Dagblaðið - 08.01.1979, Side 30
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 1979.
30
pÍÉÍhi'Öí tmw (HHB
TREE
TUE CHRISTMAS
ÁSWILLIAM holden
BOURVIL
_VIMA LISI
Hugljúf og skemmtileg ný frönsk-banda-
rísk fjölskyldumynd.
Leikstjóri: Terence Young.
Islenzkur texti.
Sýudkl. 3,10,5.10, 7.10.9.l0og 11.10.
Baxter
solur
Skemmtileg ný erisk fjölskyldumynd í
iiltim. um lítinn dreng með stór vanda-
mál.
Britt Ekland
Jean Pierre Cassel
Leikstjóri Lionel Jeffrics
Sýnd kl. 3.15,5.15.7.15.9.15 og 11.15.
Jólamynd 1978
■ solur
JÓLAMYND 1978
Dauðinn á Níl
AGATHA CtiRISTItS
ETWI®Ba
vH£
Frábaer ný ensk stórmynd, byggð á sögu
eftir Agatha Christie. Sýnd við metað-
sókn víða um heim núna.
Leikstjóri: John Guiilermin
íslenzkur texti.
Bönnuð börnum.
Sýndkl. 3,6og9.
Hækkað verð.
salur
Convoy
Lukkubíllinn
í Monte Carlo
(Herbie Goes to Monte Carlo)
Skemmtilegasta og nýjasta gamanmynd
Disney-félagsins um brellubílinn Herbie.
Aðalhlutverk: Dean Jones og Don
Knotts.
Islenzkur texti
Sýndkl.5,7 og9.
MJGGHSMIIH- UCXWUHXN
lunuoBin DUfflONHHHIU
Spennandi og skemmtileg ný ensk
bandarísk Panavision-litmynd, með Kris
Kristofferson, Ali MacGraw — Leik-
stjóri: Sam Peckinpah.
Íslenzkurtexti.
Sýndkl. 3.05,5.40,8.30 og 10.50.
-salur
C
Tvær af hinum frábæru stuttu myndum
meistara Chaplins sýndar saman:
AXLIÐ BYSSURNAR
og
PÍLAGRÍMURINN
Höfundur, leikstjóri og aðalleikari:
Charlie Chaplin
Góða skemmtun.
Sýndkl. 5,7,9og 11.
Kvikmyvtdir
AUSTURBÆJARBÍÓ: I kúlnaregni (The Gauntlet).
aöalhlutverk; Clint Eastwood kl. 5, 7.10 og 9.15
Ðönnuð innan 16 ára. íslenzkur texti. Hækkað verð.
GAMLA Bló: Lukkubíllinn I Monte Carlo kl. 3,5,7
og9.
HAFNARBÍÓ: Sjá auglýsingu.
HÁSKÓLABlÓ: Himnariki má biða (Heaven Can
Wait), aöalhlutverk: Warren Beatty, James Mason
og Julie Christie kl. 5,7 og 9. Hækkað verð. Islenzkur
texti.
LAUGARÁSBÍÓ: Likklæði Krists kl. 3. ókindin II
(Jaws II) kl. 5, 7.30 og 10. Bönnuð innan 16 ára.
Islenzkur texti. Hækkað verð.
BÆJARBÍÓ: Verstu ^ illinga. jestursins kl. 5. Billy
Joe kl. 9.
NÝJA BÍÓ: Silent Movie kl. 3,5,7, og 9.
REGNBOGINN: Sjá auglýsingu
STJÖRNUBÍÓ: Morö um miðnætti (Murder by
Death), leikstjóri: Robert Moore, aðalhlutverk: Peter
Falke, Truman Capote og Peter Sellers. kl. 5. 7, 9 og
11. islenzkur texti. Hækkað verð.
TÓNABÍÓ: Bleiki pardusinn leggur til atlögu iThe
Pink Panther Strikes Again), kl. 5,7.10og9.15.
ALÞÝÐU-
LEIKHCSIÐ
Við borgum ekki!
Við borgum ekki!
Eftir Dario Fo
í Lindarbæ.
2. sýning mánudag kl. 20.30.
3. sýning fimmtudag kl. 20.30.
Miðasala í Lindarbæ kl. 17.00-
19.00 alla daga og kl. 17.00-
20.30 sýningardaga.
GAMLA BIO
SWnl 1J47S
Útvarp
Sjónvarp
D
LEIKLISTARÞÁTTUR - útvarp í kvöld kl. 22.50
íslenzkt leikhús skoð-
að ferskum augum
Sigrún Valbergsdóttir tekur nú við
hálfsmánaðarlegum þætti útvarpsins um
leikhús. Sigrún er kennari við Leiklistar-
skóla ríkisins og aðstoðarmaður leik-
stjórans Stefáns Baldurssonar við næstu
sýningu Þjóðleikhússins, Stundarhlé
eftir Guðmund Steinsson.
Hún er nýkomin frá Vestur-Þýzka-
landi eftir átta ára dvöl. „Fyrst vann ég
fyrir fjölskyldunni, meðan maðurinn
minn, Gisli Már Gíslason var að ljúka
námi i rafmagnsverkfræði. Siðan fór ég i
leikhús-, kvikmynda- og sjónvarpsfræði í
háskólanum í Köln og vann einnig
nokkuö í þessum greinum. Meðal annars
aðstoðaði ég Rolf Hádrich við gerð
sjónvarpsþátta um íslenzkar bókmennt-
ir.”
Af því hún er svo nýlega komin heim
eru augu hennar galopin fyrir sérstöðu
islenzks leikhúss, og um það efni langar
hana til að fjalla í fyrstu þáttunum. Þátt-
urinn í kvöld verður eins konar yfirlitser-
indi, en seinna hyggst hún taka fyrir ein-
staka liði, svo sem islenzka leikritun i
dag, verkefnaval leikhúsanna, þýðingu
þess að setja upp sígild verk o.s.frv.
Verða þeir þættir kryddaðir með við-
tölum við ýmsa leikhúsmenn.
Þegar Bjarnleifur kom niður 1 leiklistarskóla til aö taka mynd af Sigrúnu Val-
bergsdóttur urðu með þeim fagnaðarfundir. Þau höfðu hitzt áður 1 Liege i Belgiu.
Sigrún var að villast þar fyrir þremur árum og sneri sér að þeim manni á göt-
unni, sem henni fannst franskastur i útiiti og skellti á hann sinni flnustu Parísar-
frönsku. En hvaö sem hún vandaði sig gerði maðurinn ekkert nema hrista haus-
inn, svo hún gafst upp við að gera sig skiljanlega.
Rétt á eftir mætti hún honum öðru sinni, nú i fylgd með tveimur siðhærðum vik-
ingum. Þegar þeir gengu fram hjá heyröi hún annan þeirra segja: „Jæja, strákar,
hvernig Uzt ykkur á kvöldið?” Og þá kom i Ijðs, að „Frakkinn” var enginn annar
en hann Bjarnleifur okkar sem þarna var sem oftar i fyigd með fslenzku landsliði.
YFIRHEYRSLAN - sjónvarp i kvöld kl. 21.00 í kvðld
ANDRÚMSLOFTIÐ í
LÖGREGLURÍKI
Myndin, sem sjónvarpið hefur á dag-
skrá í kvöld, fjallar um lögreglufulltrúa
og óbreyttan borgara í lögregluríki.
Þetta er saga, sem viða gæti gerzt, en er
staðsett i Argentínu.
Lögreglufulltrúi sýnir konu, sem hann
er að yfirheyra, megna fyrirlitningu og
reynir að brjóta hana niður andlega. Og
hann hefur miklu rpeiri áhuga fyrir
beinni útsendingu frá heimsmeistara-
keppninni í fótbolta, sem stendur yfir á
sama tima, heldur en vandræðum þess-
arar móður, sem leitar dóttur sinnar.
Einhvers staðar í lögreglufulltrúanum
eru leifar af manneskju — en myndin
lýsir, hvernig andrúmsloftið i lögreglu-
ríki þjakar fólkið, sem í því þýr, og þreyt-
ir opinberum starfsmönnum í ómenni.
Leikur þeirra Lars Ambler sem lög-
reglufulltrúinn og Ingu Landgré sem
móðirin er sérstaklega áhrifamikill.
Inga Landgré hóf leikferil sinn sextán
ára gömul í léttum gamanmyndum, m.a.
með Nils Poppe, en hefur siðan leikið í
alls konar myndum, þ.á m. hjá Ingmar
Bergman i Sjöunda innsiglinu. Lars
Ambler er fastráðinn hjá Dramaten, en
er einnig vinsæll sjónvarpsleikari i Svi-
þjóð.
Höfundur Yfirheyrslunnar, Jacobo
Langsner, hefur siðustu misseri búið á
Spáni. Þótt hann telji sig ekki sérlega
pólitískan rithöfund varð honum ekki
vært í heimalandi sínu, Argentinu,
vegna skoðana sinna og verk hans eru
bönnuð þar. 1 marz síðastliðnum var
hann á ferð i Stokkhólmi og fékk þá til-
mæli frá sjónvarpinu þar um að semja
þetta sjónvarpsleikrit. Var það siðan
frumsýnt í Svíþjóð 7. júní, á sama tíma
og heimsmeistaramótið í fótbolta var
haldið í Argentinu. Fléttast það inn í
myndina eins og áður er sagt.
IHH
Á TÍUNDA TÍMANUM — útvarp íkvöld kl. 21.10
NÝR GALDRAMEISTARI
KEMUR í HEIMSÓKN
„Við ætlum að taka fyrir hvers konar
hjátrú, galriratrú, draugatrú, trú á
stjörnuspádóma og aðra hjátrú,” sagði
Hjálmar Árnason um þáttinn á Tíunda
tímanum i kvöld.
„Við ræðum við fólk sem starfar á
þessu sviði eða þekkir til þess á annan
hátt. Einnig ræðum við við fólk á göt-
unni. Að öllum líkindum kemur einnig í
heimsókn nýr galdrameistari sem aldrei
hefur komið fyrr fram opinberlega. Þessi
galdrameistari getur galdrað svo að segja
alla hluti. En hann er mjög hlédrægur
svo við gefum ekki upp hvað hann
heitir.
Þá verða fastir liðir eins og venjulega.
Topp fimm og leynigestir. Og er ekki
bezt að hafa föstu klisjuna með, ef tími
vinnst til verður einnig lesið úr bréfum
frá hlustendum,” sagði Hjálmar.
DS.