Dagblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979. 9 Fyrirhuguð heilsugæzlustöð í Breiðholti: FJÁRMAGN EKKI FRAMKVÆMDA FYRIR HENDITIL — enda gert ráð fyrir mjög stórri og dýrri stöð — ríki og bær hafa enn ekki samþykkt teikningar Reykjavíkurborg á að skiptast i níu heilsugæzluhverfi samkvæmt tillögum frá árinu 1974. Ekki eiga að vera fleiri en 12 þúsund manns í hverju hverfi. Hver maður á þá að hafa sina heilsu- gæzlustöð og leita þangað sé nauðsyn á. Nokkuð hefur gengið seint að koma þessum nýju tillögum í framkvæmd i Reykjavík og eru aðrir landshlutar lengra komnir á þessu sviði. Tvær heilsugæzlustöðvar starfa nú í Reykja- vik, önnur er 1 leiguhúsnæði í Asparfelli og þjónar hún hluta Breiðholts III, hin er í Árbæjarhverfi. Fyrirhuguð er nýbygging heilsu- gæzlustöðvar í Mjóddinni í Breiöholti. Jón Haraldsson arkitekt hefur teiknað þá stöð. Hún mun þó ekki verða næsta heilsugæzlustöð í Reykjavík, því áður tekur til starfa heilsugæzlustöð í Borgar- spítalanum, seint á þessu ári eða snemma næsta árs. Hin nýja heilsugæzlustöð sem fyrir- hugað er að byggja í Breiðholti er mjög stór. Flatarmál hússins er 2134 fermetr- ar og kjallari er undir hluta hússins. Gert er ráð fyrir niu læknaherbergjum og eru flest þeirra áföst sérstökum skoð- unarherbergjum. Þá er sams konar her- bergi fyrir kandídat og skoðunarherbergi einnig. Samkvæmt teikningu eru tvær tannlæknastofur í heilsugæzlustöðinni og ein fyrir tannsmið. Þá er og gert ráð fyrir aðstöðu fyrir sálfræðing, geðlækni og þrjá félagsráð- gjafa og tvo sérfræðinga. Herbergi fyrir hjúkrunarkonur- eru sex og þrjú fyrir hjúkrunarliða. Þá er og gert ráð fyrir fyrirbyggjandi starfi i heilsugæzlustöð- inni. Þar verður sinnt ávanavörnum, unglingaráðgjöf, heilbrigðisáróðri, heil- brigðisfræðslu, kynfræðslu og aðstaða verður fyrir Rauða krossinn. Þá gleymist ekki umhverfisþátturinn, því i miðju byggingarinnar er gert ráð fyrir garði, þar sem verða tré, göngustíg- ar, vatn og sandkassi. Þessi fyrirhugaða heilsugæzlustöð í Breiðholti er til muna stærri en heilsu- gæzlustöð sem á að rísa á Seltjarnarnesi og þjóna því bæjarfélagi, auk hluta af vesturbæ Reykjavíkur. sú stöð á einnig að þjóna tólf þúsund manns. Seltjarnar- nesstöðin er 990 fermetrar brúttó en 683 fermetrar nettó og munar því miklu á þeirri stöð og Breiðholtsstöðinni fyrir- huguðu. Þess ber þó að geta að stærð Seltjamarnesstöðvarinnar ræðst að nokkru af nálægðinni við Landakotsspit- alann. Þar eru rannsóknarstofur, sem sinna hluta verkefna heilsugæzlustöðv- arinnar. Dagblaðið ræddi við öddu Báru Sig- fúsdóttur um hina fyrirhuguðu heilsu- gæzlustöð í Breiðholti. Adda sagði að ekki væru fyrirsjáanlegar framkvæmdir við heilsugæzlustöðina á þessu ári. Eign- araöilar að heilsugæzlustöðinni eru Reykjavíkurborg, sem á 15% og ríkið sem á 85%. Þessir tveir eignaraðilar hafa enn ekki samþykkt þá teikningu sem fyrir liggur. Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir fjallar um þetta mál og hún hefur enn ekki tekið afstöðu. Adda Bára sagðist ekki muna kostrl- aðartölur vegna þessarar heilsugæzlu- stöðvar. Tölur breytast ört á þessum verðbólgutímum, en ljóst er að þetta er mjög dýr framkvæmd, enda heilsu- gæzlustöðin stór. Adda Bára tók þó fram að þótt samkvæmt teikningu væri húsið stórt, þá væri ekkert óeðlilegt í húsinu og ekki bruðl. Heilsugæzlustöðin á að þjóna tólf þús- und manns og gert er ráð fyrir því að hún þjóni þeim fjölda fullkomlega. Heilsugæzlustöð er nú í bráðabirgðahús- næði í Asparfelli i Breiðholti. Adda Bára sagði að enn hefði ekki verið gengið end- anlega frá skipulagningu heilsugæzlu- stöðva í Reykjavík, og því væri ekki end- anlega Ijóst hvernig málum yrði skipað i Breiðholtinu. En eins og málin standa sagði Adda Bára, er Ijóst að ekkert verður unnið við þessa heilsugæzlustöð á þessu ári, þar sem fjármagn er ekki fyrir hendi. Haldið verður áfram eðlilegum viðræðum rikis og borgar um heilsugæzlustöðina, hvort sem notast verður við teikningu þá sem fyrir liggur eða ekki. Hvað varðaði heilsugæzlustöðina á Seltjarnarnesi sagði Adda Bára að hún væri of stór fyrir Seltjarnarnes og því yrði um sameiginleg afnot Seltjarnar- ness og Reykjavíkur að ræða. -JH. ÝSUSTOFNINN í MIKLUM VEXTI VID SNÆFELLSNES — línubátar f rá Ólaf svík fá upp í 101 Vertiðin í Ólafsvík hefur gengið mjög vel hjá línubátunum og ber nú óvenju mikið á ýsu í aflanum, svo mjög að heimamenn telja það benda ótvírætt til þess að ýsustofninn sé i örum vexti. Hafa bátarnir fengið allt upp í liðlega 10 tonn en algengt mun ver að þeir fái 6 til 7 tonn í róðri, sem þykir gott. Fyrir tonnið fást vel á ann- að hundrað þúsund krónur og er talið að hásetar fari að fá umfram kaup- trygginguna við fimm tonn. 11 línubátar eru nú gerðir þaðan út og sækja svosem 2 til 2,5 tíma siglingu vestur í Kolluál. Netabátunum þrem hefur hins vegar gengið fremur illa það sem af er. Togaranum Lárusi Sveinssyni hefur gengið þokkalega. Mikil atvinna hefur verið á staðn- um vegna þessara aflabragða. Er sú breyting orðin á að fátt er nú orðið um aðkomufólk á vertið í Ólafsvík, en fyrr á árum náði það nær helmingi ibúa- tölu staðarins. -BJ/-GS. rpr A- L 103Í1 Teikning J6ns Haraldssonar arkitekts af fyrirhugaðri heilsugxzlustöð i Breiðholti. Eins og sjá má er hér um mikið mann- virki að ræða. " • á f læóiskeri staddur? Nei, þú ert ekki á flæðiskeri staddur ef þú hefur ÍSLENSK FYRIRTÆKI á borðinu hjá þér. I tilefm at 10 ara afmæli ,.ÍS- LENSKRA FYRIRTÆKJA" hefur utgafa bokannnar enn verið bætt og efmsval fullkomnaó Þar koma meðal annars fram mun fleirl voruflokkar en nokkru sinni fyrr og þar er sama viðskipta- og þlónustuskrá fyrir allt landið t „ISLENSKUM FYRIRTÆKJUM" er logð áhersla á aó hafa merki og firmaskriftir viðkomandi fyrirtækia, ennfremur eru i bókinm að finna oll starfandi fyrirtæki landsins meö til- heyrandi breytingum frá ári til árs. „ISLENSK FYRIRTÆKI" innihalda viðskiptalegar upplýsingar á ensku með skrá ylir útflutningsvorur, út- flytjendur. innfiutningsvorur. inn- flytjencJur, framleiðendur og þjón- ustuaöila. ISLENSK FYRIRTÆKI Armúla 18 Simar 82300 og 82302

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.