Dagblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 26

Dagblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 26
Dauðinn á Níl AGATHA CHRISTKS [®DQ mem Miir@ , PtTtR USTINOV - UHf BIRKIK - 10K CHILtS BfTít DiVK • MU fARROW • WN HHCH OllVli HIBStY • I.S.XMI | GfOfíGt KíHMHff ■ iNGfli LDKBURY 1SIMON MocCOBKINDilE • DiVID MIVfH MiCrGlf SMIIH • UCK HiRKN .AUBUUBSiíi DfiIHOOTHINlli v-uNmouu L^.kunanítum Frábær ný ensk stórmynd, byggð á sögu eftir Agatha Christie. Sýnd við metað- sókn víða um heim núna. Lcikstjóri: John Guillermin íslenzkur texti. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 3,6 og 9. Hækkað verð. Spennandi og skemmtileg ný ensk bandarisk Panavision-litmynd, með Kris Kristofferson, Ali MacGraw — Leik- stjóri: Sam Peckinpah. Íslenzkur texti. Sýnd kl. 3.05,5.40,8.30 og 10.50. >salur Ökuþórinn Hörkuspennandi og fjörug ný litmynd. íslenzkur texti. Bönnuðinnan 14ára. Sýnd kl. 3.10, 5.05, 7.05,9.05 og 11.05. solur Liðhlaupinn n w Spennandi og afar vel gerð ensk litmynd með Glenda Jackson og Oliver Reed. Leikstjóri Michel Apdet. Bönnuð bömum. Sýnd kl. 3.10, 5.05, 7.05,9.05 og 11.05. A Aukin tiilitssemi bætir umferðina UMFERÐABRÁO (S GAMLA BIO í SWnllí475 QLIVIA PASCAL i ]£yatiessa Djörf og spennandi litmynd með nýju þokkadísinni Olivia Pascal fslenzkur texti. Sýnd kl. 5,7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. HAFNARBIO Folinn Bráðskemmtileg og djörf ný ensk lit- mynd. Ein af fimm mest sóttu kvik- myndum i Englandi si. ár. — í myndinni er úrvals diskómúsík, flutt af m.a. SMOKIE - 10 CC - BACCARA - ROXY MUSIC — HOT CHOCO LATE - THE REAK THING - TINACHARLESo.rn.fi. Aðalhlutverk: JOAN COLLINS — OLIVER TOBIAS íslenzkur texti. Bönnuðinnan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7. 9og 11. Kvikmyndir AUSTURBÆJARBÍÓ: Alice býr hér ekki lengur. Aðalhlutverk: Ellen Burstyn, Kris Kristoffersson. Sýnd kl. 5,7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. BÆJARBÍÓ: Ein meðöllu kl. 9. Islenzkur texti. GAMLA BÍÓrSjáauglýsingu. HAFNARBÍÓ: Sjá auglýsingu. HÁSKÓLABÍÓ: Grease, aðalhlutverk Olivia New- ton-John og John Travolta kl. 5 og 9, íslenzkur texti. Hækkað verð. HAFNARFJARÐARBÍÓ: Close Encounters kl. 5 og 9. LAUGARÁSBÍÓ: 7% lausnin (The Seven per-cent solution). Aðalhlutverk: Alan Arkin, Vanessa Red- grave, Nicol Williamsson, Laurence Olivier. Sýnd kl. 5,7,9og 11.10. Bönnuöinnan 14ára. NÝJA BÍÓ: Tamarindafræið (The Tamarind Seed). Aðalhlutverk: Julie Andrews, Omar Sharif. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 12 ára. REGNBOGINN: Sjá auglýsingu. STJÖRNUBÍÓ: Muhamed Ali sá mesti kl. 5, 7, 9 og 11. íslenzkur texti. TÓNABÍÓ: Lenny, aðalhlutverk Dustin Hoffmann og Valerie Perrine. Sýnd kl. 5,7.20 og 9.30. M \ ENDURSKINS- MERKI ERU NAUÐSYNLEG FYRIR ALLA umferdarrAd DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979. BÆJARINS BEZTU ,Stutt kynning á því athyglis- verðasta sem kvikmyndahús borgarinnar bjóða upp á Lenny Leikstjórí: Bofa Fosse Banderisk. 1974 Sýningeistaóur TAnsbió Tónabíó endursýnir Lenny aðeins í dag og kannski á morgun. Það er ástæða að hvetja fólk til þess að sjá þessa frábæru kvikmynd um hinn kunna grínista Lenny Bruce. Dustin Hoffman fer á kostum í hlut- verki Lenny og Valerie Perrine vinnur jafnvel enn stærri leiksigur. Lenny Bruce var einhver fyndnasti skemmtikraftur sem uppi fiSfur verið. Hann lét allt ! fjúka og fór því mikið í taugarnar á valdhöfum sem | gerðu allt til þess að koma honum fyrir kattarnef. Liðhlaupinn Sýningarstaður. Regnboginn. Leikstjórí: Michael Apted, gerö i Bredandi 1972. Mynd byggð á sögu H.E. Bates um liðhlaupa í seinni \ heimsstyrjöldinni. Hann dulbýr sig sem kona og fer j huldu höfði á afskekktu sveitabýli. Síðan kemur lið- ' þjálfi í heimsókn og vandræðin hefjast. Þessi mynd er j engin stórmynd en forvitnileg. Glenda Jackson og | Oliver Reed fara á kostum í aðalhlutverkum áamt i Brian Deacon. . Úr Alice doesn’t live here anymore. Alice doesn't live here anymore Laikstjóri: Martin Scorsese, gerö i USA1974 Sýningarstaðun Austurbœjarbió l handriti sínu dregur Robert Getchell upp raun- sæja mynd af bandarískri húsmóður sem misst hefur manninn sinn og stendur andspænis breyttu lífs- munstri. Nú er tækifæri til að láta æskudraumana rætast sem stofnun heimilis hafði komið í veg fyrir. j En hamingjan er sjaldnast þar sem að henni er leitað. : Driffjöður myndarinnar er Ellen Burstyn í hlutverki Alice, enda fékk hún Oscarinn 1974 sem bezta leik- konan. Leikstjórinn er í hópi þeirra ungu manna sem • stuðlað hafa að endurfæðingu Hollywood. Ógnarmáttur stríðsins LatkslJAri: Satyaijt Ray Indvarsk 1973 Sýningarstaður Kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn Indverjar eru ein mesta kvikmyndaþjóð heims, þeir framleiða um 700 myndir á ári. Flestar eru fáránlegar ástarmyndir sem lítið erindi eiga út fyrir Indland. En það er alltaf ein og ein mynd sem heillar og Ógnar- máttur stríðsins er ein af þeim. Höfundurinn Satyaijt Ray er fyrir löngu þekktur um allan heim sem einn fremsti leikstjóri sem nú er uppi. Myndin fjallar um ; lífið í litlu þorpi í Indlandi i seinni heimsstyrjöldinni. En þá sultu margar milljónir þar í landi. Ray lýsir því hvemig mannlegt eðli mætir styrjöldinni á mismun- andi vegu. Dersu Uzala Leikstjórí: Akira Kurosawa. Sovótrikin 1975. Sýningarstaöur Laugarásbió. Hér er á ferðinni einhver fallegasta kvikmynd sem hingað hefur komið í mörg ár. Höfundurinn, Akira Kurosawa. á að baki stórbrotinn feril sem kvikmynda- leikstjóri og með þessari mynd tekst honum að skapa stórkostlegt listaverk þar sem náttúran og maðurinn heyja harðskeytta baráttu. Þessi mynd er algjörlega laus við ofbeldi svo óhætt er að taka stálpuð börn og unglinga með. En slikar myndir eru sjaldgæfar vegna þess að ofbeldið selst bezt. PiTO'lr'Dl Fimmtudagur 15. febrúar 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Heimili og skóli. Umsjón: Birna G. Bjam- leifsdóttir, sem ræöir ásamt Bryndisi Helga- dóttur við Ásgeir Guðmundsson skólastjóra um samstarf heimili og skóla. Einnig rætt við Sigfríði Angantýsdóttur. 15.00 Miðdegístónleikan Peter Schreier syngur lög eftir Felix Mendelssohn; Walter Olbertz leikur á píanó/André Watts leikur Pianósónötu í h-moll eftir Franz Liszt. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veður- fregnir). 16.20 Tónleikar. 16.40 Lagið mitt: Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög bama. 17.20 (Jtvarpssaga barnanna: „Bernska I byrjun aldar” eftir Erlu Þórdisi Jónsdóttur. Auður Jónsdóttir leikkona les (2). 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. I8.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Ámi Böðvarsson flytur þáttinn. 19.40 íslenzkir einsóngvarar og kórar syngja. 20.10 Leikrit: „Linditréð” eftir J. Ð. Priestley. Mollie Greenhalgh bjó til útvarpsflutnings Þýðandi og leikstj.; Ævar R. Kvaran: Per- sónur og leikendur: Linden prófessor-Rúrik Haraldsson, Isabel-Guðbjörg Þorbjamar- dóttir, Rex Linden-Gísli Alfreðsson, Jean Linden, læknir-Margrét Guðmundsdóttir, Marion de Saint Vaury-Sigríður Þorvalds- dóttir, Dinah Linden-Helga Þ. Stephensen, Edith Westmore-Steinunn Jóhannesdóttir. Aðrir leikendur; Klemenz Jónsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Pétursdóttir. 22.00 Samleikur I útvarpssal: Simon H. ívarsson og Carl Hánggi leika gitartónlist eftir Villa- Lobos, Antonio Lauro, de Falla, Turine. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. (Lestur Passlusálma(4). 22.55 Viðsja: Friðrik Páll Jónsson sér um þáttinn. 23.10 Áfangar. Umsjónarmenn: Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 16. febrúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturínn. Umsjónarmenn: Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugreinar dagbl. (útdr.) Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög aó eigin vali. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Helga Stephensen les tvær sögur, „Söguna af Héppa” eftir Kathryn og Byron Jackson og „Þegar haninn hélt veizlu fyrir þá ríku og ráðsettu” eftir Hugo Gyllander. Þýðandi: Þorsteinn frá Hamri. 9.20 Lelkfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. Þúsem bítur... Hallgrfmskirkja — DB-mynd Bj.Bj. 1 tilefni þess að lestur Passíusálma hófst á mánudaginn var birtum við þann dag þjóðsöguna um að séra Hallgrímur Pétursson hefði átt að kveða tófu dauða úr predikunarstólnum og þess vegna misst skáldgáfuna um skeið. Theódóra Stefánsdóttir hringdi til okkar og sagðist kunna vísuna, sem varð lágfótu að bana, og er hún á þessa leið: Þú sem bitur bóndans fé, bölvað i þér augað sé, standirðu nú sem stólpatré, stirðnuð og dauð á jörðinne. Og Theódóra lét það fylgja með að hún hefði alltaf heyrt að í þrjú ár hefði séra Hallgrímur misst skáldgáfuna fyrir að bölva i stólnum. . IHH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.