Dagblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1979. Boumedienne, forseti Alsír, gerði sér strax grein fyrir hvað var þarna að gerast. Hann var heldur ekki seinn á sér að koma upp sínum mönnum og kallaði þá að sjálfsögðu þjóðernis- sinna, sem segjast krefjast frelsis og sjálfstæðis Sahara. Nú er svo komið að Marokkó hefur fengið leyfi Máritaníustjórnar til að staðsetja herlið í landinu. Eru allaf horfur á að það verði þar til fram- búðar. Polisario hreyfingin hefur náð nokkrum árangri gagnvart Máritaníu, sem hefur aðeins tólf þúsund manna illa búinn her. Eru þeir nú að leita samninga. Niðurstaða þeirra mun að verulegu leyti fara eftir afstöðu hinna nýju leiðtoga Alsír, þeirra sem tekið hafa við af Boumedienne. Ef stefnu hans verður haldið áfram eru allar líkur taldar á að styrjöldin muni halda áfram og Máritania muni missa sjálf- stæði sitt og verða i það minnsta meira og minna undir stjórn Marokkó. Loka- úrslitin í deilu Marokkó og Alsir væru allsendis óviss og ekkert líklegra en að styrjöld brytist út á milli landanna. ástæðna má nefna sérstaklega tvennt, í fyrsta lagi venju og í öðru lagi afstöðu manna almennt gagnvart notkun vana- bindandi efna. Hér á landi, eins og í hinum vestræna heimi, er t.d. áfengis- neysla útbreidd venja og afstaða manna gagnvart þessari venju er um- burðarlyndi. Því er það, að fjöldi manns kemst i kynni við áfengið og byrjar að neyta þess. Á sama hátt eru sumir hópar þjóðfélagsins umburðar- lyndir gagnvart fikniefnum og er notk- un þeirra almennari þar en í öðrum þjóðfélagshópum. Það liggur því i augum uppi að samgangur við þá hópa býður upp á notkun fíkniefna með auðveldu móti. Þeir, sem eru i mestri hættu, eru börn og unglingar. Rétt fræðsla um allar hættur þessara efna er því nauðsynleg, en hálfur sannleikur er verri en enginn sann- leikur. Kjallarinn Sigríður Ásgeirsdóttir Forvitni er ein algengasta orsök fíkniefnaneyslu Rannsóknir hafa leitt í ljós, að for- vitni er ein helsta orsök þess að menn byrja að neyta fíkniefna. Vitneskja um fíkniefnin og notkun (áhrif) þeirra þarf að vera fyrir hendi i einhverjum mæli, til þess að forvitnin vakni. Sé vitneskju um fikniefni komið á fram- færi á þann hátt að hún veki forvitni manna, stuðlar hún að þvi að menn byrji á neyslu þeirra. Þannig getur röng eða ónákvæm fræðsla um fíkni- efni aukið misnotkun þeirra í stað þess að draga úr henni. Einnig er mögulegt að „fræðsla” eða upplýsingar um fíkniefni, sem settar eru fram á þann hátt, sem líklegur er til að vekja for- vitni manna, stafi frá aðilum sem hagnast á sölu fikniefnanna og eru sterkar líkur á því, að þáttur seljenda fíkniefna sé mun stærri í opinberum umræðum og blaðaskrifum en menn almennt gera sér grein fyrir. Ábyrgð fjölmiðla er mikil Mikil ábyrgð hvílir á fjölmiðlunum í sambandi við birtingu hvers kyns um- mæla um fikniefni og neyslu þeirra. T.d. hafa skrif í blöðunum undanfarið- mjög einkennst af umburðarlyndi gagnvart cannabisneyslu. Eitt blað- anna upplýsir, að það hafi sjálft lagt til mynd, sem birtist með aðsendri áróðursgrein um cannabis. Var það sakleysisleg mynd af cannabisjurt, en því ekki að birta mynd af einhverjum vesalingi, sem hefir orðið fíkniefnum að bráð? Af nógu er að taka. Fíkniefnaneysla er orðin alvarlegt vandamál i mörgum löndum. Það þarf enginn að búast við því, að fíkniefna- neysla komi í stað neyslu áfengis. Sú hefir ekki orðið reynslan, heldur hefir fíkniefnaneysla bæst við áfengisneysl- una. Rétt fræðsla um likamleg og félagsleg áhrif fikniefna er eina vörnin gegn útbreiðslu þeirra. Ég skora því á yfirvöld landsins að hefjast þegar handa um fræðslustarf meðal æsku landsins og allra lands- manna um böl það, sem cannabis og önnur fíkniefni hafa valdið i heimin- um og treysti því, að almenningur og fjölmiðlarnir leggi fram sinn skerf í baráttunni við fíkniefnabölið, sem því miður er orðið raunhæft hér á landi nú þegar. Sigrfður Ásgeirsdóttir hdl. 11 VINNA LÖGD Á VOGARSKÁLAR Fimmtudaginn 1. febrúar birtist grein i Dagblaðinu eftir mann sem ekki þorir að láta nafn síns getið en skrifar undir dulnafninu Marinus. Fjörulalli þessi öfundast mikið yfir miklum aflahlutum rækjusjómanna, sem hann tíundar af bestu getu, telur hann að þar fái menn mikinn pening fyrirlitla vinnu. Það verður að teljast lúalegt af þess- ari persónu, sem áðurnefndan pistil skrifar að ráðast rneð öfund á stétt rækjuveiðimanna, þar sem bátar jæirra í mörgum byggðarlögum hafa verið bundnir við bryggju alla haust- vertíðina og hafa nú nýverið byrjað veiðar. Þá ályktun má draga af grein Marinusar að hann muni vera ríkis- starfsmaður. Er hann kannski ríkis- starfsmaður á þann máta að honum beri að mæta kl. 09:00 að morgni en komi kl. 10:00, borði frítt í vinnutím- anum eða fyrir litinn pening, lesi öll dagblöð í vinnunni og er svo kominn heim til sin kl. 16:00? Hefur hann kannski fria íbúð? Til samanburðar vil ég geta þess hvernig veiðidagurinn gengur yfirleitt til hjá rækjusjómönnum. Þeir vakna kl. 06:00 á morgnana til þess að fara á sjóinn og eru að koma heim til sín frá kl. 21:00 til kl. 23:00 á kvöldin. Þ.e.a.s. lendi þeir ekki i töfum á sjónum, sem oft vill verða, þá getur þessi tími orðið mun lengri og dregist fram á nótt að þeir komi heim. Þessir menn standa við vinnu sína á „dekkinu” allan daginn i stundum mjög vondum veðr- um, oft blautir og kaldir, meðan þú Marinus horfir e.t.v. á umtalað sjón- varp i rólegheitum. Rækjuveiðar geta verið stöðvaðar á hvaða tima sem er, þar eru menn ekki í starfi eins og þú sem býrð við það at- vinnuöryggi að ekkert fær þvi raskað hvernig sem þú hagar þér. Ég vil hins vegar taka fram svo að pað valdi ekki misskilningi að ég tel kaup ríkisstarfsmanna margra hverra síst of hátt, eflaust mætti það vera mun hærra a.m.k. hjá duglegum og samviskusömum mönnum sem ég veit að margir eru, sem á ríkisins vegum vinna. Ákvörðun verðlagsráðs Marinus gerir síðustu ákvörðun verðlagsráðs sjávarútvegsins á rækju að umtalsefni og hneykslast mikið á því að verð skuli hafa verið hækkað um að meðaltali 15%, mitt i öllum verðstöðvunum eins og hann orðar það. Mér er hinsvegar ekki kunnugt um að verðstöðvanir séu í gildi um þessar mundir hér á landi, þar sem verð- hækkanir á öllum hlutum skella yfir næstum daglega, svo sem verið hefur i mörg ár. Skyldi maðurinn hafa verið í frii á Kanarieyjum um langa hrið og hafi þvi ekki fylgst nægjanlega með málum hér? Aftur á móti gera menn sem sitja í verðlagsráði sjávarútvegsins það sem hann gerir ekki, það er að kynna sér hlutinaí heild. Verðflokkar á rækju eru 8 talsins, sem flokkast eftir stærð hennar. Láta mun nærri að fyrir rækju þá er veiðist í Isafjarðardjúpi fái bátar að meðaltali um 170 krónur pr. kíló, en ekki 210 kr. pr. kíló eins og Marinus reiknar með. Þar af er greidd olía af óskiptum afla sem hann tekur ekki með í dæmið. Ennfremur segir hann að bátum gangi vel að ná i 6 tonna vikuskammtinn, sem leyfður er. Sann- leikurinn er hinsvegar sá, að fyrstu vikurnar í janúar náðu um 25—30% Kjallarinn Konráð G. Eggertsson bátanna þessum skammti, en nú er aflabrögðum þannig farið að t.d. i síð- ustu viku náðu einungis 8 bátar af 40 hér við Djúp þessum afla.enda þótt ró- ið væri upp á hvern dag vikunnar. Dæmi eru til um 7 tonna mánaðar- afla báts i janúar, sem var þó við veið- ar allan mánuðinn. Nú fer rækja mjög smækkandi svo að margir bátar hafa lent í umtals- verðum fésektum til sjávarútvegsráðu- neytis, sökum þess að oft hefur það komið fýrir að rækja sú er þeir koma með að landi stenst ekki þær lágmarks- tölur, sem leyfðar eru, en slíkt er oft ■ erfitt að sjá fyrir, er eftirlitsmaður i byggðum fyrir stríð, bátum sem þeir hafa haldið við af elju og dugnaði ára- tugum saman. Það má mikið vera ef Marinus getur farið i þeirra fótspor. Ætli hann langi annars nokkuð til þess. Ekki kæmi mér það á óvart að bill- inn hans og íbúðin væru flottari en þessara manna, ef að væri gáð. Skattfríðindi og stutt vertíð Þau skattfríðindi sem pistilshöfund- ur telur að rækjusjómenn heimti nú, höfum við aldrei heyrt minnst á fyrr. Við förum ekki fram á nein aukin skattfriðindi okkur til handa. Það þarf væntanlega ekki að rifja það upp fyrir neinum hversu áhættu- samar rækjuveiðar hafa reynst hér á landi, bæði lifi og limum manna. Innfjarðarveiðar standa yfirleitt ekki lengur yfir en rúma 3 mánuði á ári hverju og er nú allt útlit fyrir að sá timi kunni að verða enn skemmri. Trúlega þætti fáum gaman að búa við slíkt öryggisleysi í atvinnumálum. Enda þótt rækjubátar lægju við bryggju í allt haust virðast þó vera til menn sem hafa litla samúð með þeim erfiðleikum sem þar voru á ferðinni, samanber Ólaf Björnsson sjóðafróða talnahagræðing úr Keflavík, sem kominn mun vera af landflótta Norð- mönnum eins og fleiri, en t.d. telur hann það Ijótan sið hjá rækjumönnum fyrir vestan að ætla sér að binda við bryggju á kostnað sjóðanna. Innfjarða rækjuveiðimenn hafa aldrei úr sjóðn- um tekið, enda þótt Ólafur hafi komist I tölur Aflatryggingasjóðs fyrir árið 1978 sem almenningi hafa ekki enn verið birtar, þar sem skipum sem „Það verður að teljast lúalegt af þessari persónu, sem áðurnefndan pistil skrifar, að ráðast með öfund á stétt rækjuveiðimanna..." „Við förum ekki fram á nein aukin skattfríðindi okkur til handa ..." landi hefur talið rækju hvers og eins báts. Standist bátur ekki tölu eru sektir þær að afli er gerður upptækur allt frá 20% uppí 100%. Með þeim tölum sem ég hef hér rakið geta einstaka bátar, sem ná 6 tonna vikuafla, að því undanskildu að hluti úr afla þeirra sé ekki gerður upp- tækur, haft um kr. 960.000.00 í hlut á mánuði að frádreginni olíu. Hinsvegar er lægsti bátur á ísafirði í janúar með kr. 330.000.00 hlut yfir mánuðinn. Nú eru þessi hlutaskipti miðuð við að tveir menn haft um 60% en bátur- inn 40%. Þessi skiptaprósenta er orðin 40 ára gömul allt frá þvi að róið var til rækjuveiða á gömlum og skuldlitl- um smábátum fjögurra til sex lesta að stærð. Nú eru margir rækjubátanna orðnir 25—30 lestir að stærð, þar eru eig- endur i flestum tilfellum tveir og báðir á sjónum. Þessum mönnum dettur ekki i hug að framkvæma slík skipti, væri svo myndu menn ekki halda bát- um sínum stundinni lengur með því að svelta svo útgerð sína. Þeir sem eiga báta sína einir og eru með hlutaráðinn mann eru mun færri, enda eru þeir flestir á litlum eða gömlum bátum stunduðu úthafsrækjuveiðar í sumar allt að 300 lestir að stærð hefur verið úthlutað 13,4 milljónum í bætur. Þess- ar bætur rangfærir Ólafur upp á smá- báta, sem veiðar stunda innfjarða, sem er óskylt mál. Fyrst Ólafur Björnsson er farinn að skyggnast í bótagreiðslur fyrir árið 1978, þá væri kannski hægt að lesa t upp fyrir hann nokkrar tölur úr skýrslu þeirri þegar hún verður lögð fram. Það er ekki víst að honum liði neitt vel undir þeim lestri. Að lokum Næst þegar Marinus fjörulalli finn ur þörf hjá sér að öfundast út í ein- hverja stétt manna, þá væri heppilegra fyrir hann að finna einhver betri dæmi en rækjuveiðar, það er enginn öfunds- verður að stunda þann atvinnuveg eins og ástand og horfur eru í honum i dag. Vilji fjörulalli eiga meiri orðaskipti við okkur rækjumenn, þá bið ég hann að skríða frani úr fylgsni sínu, en vera ekki að fela sig bak við stein. Við skulum ekkert mein gera honum. Konráð G. Eggertsson ísafirði.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.