Dagblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 28
 Formannaskipti í stjórn Hafskips — allt rólegt á hluthafafundi ífélaginu ígær Pósthúsið i Sandgeröi, þaðan sem hálfri milljón króna var rænt. DB-mynd Hörður. Póstræn- inginn ennþá ófundinn Rannsóknarlögreglan í Keflavík hefur sleitulaust unnið að því að upplýsa póst- húsránið i Sandgerði. Ótal möguleikar sem leitt gætu til uppljóstrunar málsins hafa verið kannaðir, rætt við hóp fólks og jafnvel leitað að hugsanlegri lausn málsins á stöðum fjarri Sandgerði. Enn er unnið að málinu af krafti, þó það hafi ekki sama forgang og fyrr. . ASt. Á hluthafafundi í Hafskip hf., sem haldinn var í gær, var Ólafur B. Ólafs- son, kosinn stjórnarformaður i stað Magnúsar Magnússonar. Guðmundur Ingvi Sigurðsson, hrl., lögmaður stjórnarinnar, rakti i megin- dráttum kæruatriði þau, sem stjórn Haf- skips hf. krafðist rannsóknar á. Eins og kunnugt er, var Magnús Magnússon, fyrrum stjórnarformaður, úrskurðaður i varðhald í tæplega fimm vikur vegna rannsóknar málsins, í desember og janúar sl. Friðrik Sóphusson, alþingismaður var fundarstjóri á nokkuð fjölmennum hlut- hafafundi, sem haldinn var í gær, sem fyrr segir, í húsakynnum Hótel Sögu. Kæruefnin, sem rakin voru á fundin- um, má flokka í sex aðalatriði. Magnús er talinn hafa tekið umboðslaun af kaupum og sölu sex skipa. Hafi Magnús þannig dregið að sér um kr. 50 milljónir. Eitt atriði kærunnar varðar eignarrétt á um kr. 30 milljónum, sem eru á nafni Magnúsar í erlendum banka, en talið er að sé eign fyrirtækisins. Hjá Oliuverzlun lslands liggja veð- skuldabréf og víxlar, sem stjórnin telur að séu eign fyrirtækisins, en sem Magnús hafi notað til greiðslu á per- sónulegum skuldum. Þá telur stjórnin, að Magnús hafi búið til erlendar skuldir á félagið að fjárhæð um kr. 50 milljónir. Hlutabréf í Hafskip hf. að fjárhæð kr. 25 milljónir telur stjórnin, að hafi verið ranglega gefin út á nafn Magnúsar. Magnús er sagður hafa gefið út veð- skuldabréf fyrir þeirri fjárhæð samtímis því sem hann bauð félaginu að lána fé- laginu veð í eignum sínum. Magnús gaf út víxil fyrir hlutabréfunum. Víxillinn er sagður liggja ógreiddur en ekkert skulda- bréf gefið út. Loks er talið að Magnús hafi í heimildarleysi tekið út fé úr fyrir- tækinu gegn skuldabréfum og víxlum. BS. Rektorskjör í H.í. á næsta leiti: GYLFIÞ. 0G SIGURJÓN TALDIR UKLEGASTIR deild. Talið er að baráttan muni fyrst og fremst snúast á milli þessara tveggja en aðrir sem nefndir hafa verið sem líklegir kandidatar eru Sigmundur Guðbjarnarson, prófessor í verkfræði og raunvisindadeild, Sveinbjörn Björnsson, prófessor í verkfræði- og raunvísindadeild, Guðmundur Magnússon, prófessor úr viðskipta- fræðideild og Gunnar Schram, settur prófessor í lagadeild. Gunnaper þó þvi aðeins kjörgengur að hatín hafi verið skipaður í embætti prófessors. Mest er taláð um að Gylfi verði kos- inn og-talið er að hann gefi kost á sér. Undir þann orðróm ýtir m.a. það að Alþýðublaðið birtir mynd af honum á forsíðu sl. laugardag þar sem hann er nefndur sem liklegur í embættið. Það sem helzt mælir gegn kjöri Gylfa í embætti rektors er að hann kemur úr sömu Háskóladeild og núverandi rekt- or, Guðlaugur Þorvaldsson. Sigurjón nýtur vinsælda i Háskólanum og talið er að hann eigi mikið fylgi úr röðum stúdenta, en greidd atkvæði stúdenta gilda sem einn þriðji hluti greiddra at- kvæða ails. Þó að tveir prófessorar úr verkfræði- og raunvísindadeild hafi verið nefndir sem líkiegir til að hreppa hnossið þá eru þeir þó sennilega fleiri sem telja að deildin hafi fengið svo Þjóðleikhúsið: Magnús Magnússon, fyrrv. stjórnarformaður Hafskips (til vinstrí) kemur til hluthafafundaríns i gær ásamt lögmanni sinum, Brandi Brynjólfssyni. DB-mynd Ragnar Th. mikið fjármagn til framkvæmda á undanförnum árum að það sé of langt gengið að þeir fái nú rektorsembættið. Talið er að Sigmundur njóti stuðnings hægri manna, Sigurjón njóti stuðnings vinstri manna og Gylfi frjálslyrídra en ekki er þó víst að jlpkkspólitík muni svo mjög ráða fprðinni hér. GAJ- Sigurjón Björnsson, prófessor. Kjör rektors Háskóla Islands á að fara fram i april n.k. en nýkjörinn rektor tekur við störfum með byrjun næsta árs. Þeir prófessorar sem helzt eru taldir koma til greina sem væntanlegir rekt- orar eru Gylfi Þ. Gíslason, prófessor í viðskiptafræðideild og Sigurjón Björnsson, prófessor í félagsvísinda- Leiksýning á fingra- máíi að hluta til Frá æfingu: Róbert Arnfinnsson IMutverki málarans Goya og Rúrík Haraldsson I hlutverki læknis hans. DB-mynd Hörður. t kvöld verður frumsýnt nýtt leikrit i Þjóðleikhúsinu er nefnist Ef skynsemin blundar og fjallar um hinn fræga spænska listamann Franscesco Goya. Ævi hans var stormasöm og.átti hann í útistöðum við yfirvöld og afturhald. Höfundurinn er Antonio Buero Vallejo og hefur vakið mikla athygii hin síðari ár. Notar hann leikritið m.a. sem táknræna umfjöllun á pólitískum veru- ieika Francotímans i heimalandi sínu. Goya missti heymina á miðjum aldri og lifði í mikilli einangrun þess vegna og leitaði inn i eigin myndhpinT Er m.a. notað fingramál á köflum í leikritinu. Róbert Arnfirtnsson leikur Goya og fylgikonu hans leikur Kristbjörg Kjeld, Rúrik f iaraldsson leikur lækni málar- ansTen Arnar Jónsson leikur hinn unga Spánarkonung Ferdinand VII. Lýsing í verkinu er sérstök að þvi leyti að litskyggnum er varpað ótt og títt á sviðið, af verkum málarans. -AI. Srjálst, úháð dagblað FIMMTUDAGUR 15. FEB. 1979. Biðstaða ífrumvarps- málinu: „Gerist ekkert næstu viku” — sagði einn ráðherr- annaímorgun Eftir síðasta fund vísitölunefndarinn- ar, sem lauk síðdegis í gær, er komin upp biðstaða i skákinni um frumvarpsdrög Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra. Fundi vísitölunefndarinnar lauk með því að nefndin skilaði af sér í einu lagi, en langt frá því að vera sammála. t sam- eiginlegu bréfi til forsætisráðherra er greint frá því, sem menn hafa orðið sam- mála um, en einnig hverju menn hafa ekki náð samkomulagi um og eru þau at- riði mun fleiri. Sumir höfðu búizt við, að fulltrúar ASÍ myndu kljúfa sig út úr nefndinni, en svo varð ekki. Fulltrúar ASt, BSRB og Farmanna- og fiski- mannasambandsins skiluðu bókun, þar sem þeir sögðu, að með frumvarpi sínu hefði forsætisráðherra í raun slitið sam- starfi nefndarinnar. „Þetta liggur í láginni núna næstu viku. Það verða lítil stjórnsýslustörf vegna funda Norðurlandaráðs,” sagði einn ráðherranna í viðtali við Dagblaðið i morgun. - HP Hækkun á bensíni: „Fyrsta hækkun losar 200 kr ” „Það verður fundur í verðlagsnefnd öðru hvoru megin við helgina og jaá verður tekin ákvörðun í þessu máli,” sagði Björgvin Guðmundsson, formaður nefndarinnar, í viðtali við Dagblaðið í morgun. „Ég hef trú á því, að bensín- lítrinn fari eitthvað yfir 200 krónur úr 181 í dag, en get ekki sagt nákvæmlega til um hver krónutalan verður.” Björgvin ítrekaði það, sem áður hefur komið fram í fréttum, að þarna væri aðeins á ferðinni hluti verðhækkana á olíu og bensíni, aðalhækkunin kæmi er birgðir í landinu yrðu uppurnar í apríl. - HP Xð~Þad'X ty Kaupið0^ TÖLVUR )GT< B AN KASTRÆTI8

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.