Dagblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1979. 5 RÉTT ENN EINU SINNI Afstaða nokkurra ráðherra til efnahagsf rumvarpsins Enn einu sinni virðist samkomulag- ið innan ríkisstjórnarinnar vera orðið i stirðara lagi, svo ekki sé meira sagt. í gærmorgun voru aðilar verkalýðssam- takanna kallaðir á fund ríkisstjórn- arinnar og þar voru þdm afhent eintök af frumvarpi rikisstjórnarinnar um ráðstafanir í efnahagsmálum. Þeim var fyrirskipað að kynna sér frumvarpið og gera tillögur um breytingar en enn hafa ekki verið sett nein tímatakmörk á þau skil. Er ríkisstjórnarfundinum lauk átti Dagblaðið stutt spjall við nokkra ráðherra um frumvarpið og afstöðu þeirra til þess. HP. Svavar Gestsson: Viðbrögð verkalýðs- hreyf ingarinnar eiga eftiraðkomaíljós „Við gerðum grein fyrir okkar af- stöðu á fundinum,” sagði Svavar Gestsson viðskiptamálaráðherra, „í samráði við forystustofnanir okkar flokks, bæði framkvæmdastjórn, þing- flokk og stjórn verkalýðsmálaráðs. Það eru mörg atriði í þessu frumvarpi sem við erum ákaflega óánægðir með og við létum það koma mjög skýrt fram á þess- um rikisstjórnarfundi. Hver framvinda málsins verður að öðru leyti veit ég ekki ” sagði Svavar ennfremur. „Þarna eru mörg atriði sem snerta verkalýðshreyfinguna ákaflega mikið og ég geri ráð fyrir að viðbrögð hennar komi i ljós á næstu sólarhring- um.” HP. Benedikt Gröndal: Við erum m jög hlynntir f rumvarpinu „Þingflokkur Alþýðuflokksins skoðaði þetta frumvarp þegar hann fékk það og við erum mjög hlynntir því,” sagði Benedikt Gröndal utanríkis- ráðherra. „Við teljum að i meginat- riðum sé hér um að ræða víðtæka áætlun um harða baráttu gegn verðbólgu. 1 þvi eru einmitt mjög ákveðnir fyrir- varar um það að gæta þess alltaf aö at- vinna verði full í landinu,” sagði Bene- dikt ennfremur. „Við höfum opin augu fyrir hættu á atvinnuleysi og munum tryggja að svo verði ekki og ég vil ekki taka undir hrakspár um atvinnuástand — tel að ekki sé ástæða til þess.” Benedikt var að því spurður hvort ríkisstjórnin væri að leggja upp laupana: „Nei, nei. Hún er nú búin að lifa ýmis- legt af! Ætli hún tóri ekki.” HP. Mun Sjálfstæðisflokkurinn veita [ minnihlutastjómstuöningsinn? Geir Hallgrímsson: ) Ótfmabær spurning „Það er ekki tímabært að svara slikri spurningu,” sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er hann var að því spurður hvort flokkurinn myndi veita minnihlutastjórn Fram- sóknarflokksins og Alþýðuflokksins stuðning. „Ég hef ekki séð þessi frum- varpsdrög og stuðningur við minnihluta- stjórn hlýtur að byggjast á málefnaleg- um grundvelli að einhverju leyti, eða i það minnsta að menn þyldu ákveðið á- stand í ákveðinn tima. Svar við þessari spurningu verður því ekki gefið fyrr en öll kurl eru komin til grafar,” sagði Geir ennfremur. „Mér finnst allar gerðir ríkisstjórnarinnar frá hennar fyrstu göngu vera því marki brenndar að hún sé að gefast upp.” EllertSchram: VENJULEG LÁTALÆTI „Ég held að það sé ekki kominn tími til þess að kveða upp úr með það, ég held að þetta séu bara venjuleg látalæti hjá þeim,” sagði Ellert Schram alþingis- maður. „Þeir eru bara að spila sitt venjulega sjónarspil.” „Við leggjum fram tillögur okkar í efnahagsmálum núna á næstunni og þær stangast í grundvallaratriðum á við það sem nú er verið að tala um í rikis- stjórninni,” sagði Ellert ennfremur. -HP. Ólafur Jóhannesson: FRUMVARPK) GETUR TEKIÐ BREYTINGUM „Ég er bjartsýnn á að samkomulag náist um þetta frumvarp,” sagði Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra. „Þetta frumvarp getur auðvitað tekið einhverj- um breytingum, það er verið að kynna það núna fyrir samráðsaðilum og stjórn- arflokkarnir eru að fjalla um það. Hvenær það verður lagt fyrir þingið get ég ekkert sagt um,” sagði Ólafur enn- fremur. „Þessir aðilar verða að fá tíma til þess að skoða frumvarpið og gefa sitt álit. Nei, ég er ekki hræddur um að ríkis- stjórnin sé að syngja sitt síðasta, það er ekki rétt til orða tekið,” sagði Ólafur. „Kvíðinn? — Ekki heldur”. -HP. .Ólafur Jóhannesson var hins vegar bjartsýnn á samkomulag... Ragnar Arnalds taldi litlar likur á sam- komulagi um frumvarpið á næstunni... Ragnar Arnalds: Ekkert sam- komulag r a næstunni „Ég átti von á þvi að samkomulag gæti tekizt núna einhvern daginn. eftir að ráðherranefndin var búin að skila skýrslu sinni og hafði náð samkomulagi um ein 30 efnisatriði," sagði Ragnar Arnalds menntamálaráðherra. „Að visu var ágreiningur um eitt og annað en eftir að forsætisráðherra hefur nú lagt fram frumvarp sitt, sem í verulegum at- riðum er frábrugðið þeirri samstöðu sem rikti í ráðherranefndinni, verð ég að segja að ég tel vera komið í hið mesta óefni og að það sé ekkert samkomulag fyrirsjáanlegt á naístunni.” -HP. ---- ^ U N!* hrj ♦ UNGLINGA & DANSLEIKUR 9 1 CMmgÍtiÆ yysnyrtívörukgnníngWJ y/ í kvöld gefst kostur á ókeypis snyrtingu Vy yj með snyrtivörum frá CLINIQUE W / Snyrtisérfrœðingar koma í heimsókn og ' snyrta nokkur andlit úr hópnum kl 1030 CLINIQUE snyrtivörur eru unnar úr náttúrulegum efnum án ilmefna og eru þar af leiðandi mildarog sérlega heppilegar fyrir unga og viðkvœma húð. Mickie Gee er hress og kátur og heldur uppi fjörinu Nú hefur hann verið að í 569 tíma video JOHN TRAVOLA OLIVIA NEWTON- JOHN VILLAGE PEOPLE OG MARGIR FLEIRI Munið söfnunina ”GLEYMD BÖRN '79, -HP.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.