Dagblaðið - 08.01.1979, Síða 32

Dagblaðið - 08.01.1979, Síða 32
frfálst, úháð dagblað MÁNUDAGUR 8. JAN. 1979. Loðnuverðið: Verður um 16.40 íbyrjun vertíðar — fulltrúar loðnu- bræðslnanna töldu verðiðof hátt Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins ákvað loðnuverð sem gilda á í vetur á fundi sínum á laugardaginn. Er grunnverðið 12 kr. miðað við 8% fitu og 16% fitufrítt þurrefni. Er þá taliö að verðið verði 16,40 krónur í byrjun vertiðar miðað við að loðnan verði í svipuðu ástandi og í fyrra um sama leyti. Verðið var ákveðið með atkvæðum oddamanns nefndarinnar og fulltrúa seljenda — sjómanna og útgerðar- manna. Fulltrúar kaupenda — loðnu- bræðslnanna — töldu verðið of hátt. ÓG. Fiskveiðisamningar: Færeyingar veðurtepptir Færeyska nefndin, sem væntanleg var til Reykjavíkur í gær til viðræðna um endurnýjun á samningi milli land- anna um gagnkvæma fiskveiðiheim- ildir komst ekki til landsins vegna veð- urs. Vonast er eftir henni í dag og munu viðræður þá hefjast samstundis. ÓG. Fiskveiði- stefna næsta árs mótuð innan skamms — ísamráði við fiskifræðinga og hagsmunaaðila Kjartan Jóhannsson, sjávarútvegs- ráðherra, hyggst nú í mánuðinum hefja viðræður við fiskifræðinga og hagsmunaaðila aðra í sjávarútvegi i þeim tilgangi að freista þess að móta fiskveiðistefnu hér við land á þessu ári á mun víðari grundvelli en áður hefur verið gert. Unnið er að gagnasöfnun fyrir þess- ar viðræður og má búast við að út úr viðræðunum komi nýjar hugmyndir svo sem meiri samvinna um landanir, þ.e. að skip frá einu byggðarlagi landi t.d. i öðru, sé hráefnisskortur þar, o.s.frv. Einnig flutningur ýmissa teg- unda hráefnis til þeirra staða þar sem hagstæðast er að vinna úr þvi. -G.S. Engin von á hláku — en snjókoman minnkar sunnanlands Það bættist talsvert við snjóinn í Reykjavík og nágrenni í nótt, en sam- kvæmt upplýsingum Markúsar Á. Ein- arssonar veðurfræðings í morgun virðist endi bundinn á snjókomuna í bili sunn- anlands. Áttin snýst í norð-austur og léttir til með frosti. Það er því ekki von á hláku, a.m.k. ekki tvo næstu sólar- hringa. Á Norður- og Austurlandi er nú góð- viðri með töluverðu frosti. Er áttin breytist má búast við éljum þar. Snjó- koma var í morgun á Suðurlandi en þar léttir til, en éljagangur var á Vest- fjörðum. -JH. Ákveðið hefur verið, að Jónína Guðnadóttir leirkerasmiður hanni verðlaunagripi þá sem veittir verða sem Menningarverðlaun Dagblaðsins í febrúar. Jónina er talin með okkar hæfustu listamönnum á þessu sviði og nam m.a. i Svíþjóð, þar sem hún iðkaði einnig glerblástur og glermunagerð fyrst islenzkra listamanna. Hún hefur síðan haldið einkasýningar og tekið þátt i samsýningum hönnuða og ann- ars listafólks. Nú á næstunni tekur hún þátt í samsýningu leirkerasmiða í Gallerí FÍM við Laugarnesveg. Verðlaunagripir hennar fyrir DB verða líkast til skreyttir leirskildir, hver með sínu lagi, og inn í þá verða koparskildir felldir og munu þeir bera nöfn verðlaunahafanna. Mun DB birta af þeim myndir um leið og lista- konan hefur lokið við þá. Að Stjörnumessu DB og Vikunnar lokinni munu svo atkvæðaseðlar vegna þessara menningarverðlauna birtir, en i millitíðinni munu dóm- nefndir taka til starfa. Verða þær kynntar næstu daga. -A.I. Farþegar f innanlandsflugi voru fluttir með rútum frá Reykjavfk til Keflavikur, eins og um millilandaflug væri að ræða. DB-mynd Hörður. Aðeins rætist úr fluginu Innanlandsflug frá Keflavík Heldur rættist úr erfiðleikum innan- landsflugsins í gær, samkvæmt upplýs- ingum Sveins Sæmundssonar blaðafull- trúa Flugleiða. Bremsuskilyrði á Reykja- víkurflugvelli voru ekki nógu góð í gær fyrir Fokker vélar Flugleiða og því voru 3 vélar sendar til Keflavikurflugvallar og innanlandsflugi haldið uppi þaðan. Rúta flutti farþegana síðan til Keflavíkur og til baka. Tvær vélar urðu eftir i Reykjavík og gátu þær síðan flogið i gærkvöldi, er frostið jókst og bremsuskilyrði vallarins bötnuðu. Flognar voru átta ferðir til Akureyrar, fjórar frá Keflavík og fjórar með Twin Otter vélum Flugfélags Norð- urlands, en þær vélar gátu notað Reykjavíkurflugvöll. Þá voru einnig farnar ferðir til Egilsstaða, Sauðárkróks og Hornafjarðar frá Keflavik. í dag eru þrjár vélar í Keflavík og verður flogið til Vestmannaeyja, Húsa- vikur og Akureyrar. Búið er að hreinsa Keflavíkurflugvöll og verið er að hreinsa Reykjavíkurflugvöll. Helztu vandræðin nú eru, að ekki hefur verið hægt að fljúga til Isafjarðar, þar sem völlurinn þar hefur verið lokaður. Þangað verða sendar 4—5 vélar, strax og færi gefst. Vængir gátu haldið uppi áætlun, þar sem vélar þeirra gátu notað Reykjavík- urflugvöll. -JH. Jónina Guðnadóttir, leirkerasmiður. Jónína hannar menningar- verðlaun DB LagmetitilSovét: Tugmilljóna kröfur vegna skemmdra sendinga — viðræður hefjast í Moskvu í þessari viku „Ég geri ráð fyrir því, að við förum til samningagerðar við Sovétmenn i næstu viku,” sagði Gylfi Þór Magnús- son, framkvæmdastjóri Sölustofnunar lagmetisins, í viðtali við DB. Samningaviðræðurnar fara fram i Moskvu Þangað fara með Gylfa þeir Egill Thorarensen, framkvstj. Siglósild hf. og Mikael Jónsson, framkvstj. K. Jónsson & Co. h/f, Akureyri. Heildarútflutningsverðmæti lag- metis á síðasta ári var 1,8 milljarðar króna. Til Sovétríkjanna var selt fyrir 1,2 milljarða króna eða 68% af heild- arútflutningi Sölustofnunar lagmetis- Jafnframt því, sem samningamenn ræða væntanleg viðskipti, nota þeir tækifærið til þess að setja niður á- greining, sem upp kann að hafa komið á siðasta samningatimabili hverju sinni. DB hefur heimildir fyrir því, að tvær meiri háttar kvartanir hafi komið frá sovézkum viöskiptavinum okkar á síðasta ári vegna gaffalbita, sem ekki stóðust gæðakröfur samkvæmt samn- ingum að mati kaupenda. Samkvæmt heimildum DB var krafizt bóta fyrir um 3.400 kassa úr sendingu, sem var alls 11.200 kassar. Sömu heimildir segja, að samkomulag hafi orðið um að bæta kaupendum a.m.k. verulegan hluta jiessa magns. Er hér um að ræða verulegar fjár- hæðir eða ekki undir 40 milljónum króna. Þá er talið að gæðum hafi þótt á- batavant i nærri helmingi annarrar sendingar, sem var alls rúmlega 21 þúsund kassar af gaffalbitum. Um það hefur ekki verið samið enda ekki við- urkennt að krafa kaupenda sé rétt- mæt. Rétt er að taka það fram, að fram-. kvæmdastjóri Sölustofnunarinnar vildi ekki kannast við ofangreindar kvartanir eða bætur vegna þeirra. -BS. RAFORKUKERFIÐ AÐ KOMAST í SAMT LAG AFTUR — rafmagn komstá að mestu íDölunum ígær Segja má að raforkukerfi landsins sé uppsveitum Borgarfjarðar og berja is- að mestu komið í samt lag eftir ingu af linum og staurum, en rafmagn áhlaupið fyrir helgina. Að sögn Bald- komst á þar á laugardag. urs H'elgasonar hjá Rafmagnsveitum , Truflanir á veitukerfinu í áhlaupinu ríkisins var rafmagni hleypt á Dalina í fyrir helgina urðu einkum á Vestur- gær, en ekki hafði tekizt að gera við landi og Suðurlandi en fyrir norðan og fyrr en þá. í morgun kl. 5 var lokið við austan gætti þeirra lítt eða ekki vegna siðustu útlínur heim að bæjum. þess að hitastigið var hagstæðara. f gær var verið að yfirfara linur i -JR. /y Kaupio ,5 TÖLVUR I* OG T.ÖLVl BANKASTRÆTI8

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.