Dagblaðið - 27.02.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 27.02.1979, Blaðsíða 24
„MARGIR DRAGA SIGÍHLÍOG REYNA AÐ VERA VINSÆUR” — segir Tómas Árnason f jármálaráðherra eftir að ályktun meirihluta miðstjórnar ASÍ liggur fyrir „Ályktun Alþýðusambandsins er heldur neikvæð í mörgum greinum. Málið verður rætt á ríkisstjórnar- fundi í dag og frumvarp forsætisráð- herra lagt fram fljótlega á Alþingi. Auðvitað er alltaf svolítið heitt í kol- unum, er menn standa frammi fyrir því að gera ráðstafanir til varnar gegn verðbólgu. Menn sjá þá ekki vinsælar leiðir og margir hafa ekki meiri kjark en svo, að þeir draga sig í hlé og reyna að vera vinsælir,” sagði Tómas Árnason fjármálaráðherra t morgun um samþykkt miðstjórnar ASÍ í gær. „Það voru sérbókanir á miðstjóm- arfundinum, en ég er ekki sann- færður um, að um málefnaleg- an klofning sé að ræða,” sagði Eðvarð Sigurðsson alþingismaður (AB), einn miðstjórnarmanna, í morgun. „Hann kvaðst ekki telja, að verkalýðshreyftngin gengi sundruð til leiks.” Karl Steinar Guðnason al- þingismaður (A) einn miðstjórnar- manna kvaðst hafa gert ýmsar at- hugasemdir við uppkast að ályktun miðstjórnar á fundi sérstakrar nefnd- ar ASÍ, sem fjallaði um málið um helgina. Engum hefði því átt að koma á óvart, þótt ágreiningur yrði í miðstjóm. í samþykkt miðstjórnar er lýst andstöðu við verðbótaþáttinn í frumvarpi forsætisráðherra, tillögu um kjaramálaráð hafnað og mælt gegn ýmissi „neglingu” á fjárfest- ingu. 14 manns voru á miðstjórnar- fundinum. Ályktunin var samþykkt án mótatkvæða en 3 alþýðuflokks- menn lýstu andstöðu við hana með bókunum. í bókunum þeirra segir, að þeir telji ályktunina of neikvæða og hún taki undir afturhaldssöm sjónarmið til dæmis í fjárfestingar- málum. Hún bjóði heim áframhald- andi óreiðu og 40—50% verðbólgu, sem væri versti óvinur launafólks. Minnihlutinn vildi, að þessarar and- stöðu sinnar yrði^getið í fréttatilkynn- ingu ASÍ en því var hafnað, heldur aðeins sagt, að samþykktin hafi verið gerð samhljóða. -HH. Kópavogur: Verður hópurinn rekinn úr Alþýðu- bandalagsfélaginu? Flogið hefur fyrir að smölun standi daga. nú yfir meðal félagsmanna Alþýðu- Heyrzt hefur að reka eigi þann hóp bandalagsins í Kópavogi. Félagsfundur manna sem fylgdi Helgu Sigurjónsdótt- í félaginu verður annað kvöld og verð- ur, úr félaginu. Náist það ekki fram er ur þar rætt um meirihlutasamstarfið i talið að vita eigi brotthlaupið. Kópavogi og sviptingar undanfarinna Eldborgin slær öll fyrri loðnuveiðimet: Hásetahlutur dagsins 300 þús. Öll fyrri loðnuveiðimet voru slegin sl. sólarhring og til viðbótar bar Eld- borgin úr Hafnarfirði stærsta loðnu- farm að landi til þessa er hún landaði 1454 tonnum á Seyðisfirði í gær. Miðað við verð loðnunnar núna er þvi aflaverðmæti skipsins úr tæplega sólar- hrings veiðiferð a.m.k. 15 milljónir króna og er áhöfnin aðeins um 15 menn. Það þýðir hásetahlut upp á a.m.k. 300 þús. þann daginn og skip- stjórahlut upp á 600 þús. Fvrra met átti Sieurður RF.. eða að- eins 17 tonnum lægra. Heildaraflinn sl. sólarhring var 23,420 tonn, en eldra met var 21,800 tonn. Á fimmta tug báta fengu afla í gær. Enn var veiðiveður við Ingólfshöfða i morgun en nú þurfa margir bátanna að sigla langt vegna takmarkaðs þróar- rýmis um sunnan og austanvert landið. Loðnunefnd var kunnugt um einn bát á vestursvæðinu i morgun, Hafrúnu, sem fékk þar 300 tonn og fer til Bol- ungarvíkur. -GS. Mynd: Sjómannablaðið Vikingur. Slysstaöurinn í Suðurhólum. Mennirnir voru með mótahlerana uppi á plötuþaki lengst til vinstri. Hlerinn sem maðurinn varð undir er eins og sá sem lögreglumaðurinn stendur við. DB-mynd Sveinn Þormóðsson. steypumóti og beið | Talið að vindhviða haf i MCll IO fellt mótahlerann á manninn í gær klukkan 13.38 varð dauða- slys í byggingarvinnu i Breiðholti. Byggingarmenn voru þar að vinna á plötu yfir þriðju hæð blokkar við Suðurhóla. Var verið að fjarlægja af plötunni þunga stálmótahlera er vindhviða felldi annan slíkan hlera, sem verið var að hreinsa á einn mannanna er uppi var. Slasaðist hann svo alvarlega að hann lézt skömmu eftir að komið var með hann í Borgarspítalann. Mennirnir sem á þakinu unnu höfðu aðstoð stórs krana við að fjar- lægja mótahlerana af þakplötunni. Var einn hlerinn í kranakróknum og telja rannsóknarlögreglumenn slysið hafa átt sér stað með þeim hætti, að þegar kraninn lyfti hleranum upp breyttist vindskurður milli hlerans sem lyft var og hins sem stóð skorðaður á plötunni. Talsverður vindstrekkingur var eins og oft er í Breiðholtinu. Við vindhviðuna féll hlerinn sem eftir var og lenti á manninum með fyrrgreindum afleiðingum. Hlaut hann mikil innvortis meiðsli. Maðurinn sem lézt hét Einar Magnússon, til heimilis að Klepps- vegi 98. Hann var nýlega orðinn 29 ára. -ASt. Suðurnes:________________ RAFVEITUSTJÓRARNIR DÆMDIR í FANGELSI —fyrir f járdrátt Guðmundur gerði jafntefli við heims- meistarann íslenzku stórmeistararnir Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sigurjónsson taka nú þátt í geysisterku skákmóti í Múnchen. Til marks um styrkleika mótsins nægir að benda á, að af 16 keppendum eru 13 stórmeistarar. Guðmundur gerði jafntefli við heimsmeistarann Karpov í 1. um- ferð en tapaði fyrir fyrrverandi heimsmeistara Spassky í 2. umferð. Friðrik gerði jafntefli í báðum sínum skákum, fyrst við þýzka stórmeistarann Húbner og síðan landa hans Rafl Lau. Spassky er nú efstur á mótinu með 2 vinninga. -GAJ- Á föstudaginn var kveðinn upp dómur í bæjarþingi Keflavíkur yfir rafveitustjórum Njarðvíkur og Grinda- víkur, sem ákærðir voru á fyrra ári fyrir fjárdrátt og brot í opinberu starfi. Báðir voru fundnir sekir. Rafveitu- stjórinn í Grindavík, Helgi H. Hjartar- son, var dæmdur í 4 mánaða fangelsi og rafveitustjórinn í Njarðvík, Jóhann Lindal Jóhannsson, var dæmdur i þriggja mánaða fangelsi, skilorðs- bundið í fimm ár. Þeim var og gert að greiða allan málskostnað, samtals um hálfa milljón. Sannað þótti, að rafveitustjórarnir hefðu útbúið reikninga hvor á annars rafvietu og látið andvirðið renna í eigin vasa. Þannig komst Jóhann Lindal Jóhannsson yfir 260.337 krónur með þessum hætti og Helgi H. Hjartarson yfir 599.487 krónur, auk þess sem hann seldi Rafveitu Grindavíkur tvær luktir fyrir samtals 65 þúsund krónur og stakk andvirðinu i eigin vasa. Brot þeirra varða við 247. grein alm. hegningarlaga, sbr. 138 grein hgl. Báðir starfa enn við rafveitur heimabæja sinna —og Jóhann i fullu starfi raf- veitustjóra. Dóminn kvað upp Sigurður Hallur Stefánsson, héraðsdómari. ÓV. frfálst, nháð dagblað ÞRIDJUDAGUR 27. FF.BR. 1979. Meðvitund- arlaus 3ja sólarhring- mn i roð — eftir alvarlegt vélhjólaslys á Fáskrúðsfirði Tuttugu og fjögurra ára gamall maður, Sigurbjörn Vignisson frá Fá- skrúðsfirði, liggur enn meðvitundar- laus í gjörgæzludeild Borgarspítalans eftir slys er hann varð fyrir klukkan rúmlega tólf á hádegi sl. laugardag. Slysið varð á móts við hús nr. 2 við Hafnargötu á Fáskrúðsfirði. Það var ungur piltur á vélhjóli sem lenti á hinum slasaða um leið og hann fór skyndilega og óvænt út á götuna. Er talið að hinn slasaði hafi ætlað að gefa öðrum vélhjólamanni, sem á móti kom, stöðvunarmerki en ekki vitað af eða tekið eftir þeim vélhjólamanni sem á eftir honum kom og lenti aftan á honuni. Fljótt staðfestist að hinn slasaði var höfuðkúpubrotinn auk þess að vera meira meiddur. Var þegar haldið með hann í sjúkrabíl í átt til Egilsstaða, en þar sem litla sjúkraflugvélin var til taks var haldið með hinn slasaða beint suður til Reykjavíkur. Hann er enn meðvitundarlaus, sem fyrr segir. -ASt. Fríhafnar- málið í frekari rannsókn Ríkissaksóknari hefur óskað eftir þvi við lögreglustjórann á Keflavíkurflug- velli að hann rannsaki ítarlegar en áður hið svonefnda Fríhafnarmál á Kefla- víkurflugvelli. Á síðastliðnu ári þótti ástæða til þess að rannsaka rekstur Fríhafnarverzlun- arinnar á Keflavíkurflugvelli. Rann- sóknina önnuðust: einn maður frá rikisendurskoðun, annar frá fjármála- ráðuneyti og hinn þriðji frá varnar- máladeild utanríkisráðuneytis. Ekki þótti ástæða til þess að kynna einstök atriði rannsóknarinnar. Var þó einn rannsóknarmannanna ráðinn til þess að vera fjármálalegur rekstrar- stjóri fyrirtækisins. Rannsóknin leiddi meðal annars i ljós talsverða rýrnun á vörulager Fri- hafnarinnar. Ákvað utanríkisráðherra frekari rannsókn og var lögreglustjór- anum á Keflavíkurflugvelli falið að annast hana. Sú rannsókn var send ríkissaksókn- ara. Taldi hann nauðsyn bera til frekari rannsóknar, sem fyrr segir. Meðal annars er talið, að verð á viss- um vörutegundum hefði verið hækkað til þess að leyna rýrnun á lager. Ýmis önnur atriði þótti jafnframt ástæða til að kanna frekar. BS. ty Kaupio ^ ,5 TÖLVUR I* OGTÖLVl BAIMKASTRÆTI8

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.