Dagblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1979. 40 skólanemar í herferð til „átaks í orkuspamaði” ■......... Háskólinn,Tækni- skólinn ogVélskólinn starfa saman að verkefninu Nemendur þriggja skóla, Háskóla tslands, Tækniskólans og Vélskóla tslands eru í þann veginn að hefja aðgerðir sem eru liður í „átaki til orku- sparnaðar”, en að því stendur aftur iðnaðarráðuneytið. Ætlunin er fyrst og fremst sú í byrjun að huga að kyndingarmálum húsa og athuga leiðir til lækkunar á þeim gífurlega kostnaði sem kyndingu er samfara. Horfir nú svo að kynding- arkostnaður með olíu hækki um ca 50% eða fari úr rúmlega 400 þúsund kr. fyrir 500 rúmmetra einbýlishús í 6—700 þúsund krónur á ári. Fyrir nokkrum árum tók einn bekkur Vélskólans sig til undir forystu kennara síns, Ólafs Eiríkssonar, og gerði könnun á kyndikötlum húsa á Akranesi. Útkoman varð mikill sparnaður sem fékkst með stillingu katlanna, sem nemarnir sáu um, og að fá úr hverjum katli sem næst hámarks- nýtingu. Þá fengu vélskólanemar aðstoð viðskiptamálaráðherra sem útvegaði þeim 10 stillingartæki fyrir kyndikatla. Gerðu síðan ýmsir nemendur Vél- skólans sams konar stillingarherferðir í sínum heimaplássum. Nú er „átak til orkusparnaðar” fært út. Prófessor Valdimar K. Jónsson hefur haft forystu um undirbúning að samstarfi nema skólanna þriggja. 1 dag verður fundur með fyrstu 40 nemendum þessara skóla sem hefja herferðina. Þar flytur m.a. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra ávarp. -ASt. ~ 79 ÁZ'ýl Nokkrir þátttakendanna 1 danskeppni Klúbbsins liðka sig áður en að keppninni sjálfri kemur. DB-mynd Ragnar Th. VÍNRÁNIÐ FÓRÚTUM ÞÚFUR — aðeins talið að 3 pelaf löskur vanti á birgðimar fSundahöfn Þrir kassar af áfengi fundust úti við girðingu umhverfis vöruskála Eimskips við Sundahöfn i gær en eins og skýrt var frá i gær varð vaktmaður var tveggja manna sem hlupu frá opnum gámi er þeir urðu mannaferða varir. Mennirnir sem til sást sluppu en vakt- maðurinn telur þá hafa verið 17—18 ára gamla. Kvaddi vaktmaðurinn lögreglu á staðinn og fann hún nokkra gáma opna, sem vera áttu læstir, og munu hafa sézt einhver merki þess að lásar og innsigli hefðu verið klippt sundur eða slitin. Þá sáu lögreglumenn að í einn kassa í gáminum sem mennirnir hlupu frá vantaði 3 pelaflöskur af Seagrams viskíi. Er talið hugsanlegt að mennirnir hafi haft þær á braut meö sér og verið að undirbúa meiri þjófnað með burði kass- anna þriggja út að girðingu. Vaktmaður á þessum staðer alldrjúga stund að ganga um sitt vaktsvæði en gerir það reglulega og varð manna- ferðanna var 1 slíkri ferð. Seðlabankinn: Betra jaf n- vægi á pen- ingamark- aðnum en um árabil „Með hækkun almennra bankavaxta tvívegis á árinu 1977 og í febrúar 1978 var lagður grunnur að meiri innlána- myndun og betra jafnvægi á peninga- markaðnum en verið hefur um árabil,” segir í fréttatilkynningu Seðlabankans um stöðu peningamála á sl. ári. Segir þar einnig að stjórnmálaóvissa og langur aðdragandi tveggja gengis- fellinga hafi hins vegar valdið því að úr innlánaaukningu hafi dregið stig af stigi framan af árinu 1978 þrátt fýVir mikið peningaframboð. „Þessi þróun snérist við á síðasta þriðjungi ársins (1978) og munar mestu um vexti sem færðir eru inn á innláns- reikninga í árslok. Frá ársbyrjun til árs- loka 1978 jukust heildarinnlán um 49%,” segir í tilkynningu bankans. ,LMest var aukningin á þeim reikningum sem bezta ávöxtun gefa, þ.e. sparifjár- reikningum með uppsagnarfresti, en inn- stæður á þeim jukust um 63%, innstæður á almennum sparifjárbókum jukust um 44% en veltiinnlán jukust um 36% tæp.” -ÓV. ■ASt. Rannsóknarlögreglumenn leita fótspora við húsgaflinn. -DB-mynd: Sv. Þorm. Danskeppnirnar blómstra þessa dagana Klúbburinn efnir til paradanskeppni Unnendur dansmenntarinnar fá sitthvað við sitt hæfi þessa dagana. Nýafstaðið er Islandsmótið í diskódansi. í fyrri viku var efnt til maraþonkeppni í dansi á Akureyri og síðastliðið sunnudagskvöld hófst enn ein dans- keppnin í veitingahúsinu Klúbbnum. Keppnin í Klúbbnum er með svipuðu sniði og gefur að lita í kvikmyndinni vinsælu, Saturday Night Fever. Pörin sem keppa semja dansa sína sjálf við á- kveðið lag. Fyrsti riðill keppninnar var haldinn síðastliðið sunnudagskvöld. Alls verða riðlarnir þrir eða fjórir, eftir því hve þátttakan verður góð. Siðast verður síðan úrslitakeppnin haldin þar sem sigurvegarar allra riðlanna reyna með sér. Þau sem báru sigur úr býtum síðast- liðið sunnudagskvöld voru pörin Guðmundur Hreiöarsson og Elín Garðarsdóttir og Haukur Clausen og Sigríður Guðjohnsen. ■ _AT- Suðausturlína: Aðveitustöðv- i ar kosta 2.1 milljarð — og hver lagður km 15.6-17.9 milljónir í umræðum um Bessastaðaárvirkj- un greinir menn mjög á um kostnað við suðausturlínu, þ.e. raflínu frá Skriðdal um Djúpavog og Höfn til Sigöldu. 1 greinargerð Birgis Jónssonar jarðfræðings og Gunnlaugs Jónssonar eðlisfræðings, starfsmanna Orkustofn- unar, kemur fram að kostnaðurinn við linuna sé um 6 milljarðar króna. Siöan koma fram nánari upplýsingar frá línudeild RARIK, þar sem miðað er við verðlag i janúar 1979, en þar kemur fram að áætlaður kostnaður suðausturlínu, eftir tengingu við Sig- öldu og Hryggstekk, sé 7,1 milljarður kr. Erling Garðar Jónasson rafveitu- stjóri á Austurlandi telur þetta mat of lágt. Hann segir að verð á línulögninni sé rúmlega 20 milljónir króna á hvern km (ekki 210 millj. kr. eins og misprentaðist í DB), en ekki rúmlega 15 milljónir kr., eins og Birgir og Gunnlaugur geri ráð fyrir. Þá segir Erling Garðar að í þessum tölum sé ekki reiknað með um tveggja milljarða króna kostnaði við aðveitu- stöðvar vegna linulagnarinnar. Samúel Ásgeirsson yfirverk- fræðingur linudeildar RARIK sagði að lauslega áætlað væri kostnaður á hvern km frá Hryggstekk til Hafnar 17.9 milljónir króna en þar sem greiðfærara væri, þ.e. frá Höfn að Kirkjubæjarklaustri, væri álitið að kostnaður væri 15.6 milljónir á hvern km. Fyrrnefndi áfanginner210km en sásíðamefndi 170 km. Þá rasddi DB við Pétur Þórðarson verkfræðing í áætlunardeild RARIK og sagði hann að heildarkostnaður vegna aðveitustöðva við línuna frá Hryggstekk að Sigöldu næmi um 2.1 milljarði króna. Það verk er algerlega óunnið en útgangstengi þarf við Sig- öldu og síðan aðveitustöð við Klaustur, Höfn og Djúpavog og aftur aðveitutengi við Hryggstekk. Þessi kostnaður bætist við línulögnina. -JH. Fréttir færðust til Þau afleitu mistök urðu við vinnslu blaðsins i prentsmiðju i gær að texti aðalfréttar á forsiðu lenti undir tengdri frétt á baksiðu og öfugt. Með vclvilja mátti sjá hver mis- tökin voru. DB biðst velvirðingar á þessu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.