Dagblaðið - 27.02.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 27.02.1979, Blaðsíða 4
4 /2 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1979. DB á ne ytendamarkaði Islenzkur iðnverkamaður nærri 6 klst. lengur að vinna fyrir mat sínum en sá hollenzki Saltkjöt og baunir í dag borðum við saltkjöt og baunir. Annað kemur ekki til greina. Vonandi hafið þið munað eftir að leggja baunirnar í bleyti í gær. Lang- bezt er að nota venjulegar, þurrkaðar hálfbaunir úr pakka. Á markaðinum eru einnig til eins konar „skyndi- baunir” þ.e. baunasúpan er næstum því tilbúin í pakkanum. Slíkar baunir er vel hægt að nota, en þessar gamal- dags falla matglöðum betur í geð. I bókinni Við matreiðum er gert ráð fyrir 200 g af gulum hálfbaunum út í 1 1/2 1 af vatni, 500—750 g af saltkjöti, 100 g af léttsaltaðri svtns- síðu, 1 lauk, 400 g af gulrófum, gul- rótum og blaðlauk. Bætið vatni á þær og sjóðið i 10—15 mín. Þá er saltkjötið látið út í pottinn. í bókinni stendur að það eigi að vera vel útvatnað. Það kjöt sem er á boðstólum í kjötverzlunum í dag er mátulegt til þess að matreiða, án þess að útvatna það. Undirritaður sýður vanalega ekki nema einn eða tvo bita í baunapottinum og bætir þar að auki nokkru af þurrkuðum súpujurtum út í súpuna. Þá eru rófurnar einnig soðnar í súpunni og einir tveir eða þrír laukar. Fer magn- ið af grænmetinu svolítið eftir smekk hvers og eins. Til eru einnig þeir sem sjóða allt kjötið í baunapottinum. Þá er einnig gott að búa til nokkuð ríflegan skammt af baununum, því að margra dómi eru þær enn betri daginn eftir, þ.e. upphitaðar. Margir krakkar vilja ekki bauna- súpuna, og er tilvalið að hafa kartöflur í jafningi með þessum rétti til þess að allir á heimilinu fái sig pakksadda ásjálfan sprengidaginn. Hráefnið (samkv. bókinni Við matreiðum) kostar fyrir fjóra rúmlega 1150 kr. eða í kringum 320 kr. á mann. — Bent skal á að þetta er lítill skammtur og næsta óliklegt að nokkur maður „springi” af honum. Það er þvi vissara að hafa fleiri aura með sér þegar keypt er í sprengidags- matinn! -A.Bj. Fyrr i vetur spunnust miklar umræður um skaösemi saltkjöts. Hins vegar er vei fylgzt með að magn nitrits i saltkjöti fari ekki fram úr íeyfilegum mörkum. Við getum því borðað saltkjötið okkar af beztu lyst án þess að eiga á hættu að fá of mikið af skaðlegum efnum í kroppinn. DB-mynd Bjarnleifur. Á siðasta hausti var söluskattur felldur niður af allri matvöru á íslandi. Það er Elnar Strand kaupmaður i Skjólakjöri sem sýnir okkur á myndinni nokkrar vörur og segir hvað þær kosta með og án söluskatts. Söluskatturinn af vörun- um i körfunni var 2400 kr. og þar af 472 kr. af kjúklingnum sem Einar heldur á! DB-mynd Bjarnleifur. Fínlux LITSJÓIMVARPSTÆKI 20" 415.000.- — iiM 22" 476.000.- 26" 525.000,- UÖNVARPSB0DIN BORGARTÚNI 18 REYKJAVIK SIMI 27099 FASTEIG N AVAL G ARÐ ASTRÆTI45 Höfum flutt málflutnings og fasteignasölu okkar, _ „ . . Fasteignaval að Garðastræti 45, símar 22911 og 19255. Jón Arason lögmaður. Það tekur iðnverkamann á íslandi 9 klst. og 48 mínútur að vinna fyrir matarskammti sem starfsfélagi hans í Hollandi er ekki nema 3 klst. og 56 mín. að vinna fyrir. Danski iðnverka- maðurinn er 5 klst. og 39 mín. að vinna fyrir sama matarskammti og sá sænski 5 klst. og 13 mín. Frá þessu er skýrt í síðasta tbl. búnaðarblaðsins Freys í fróðlegri grein Agnars Guðnasonar. Samanburðurinn á kaupmætti launa iðnverkafólks er gerður í átta löndum, Englandi, Hollandi, Dan- mörku, Finnlandi, Frakklandi, Sví- þjóð, Noregi og íslandi. Miðað er við verð og kaup iðnverkafólks í desem- ber sl. — Reiknað er með tímakaupi og launatengdum gjöldum. Allar upphæðir eru samkvæmt gengi 21. des. sl. í grein Agnars segir ma.a. að í þeim átta löndum sem samanburður- inn nær til sé söluskattur eða virðis- aukaskattur á matvöru, nema í Eng- landi. Mestur virðisaukaskatturinn er í Svíþjóð 20,6%, í Noregi er hann 20%, Danmörku 20,2%, í Finnlandi 16,2%, í Frakklandi 7% og 4% í Hollandi. Niðurgreiðslur eru mestar i Noregi. Þar er greitt niður verð á mjólk, kjöt- vöru og allri mjölvöru. Niðurgreiðsl- ur í Svíþjóð ná til mjólkur, osta, nautakjöts, svínakjöts, alifugla og hveitis. Danir greiða aðeins niður smjörverð. í Finnlandi ná niður- greiðslumar til mjólkurafurða, kjöts, eggja og kartöflur eru einnig greiddar niður þar. í Englandi. er einungis smjörið niðurgreitt. Á íslandi er ekki greiddur söluskattur af matvörum og hér á landi ná niðurgreiðslur til allra mjólkurafurða, kindakjöts og kar- taflna. Hvað er í matarpakkanum? Eftirtaldar vörutegundir eru í mat- arpakkanum sem dæmið fjallar um: Smjör, mjólk, ostur, egg, holda- kjúklingar, kótelettur (svínakótelett- ur alls staðar nema á íslandi, þar eru það lambakótelettur), nautakjöt, þorskur (nema á íslandi, þar er það ýsa), brauð, hveiti, kartöflur, gul- rætur, epli, kaffi og strásykur, eitt kg af hverri vörutegund. Agnar segir í grein sinni að hann taki lambakótelettur með í íslenzka pakkann vegna þess að þær séu mun algengari en svínakótelettur á borð- um íslendinga. Lambakótelettur em dýrari í allflestum löndum en svína- kótelettur, nema hér á landi. Þá not- ar hann ýsuflök í stað þorskflaka í ís- lenzka pakkann og brauðið sem reiknað er með er heilhveitibrauð. Samanburðurinn: ísland 13.580 kr. 9klst.48mín. Danmörk 17.375 kr. 5 klst. 39mín. Noregur 16.395 kr. 5 klst. 13mín. Svíþjóð 15.784 kr. 4 klst. 55mín. Finnland 16.139kr. 8klst. 14mín. England 11.860 kr. 8 klst. 18 mín. Holland 12.976 kr. 3 klst. 56mín. Frakkland 3.373 kr. 6 klst. 2mín. 100-120 FERMETRA HÚSNÆÐIÓSKAST undir þrifalegan veitingarekstur í eða nálægt miðbænum. Má þarfnast lagfæringar. Upplýsingar hjá auglýsingaþjónustu Dag- blaðsins, sími 27022. Útgáfuþjónusta fyrir félög og fyrirtæki Getum bætt við okkur verkefnum á sviði útgáfuþjónustu, svo sem um- sjón með útgáfu félagsblaða, afmælisrita, svo og á sviði kynninga og ■ auglýsinga. Sérþekking á sviði efnisgerðar, auglýsingasölu, hönnunar, auglýsinga- dreiGngar, kynningar og prentunar. NEST0R, ÚTGÁFUFYRIRTÆKI Herbert Guðmundsson - Sími 83842.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.