Dagblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 13
13 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15.-FEBRÚAR 1979. Listaspjall, eða spjöll? í kjölfar hinna nýju trúarbragða nú- timans, þ.e. trúarinnar á skólamennt- unina, sem aö sönnu er sízt verri en önnur blindingstrú, siglir hiö frasðilega forræði nýrrar háklerkastéttar — hinna svokölluðu „fræðinga”. Eðlileg afstaða þessarar nýju stéttar er að hún viti betur og aö henni beri því að stjórna i nafni þekkingar sinnar. Og auðvitað má finna þessari ályktun rökstuðning, reyndar sams konar rök- stuðning og fyrir því að prestum beri að stjórna löndum í nafni mannkær- leika síns. Það tók margar aldir hörmulegrar skoðanakúgunar að afsanna þessa kærleikskenningu prestavaldsins. Eins og nýleg dæmi sanna er hún reyndar síztútdauð enn. Menntahroki er auðvitað engin ný bóla og þessa áráttu má umbera í hljóði svo lengi sem menntunin skilar ávexti. Nú hefur þessa menntahroka hins vegar tekið að gæta svo um munar þar sem sizt skyldi, þ.e. á sviði fagurra lista. Og það á sama tíma og mönnum er orðið ljóst að ávextirnir eru eitraðir. Að magni til hefur margt af því sem borið hefur verið á borð undanfarna áratugi sem list á íslandi verið forpok- andi eftiröpun á listhnignun erlendra - stórþjóða. Ýmislegt af þessu er lítið annað en rusl sem á ekkert erindi til einlægra listunnenda. Þeir listfræðingar sem af ýmsum ástæðum, einkum efnahagslegum, þjóna gjarnan hlutverki listgagnrýn- enda hafa birt okkur velþóknun sína á þessari framleiðslu, gjarnan með hlið- sjón af erlendri listsögu. Aldrei hefur samt vond list batnað við slíkar út- skýringar. Sannleikurinn er nefnilega sá að list- fræði fjallar um staðreyndir og sögu og á þar af leiðandi ekki meira skylt við list en t.d. kynsjúkdómalækningar eiga skylt við ást. Auk heldur hafa listfræðingar oft sína sértrú á hvað sé list og slíkur list- fræðingur er ámóta vel fallinn til að meta nýjabrum i listum eins og t.d. marxiskur sagnfræöingur að gefa hlut- lausa túlkun á pólitískum umbrotum hversdagsins. Listgeldingar En það væri fásinna að vilja kenna fræðilegu forræði listgagnrýnenda um forpokun í list undanfarinna ára. I raun eru þeir aðeins ein af afleiðingum annarrar og alvarlegri þróunar. Sú þróun er einmitt afsprengi þeirra trúarbragða að skólaganga og prófskír- teini veiti manni réttindi sem lista- manni, rétt eins og rafvirkja eða verk- fræðingi. Um allan heim sækja millj- ónir nútíðarmanna listaskóla eftir ein- mitt þessari forskrift. Fræðsluefnið hefur undanfarna áratugi verið samhæft vítt og breitt um jarðkringluna, engu síður en i öðrum námsgreinum. ,Xista menn/kennarar” flytja hinn staðlaða boðskap milli fjarlægustu staða eins og þrautþjálfaður mauraher. Hvergi er afdrep að finna. Ríkisskólar, einka- skólar og óvígur fjöldi einkakennara vilja allir umbreyta nemendum sínum í listamenn. Að námi loknu, eftir að hafa lært að vera listamenn, sem þó reynast ófærir um að skapa list, með öðrum orðum eru listgeldingar, hverfur flest af þesu fólki til almennra starfa. En nú er af öllum þessum fjölda að segja, með listamannsskírteini upp á vasann, ásamt einhæfðum skoðunum á listum. Þessi fjöldi flykkist i félög myndlistarmanna og hefur sig gjarnan í frammi sem hatrammt baráttuafl fyrir forpokuninni og meðalmennsk- unni. Enn aðrir gerast eins og áður segir listgagnrýnendur sem birta ábúðarmikla dóma um verk skoðana- bræðra sinna úr skólasamfélaginu og auðvitað hver um annan ef tilefni gefst til. Félög myndlistarmanna eða sér- trúarmenn ráðstafa svo gjarnan öllum merkari sýningarsölum samfélagsins, oft á svo hlutdrægan hátt að einungis blindir menn komast hjá þvi að sjá að einokun opinberrar kreddulistar er ekkert minni nú en fyrir réttri öld. Þess uppreisnartíma impressionist- anna minnast kreddumenn gjarnan með tregablöndnum söknuði og skipa þannig sjálfum sér í andanum um- svifalaust í hóp umbyltingarmanna. Það er nú það. Þetta er gömul saga sem verður víst alltaf ný. Hinn Ijúfi lífsstíll Ég er þeirrar skoðunar að lista- manni sem leitar listarinnar í listaskól- um nútímans sé líkt farið og kaþólsk- um unglingi á miðöldum sem leitar inn í kirkjuskóla til að nema raunvís- indi. Fyrir allt það sem hann fær lætur hann það eina sem hann mátti ekki missa — neistann sem hefði gert honum kleift að finna þaö sem hann leitaði eftir. 1 listum er núverandi ástand for- vitnilegt. Milljón manna og kvenna ganga í skóla viö tæknilega fullkomn- ar aðstæður og vilja skapa listaverk. Samt sést hlutfallslega miklu minna af frumskapandi hæfileikum á síðustu áratugum en á nokkrum öðrum á þess- ari öld. Ætli það sé svo fjarri lagi að leita skýringanna í náminu og þeim áhrifum sem menn þar upplifa. ffinn Ijúfi lífsstíll, sem ku fylgja lífi í liqtum, dregur fleiri til leiks en erindi eiga. Listaskólar sem eru fullir af fólki sem finnur sterkari samhljóm í öðfum hlutum en listsköpun eru tómt feigjðar- flan. Kennararnir kenna óhjákvajmi- lega með tilliti til meðalmennskuntar, sem þeir reyndar eru fulltrúar fyrirj og fari svo að afburðanemanda rekj á fjörur þeirra eru þeir alls ófærir umlað leiða hann til dáða. Eins víst er 'að slíkur nemandi bíði varanlegt tjói í listinni af þeim anda sem þar svííur yfir vötnum. Hlúðað kveikjunni Til sönnunar sjálfstæðri listsköpun er að minu viti vænlegra að setja „sjálfmenntaður” fyrir neðan nafnið í sýningarskránni í stað þess að tíunda fjölskrúðug en inntakslaus nöfn lista- skóla, eins og fangi sem hringiar hlekkjum sínum. Það er heldur ekki einleikið að oftast þurfa þeir listamenn, sem ekki gefast upp strax að skólanámi loknu, áratugi af sjálfmenntun til að brjótast undan þvi stöðlunaroki sem skóla- gangan lagði þeim á herðar. Og hefji þeir að námi loknu sjálfir að kenna í þessum sömu skólum, þá má heita tryggt að þeir eiga sér yfirleitt engrar viðreisnar von. Einn munurinn á sjálfnámi og skólanámi i listum er sá að í sjálf- menntun leitar nemandinn aðeins eftir þeim hlutum sem næra áhuga hans, hlúa að kveikjunni. Hann gerir það eitt sem þjónar tilgangi gagnvart eigin hugsýn. Þetta þýðir auðvitað ekki að verk hans séu fullkomin, fjarri því. Á verkum hans kunna að vera ýmiss konar tæknilegir eða formlegir ann- markar. Þá agnúa getur hins vegar gagnrýnin sjálfmenntun auðveldlega sniðið af í tímans rás. Tæknina er alltaf hægt að læra. Sköpunargáfuna aldrei. Kennsla gömlu meistaranna i vinnustofum sinum varð mönnum áður fyrr fremur til framdráttar vegna Kjallarinn Ronald Símonarson þess að þetta voru gjörólikir einstakl- ingar með hver sinn stil og eigin vinnuaðferðir. Hjá þessum meisturum gátu nemendur upplifað gjörólíkt and- rúmsloft. Framfarir nútímans felast helzt í því að bólusetja nemendurna gegn umbrotum og mótun með af- kastamikilli fjöldaframleiðslu á þykj- ustulist. ímyndun klæðskeranna Að lokum þetta. Það er ekki ætlun mín að hæða listamenn og listgagn- rýnendur þó stundum finnist mér líf þeirra og lítilsigldar deilur lítt fallnar til að auka listinni brautargengi. Margir þessara manna eru að sjálf- sögðu einlægir unnendur fagurra lista en það er eðli manna að reynast þrælar þess kerfis sem elur þá. Þau margreyndu sannindi undirstrika aö / svo má illu venjast að gott þyki. Sjálfmenntun á öðrum sviðum tján- ingar sem standa nálægt myndlist, eins og t.d. skáldskapur, er til allrar hamingju ennþá talin sjálfsögð for- senda þess að viðkomandi skáld tjái eitthvað sem safi er í. Vonandi á þjóðin aldrei eftir að stýnja undan fræðilegri forsjá á sviði skáldskapar, eins og hún gerir nú á sviði mynd- listar. Hvunndagsfólkið i landinu hefur um langt skeið staðið álengdar og með þvi hefur smám saman vaxið vantrú á fyrirbærinu nútimalist. Þessi vantrú er um það bil að víkja fyrir þeirri opin- berun að eftir allt bramboltið og djúp- spakan orðaflauminn voru nýju fötin keisarans einfaldlega ímyndun klæð- skeranna. Ronald Simonarson £ „Þeir listfræðingar sem af ýmsum ástæðum, einkum efnahagsiegum, þjóna gjarnan hlut- verki listgagnrýnenda, hafa birt okkur velþóknun sína á þessari framleiðslu ...” ^ „Einn munurinn á sjálfnámi og skóianámi í iistum er sá að í sjálfmenntun leitar nemand- inn aðeins eftir þeim hiutum sem næra áhuga hans...” A Teg. 140 Lhur rauöbrúnt leöur. Skinnfóðruð. Leðursófí með hrufóttum sfítsóla. Stærðir 36-41. Verðkr. 37.775.- Uppfyrirhnó ogmá brjóta niður Teg. 141 Lrtir: Beige eða brúnt leður. Skinnfóðraðir ogmeð leðursóla. Stærðir 36-41 Verðkr. 37.775.- Uppfyrirhnó ogmóbrjóta niður. Upp fyrir hnó Teg. 120 Litur: Svartleður. Skinnfóðraðir. Leðursófí með hrufóttum sfítsóla. Stærðir 36—41. Verðkr. 35.675.- Upp fynr hné. Teg. 151 Litur: Rauðbrúnt leður. Skinnfóðraðir. Leöursófí með hrufóttum sfítsóla. Stærðir 36—41. Verðkr. 35.675.- Skóverzlun Þóröar Péturssonar Kirkiustræti8 vAustuno" Sími 14181 — Póstsendum

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.