Dagblaðið - 27.02.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 27.02.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1979. Launamismunur á kaupskipum er gífurlegur Fyrir rúmurn 10 árum skrifaði undirritaður grein í sjómannablaðið Víking um launamál farmanna og gerði samanburð við frændþjóðir okkar á Norðurlöndum. Við þann samanburð kom í ljós að hinn þekkti „jungman Janson” sá er Harry Brandelius gerði ódauðlegan stóð feti framar í launum en íslenzkur 3. stýrimaður. Því miður mun svo vera enn í dag. Ég hef hér fyrir framan mig Norsk Sjomannsforbunds Medlemsblað No. 1 1979. Þar sé ég að „pottasleikir” hjelpemann (með 6 mán. siglingatíma) hefur Nkr. 4020 = 257.280 ísl. á sama tima og ísl. 3. stýrimanni er boðið upp á 209.402 kr. í mánaðarlaun. Með styttingu vinnuvikunnar (undir 40 klst.) þarf „potti” ekki nema 50—60 tíma efur- vinnu til að vera jafnoki íslenzks kaupskipaskipstjóra í dag. Sizt er ætlun undirritaðs að gera h'tið úr störfum þeirra er að matreiðslu og þjónustu vinna. Hann byrjaði þar, eins og flestir er áður byrjuðu til sjós á kaupskipum og fékk sína skólun þar. Ástæðan fyrir þessu dæmi er einungis sú að þessi störf hafa jafnan verið í botni launastigans. Fyrir skömmu átti undirritaður samtal við skipstjóra á sextugsaldri um kjaramál. Sagði hann undirrituð- um að á árunum 1950—1955 hefðu laun flugstjóra og skipstjóra á kaupskipum verið mjög áþekk, en í dag næðu skipstjórar vart 40% af launum hinna fyrrnefndu. Samt er stððugur ófriðurog skæruhernaður í herbúðum þeirra. Flutningar um heimshöfin Flutningar um heimshöfin hafa verið frjálsir að mestu seinustu aldir, nema hvað einstök ríki hafa öðru hvoru sett reglur í þá átt að reyna að tryggja eigin kaupskipum að hluta forgangsrétt til flutninga að og frá heimalandinu. íslenzki kaupskipa- flotinn hefur lítið sinnt siglingum erlendis, nema sl. 10 ár, og mun á- stæðan vera sú að næg verkefni munu hafa verið fyrir flest skipin heima fyrir við flutninga að og frá landinu. Um það bil 6—10 íslenzk skip hafa verið í erlendum leigusigling- um, að mestu leyti undanfarin ár, þar af 2 undir fána sóttum suður á Malakkaskaga, nánar tiltekið Singapore, en gert út með íslenzku fólki og kjörum (hvernig sem það er nú hægt). Annað Singaporeskipanna er nú selt en hitt siglir um Karabíska hafið og mun nú hc.fa fundið gull í svörtu vinnuafli, en íslenzkur aðall mun enn vera þar sem yfirmenn um borð. Hvaða kjör þessir íslenzku „gervifána-útgerðarmenn” bjóða veit ég ekki, en frægur varð kjara- samningur eins íslenzks útgerðar- manns, sem jafnframt var skipstjóri, er hljóðaði hann upp á heila 3 dollara á dag, allt innifalið. Að sjálfsögðu var kjarasamningurinn skrifaður á íslenzku. Mun hann enn í höndum Sjómannafélags Reykjavíkur, er með dugnaði tókst, að því er ég bezt veit, að rétta hlut hins hörundsdökka manns með sóma. Því miður hefur heldur illa tekizt til hjá mörgum þess- ara útgerða og hafa margar þeirra lagt upp laupana, oft með stór- skuldum gagnvart þeim sjómönnum, er starfað hafa hjá þeim. Hefur oft- lega farið svo að ekki hefur náðst nema hluti af inneign sjómanna, og stundum ekkert. Barizt um bitann Ekki mun hafa farið framhjá mörgum farmgjaldastríð Eimskips og Bifrastar. Þó slíðruðu þeir sverðin og mættust á miðri leið og hafði þá litla félagið tapað ca 200 milljónum á nokkrum mánuðum í átökunum. Sem betur fer er litla félagið ekki sár- ara eftir slaginn en að fyrir dyrum standa kaup á stærra skipi. Ég efa ekki að sjómenn litlu út- gerðarinnar (og þeirrar stærri) hefði munað vel um þótt þeir hefðu ekki fengið nema 10% af herkostnaðinum til kjarabóta, en það er víst goðgá að hugsa svo. Undirritaður hefur stundað siglingar með hléum allt frá árinu 1952. Þá voru íslenzkir farmenn hæstíaunaðir allra Norðurlanda- þjóðanna en nú eru þeir vart hálf- drættingar á við þá. Hverju er um að kenna? Að mínu viti er þar efst á blaði skortur á stéttvísi og dugur og þor til að fylgja kröfum sínum fast eftir, og það með verkfallshörku ef á þarf að halda. Það er því miður staðreynd að þær stéttir skera sig úr með kaup og kjör er ætíð hafa haft verkfallsvipuna á lofti, og farið í verkfall ef þörf krafði. Flugmenn munu t.d. vera þar framarlega í flokki og þekktir voru í eina tíð mjólkurfræðingar. Enda kaup og kjör þessara stétta mjög til fyrir- myndar. Á kaupskipaflotanum hafa undirmenn verið miklu harðari í sinni kjarabaráttu en yfirmenn og náð kaupi og eftírvinnugreiðslum upp þannig að á mánaðamótum er launa- seðill þeirra oft hærri, og það að miklum mun, en yfirmanna þeirra er hafa skilað svipuðum vinnutíma, í tímum talið í vinnu. Fækkanir í áhöf n komnar úr hóf i fram Þegar undirritaður byrjaði sigling- ar upp úr 1950 voru hóflegar áhafnir á kaupskipunum. Flest millilanda- skipin voru þá með þrískiptar vaktir og vinnutími allur hóflegri en nú er, því fleiri höndum var til að dreifa gagnvart allri vinnu. Áhafnir 2— 3000 tonna skipa voru 24—30 menn. f dag er búið að skera þetta niður í 11 —14 menn, enda þótt íslenzkar hafnir og veðrátta séu erfíðar sem fyrr. Nú er losað/lestað miklu meira að næturlagi en áður gerðist, svo og um helgar, svo að vinnuálag á hinum fá- mennu skipum hefur áreiðanlega aukizt frekar en hitt. í dag eru ca 3/4 af íslenzkum kaupskipum með tví- skiptar vaktir. Hvort nægt öryggi er i þvi að vansvefta menn og oft örþreyttir séu við stjóm, í alls kyns veðrum, læt ég lesendur um aðdæma í landi er a.m.k. stór lagabálkur, um vinnutíma, og hvíld langferða- bílstjóra, svo ekki sé minnzt á flug- menn. Ýmis óhöpp má eflaust rekja sem afleiðingar þess er ég hef áður nefnt. Hvemig hafa þessar fækkanir komið mönnum til góða fjárhags- lega? Það er með ýmsu móti en oft er hagnaður vafasamur, ef ekki háska- legur, og öryggi skipshafnar for- djarfað. Við slíku gleypa út- gerðarmenn og svífast einskis þótt um öryggið sé að tefla. Dæmi eru til að svo rækilega hafi verið fækkað að laun stétta, er við eðlilegar aðstæðui eru 10—15%, birtast í 90—100% launamismun (launaójöfnuð) miðað við unninn tíma um borð. Til að keyra slíkt siðleysi í gegn þarf sér- staka menn, sem sjaldgæfir em, og vandfundnir, en þvi miður til. Útgerðarmaður vitnar út fyrir landsteinana í þættinum Við sjóinn er fluttur hefur verið í útvarpið undanfarið, var viðtal við einn ungan íslenzkan útgerðarmann, fullan af áhuga sem fylgist vel með. Vitnaði hann ákaft í hagræðingu við flutninga og er ekki nema gott eitt um það að segja. Mest lá honum samt á hjarta að fækka í áhöfn og vitnaði mjög í Broström, hinn sænska, er hafði tekizt að fækka um 6 menn á glænýjum og tæknivæddum skipum sínum. Greinin er i Norges Handels og Sjöfartstidende 9. september 1978. Útgerðarmanninum gleymdist bara alveg að geta um kaup og kjör áhafnarinnar, er samið var um þessa fækkun. Kaup hækkaði um 500 S kr. og siglingatími um borð er 40 dagar, siðan frí 40 daga + fæðispeningar. Ég hef því miður ekki sænskt kaup í augnablikinu en danskur ferjuháseti (Molslinjen) hefur 1. sept. ’7 8 7048 D. kr. = 440.024 kr. ísl. íslenzkur kollegi hans hefur 223.809 kr. og til öryggis hef ég hann á 5 ára taxta (byrjunarl. 186.713 kr.). Þannig eru öll launakjör okkar tæplega helmingur af launum Skandinava. Undirritaður hefur siglt á sænskum og dönskum skipum og er kaup mjög áþekkt, það ég þezt veit. Skyldi maður eiga eftir að upplifa svipuð kjör á íslenzkum skipum? Við skulum vona það. Norðmenn hafa reynt að fara inn á þessa braut og eru lýsingar sumra skipstjóranna er hafa skrifað í áðurnefnt blað ekki til að vekja tiltrú manna á öryggið, né heldur til að laða unga menn að sjónum við þær aðstæður. Skipin sigla á heimsfragt Það er staðreynd að farmgjöld þau er gilda á hverju sinni, eru alþjóðleg. Framboð og eftirspurn ráða. Fyrst keppinautar íslendinga með tvöfalt kaupgjald og lengri frí ná endum saman og mörg félögin dafna vel finnst manni að auðvelt sé að rétta að einhverju leyti þann gífur- lega launamun, er islenzkir farmenn eiga við að búa í dag miðað við erlenda. Látum nú tölumar tala. ITF. kauptaxtar sjómanna á vegum alþjóðasambands flutningaverka- manna. Sjómannasamningarnir eru gefnir út á eftirfarandi málum: Ensku, sænsku, þýzku, frönsku, spænsku og kínversku. í bókinni eru heimilisföng og símanúmer fulltrú- anna í fjölda landa. Utanáskrift höfuðstöðvanna er eftirfarandi: ITF. 133-135 Great Suffolk Street, LondonSEl ÍPD, England. Telephone: 01-403 2733 Telex: INTRANSFELONDON SEl Vinnuvikan er 40 stundir. Laugar- dagar, sunnudagar og helgidagar greiðast sem eftirvinna: 1/75 úr mán- aðarkaupi sinnum vinnustundirnar, hvort sem um sjóvakt eða vinnu er að ræða. Umfram 8 stundir virka daga, mánudag til föstudags, er greitt með lægri taxta, 1/135 úr mánaðarkaupi. Orlofsdagar eru 3 á mánuði, 1/25 úr fnánaðarkaupi + $13,40 fæðispen- ingar á orlofsdag. Sýnishorn af launum og borið saman við íslenskt kaup. Gengið er út frá 8 stunda vinnu, mánuðinn út í báðum tilfell- um. ITFl.sept. 1978 Skipstjórar: Kaup: $2116,00 Laug/sunnud. 8 x 8 + 64 x 28,20 $1804,80 3orlofsd. 84,60 $ 253,80 3 fæðisd. 13,40________$ 40,20 Mánuðurinn samtals: ísl. kr. 1.361.380,- $4214,80 íslenzkt 1. des. 1978 Skipstjórar: Kaup: Fríd. 8 x 19.223 Orlofsd. 2,5 Fæðispen. 2,5 x 1487 LandgönguféUl. kr. 416.559 kr. 153.784 kr. 48.575 kr. 3.717 kr. 32.648 Mánuðurinn samtals: eða48,13%af ITF. kr. 655.283 Auk þess fá ITF-skipstjórar greidda eftirvinnu umfram 8 st. Sjá LÖNE- TARIFF. ITF 1. stýrimenn: Laug./sunnud. 8 x 8 = 64 x 18,20 3 orlofsd. 54,60 3 fæðisd. 13,40 $1366,00 $1164,80 $ 163,80 $ 40,20 Mánuðurinn: ísl. kr. = 883,340,- Eftirv. virkir dagar = ísl. kr. = 3262,- $2734,80 $10,10 Laugard./sunnud./helgidag $18,20, isl. kr. = 5878.- pr. klst. II LÖNETARIFF Gállande frám 1 september 1978 Befattningsgrad Paragr. 3 Paragr. 9 Paragr. 12 Grundlön per mánad(USS) Övertidsersattn. pertimma ‘dO Paragr. 5 Veekodagar 1/135 av dito per mánad Paragr. 6 ló'r-. sön- och helgdagar 1 75 av dito per mánad Kontanter-sáttning för innestáende ársscmcsteríperd: 1 /25 av dito per mánad Befalhavare 2116.00 15.70 28.20 84.60 Maskinchef 1923.00 14.20 25.60 76.90 Överstyman 1366.00 10.10 18.20 54.60 2:estyrman 1094.00 8.10 14.60 43.80 3:cstyrman 1054.00 7.80 14.10 42.20 l:e maskinist 1366.00 10.10 18.20 54.60 2:e maskinist 1094.00 8.10 14.60 43.80 3: e maskinist 1054.00 7.80 14.10 42.20 Radiotelegrafist 1094.00 8.10 14.60 43.80 - ; El-maskinist 1094.00 8.10 14.60 43.80 Ekonomiíörestándare 1094.00 8.10 14.60 43.80 Elektriker 920.00 6.80 12.30 36.80 Bátsman 694.00 5.10 9.30 27.80 Timmerman 694.00 5.10 9.30 27.80 Svarvare/reparatör 694.00 5.10 9.30 27.80 l:e kock 694.00 5.10 9.30 27.80 Donkeyman 694.00 5.10 9.30 27.80 Förrádsman 694.00 5.10 9.30 27.80 Pumpman 694.00 5.10 9.30 27.80 Underbátsman 644.00 4.80 8.60 25.80 Quartermaster 644.00 4.80 8.60 25.80 Elektrikerassistent 644.00 4.80 8.60 25.80 Matros 621.00 4.60 8.30 24.80 Eldare/motorman 621.00 4.60 8.30 24.80 Oljare/smörjare 621.00 4.60 8.30 24.80 2: e steward 62 1.00 4.60 8.30 24.80 2:e kock 528.00 3.90 7.00 21.10 Massman 528.00 3.90 7.00 21.10 Lattmatros 462.00 3.40 6.20 Rengöringsman/maskin 462.00 3.40 6.20 18.50 Jungman (1) 265.00 2.00 . 3.50 10.60 Ekonomibitrade(l) 265.00 2.00 3.50 10.60 1) Under inga omstándigheter fár person över 18 (aderton) árs álder anstállas som jungman eller ekonomibitráde ellér betalas dessas löner. Anm. Anstálld som ár över 18 ár och som inte finns upptagen i nomenklaturen skall erhálla lágst den lön som motsvarar den lön som ár angiven lor matros. Kost- och logiersáttníng §21 Ombordanstálld skall under semester med lön vara beráttigad till ersáttning för kost och logi med US $13.40 per dag. Dá kost och/eller logi ej tillhandahálles ombord bestár rederiet kost och/ eller logi av god kvalitet i land. UmbordanstSOTs personliga ágodelar, töriust eller skada p. g. *• sjoolycka vederbörande frán rederiet utíá kompensation med högst US $2.162 Det álligger den ombordanstállde att pá heder och samvete betyga ríktigheten av lamnade uppgifter med avseende pa íorlust av personliga ágodelar. Kjallarinn mann í ITF. Er ekki fróðlegt að vita. hvort ekki er verkefni, rétt við bæjar- dyrnar, fyrir hann? Spyr sá sem ekki veit. Sigurbjörn Guðmundsson íslenzkt: 1. stýrimenn 5. fl. 8 fríd.x 11.318 2,5 órlofsd.x 11.318 2,5 fæðisd. x 1487 Risna Kr. 245.252 kr. 90.541 kr. 28.295 kr. 3.718 kr. 3.750 Mánuðurinn samtals kr. 371.556 eða 42,06% af ITF. Eftirvinna, lægri taxti = 1527 kr. Eftirvinna, hærri taxti = 2443 kr. Með sömu útreikningum koma eftirfarandi launastéttir út með samanburð: Bátsmenn ITF, mánaðarlaun, fríd., helgid., orl., o.s.frv. $1412,80 = ísl. kr. 456.334. ísl. bátsm. 300.984 kr„ eða 66% af ITF launum. Hásetar ITF $1266,80, =ísl. kr. 409.176,40. íslenzkir hásetar = 265.520 kr. eða 65% af ITF. Læt ég nú hinum starfshópunum eftir að reikna út sín kjör en á launa- skrá ITF eru 32 starfsstéttir skráðar ásamt tilheyrandi kjörum. Árið 1978 náði ITF 3 milljónum punda, ca 1900 milljónum íslenzkum, til kauphækk- ana aftur í tímann fyrir sjómenn er voru undirborgaðir og 43 milljónir voru innheimtar hér á íslandi, ef ég man rétt. Ég veit ekki bctur en Sjó- mannafélag Reykjavíkur hafi einn Hvers vegna hefur þetta ekki verið birt fyrr? Ég held að svarið sé aðeins eitt, það hefur enginn þorað því, af ótta við atvinnuofsóknir og hefndarráð- stafanir útgerðarmanna. Undirrit- aður hefur vissulega fengið sinn skammt frá útgerðarmönnum, ann- ars vegar þurfti hann að láta leiðrétta launauppgjör hjá frægri „manna- skiptaútgerð”. Er hann hafði starfað samtals tæp tvö ár voru leiðrétting- arnar tæpar 3 síður og fengust um síðir greiddar. Síðan hefur undirrit- aður verið eltur með rógi frá viðkom- andi útgerð, enda þótt hann hafi meðmælabréf skipstjóra síns, og til gamans má geta þess að starfstimi hans var 4—5 faldur meðalstarfstími yfirmanna hjá viðkomandi útgerð á þeim tíma. Annars staðar var hann sóttur fyrir rétt, ásamt fjölmörgum úr áhöfn viðkomandi skips. Ástæð- an var sú að í innsigli það er skip- stjórinn hafði með höndum vantaði nokkra tugj flaskna af áfengi. Enginn af áhöfninni hafði fengið neitt áfengi og af sígarettunum sat viðkomandi skipstjóri uppi með 2/3 af öllu er út hafði verið látið það ár. Það þarf vart að nefna að þeim er sögðu sannleik- ann, eiðsvarnir fyrir rétti, var ekki vært og því ekki um annað að gera en koma sér burt. Að sjálfsögðu hélt út- gerðin verndarhendi yfir slíkum heiðursmanni, og er umræddur „síg- arettukafteinn” aldrei sperrtari en nú. Reynir hann með rógburði að eyðileggja atvinnumöguleika þeirra er sögðu satt fyrir rétti. Því miður eru nógu margir til að gleypa allt slíkt með húð og hári. Mun nú reyna á hvort þeir er hafa getu og þor til að segja sannleikann í viðkvæmum launamálum geta það án ofsókna. Vænti ég þess að þær upplýsingar er ég hef dregið fram í dagsljósið verði farmannastéttinni og sjómönnum öll- um til framdráttar í þeirri kjarabar- áttu sem framundan er. Sigurbjörn Guðmundsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.