Dagblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. - FIMMTUDAGUR 15. FEBRUAR 1979 - 39. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERI LTI1 l.-AÐALSÍMI 27022.
Fraik óknar-
þingn m
viljatat larka
skoðana ann-
anir með
lagasetningu
— sjá bls. 4
I *
Allarfóstrur
íKópavogi
hætta um
mánaðamótin
I — sjá bls. 4
*
Menningarverðlaun
DB:
| Mestþátttaka
íbókmenntum
— sjá viðtöl
á bls. 17
*
| Olíumalarmálið
íKópavogi:
„Ekkertvitað
auka hlutafé
gjaldþrota
| fyrirtækis”
— sjá bls. 8
! *
Eru sjálf stæðis-
mennaðsmyrja
kosningavélina?
— sjá bls. 8
*
i Mikið skotið
íTeheran en
aðallega upp
íloftið
— sjá erl. f réttir
ábls.6og7
*
1 Fyrirhuguð
heilsugæzlu-
stöð íBreiðholti
— sjá bls. 9
Er tímabært að skera á
samband ríkis og kirkju?
— sjá bls. 5
Sólroðið ský yfir
SKERJAFIRÐI
Febrúarsólin bregður björtum
bjarma á skýin yfir Skerjafirðinum og
Jónas Hallgrimsson horfir að vonum
hugfanginn á, þar sem hann stendur
milli nakinna birkigreinanna I Hljóm-
skáianum. Það er kominn ferskur and
blær I loftiö — andblær sem ber með
sér hækkandi sól og boðar vonandi
gott vor.
Veðurstofumenn sögðu i morgun að
hláka yrði að minnsta kosti næstu tvo
sólarhringa. Rigningarlitið verður í
dag en búast má við rigningu að ráði i
nótt. Hlákan nær um allt land. í
Reykjavík var 4 stiga hiti kl. 9 I morg-
un, 0 stig á Akureyri og 4 stiga frost á
Ríit-^rhöfn. En þar fer líka að hlýna.
Nú ætti ..'-kinn viða að hverfa en þá
vofir kannski flóðahættan yfir.
- ASt. / DB-mynd R.Th. Sig.
TúigÍýsteftÍHóÍk^^
(næturiitvarp?
„Viðleitni
til að vera
með opnari
dagskrár-
gerð”
— segir formaður
Útvarpsráðs
„Það er mín persónulega hug-
mynd, að þegar ráðizt er í svona
nýjan hlut þá sé ekki óeðlilegt að
auglýst sé eftir fólki,” sagði Ólafur
R. Einarsson, formaður Útvarps-
ráðs er DB spurði hann, hvort sú
yfirlýsing hans að auglýsa ætti
eftir fólki til að sjá um næturút-
varp ef af því yrði, fæli í sér stefnu-
breytingu af hálfu útvarpsráðs.
„Ég er ekki mótfallinn því að
auglýst verði í rikari mæli eftir
hugmyndum og fólk bjóði sig
fram. Ég tel að þetta sé viðleitni til
að vera með opnari dagskrárgerð.
Hvort þessi skoðun samræmist
skoðun útvarpsráðs veit ég ekki, ég
hef ekki tekið þetta upp í ráðinu.
Hins vegar var ég einn á þessari
skoðun í gamla útvarpsráðinu. Við
höfum áður auglýst eftir fólki til
þátttöku á dagskrárgerðarnám-
skeið og síðan ráðið það fólk. Ég lít
svo á, að þetta væri bara framhald
^^drrUtefnu/^^^^^^^A^i
Sjá iþróttir i opnu.
Bæjarins
beztu
íkvikmynda-
húsunum
- sjá bls. 26
Á grimuballi — nei, stjörnukvöldi Körfu-
knattleikssambandsins. Þar voru þeir
kankvisir, félagarnir og nafnar, John
Johnson og Stewart Johnson og báru
grimu frá Stjörnulitum. Og þeir höfðu
ástæðu til að fagna, bandarfska liðið f
körfu kafsigldi fslenzka landsliðið.
Dýraverndunarsambandið á fundi ígær um Sædýrasafnið:
Kærir ráðamenn safns-
ins til refsingar fyrir
lögbrot [
— Óskareftiropinberri rannsókn—Dýravernd-
unarnefnd frestar endurnýjun starfsleyfis
Dýraverndunarsamband Isíands
ákvað á fundi sínum í gær að kæra for-
ráðamenn Sædýrasafnsins til refsingar
fyrir margítrekuð brot á Dýravernd-
unarlögum og ákvað jafnframt að fara
nú jtegar fram á opinbera rannsókn á
starfsseminni í heild.
Þá hélt Dýraverndunarnefnd ríkis-
ins einníg fund um ósk safnsins um
framlengingu á starfsleyfi, sem rann
út fyrir nokkru eftir eina bráðabirgða-
útgáfuna enn. Treysti nefndin sér ekki
til að ta!:a afstöðu til erindisins að svo
stöddu þar sem tilskilin gögn, svo sem
teikningar mannvirkja og listi yfir dýr
þar, auk áforma um ný dýr, lágu ekki
fyrir.
Nefndin ákvað að óska eftir nýrri
skýrslu Heilbrigðiseftirlits ríkisins um
safnið, en sú síðasta er síðan 1. nóv-
ember 1976. 1 henni voru margar að-
finnslur og sendi Heilbrigðiseftirlitið
sýslumannsembættinu í Kjósarsýslu
skýrsluna með ósk um að embættið
fylgdi eftir að starfsemin yrði framveg-
is lögum samkvæm.
Það er álit Dýraverndarsambands-
ins að því fari víðsfjarri enn, og t.d. sé
aðbúnaður Ijónanna alls óviðunandi.
Þá hefur dýraverndunarnefnd ekki
sinu sinni verið sagt frá hinni nýju
hvalalaug, sem 2 háhyrningar drápust
i fyrir skömmu, en safnstjórninni bar
að bera hugmyndir um hana undir
nefndina og leita álits áður en ráðizt
var í byggingu hennar. Meðal atriða
sem nefndin getur ekki sætt sig við má
að lokum nefna að aldrei hefur verið
ráðinn sérmenntaður maður í meðferð
dýra til safnsins, svo sem reglur gera
ráðfyrir.
-GS.