Dagblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. FEBRÍJAR 1979. Björn Borg — ósigur í Kaliforníu. beiðóvænt lægri hlut Það kom mjög á óvart að Björn Borg var 1 gær sleginn út úr 1. umferð á tennis- móti f Palm Springs f Kalifornlu. Þar átti Borg f höggi við Maison en hann er númer 112 f röðinni yfir beztu tennis- leikara heims — Björn Borg nú f fyrsta sæti. Og hið óvænta gerðist eftir hinn auðvelda og glæsilega sigur Björn Borg yflr Jimmy Connors um helgina. Maison sigraði 6—7, 7—5, 6—2. Björn Borg nánast gekk beint úr flugvélinni og á tennisvöllinn og virtist flugið hafa setið I honum. Björn Borg er nú tekjuhæsti tennis- leikarinn það sem af er árinu — hefur unnið sér inn 180 þúsund dollara eða um 54 milljónir króna. Þar munar mestu um sigur Borg gegn Jimmy Connors um helgina — vann þar 150 þúsund dollara en það var fyrsta stórmót Borg á árinu. Tíu tekjuhæstu tennisleikarar heims eru nú: 1. Björn Borg, Svíþjóð 2. JimmyConnors, USA 3. John McEnroe, USA 4. Guilermo Vilar, Argéntínu 5. Peter Fleming, USA 6. Ilie Nastase, Rúmeníu 7. Vitas Gerulaitis, USA 8. Sherwood Stewart, USA 9. Arthur Ashe, USA 10. Tom Okker, Hollandi Þeir þrír — Borg, Connors og McEnroe, kornungur Bandarikjamaður, bera ægishjálm yfir aðra tennisleikara í ár. Martina Navratilova, Tékkóslóvakíu er langtekjuhæsta konan, með um 30 milljónir króna. Sovétmenn sigruðu íGenúa Sovétmenn sigruðu Genúa 2-0 á Ítalíu i gærkvöld. Sovézka landsliðið hefur að undanförnu verið á ferðalagi um Banda- ríkin. Lék þar þrjá leiki, 2 við Mexíkó og einn við bandaríska landsliðið. Sovét- menn sigruðu Bandaríkjamenn 4-1 í Los Angeles. í Genúa hafði sovézka liðið mikla yfirburði. Oleg Blokhin var langbezti maður vallarins þrátt fyrir að hann mis- notaði vítaspyrnu. Hidiatullin skoraði fyrra mark Sovétmanna á 34. mínútu, skallaði í netið eftir hornspyrnu Blokhin. Og Biokhin lagði upp síðara mark sovézka liðsins á 71. mínútu en þá skoraði Scenghelia. Island steinlá í Laugardalshöll — Bandaríkjamenn höfðu yf irburði gegn íslenzka landsliðinu Bandarisku leikmennirnir sem leika hér á landi rassskelltu fslenzka landsliðið í Laugardalshöll I gærkvöld, 128-85. Þar sáust snilldartaktar frá Bandaríkja- mönnum en leikurinn undirstrikaði um leið hve i raun skammt við erum komin á veg I körfunni. Bandarikjamennirnir höfðu yfirburði, svo mikla yfirburði að áhorfendur voru farnir að streyma I burtu löngu áður en leik lauk — það var bara einfaldlega ekki gaman að sjá ís- lenzka liðið rassskellt. v Þegar í upphafi tóku Bandaríkja- mennirnir leikinn í sínar hendur. Allt snjallir leikmenn, Dwyer, Johnsonarnir tveir, Ted Bee, Hudson, Christiansen, John Johnson — sigraði i vftakeppninni. KR - Þróttur íHöllinni Einn af úrslitaleikjum 2. deildar fer fram f Höllinni í kvöld en þá eigast við KR — efsta liðið í 2. deild — og Þróttur. KR hefur tapað fæstum stigum f 2. deild — 6, en í kjölfarið kemur Þróttur með sjö stig töpuð. Þróttarar hafa að vfsu ekki leikið jafnmarga leiki en með sigri f kvöld myndu Þróttarar koma til með að berjast um efstu sætin f 2. deild. Viður- eign KR og Þróttar hefst kl. 21. Barði dóm- arann með sjúkrakassa — dómarinn er nú á sjúkrahúsi, en leikmaðurinn ífangelsi Mönnum hitnar oft I hamsi — svo mikið að iðulega hljótast slys af. Það hefur einkum átt við suðlægarí lönd að leikmenn hafa sleppt af sér beizlinu I knattspyrnu og farið f hár saman. Í gær var kveðinn upp dómur yfir leikmanni I Marokkó. Hann var dæmdur f 4 mánaða fangelsi fyrír að hafa baríð dómara svo, að fara varð með vcsalings dómarann á sjúkrahús og þar er hann enn. Það var Mohamed Hinga sem leikur fyrír Raja frá Agadir f leik gegn Ain Sebaa frá Casablanca. Mohamed lenti f deilum við dómarann er ekki lét sér scgjast. Mohamed greip þvi til sjúkrakassans og barði dómarann svo, að hann gistir nú sjúkrahús, en Mohamed fangelsið f Casablanca. Smock, og Napoleon úr Borgarnesi. Það var ef til vill vitað fyrirfram að íslenzka liðið myndi eiga i erfiðleikum og svo reyndist — en að yfirburðirnir yrðu jafn- miklir og raun varð á, því áttu fæstir von á. Rétt eins og hendi væri veifað höfðu Bandaríkjamennirnir náð undirtökun- um í leiknum, komust í 26-11 og ljóst hvert stefndi. Staðan í leikhléi var 70-45. Og lokatölur — 43 stiga munur — 128- 85. Viöureignin í gærkvöld undirstrikaði snilld Bandaríkjamanna — jafnvel þó þeir í heimalandi sínu komist ekki í fremstu röð. Þeir hafa bókstaflega alizt upp með knöttinn. Karfan á Islandi hefur aldrei átt slíku láni að fagna og í raun eigum við aðeins einn leikmann sem virkilega sómir sér meðal beztu — Jón Sigurðsson. En jafnvel honum voru mislagðar hendur í gærkvöld á köflum. Þeir bræður Kristinn og Jón Jörunds- synir báru höfuð og herðar í gærkvöld yfir íslenzku leikmennina, með baráttu sinni og elju. Kristinn skoraði 20 stig, Jón 18 — aðrir mun minna. Hjá Banda- ríkjamönnunum skoraði John Johnson mest, 32, Mark Holmes 18 — aðrir minna. -HHalls. Guðmundur Guðjónsson, Mbl., gerist atgangsharður við valkyrjurnar i fslenzka landsliðinu f körfu. Stekkur á bak einni. Það var hart barízt þegar fþróttafréttamenn og fslenzka kvennalandsliðið mættust 1 körfu eins og sjá má og iðulega höfðu áhorf- endur ekki tölu á keppendum á vellinum. DB-mynd Bjarnleifur. Ómar og félagar lágu fyrir stelpunum úr FH — í knattspyrnunni á stjörnukvöldi KKÍ í Höllinni Það var margt skemmtiatriða á körfu- kvöldi KKl f Höllinni f gærkvöld — um 1200 manns komu f Höllina. Það sem kom mest á óvart var Bræðrabandið — með þá Ómar Ragnarsson, Halla og Ladda f broddi fylkingar, tapaði — já þeir félagar töpuðu. Það var í hörkuviðureign við stúlkur úr FH. Þeir félagar náðu að vísu yfir- burðastöðu, 6—2. Þá sýndu þeir félagar alla sína beztu takta. Ómar brunaði upp kantana, Halli læddist með stöngum og Laddi með gólfi — eða var það ef til vill öfugt. Nema hvað, yfirburðastaða — 6—2. En þetta hrundi allt saman hjá þeim félögum, því sjö sinnum í röð máttu þeir sjá á eftir knettinum í eigið net — í upphafi töluðu þeir félagar um að taka stelpurnar en í lokin voru það stelpurnar sem tóku þá félaga — ærlega í karphúsið. Þá voru íþróttafréttamenn enn einu sinni i sviðsljósinu — léku við stígvélaða Valsmenn. Hinir stígvéluðu Valsmenn, margfaldir meistarar komu verulega á óvart eða það fannst fréttamönnum. Þeir komust í 5—1 en Adam var ekki lengi í Paradís. Fréttamenn sýndu þá klærnar og jafntefli varð, 8—8 og enn voru fréttamenn í sviðsljósinu, þeir léku við kvennalandsliðið í körfu og unnu. Að vísu fengu þeir liðsstyrk, Ólafur Unnsteinsson sá góðkunni þjálfari lék með þeim og hann skoraði sigurkörfu Jafntefli KA og Þór KA og Þór léku I gærkvöld I Akur- eyrarmótinu svokallaða I handknattleik. KA hafði undirtökin I fyrri hálfleik en með baráttu tókst Þór að jafna metin, 22-22, sem urðu lokatölur leiksins. KA komst I 12-8 I fyrri hálfleik en Þór náði að jafna, 17-17. Þegar aðeins þrjár mínútur voru til leiksloka hafði KA enn yfir, 22-20. En Þór náði að jafna á siðustu sekúndum leiksins. Jón Árni skoraði mest fyrir KA, 7 mörk, en fyrir Þór skoraði Sigtryggur mest, 6 mörk. - St.A. fréttamanna, 21—20 meðfallegu skoti. Þeir John Johnson og Jón Jörundsson léku til úrslita í vitakeppni þar sem þátt tóku ísienzku leikmennirnir og hinir bandarísku. John Johnson sigraði Jón naumlega í úrslitum. Halli f furðulegum stellingum eða var hann að bera fram bónorð? Eins og svo oft áður var hann umkringdur þeim hvítklæddu úr Hafnarfirði. DB-mynd Bjarnleifur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.