benediktsson, Val Jens Einarsson, ÍR. Aðrir leikmenn: Árni Indriðason, Viking Páll Björgvinsson, Víking Viggó Sigurðsson, Víking Ólafur Jónsson, Viking Ólafur Einarsson, Víking Ólafur H. Jónsson, Dankersen SteindórGunnarsson, Val Bjarni Guðmundsson, Val Þorbjörn Guðmundsson, Val Jón Pétur Jónsson, Val. Ástæða þess að aðeins 12 fara út er að þrátt fyrir að flugfar hafi verið pantað fyrir rúmum mánuði komust ekki fleiri vegna þess að allt var upppantað. Þeir Þorbjörn Jensson, Stefán Gunnarsson og Brynjar Kvaran, allir Val, halda utan á morgun ásamt Axel Axelssyni en hann á við meiðsli að striða. Staðan í úr- valsdeildinni KR UMFN Valur ÍR is Þór II 11 9 10 9 10 1008—868 1083-1016 946—780 866—850 748—826 789-932 16 14 12 10 4 4

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.