Dagblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 2
RÍMAN LIFI Mánudaginn 5. febrúar sl. birtist lítil grein i Dagblaðinu, rituð af nokkrum ungum mönnum, sem segjast vilja „endurvekja og hefja á loft það besta úr gamalli íslenskri menningu”. Þar eiga þeir við rímna- kveðskap „sem grátlega litil rækt hefur verið lögð við nú á öld dægurtónlistar”. Ég get ekki stillt mig um að færa þessum ungu mönnum mínar bestu þakkir fyrir þeirra timabæru hvatningu. Jafnframt vil ég láta þess getið, hafi einhverjir ekki vitað það áður, að i Reykjavík er starfandi félagsskapur, sem heitir Kvæða- mannafélagið Iðunn. Það vill svo til að» á næstkomandi hausti verður félagið 50 ára. Það hefur verið starfandi öll þessi ár, þótt minna hafi borið á starf- semi þess síðustu árin. Félagið hefur reynt, eftir föngum, að efla og varðveita íslenska vísnagerð og rímnakveðskap, en oft hefur verið við ótrúlega ramman reip að draga: Fordóma, skilningsleysi og van- þekkingu. Kvæðamenn eru fyrir löngu þreyttir á að ganga með betlistaf fyrir auglit ráðamanna Ríkisútvarpsins til að koma á framfæri einum af hinum dýrmætustu menningarperlum, sem þjóðin hefur eignast. tslenska stakan er ekki aðeins séríslenskt fyrirbæri, heldur er hún og ásamt kvæða- lögunum, nálega óþrjótandi brunnur fróðleiks, fjölbreytni og fegurðar. Skáldjöfurinn og gáfumaðurinn Einar Benediktsson segir á einum stað í formála fyrir ljóðabókinni Hrannir, eftir að hafa rætt þar um rímnagerð og kvæðalagaflutning: „Það er kominn timi til að íslendingar hætti að skammast sín fyrir það besta sem þeir hafa gert.” Sem betur fer virðist ungt fólk vera að vakna til meðvitundar um þessa staðreynd og hefurlosnað'undanfárán- legum hleypidómum og grillum, sem þjóðin hefur verið haldin af varðandi rímur og kveðskap um áratuga skeið. ' Ég vil benda öllum á, sem áhuga hafa að veita þessu málefni lið, að Kvæðamannafélagið Iðunn er opið öllum, sem vilja kynna sér þetta af eigin raun, yngri sem eldri. Það er vissulega kominn tími til að tslendingar fari að meta að verðleikum eina sina elstu og dýrmætustu menningararfleifð. Undirritaður er fús til að veita allar þær upplýsingar og aðstoð, sem honum er unnt að láta i té. Magnús J. Jóhannsson, simar 20034 og 36995. Ö\öá smáVa- mn aldre' 'n'cfl"ö“«n**Wf''n n'4n,fla veIi6 ,10»™»“ „ me6 yms»’ . sVuVl»t viöhös -----* etnstaeðr m6ðuf LtKO •Hl\AV SÓU slö,n 1 m tokun tíi hcíut vcnö vtövörun um .f ieVium»>«nn'*^ mKfirt\aunJti 24.23\S*mU*S •*mu n RafveUun.T ^ctU^ar sem v'nn U swtísmanna^^n^r ^borftat^^ mat. mo° örir a»ta Vn.6 s»6» --T'ítn' NO""" "_W>v»» f"‘T. h.nn cr minntut i gefrn tot<KÖ neiut k»™ndlfl af vina*"*'"". N6nm „SVELTANDIFOLK VID BÆJARDYRNAR” Guðbjörg Jósefsdóttir hríngdi: Ég las í Dagblaöinu fyrir nokkrum dögum frásögn af lífi ungrar konu sem er i vandræðum vegna þess að hvorki rlki né bær vill gera neitt henni til hjálpar og er hún þó einstæð og með þrjú börn. Nú geri ég það að tillögu minni að Dagblaðið standi fyrir fjár- söfnun handa þessari ungu konu til að koma henni út úr mestu vandræðun- um. Er ég viss um að margir myndu vilja leggja þeirri söfnun lið, til dæmis ég sjálf þvi ég veit af eigin reynslu hvað það er að hafa litið handa á milli. Mér finnst undarlegt að hugsa mér sveltandi fólk við bæjardyrnar hjá okkur á meðan við skjótum saman handa fólki úti í heimi. Fólki sem mér er sagt að fái yfirleitt ekki það sem því er sent. Nær væri að hjálpa þeim sem nær eru. Fleiri kvarta yfir mjólkinni í Bolungarvík: r drekka mjólkina sfna sjálfir önnur húsmóðir I Bolungarvik hringdi: Miðvikudaginn 7. febrúar birtuð þið kvartanir um mjólkina sem við fáum hingað frá ísafirði. Þeir senda okkur mjólk sem framleidd er þar á staðnum og er því miður bæði fljót að súrna og í pokum sem alltaf eru að rifna. Sjálfir drekka þeir ágæta mjólk frá Reykja- vík sem kemur í traustum kössum og fernum. Ég er hjartanlega sammála þessari gagnrýni og vil eindregið biðja um betri mjólk handa okkur Bolvikingum. En þvi miður virðist litið þýða að kvarta við ísfirðingana. Þeir segja alltaf: „Ja, þetta er bara svona og því erekki hægt að breyta.” Það er eina svarið sem við fáum. Isf irðingar eiga að DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRUAR 1979. Hrafnista I sól, sumri og snjóleysi. Forstjóri Hraf nistu DAS: „Við höfum alltaf borið sand á aðal- innganginn” Rafh Sigurðsson, forstjóri Hrafnistu DAS, hafði samband við DB vegna lesendabréfa i blaðinu um að tröppur á húsinu væru illa mokaðar. „Við erum með 13 útgöngudyr,” sagði Rafn, „en við höfum reynt að halda aðaldyrun- um hreinum og við höfum alltaf borið sand á aðalinnganginn.” Rafn sagðist hins vegar vilja benda fólki á að nota sem mest eldhúsdyrnar í norðri, í stað þess að vera að fara með gamla fólkið upp tröppurnar á aðalinnganginum. Hann sagðist ekki vita til að beinbrot hefði orðið við Hrafnistu en forráðamenn stofnunar- innar hefðu vissulega jafnmiklar áhyggjur af þessum málum og aðrir og því vildi hann benda fólki á að nota greiðfærustu leiðirnar i stað þess að vera að vaða i sköflunum. Beint póst- samband við Luxemburg Krístján Hafliðason hjá Bögglapóst- stofunni hafði samband við blaðið vegna bréfs sem nýlega birtist um erf- iðar póstsamgöngur við Luxemburg. Sagði hann að nú væri málið komið á rekspöl eins og hann hefði lofað. Búið væri að setja mann i málið og bréfa- skriftir hafnar viö Luxemburg. Liklega tæki breytingin i beint póstsamband um mánuð en ekki taldi Kristján að neinir erfiðleikar ættu að vera þvi fylgjandi að koma þvi á. ORYRKJABENSIN? „Nú þegar rætt er um bensinverð, þ.e. að það verði svo hátt að fólk fari yfirleitt að feröast með strætisvögnum því það muni yfirleitt ekki hafa efni á að kaupa bensín á bílinn, kemjir mér í hug, hvað með öryrkjana? Þeir hafa sumir fengið afslátt af toll- um og gjöldum svo þeir geti keypt bil. Yfirleitt mun þetta fólk ekki geta ferð- azt með strætisvögnum. Hvar fær það peninga sem hægt er að kaupa bensin fyrir? Er ekki hrein og bein skylda vald- hafa að sjá þessu fólki fyrir ódýrara bensíni en er til sölu á bensínstöðvun- um. Ég tel að þetta sé ekki umtalsvert magn og auðvelt að spyrna við óhóf- legri notkun. En eitthvað verður að gera í þessu máli og það fljótt — mjög fljótt. Asgeir Guðmundsson iðnskólakennarí

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.