Dagblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 10
10 frjálsi, óháð dagblað Útgefandt Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Rkstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. RitstjómarfuVtiói: Haukur Heigason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes ReykdaL iþróttin HaHur Simonarson. AðstoÓarf réttestjórar Atli Steinarsson og ómar Valdi- marsson. Mannktgarmái: Aflabtainn Ingótfsson. Handrit Ásgrimur Páisson. Blaflamann: Anna Bjamason'Ásgeir Tómasson* Bragi Sigurflsson, Dóra Stafánsdóttir, Qbsur Sigurfls- son, Gunnlaugur A. Jónsson, HaOur HaNsson, Halgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Gufljón H. Pálsson. Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamlaifur Bjamlalfsson, Hörflur VUhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. GjakJkeri: Práinn Porialfsson. Sökistjóri: Ingvar Svainséon. Dralfing- arstjórí: Már E.M. Halldórsson. Rltstjóm Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrífstofur PverhottJ 11. Aflalsfmi biaflsins ar 27022 (10 llnur). Áskrift 2500 kr. á mánufli innanlands. i lausasölu 126 kr. eintakifl. Setning og umbrot Dagblaflifl hf. Sfflumúla 12. Mynda- og plötugarfl: HHmir hf. Sfflumúla 12. Prantun: Arvakur hf. SkeHunni 10. Gottfrumvarp Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra kaus að leggja fyrir ríkisstjórnina marg- frægt frumvarp um efnahagsmál á mánu- daginn var, tveimur sólarhringum áður en vísitölunefnd ríkisstjórnarinnar átti að koma saman til síðasta fundar. ___ Verkalýðsmálaráð Alþýðubandalagsins og ráðherrar þess leggja mikla áherzlu á þetta atriði í gagnrýni þeirra á vinnubrögð forsætisráðherra. Með sanngirni verður þó ekki betur séð en forsætisráðherra hafi verið í of miklu tímahraki til að bíða eftir nefnd, sem starfað hefur allt of hægt. Ólafur Jóhannesson tók upp í frumvarp sitt síðustu til- lögu Jóns Sigurðssonar hagrannsóknastjóra í vísitölu- nefndinni, þó með því fráviki, að frestun vísitölubóta umfram 5% 1. júní, 1. september og 1. desember skuli gilda í níu mánuði, en ekki tólf. í stórum dráttum má segja um frumvarpið, að það er soðið saman úr efnahagsfrumvörpum Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins og tekur sem betur fer lítið tillit til hugmynda Alþýðubandalagsins, sem voru sér á parti í veigamiklum atriðum. í loðnum kafla um fjárfestingarstjórn er lítið gengið til móts við hugmyndir Alþýðubandalagsins. Ennfremur hafa dottið út áhugamál þess um framleiðsluskipulag, framleiðniáætlanir og fleiri slík atriði, sem margir óttast, að eigi að vera fyrsta skrefið til ríkisrekstrar atvinnulífs- ins. Mikilvægasta atriði frumvarpsins eru lágu raunvext- irnir, framlag Framsóknarflokksins. Gert er ráð fyrir, að sparifé og lánsfé verði verðtryggt í áföngum til ársloka 1980, ef það er bundið til lengri tíma en þriggja mánaða. Jafnframt verði vextir lækkaðir, þar sem sparifjáreig- endur halda verðgildi sparnaðar síns. Þessi tillaga Ólafs er einstaklega raunhæf árás á verð- bólguna. Hún er ein sér merkari en aðrir liðir frumvarps- ins til samans. Hún ber þess líka vott, að landsfeður geti tekið til höndum, eins og þeir gátu síðast á fyrsta starfs- ári viðreisnarstjórnarinnar fyrir tæpum tveimur ára- tugum. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að verðbótavísitala launa verði reiknuð eftir framfærsluvísitölu, að frádregnum breytingum á óbeinum sköttum, niðurgreiðslum, launa- liði bænda, áfengi og tóbaki, svo og hluta af viðskipta- kjörum. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að ríkisbúskapurinn verði ekki meiri en 30% af þjóðarbúskapnum og að ríkisút- gjöld verði á árinu lækkuð um einn milljarð frá fjár- lögum. Það gerir ráð fyrir arðsemismati opinberra fram- kvæmda. Þar eru ákvæði um, að peningar í umferð aukist ekki nema um 25% á árinu og um 20% á næsta ári, að niður- greiðslur geri vöruverð ekki lægra en verð til bænda, að innlánsbinding í Seðlabanka aukist í 35% og að gildis- töku verðlagslaga verði flýtt. Yfirleitt stefna öll þessi atriði að hjöðnun verðbólg- unnar, svo harkalega, þegar allt er saman talið, að ýmsir óttast atvinnuleysi í kjölfarið. Verkalýðsmálaráð Al- þýðubandalagsins hefur iýst áhyggjum út af því. Auðvitað er hægt að slaka á klónni, ef atvinnuleysi fer að verða vandamál. En í ljósi yfirvofandi hækkana á olíu er öruggt, að ríkisstjórn og þjóð verða að draga saman seglin á næstu misserum. Að því stefnir frumvarp Ólafs, enda er það gott frumvarp. DAGBLADIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1979. Hver er stefna nýrra valdhafa í Alsír um Saharaeyðimörkina? V — stríð eða f riður í þessum heimshluta getur ráðizt af því og einnig hvort Máritanía heldur sjálf stæði sínu Sá hluti Afríku sem liggur lengst i norðvestri stendur nú á tímamótum. Þar hefur staðið yfir styrjöld undan- farin þrjú ár þó svo að formlega hafi henni ekki verið lýst yfir. Líklegast er að framtíð þessa heimshluta og þeirra þriggja ríkja, Marokkó, Alsir og Mauritaníu.ráðist mjögaf afstöðu arf- taka Boumediennes í Alsir til mál- anna. Skærumar i Saharaeyðimörkinni hófust árið 1975. Þá féllust Spánverjar á að afhenda þessa gömlu nýlendu sína til næstu nágranna, Marokkó og Máritaníu. Nokkrum vikum síðar höfðu svokallaðir þjóðernissinnar, hreyfing sem kölluð er Polisario, kraf- izt sjálfstæðis Sahara. Hlutu félagar hreyfingarinnar ýmsan stuðning frá Alsir. Þaðan komu vopn þeirra. Höfuðstöðvarnar voru þar og þaðan réðust þeir inn í hina gömlu spænsku nýlendu. Auk þess voru þeir með veru- legan uppsteyt innan landamæra Marokkó og Máritaníu. Málið er í raun mjög einfalt, Marokkó er að reyna að ná aftur valdatökunum á landsvæöinu sem liggur sunnan við fyrri landamæri ríkisins. Ekki er fjarri að hugsa sér að þetta sé svæðið suður að þeim hluta álfunnar sem svartir íbúar byggja. Alsírmenn vilja einfaldlega koma i veg fyrir að þetta ætlunarverk Marokkó takist. Á margan hátt eru þessi tvö riki sambærileg. Mannfjöldi þeirra beggja er um átján milljónir og löndin liggja bæði að mestu á þvi svæði Afríku sem liggur norðan Saharaeyðimerkurinnar og Miðjarðarhafsins. Áður en Frakkar komu og lögðu þessi ríki undir sig þá var það aftur á móti Marokkó sem réð yfir því svæði, í það minnsta í orði, sem núerdeilt um. Strax og Marokkó komst undan stjórn Frakka árið 1956 fóru þeir að vinna að því að stækka rikið og endur- heimta þau landsvæði sem áður höfðu tilheyrt þeim en voru nú komin undir önnur ríki. Þar voru efst á blaði Spánska Sahara og Máritanía, stórir hlutar Malí og suðvesturhluti Alsír. Meira að segja kom til landamæra- styrjaldar á milli Marokkó og Alsir árið 1962. Lítill varð þó ávinningur hinna fyrrnefndu. Árið 1969 létu jjeir jafnvel svo litið að viðurkenna Mári- taníu. Síðan kom tækifærið árið 1975, þegar Spánverjar lýstu sig tilbúna til aðafhenda þannhluta Sahara sem þeir höfðu ráðið þar til. Hassan konungur, sem var farinn áð óttast um veldi sitt og heldur óvinsæll notaði tækifærið. Honum tókst að sameina þjóð sína um eitt mál og þar með að nokkru að ERLEND MÁLEFNI Gwynne Dyeer endurheimta vinsældir en hann hafði sloppið naumlega úr nokkrum til- ræðum gegn honum undanfarin ár. Hann virkjaði þjóðerniskenndina. Jafnvel kommúnistaflokkur landsins styður hugmyndimar um að Sahara eigi að tilheyra Marokkó. Hassan tókst að fá stjórnendur Máritaníu í lið með sér með því að lofa þeim sneið af kökunni, suðurhluta Sahara. ICANNABIS t dagblöðunum undanfarið hafa verið talsverð skrif um cannabis- neyslu. Greinarnar eru flestar hógvær- ar og virðist tilgangur höfunda, í fljótu bragði, aðeins vera sá að veita hlut- lausa fræðslu. Við nánari athugun kemur þó í ljós, að oft er lævís, hættu- legur áróður fyrir cannabisneyslu í greinum þessum. Sænska ríkið hefur m.a. gefið út bók, sem heitir „Fakta um narkotika och narkomani” (Staðreyndir um fíkniefni og fíkniefna- notkun) í tilefni af misnotkun fíkni- efna í Svíþjóð. Einn kafli í bók þessari fjallar sér- staklega um cannabis, þar sem canna- bisnotkun er orðin geysilegt og sívax- andi vandamál þar í landi sem víðar. Til upplýsinga má nefna hér, að úr cannabis eru unnir tveir flokkar efna, sem nefnast hass og marijuana og skal sérstaklega bent á, að hass er 4—8 sinnum sterkara en marijuana. Cannabis er ekki læknislyf, en það er mest misnotaða fikniefni í heimin- um. í nýjum skýrslum frá Bandaríkj- unaum er skýrt frá þvi, að meðal ýmissa annarra óæskilegra áhrifa á lík- amann getur cannabismisnotkun valdið breytingum á litningum. Það þarf ekki að útskýra það nánar hér hversu hroðalegar afleiðingar það getur haft fyrir mannkynið, ef mis- notkunin kemst á það stig að hún veldur litningabreytingum hjá fjölda manns í hverju þjóðfélagi. Cannabisneyslu fylgja öll einkenni eiturlyfjanotkunar í bók þessari segir m.a. „Það er margsönnuð staðreynd, að fjöldi manna hefir ánetjast cannabis á mjög skömmum tíma, með öllum ávanaein- kennum eiturlyfjaneytandans.” I bókinni eru nefnd alvarleg ein- kenni, sem fylgja cannabisneyslu, svo sem langvarandi geðveiki og tauga- veiklun, sem oft krefjast sjúkrahús- vistar, auk erfiðra fráhvarfseinkenna, sem neytandinn verður að þola, ef hann minnkar neysluna eða hættir henni. Þar kemur einnig fram, að umfangs- miklar rannsóknir í Svíþjóð og víðar hafa leitt ótvírætt í Ijós, að mikill fjöldi eiturlyfjaneytenda, sem ánetjast hafa hinum svokölluðu „sterkari” fikniefn- um (s.s. heróini, morfini o.þ.h.) hafa byrjað sem cannabisneytendur. Er talið fullsannað, að sú hætta sé fyrir hendi i verulegum mæli, að cannabis- neytandi láti ekki staðar numið við cannabis, heldur taki að neyta hinna „sterkari” fikniefna. Cannabis er útbreitt þjóflfélagsböl í löndum múhameðs- trúarmanna í bók sænska rikisins segir m.a. „í löndum múhameðstrúarmanna er bannað að neyta áfengis af trúarlegum ástæðum. Hassneysla er þar aftur á móti oft látin óátalin. Af þessum sök- um hafa lönd þessi óveruleg eða engin áfengisvandamál, en hassneysla og misnotkun er hins vegar mjög út- breidd. í mörgum löndum Asíu og Afriku er hassnotkun nú útbreitt þjóðfélags- böl. 1 opinberum tilkynningum frá þessum löndum kemur fram, að mikil ofnotkun á hassi á sér stað og fylgir henni geðveiki, taugaveiklun og and- félagslegar breytingar á hugarfari neytendanna. Yfirvöld í löndum múhameðstrúarmanna hafa miklar áhyggjur af ástandinu þar vegna cannabisneyslu og telja hana skaðlega, jafnt einstaklingum sem þjóðfélaginu í heild. Af þessum sökum var cannabis þegar árið 1925 fellt undir ákvæði alþjóða fíkniefnasamningsins sem fíkniefni og er þar með á alþjóðavett- vangi komið i tölu hinna hættulegustu fikniefna. Mikil hætta er ávallt samfara neyslunni Talið er að allir, sem einhvern tíma byrja á að nota fikniefni eigi það á hættu að verða háðir þeim. Engin leið þekkist til að segja fyrir um það, hverjir eiga eftir að ánetjast fikniefn- um og hverjir ekki, ef þeirra er neytt á annað borð. Með fíkniefnum er átt við vanabindandi efni, s.s. áfengi, morfin, heróín, kókaín, ópíum, cannabis, LSD, meskalín, preludín, amfetamín, ritalin, kodein, metadon, barbitúröt (í læknis- fræðilegri merkingu) og síðast en ekki síst bensin, eter og þynnir, sem geta verið stórhættuleg, sérstaklega ungl- ingum, sem komast upp á lag með að þefa af þeim. Geta þau valdið alvar- legum heilaskemmdum á skömmum tíma. Ýmsar ástæður eru fyrir því, að menn byrja að nota fíkniefni. í grófum dráttum má skipta þeim í þjóðfélags- legar, geðrænar og læknisfræðilegar ástæður. Meðal hinna þjóðfélagslegu „Cannabis er ekki læknislyf, en þaö er mest misnotaða fikniefni í heiminum.” „Taliö er að allir, sem byrja á að nota fíkniefni, eigi það á hættu að verða háðir þeim...”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.