Dagblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1979. Til leigu í mióbænum á 2. hæð í steinhúsi ca 90 fermetrar, einnig ca 115 fermetra húsnæði tilvalið fyrir skrifstofur eða léttan iðnað. Upplýsingar í síma 25252 á daginn og 20359 á kvöldin. Iðnaðarhúsnæði til leigu Höfum til leigu fullfrágengið iðnaðarhúsnæði á Skemmuvegi 6 í Kópavogi, 250—300 m2. Lofthæð 3,50 m (frí lofthæð 3,20 m). Mal- bikað útisvæði og bílastæði, ca 470 m2. Aðeins hreinleg starfsemi kemur til greina. Upplýsingar gefur Páll Hannessson c/o Hlað- bærhf.,sími 75722. GEÐVERNDAR Pósthótf 1308 eða skrifstofa félagsins ■ QEOVERNC*RFÉUO ISLANDSB Hafnarstræti 5, simi 13468. Laus staða Staða lektors í lyfjafræði lyfsala í Háskóla Islands er laus til umsóknar. Umsóknarfresturer til 15. mars 1979. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf er þeir hafa unniö, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6 Reykjavík. Menntamálar&ðuneytið, 12. febrúar 1979. Norrænir styrkir til þýðingar og útgáfu Norðurlandabókmennta Fyrri úthlutun 1979 á styrkjum til útgáfu norrænna bókmennta í þýðingu af einu Norðurlandi á annað fer fram á fundi úthlutunar- nefndar 7.-8. júní nk. Frestur til að skila umsóknum er til 1. apríl nk. Tilskilin umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6 Reykjavík, en umsóknir ber að senda til Nabolandslitteraturgruppen, Sekretariatet for nordisk kultureít samarbejde, Snaregade 10, DK-1205 Köbenhavn K. Manntamálaróðuneytið, 7. febrúar 1979. —Smurbrauðstofan BJORNINN NjóBsgötu 49 - Simi 15105 |p FráBorgar- bókasafninu Bústaðabókasafn í Bústaðakirkju verður lokað frá og með laugardeginum 17. febrúar um óákveðinn tima vegna lagfæringa. Rannsóknarmaður í efnafræði Rannsóknarmaður- óskast til starfa við efna- fræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans. Æskileg menntun: BS próf í efnafræði eða hliðstæð menntun. Laun samkvæmt launa- kerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist framkvæmda- stjóra Raunvísindastofnunar Háskólans Dun- haga 3, fyrir 15. febrúar n.k. FYLGISMENN KEISARANS BERJAST ENN Menn úr fyrrum leynilögreglu keisar- ans í Iran virðast enn veita mótspyrnu í borginni Tabriz nærri landamærum Sovétríkjanna, samkvæmt útvarpsfregn- um þaðan. Eru þetta fyrstu fregnir af beinni andstöðu við hina nýju stjórn landsins síðan byltingin var gerð fyrir nokkrum dögum. Ekki kom fram í frétt- um hve harðir bardagarnir væru en sagt var að liðsmenn leynilögreglunnar ækju um götur Tabriz og skytu á vegfarendur. Einnig eru þeir sagðir hafa ruðzt inn á heimili, sjúkrahús og moskur. Blaðið Journal De Teheran sagði eftir heimildum sinum að tvennum sögum færi af afstöðu þeirra herdeilda, sem staðsettar væru í Tabriz. Svo virtist sem allir liðsmenn þeirra hefðu ekki tekið til- lit til áskorunar herstjórnarinnar um að láta innanlandsátökin afskiptalaus. Talið er að sjö hundruð og fímmtiu manns hafí fallið siðustu tvo sólar- hringana, sem óeirðir stóðu f tran og Baktiar forsætisráðherra var enn við völd. Hann var á tímabili sagður hafa ráðið sér bana en það reyndist rangt og er hann nú I haldi stuðningsmanna Bazargans núverandi forsætisráð- herra. Öll sjúkrahús 1 Teheran fylltust af föllnum og særðum og á myndinni hér til hliðar sést hvar hópur fallinna flugliða var lagður á ganga þar sem ekki var um annað rými að ræða. WvX;:;:-; Nei heyrið þið nú: Errol Flynn og Tyrone Power í ástarsambandi? önnur eiginkona bandaríska kvik- myndaleikarans Errol Flynn hefur harðlega mótmælt því að nokkur fótur sé fyrir þeim orðrómi að leikarinn hafi átt í þriggja vikna löngu ástarsam- bandi með kvikmyndaleikaranum Tyrone Power árið 1948. Fullyrðingar þess efnis koma fram í bók, sem samin er af rithöfundinum Charles Higham Errol Flynn. en hann hefur frásögnina eftir fyrrum ritara Flynns, sem á að hafa verið með þeim Errol Flynn og Tyrone Power á þriggja vikna ferðalagi þeirra um Mexikó. Eiginkona Flynn hefur lýst þvi yfir að fyrrum eiginmaður hennar, sem lézt áriö 1958, hefði slegiö hvern þann niður sem vogað hefði sér að kalla hann kynvilltan. Flynn var aðallega í ýmsum hetju- hlutverkum fyrr á árum en Tyrone Power var einn helzti hjartaknúsari bandariskra kvikmynda á sinni tíð. Hann er einnig látinn. Að sögn höfundar bókarinnar; Charles Higham, hafði Tyrone Power nýlokið við að leika í kvikmyndinni Captain from Castile og var orðinn heldur leiður á þeirri rómantísku þvælu, sem þar yfirgnæfði allt. Hafi leikararnir haft það í flimtingum sín á milli að þarna væru þeir mestu karl- stjörnur Hollywood saman í rúminu. Höfundurinn sagði um mótmæli fyrrum eiginkonu Errol Flynn að honum þætti leitt að hrella hana en staðreyndin væri sú að hún hefði ekki hugmynd um nema lítinn hluta þess Tyrone Power. sem eiginmaður hennar hefði tekið sér fyrir hendur á lifsleiðinni. Flynn þótti á sinni tíð lítill hófsmaður og lézt aðeins rúmlega fimmtugur, þá ger- samlega farinn að kröftum, andlega og líkamlega.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.