Dagblaðið - 08.01.1979, Page 20

Dagblaðið - 08.01.1979, Page 20
20 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. JANUAR 1979. Breytingar á greiðslum vegna landbúnaðarins: Möguleg 90% útborgun til bænda af haustgrundvallarverði — hagsbætur fyrir bændur og söluf élög án mikillar útgjaldaaukningar ríkissjóðs í samstarfsyfirlýsingu rikisstjórnar- innar er tekið fram að rikisstjórnin muni beita sér fyrii aðgerðum til að „bændur fái laun sín greidd og óhjákvæmilegan rekstrarkostnað svipað og aðrir aðilar fá nú”. Nefnd undir forsæti Vilhjálms Hjálmarssonar alþingismanns var skipuð til að gera tillögur um afurða- og rekstrarlán landbúnaðarins. Nefndin skilaði áliti síðla í nóvember og á grund- velli þeirra hugmynda sem þar koma fram lagði landbúnaðarráðherra fram í ríkisstjórninni eftirfarandi tillögur um breytt fyrirkomulag á greiðslum vegna landbúnaðarins: 1. Fullgildir verðábyrgðarreikningar til rikissjóðs vegna útflutnings á land- búnaðarafurðum verði greiddir mán- aðarlega óháð verðlagsári landbún- aðarafurða, þótt heildarupphæð sé gerð upp i lok hvers verðlagsárs. Sam- kvæmt þvi verði á fjárlögum gert ráð fyrir upphæð til greiðslu útflutnings- bóta vegna útflutnings á síðustu 8 mánuðum fyrra verðlagsárs og fjórum fyrstu mánuðum nýs verðlags- árs. 2. Ríkissjóður greiði af niðurgreiðslu- og uppbótafé vaxta- og geymslugiald á kindakjöti i lok hvers mánaðar sam- kvæmt þeim birgðum sem staðfest er að hafi verið í upphafi mánaðarins samkvæmt birgðaskýrslum slátur- leyfishafa. 3. Ríkisstjórnin beinir þeim tilmælum til Seðlabanka Íslands að hraðað verði afgreiðslu á uppgjörslánum til slátur- leyfishafa, þannig að unnt reynist að hækka útborgunarhlutfall til bænda i 90% af haustgrundvallarverði. Ríkisstjórnin hefur falið landbúnaðar- ráðherra að vinna að framkvæmd þess- ara tillagna í samvinnu við fjármálaráð- herra og Seðlabanka íslands. Dráttur á greiðslu útflutningsbóta- reikninga hefur oft tafið fyrir því að sölufélögin gætu staðið bændum skil á andvirði innlagðra afurða. En með nýja fyrirkomulaginu er gert ráð fyrir að ríkissjóður greiði að fullu útflutnings- bætur mánaðarlega, óháð verðlagsári, en heildarupphæð verði gerð upp í lok hvers verðlagsárs. Þessi ráðstöfun hefur ekki í för með sér aukningu útflutnings- bóta. Breytingar á greiðslum vegna land- búnaðarins hafa ekki í för með sér um- Rafvirkjar-Atvinna óskum eftir að ráða nú þegar eða eftir nánara samkomulagi tvo rafvirkja til starfa i verk- smiðju vorri. Viðkomandi þurfa að geta unnið sjálfstætt og hafa áhuga á framleiðslu tengdri faginu. Góð vinnuaðstaða, mötuneyti á staðnum. Uppl. hjá tæknideild (ekki í síma) Hf. Raftækjaverk- smiðjan, Hafnarfirði. Hf. Raftækjaverksmiðjan, Hafnarfirði. 11 MiSi í happdrætti SÍBS gefur góða von um vinning. Áhersla er lögð á marga vinninga sem koma sér vel. Þó eru hæstu vinningar 2 milljónir og dregið er um milljón mánaðarlega. Hver seldur miði gefur endurhæfingarstarfinu sem unnið er á vegum SÍBS aukinn styrk. Sá sem á miða í happdrætti SÍBS á sjálfur vinningsvon og gefur einnig öðrum vonir um bjartari framtíð. Það kostar aðeins 800 kr. á mánuði að gera eitthvað í því að auka slíkar vonir. Vinningsvon og vissa um að verða að liði. Happdrætti SÍBS talsveröan kostnaðarauka fyrir rikissjóð. Þær eru hins vegar til mikilla hagsbóta fyrir bændur og sölufélög þeirra og ættu að gera mögulega um 90% útborgun af haustgrundvallarverði afurða til bænda. -JH Sjálfsbjörg með ferða- þjónustu fyrir fatlaða Á morgun byrjar á vegum Sjálfsbjarg- ar og Reykjavíkurborgar ferðaþjónusta fyrir fatlaðfólk í hjólastólum. Fyrst um sinn verður notuð bifreið sú, sem Kiwanisklúbbar í Reykjavik og nágrenni gáfu Sjálfsbjörg, en Reykja- víkurborg hefur ákveðið að kaupa tvær sérhannaðar bifreiðir til þessara nota og eru þær væntanlegar næsta sumar. Bifreiðin verður starfrækt alla virka daga kl. 8—17 og reynt verður eftir föngum að sinna beiðnum um ferðir milli kl. 17 og 24 á fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagskvöldum og um helgar. Greiðsla verður sú sama og far- gjald með SVR. Beiénir um akstur verða að berast til skrifstofu Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra s. 29133 fyrir kl. 16 daginn áður en viðkomandi þarf á akstri að halda. Akstur verður eingöngu um Stór-Reykjavíkursvæðið nema í undantekningartilfellum. - GAJ Vaxandi skuld ríkissjóðs við Seðlabankann Greiðsluhalli rikissjóðs á síðasta ári var óhagstæður um tæpa fjóra milljarða og að auki jukust skuldir ríkissjóðs við Seðlabankann um 7.5 milljarða „vegna gengisbreytinga lána i erlendri mynt", að því er segir í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. „Skuld ríkissjóðs við bankann i árslok 1978 nam þvi 26.4 milljörðum króna. Greiðslur afborgana af skuldabréfum við Seðlabankann tiámu 5.5 milljörðum króna,” segir þar einnig. Ráðuneytið vekur athygli á þvi, að fjármálaráðherra hafi í september gert grein fyrir því, „að verulegs greiðslu- halla væri að vænta hjá ríkissjóði á árinu ... Hins vegar væri að þvi stefnt að jafnvægi yrði i fjármálum ríkissjóðs á timabilinu frá september 1978 til ársloka 1979.” ÓV

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.