Dagblaðið - 27.02.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 27.02.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1979. ...... Framkvnmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fráttastjóri: Jón Birgir Pétursjion. Ritstjómarfultrúi: Haukur Hetgason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes ReykdaL íþróttir Hailur Simonarson. Aðstoóarfráttastjórar Atli Stainarsson og ómar ValdF marsson. Menningarmál: Aöabteinn IngóHsson. Handrit Asgrimur Páisson. BiaÓamenn: Anna Bjamason, Asgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stafánsdóttir, Gissur Sigurðs- •on, Gunnlaugur A. Jónsson, HaHur HaUsson, Helgl Pátursson, Jónas Haraldsson, Óiafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir Ami Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vlhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorielfsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: Már E.M. HaUdórsson. RHstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeHd, augtýslngar og skrtf stofur Þverhotti 11. Aðalslmi blaösins er 27022 (10 Nnuri. Askrift 2500 kr. á mánuði lnnanlands. I lausasölu 125 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Siðumóla 12. Mynda- og plötugerð: HBmkr hf. Slðumúla 12. Prenturv Arvakur hf. Skelfunnl 10. Stífla Ingólfs hefnir sín Jörðum í ábúð á íslandi hefur fækkað tvöfalt til þrefalt hægar en ann- ars staðar á Norðurlöndum. Þetta er samkvæmt tölum úr Árbók landbúnað- arins, sem Reynir Hugason verkfræð- ingur fjallaði um í kjallaragrein í Dag- blaðinu fyrir skömmu. Arin 1960—1975 fækkaði jörðum i ábúð um 700 eða úr 5100 í 4400. Þetta er 14% samdráttur. Á sama tíma fækkaði jörðum í ábúð um 30% í Danmörku og Noregi og 43% í Svíþjóð. Nú framleiða hér 4400 bændur 15 þúsund tonn af kindakjöti og 120 þúsund tonn af mjólk á ári. Þetta er 5 þúsund tonnum af kindakjöti og 40 þúsund tonnum af mjólk meira en innanlandsmarkaðurinn þolir, þótt niðurgreiddur sé. Við skulum hugsa okkur, hvernig ástandið væri, ef við hefðum verið nærri eins heppnir og Svíar. Bændum hefði fækkað um 40% í stað 14% og þeir væru nú 3000 í stað 4400. Þeir mundu framleiða 10 þúsund tonn af kindakjöti og 80 þúsund tonn af mjólk. Reynir Hugason bendir í grein sinni á, að þetta sé einmitt það magn, sem innanlandsmarkaðurinn þolir. Hann bendir líka á, að 1400 umframbændur hafi í laun 5 milljarða króna, einmitt hið sama og ráðgerðar útflutningsuppbætur á árinu. Það mætti sem sagt afnema útflutnings- uppbæturnar og borga fyrir sama fé 1400 bændum full laun fyrir að leggja niður bústofn og hætta búskap. Og þá þyrftu bændur ekki að greiða þá 5 milljarða króna, sem á vantar, að útflutningsuppbæturnar dugi. Ef þróunin síðustu fímmtán árin hefði verið hin sama hér og í Svíþjóð, væri landbúnaðurinn ekki lang- stærsta vandamál þjóðarinnar. Þá nytu bændur betra almenningsálits. Þá væri landið ekki eins ofbeitt. Og þá væru lífskjörin hér mun betri. Árið 1960 byrjaði viðreisnarstjórnin og með Ingólf Jónsson á Hellu sem landbúnaðarráðherra. Þá var komið á þeirri sjálfvirkni í útflutningsuppbótum, stíflu Ingólfs, sem hefur reynzt vera örlagaríkustu mistökin í opinberri landbúnaðarstefnu á íslandi. Árið 1960 var skakki póllinn tekinn í hæðina. Þá hófst hin stjórnlausa aukning á framleiðslu óseljanlegra landbúnaðarafurða. Síðan þá hefur jörðum í ábúð ekki fækkað um nema 50 á ári í stað 150, sem verið hefði við eðlilega þróun. í nærri tvo áratugi hafa Ingólfur og arftakar hans, svo og allir forustumenn bænda í Búnaðarfélagi og Stéttarsambandi hamrað á framleiðsluaukningu sem allra meina bót í landbúnaði. Þetta fríða lið hefur hrakið bændur fram á hengiflugið. Það var fyrst í fyrra, að forustumenn bænda og landbúnaðarstjórnendur hins opinbera snéru við blað- inu og fóru að prédika samdrátt. Þá var Dagblaðið í nærri þrjú ár búið að skamma þá og gera grín að þeim fyrir þáverandi stefnu. Það voru bændur sjálfir, forustumenn þeirra og ráðherrar, sem báru ábyrgðina á hinni röngu stefnu gegndarlausrar framleiðsluaukningar. Neytendur og skattgreiðendur mögluðu, en urðu að borga brúsann. í fyrra komst vitleysan út yfir þann þjófabálk, að bændur urðu sjálfír að byrja að borga brúsann. Þá brást sjálfvirkni útflutningsuppbótanna og augu ráðamanna bænda opnuðust. En þá var ekki lengur hægt að leita til skattgreiðenda. Bændur standa því andspænis gífurlegri skerðingu á lífskjörum. Sú skerðing mun standa, unz tekizt hefur að finna leið til að koma jörðum úr ábúð í stórum stíl, án þess að bústofn aukist þess vegna á öðrum jörðum. Dagblaðið hefur margoft bent á ýmsar slíkar leiðir, ráðamönnum bænda til mikils hugaræsings. Kjamorkulaus Norður-Evrópa Á 33. Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna lögðu Sovétríkin fram nýja tillögu um afvopnun. Var þar tekið tillit til þeirrar hugmyndar að leyfa ekki útbreiðslu kjarnavopna til þeirra landa sem ekki hafa þau nú þegar, og tryggja betur öryggi þeirra. Af þeim tillögum og áætlunum sem fyrir liggja um „afkjarnorkun” hinna ýmsu heimshluta er hugmyndin um kjarnorkuvopnalausa Evrópu mjög áhugaverð. Þær vöktu mikla athygli hug- myndirnar sem K. Kekkonen, Finnlandsforseti lagði fram í maí á þessu ári, en þær voru nýjar og fjölluðu um frið í Norður-Evrópu. Þegar Finnlandsforseti hélt ræðu í utanríkisráði Stokkhólms, sagði hann eftirfarandi: „Þegar við horfumst i augu við þær staðreyndir að afvopnunarmál dragast sífellt á langinn og þróun hernaðartækni eykur stöðugt hættuna á kjarnorkuá- tökum í Norður-Evrópu, þá þurfa lönd norðursins, i eigin þágu, og sameiginlega, að hefja samninga- viðræður við stórveldin um afvopnun.” Forsetinn endurtók það sem hann hafði þegar sagt árið 1963, að hugmyndin að stofnun Norður- Evrópu sem kjamorkulauss svæðis gæti verið hin farsælasta byrjun. Sem stendur eru ekki kjarn- orkuvopn í Norður-Evrópu, og reki löndin á því svæði þá pólitík áfram myndi það stuðla mjög að varðveizlu friðar í Norður-Evrópu. En það er þekktur veikleiki þess ástands sem nú ríkir að aðeins hafa verið teknar skuldbindingar um Norðurlönd sem kjarnorkuvopnalaus svæði, og það einhliða. Þær eru ekki festar í alþjóðalögum og ekki styrktar með gagnkvæmum skuld- bindingum kjarnorkuríkja. Ösjaldan hefur komið fram hræðsla við að þegar Norðurlöndin hafa tekið á sig skuldbindingar sem styrkja stöðu þeirra gegn kjarn- orkuvopnum, gæti það þýtt vissa endurskoðun á öryggismálum þess- ara landa, sérstaklega þeirra sem þátt taka í NATÓ, og að þetta geti einnig leitt til röskunar á valdajafn- vægi i Norður-Evrópu. Sovétríkin hafa lýst sig reiðubúin til þess að taka þátt i umræðum um stofnun kjarnorkuvopnalauss svæðis i Norður-Evrópu. Ráðamenn þar telja aðalatriðin felast í því að slíkt samkomulag um kjarnorkulaust svæði mundi ger- breyta ástandi mála í þeim ríkjum sem aðilar yrðu að því — það mynduðust svæði sem yrðu algjörlega laus við kjarnorkuvopn. „Áríðandi er hvernig takmörk kjarnorkuvopnalauss svæðis yrðu dregin. „Við, fyrir okkar hönd, teljum að slíkt samkomulag ætti að taka fullt tilit til herstyrks nær- liggjandi ríkja, sem vissulega gæti verið beitt til eyðileggingar lands í Norður-Evrópu,” sagði fyrrverandi utanríkisráðherra Svía, K. Söder, í maí á þessu ári. Eftirmaður hennar, H. Bliks, tók fram í ræðu sinni hinn I. nóvember sl.: „Auðvitað ætti t.d. Eystrasalt að vera innan slíks svæðis.” ! sama streng tók einnig utanríkis- ráðherra Noregs, K. Frydenlund. Rétt er að minna á að I.K. Kekkonen forseti, sem fyrstur kom með tillöguna um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd, hefur á öllum þróunarferli hennar talað um hag- kvæmni þess að Norðurlöndin, þ.e. Finnland, Svíþjóð, Noregur, Dan- mörk og ísland, samræmdu á- kvarðanir sínar í sinu eigin sam- komulagi. í viðtali við sænska dag- blaðið „Svenska Dagbladet” í júní i sumar tók hann enn fram að tillaga hans „snerti Norður-Evrópu innan núverandi landamæra ríkja hennar,' auk strandhafa. Spurninguna um út- víkkun svæðisins...er ekki hægt að leysa án þátttöku ríkja sem ráða yfir kjarnorkuvopnum.” Afstaða Sovétríkjanna til þessa máls er skýr. Reikna ber með því að Sovétríkin eru kjarnorkuveldi og telja sig þar af leiðandi ekki geta i heild né að nokkrum hluta tilheyrt kjarn- orkuvopnalausu svæði eða „öryggis- svæði”, eins og talað er um að liggja eigi að kjarnorkuvopnalausa svæðinu. Og reglugerðir kjarnorkuvopnalausra svæða geti ekki hindrað siglingar sovézkra hfer- skipa um Eystrasalt, hvaða vopn sem þau hafi um borð. Þetta vandamál er i nánum tengslum við þau styrkleikahlutföll sem upp hafa komið milli kjarn- orkuveldanna, í tengslum við þau skilyrði að ekki megi á nokkurn hátt rýra öryggið, en Kekkonen hefur undirstrikað mikilvægi þess að það verði ekki. Það er ekki rétt að leggja málin þannig fyrir að skerða eigi her- mátt annars kjarnorkuveldisins, aðeins vegna þess að það er í ná- grenni við kjarnorkulaust svæði. Á þessum grundvelli er verið að krefja það um skuldbindingar og skyldur sem ekki koma að nokkru leyti við hitt kjarnorkuveldið. Árangursrík leið til þess að tryggja öryggi kjarnorkuvopnalausra ríkja í Norður-Evrópu gætu verið samþykki allra kjarnorkuvelda um að virða helgi kjarnorkuvopnalausa svæðisins og tryggja sameiginlega öryggi þess. Stofnun kjarnorkuvopnalauss svæðis i Norður-Evrópu gæti stuðlað að slökun á alþjóða vettvangi. Að þvi segjast allir vilja stefna. Það virðast aðeins vera leiðirnar sem deilt er um.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.