Dagblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRUAR 1979. 3 Á að leggja niður Útideildina? Takmarkalaus van- þekking á starfinu —f urðulegt að vinstri stjórn beiti sér harkalega fyrir niðurskurði á starfi að uppeldis- og félagsmálum unglinga Sem starfsmenn Útideildar getum við ekki orða bundizt og viljum vekja athygli almennings á ákvörðunum borgaryfirvalda að leggja Útideild niður. Það hljómar nánast ótrúlega að vinstri stjóm sem kallar sig félags- hyggjustjórn skuli velja að beita sér svo harkalega fyrir niðurskurði á fjár- lögum til uppeldis- og félagsmála ungl- inga, svo sem raun er. Borgaryfirvöld hafa að engu haft samþykktir Félags- málaráðs Reykjavíkurborgar og Æskulýðsráðs Reykjavíkurborgar um aukna starfsemi Útideildar. Hafa ákvarðanir um að leggja Útideild niður verið ákvarðaðar með einu pennastriki án samráðs við ráðin eða starfsmenn deildarinnar, sem lásu ákvörðunina í dagblöðunum. Það sem er undarlegast að okkar áliti við þessar ráðstafanir er að þær hafa sáralítinn sparnað í för með sér og hljóta því að bera vott um takmarkalausa vanþekk- ingu á starfi Útideildar og óvild I garð þeirra unglinga sem eiga undir högg að sækja. Útideild hefur nú starfað samfellt i nær tvö ár, en hafði þá árið áður verið rekin í fjóra mánuði sem tilraunastarf- semi og gaf góða raun. Tilgangur deildarinnar frá upphafi var að vinna að málum barna og unglinga (12—18 ára) i því umhverfi sem þau dvelja hverju sinni, með það fyrir augum að skapa gagnkvæmt traust, sem hægt er að beita til að efla sjálfsvitund, sjálf- stæði og félagsþroska þeirra, draga úr hættu á að þau leiðist út I aðgerða- leysi, óreglu og afbrot og stuðla að því að óskum þeirra og þörfum verði betur fullnægt. t Ijós hefur komið að margir ungl- ingar sem Útideild hefur haft afskipti af virðast ekki hafa I nein hús að venda með áhyggjur sínar og erfið- leika, þrátt fyrir hinar ýmsu stofnanir sem eru fyrir hendi. Sú sérstaða sem Útideild hefur er einmitt sú að starfs- fólk er úti meðal unglinganna, sem gerir það að verkum að skapazt hefur gagnkvæmt traust. Teljum við að þetta fyrirkomulag henti mjög vel og þær hugmyndir Alþýðubandalags um annars konar þjónustu myndu ekki ná sama árangri, en eru þó góðra gjalda verðar. Starfsemin fer aðallega fram aðfara- nótt laugardags og sunnudags og erum við þar sem unglingarnir hópast saman. Teljum við þennan þátt starfs- ins mjög mikilvægan til að kynnast nýjum unglingum, viðhalda sambandi við þá, veita þeim tímabundna aðstoð, aðhlynningu o.fl., en auk þess leggjum við mikla áherzlu á hópstarf sem fer fram í miðri viku. Sumir hópar sem hafa orðið á vegi Útideildar einkenn- ast af eirðarleysi og tíðri áfengis- neyzlu. Hefur markmið með hópstarf- inu því verió að beina þeim inn á aðrar brautir eins og félagsmiðstöðvarnar eða hin frjálsu félagasamtök, svo og fræða þau og ræða við þau um hin ýmsu mál. Við teljum að markmiði með stofn- un Útideildar hafi verið náð og hörmum að þeir peningar og sá tími ,sem hefur verið notaður í starfið verði nú að engu hafður. Við skorum þvi á borgaryfirvöld að endurskoða afstöðu sína. Stefania Harðardóttir Stefanía Sörheller. Sendum hungruðum börnum gjöf gulli betri Smjör og þorskalýsi Raddir lesenda I.V. hringdi: Nú er safnað í sjóði til handa hungr- uðum og deyjandi börnum í heimi hér. Bömum sem eru að verða blind vegna vöntunar á A og D fjörefnum meðal annars. Það vill svo til að hér á íslandi eigum við heilmikið fjall af smjöri sem mikið kostar að geyma og sennilega verður ónýtt. Og það sem betra er, þorskalýsið. Ef lifrinni hefur þá ekki verið allri hent vegna þess að ekki hefur borgað sig að vinna hana að talið er. Blessuðum hungruðu börnunum væri þó gulli betra að fá að njóta þess- ara heilsugjafa. Krónan okkar er verð lítil á heimsmælikvarða og margir telja að þeir peningar sem safnað hefur verið í sjóði og útbýtt komi að misjöfn- um notum og komi jafnvel ekki fram. Væri nú ekki hyggilegra að nota það fé sem safnast til að kaupa lýsi og minnka smjörfjallið? Ég hygg að fólk legði jafnvel meira af mörkum með þessu fyrirkomulagi en annars. Ekki svo að skilja að Islendingar hafi ekki verið allra þjóða fremstir að rétta fram hjálparhönd þegar þess hefur verið farið á leit. Vitað er um lækningamátt lýsisins við augnveiki, beinkröm og öðrum næringarsjúkdómum. Við sem höfum lesið Friðþjófssögu Nansens og um Níels Finsen og þá hjálp sem þeir veittu I sambandi við hungursneyð þá er ríkti eftir fyrri heimsstyrjöldina vita um að þá var kappkostað að senda fólki matvöru, kornvöru og lyf. Við eigum ekki kornhlöður að ausa úr en við eigum þorskalýsi og smjör, A og D vitamin. Verjum þessum söfnunarpen- ingum vel og réttum hjálparhönd sem að gagni kemur og það fljótt. Heimilis- iæknir Raddir lesenda taka við skilaboðum til umsjónar- manns þáttai.ns „Heimil- islæknir svarar" f síma 27022, kl. 13-15 alla virka daga. NY SENDING Teg. 500. Skinnfóðraðir ogmeð ieðursóia. Lhir: Drapp leður eða vínrautt leður. Stæðir: Nr. 36—41. Verðkr. 22.685.- Teg. 503 Skinnfóðraðir og með leðursóla. Litur: Koniaksbrúnt leður. stærðir: Nr. 36—41. kr. 22.685.- Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvöll — Sími 14181 Spurning dagsins Hvers vegna ertu í hjálparsveit? (Spurt hjá Landssambandi hjálparsveita skáta) Ólafur Emilsson lögreglumaðun /F.li það sé ekki bara af áhuga fyrir málefn- inu. Sumarliði Guðbjörnsson iögreglumaðun Það er fyrst og fremst áhuginn fyri málefninu svo er þetta mjög góður félagsskapur og ég hef mikinn áhuga á þessu skyndihjálparfyrirkomulagi. Gunnar Már Torfason vörubilstjórí: Af því að ég hef áhuga og gaman af að vera með þessum ungu og hraustu strákum. Ragnhildur Erla Halldórsdóttir hús- móðir: Aðallega af þvl að maðurinn minn er I þessu og til að skilja hans aðstöðu. Völundur Hermóðsson bifreiðarstjóri: Það er fyrst og fremst áhugi á starfinu og félagsstarfi og útilifi yfirleitt. Annars er ég ekki búinn að vera lengi I þessu en við I Aðaldal erum nýbúnir að stofna sveit. Sveinn Jóhannesson, fulltrúi hjá Sam- vinnutryggingum: Það má segja að það sé köllun eða þörf fyrir einhvers konar útrás.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.