Dagblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1979. 15 Sigurvegarínn í„Hvaö veiztuum tónlist?” Dreymdi tvisvar fyrír sigrínum „Það kom mér svo sem ekkert á óvart þegar ég las það í Dagblaðinu að ég hefði unnið litsjónvarp. Mig, var búið að dreyma fyrir þvi tvisvar sinnum,” sagði Jenný Lind Egilsdótt- ir. Hún bar sigur úr býtum i get- raunaleiknum Hvað veiztu um tón- list — Viltu eignast sjónvarp? sem Dagblaðið og Vikan gengust fyrir samhliða Vinsældavalinu. Og sigurinn kom nágrönnum Jennýjar og manns hennar, Gunnars Ringsted, í Borgarnesi ekkert á óvart. „Við höfum verið ótrúlega heppin að undanförnu,” sagði Jenný. „í febrúar í fyrra vann Gunnar utan- landsferð og ég aðra fyrir rúmum tveimurárum.” Sjónvarpstækið sem þau Jenný og Gunnar hljóta í verðlaun er af gerð- inni RANK. Það er japanskt að gerð en sett saman í Englandi. Ástæðan fyrir því er sú að skermurinn er 22ja tommu stór. Japönum er hins vegar ekki leyft að flytja út tæki með stærri skermum en tuttugu tomm- um. Því var ekki annað ráð fyrir þá en að láta setja tækið saman í ein- hverju öðru landi. — Umboðsfyrir- tæki RANK sjónvarpstækja hér á landi er verzlunin Sjónvarp og radió, Vitastíg 3 i Reykjavík. Þau Jenný og Gunnar tóku einnig þátt í Vinsældavali DB og Vikunnar. „Við völdum bæði Poker sem hljómsveit ársins,” sagði Jenný. „Úrslitin? Jú, ætli þau hafi ekki orðið svipuð og maður gat búizt við.” Gunnar Ringsted kennir við tón- listarskólann i Borgarnesi. Auk þess leikur hann einnig með hljómsveit- inni Chaplin þar á staðnum. Hann starfaði áður með hljómsveitum, b’æði á Akureyri og í Reykjavik, meðal annars Roof Tops. Vinnings- hafinn sjálfur, Jenný Lind Egils- dóttir, er „bara” húsmóðir. „Það vildi svo vel til að við vorum að velta því fyrir okkur að kaupa lit- sjónvarp, svo að sigurinn kom á hár- réttum tíma,” sagði Jenný. „Það eina sem ég óttast er að skilyrðin í Borgarnesi séu ekki nógu góð til að litirnir njóti sin jafnvel og í Reykja- vík. En einhvern tíma hlýtur það að batna.” SJÖNVARPSTÆKIÐ AFHENT — Helgi Péturs, sölumaður hjá Sjónvarp og radló, lengst til hægri á myndinni, út- skýrir leyndardóma RANK sjónvarpstækisins fyrír Jenný Lind Egilsdóttur og Gunnari Ringsted. DB-mynd Hörður. MEZZOFORTE FER Á SKÓLAMARKAÐINN Miklar mannabreytingar nýafstaðnar öðru hvoru hefur brugðið fyrir á siðum dagblaðanna hljómsveitar- nafninu Mezzoforte.Engirstórir upp- slættir eða hástemmdar lýsingar á getu einstakra hljómsveitarmanna, heldur aðeins stuttar tilkynningar um að Mezzoforte leiki eða hafi leikið á ákveðnum jazzkvöldum. „Já, Mezzofortc hefur nú verið starfrækt í hálft annað ár eða svo,” sagði Friðrik Karlsson gitarleikari og stjómandi hljómsveitarinnar í sam- tali við DB. „Upp á síðkastið hafa orðið nokkrar breytingar á liðsskip- aninni og í framhaldi af þvi ætlum við að leggja meiri áherzlu en áður á að leika opinberlega — til dæmis á tónlistarkvöldum framhaldsskól- anna.” Þrír af fimm liðsmönnum Mezzo- forte eru nýkomnir til starfa. Þeir eru Gunnlaugur Briem sem áður lék með hljómsveitinni Mónakó. Björn Thorarensen sem einnig lék með Mónakó sér um hljómborðaleik að hluta. Þriðji nýi maðurinn er Jóhann Ásmundsson bassaleikari. Hann var áður með hljómsveitinni Ópera. Gömlu mennirnir í Mezzoforte eru síðan Friðrik og Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari, báðir kunnir fyrir starf sitt með Tivolí um langt skeið. Sjötti hljómlistarmaðurinn er væntanlegur til starfa áður en langt um líður. Sá er Guðmundur Þ. sem áður söng með hljómsveitinni Mónakó. „Við höfum ákveðið að æfa upp dansprógramm og nota þá Guðmund með sem söngvara,” sagði Friðrik, „en þá ætlum við ekki að leika undir Mezzofortenafninu heldur finna eitt- hvert nýtt. Þessi hugmynd okkar um danshljómsveitina er hins vegar ekki fullmótuð ennþá svo að ég get lítið meira um hana sagt að þessu sinni. Hins vegar þótti okkur bezt að nota annað nafn en þegar við erum að leika frumsamið jazzrokk á tónlistar- kvöldum. Það er gjörólíkur hlutur.” Og að lokum: Hvað skyldi nafnið Mezzoforte þýða? — Friðrik leysti auðveldlega úr þeirri gátu. „Þetta er tónfræðimál — italska — og merkir meðalsterkt.” •ÁT. Vörubflahjólbarðar 1100-20-14 Verð kr. 92.300. 1000-20-14 --- 81.370. 900-20-12 ---- 67.370, Kínverskir hjólbarðar — einkaumboð á tslandi REYNIR S/F SÍMI95-4400 BLÖNDUÓSI. Laus staða Staða háskólamenntaðs fulltrúa í viðskipta- ráðuneytinu er laus til umsóknar. Laun sam- kvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 10. marz n.k. Viðskiptaráðuneytið 8. febrúar 1979. Fyrirlestur í kvölcf kl. 20.30 KJELL JOHANSON deildar- stjóri Æskulýðsráðs Stokk- hólms talar um œskulýðs- vandamál í stórborgum. Verið velkomin FRIÐRIK KARLSSON — Mezzoforte leikur frumsamda jazzrokktónUst. DB-mynd Ari. Æskulýðsráð Reykjavíkur NORRÆNA HUSIÐ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.